Morgunblaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009 T.V. - Kvikmyndir.is V.J.V - FBL S.V. - MBL FRÁ LEIKSTJÓRA INDEPENDENCE DAY OG THE DAY AFTER TOMORROW STÆRSTA FRUMSÝNING ÁRSINS! SÝND Í SMÁRA OG REGNBOGANUM HHHH „Gómsæt, yndisleg og bráðfyndin mynd sem hin frábæra Meryl Streep á skilið sinn þriðja Óskar fyrir.” EMPIRE SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGA OG BORGARBÍÓI HHHH „Myndin er vel gerð í alla staði og leikurinn framúrskarandi“ -H.S., MBL HHH -Ó.H.T., Rás 2 SÝND SMÁRABÍÓISÝND SMÁRABÍÓI ÍSLENSKT TAL Saw 6 kl. 8 - 10:10 B.i.16 ára Artúr 2 kl. 4 - 6 LEYFÐ Saw 6 kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 Lúxus 2012 kl. 4:45 - 8 - 10:30 B.i.10 ára The Box kl. 8 B.i.16 ára Julie and Julia kl. 5:20 - 8 - 10:35 LEYFÐ Hörkuspennandi þriller með Cameron Diaz í aðalhlutverki SÝND Í BORGARBÍÓI Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 5:50, 8 Sýnd kl. 8 og 10:10 Sýnd kl. 6 ÍSLENSKT TAL HHH T.V. - Kvikmyndir.is BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA OG HÖFUNDI OFFICE SPACE Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:20 (POWER SÝNING) POWERS ÝNING Á STÆRS TA DIGIT AL TJALDI L ANDSINS KL. 10:2 0 Spennumynd af bestu gerð þar sem Nicolas Cage fer á kostum í hlutverki spillta lögreglumannsins Terence McDonagh. Þú færð 5% endurgreitt í Smárabíó 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.isKreditkorti tengdu Aukakrónum! HVÍTI borðinn (Das Weisse Band), kvikmynd austurríska leikstjórans Michael Haneke þar sem fjallað er um rætur nasism- ans í Þýskalandi, var sig- ursæl á verðlaunaafhend- ingu Evrópsku kvikmyndastofnunarinnar á laugardag. Kvikmyndin hlaut þrenn verðlaun. Hvíti borðinn, sem hlaut Gullpálmann í Cannes í vor, hlaut verðlaun sem besta evrópska mynd- in, Haneke var valinn leikstjóri árs- ins og fékk hann einnig verðlaun fyrir besta evrópska handritið í ár. Hvíti borðinn segir frá hroðaleg- um glæpum sem framdir eru í þýsku þorpi er heimsstyrjöldin fyrri er að bresta á, og virðast glæp- irnir tengjast hópi barna sem beitt- ir voru ofbeldi af foreldrum sínum. Winslet valin sú besta Breska leikkonan Kate Winslet var valin sú besta fyrir frammistöðu sína í Lesaranum (Der Vorleser). Nýliðinn Tahar Rahim var valinn besti karlleikarinn fyrir leik í Spámanninum (Un Prophete) sem Jac- ques Audiard leikstýrir. „Verðlaun fólksins“ féllu í hlut Slumdog Millionaire en kvikmynda- tökumaðurinn Anthony Dod Mantle, var valinn sá besti á sínu sviði fyrir Slumdog Millionaire og Antichrist. Mantle stýrði tökum á Sveitabrúðkaupi Valdísar Ósk- arsdóttur. Evrópska kvikmyndastofnunin heiðraði leikstjórann Ken Loach á laugardag fyrir framlag sitt til kvik- myndalistarinnar. Hvíti borðinn sigursæll Michael Haneke KRAUMSLISTINN, sérstök viður- kenning Kraums tónlistarsjóðs til þeirra flytjenda og útgefenda sem þykja standa að nýjum og spennandi verkum í íslenskri plötuútgáfu, verð- ur kynntur í annað sinn í næstu viku. Dómnefnd Kraumslistans, sem skip- uð er 16 manns sem fjallað hafa við um íslenska tónlist, hefur nú komist að niðurstöðu um meðfylgjandi 20 hljómplatna úrvalslista. Miðviku- daginn 16. desember verður svo til- kynnt hvaða fimm breiðskífur hljóta viðurkenningu og stuðning í tengslum við Kraumslistann 2009. Kraumslistanum er ætlað að styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna – með því að verðlauna og vekja sérstaka at- hygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Kraumslistinn er ekki bundinn neinni ákveðinni tónlistarstefnu og honum fylgja engir undirflokkar. Formaður Kraumslistans er Árni Matthíasson blaðamaður. Morgunblaðið/Ómar Hjaltalín Nýr diskur hljómsveitarinnar og nítján diskar annarra flytjenda eru tilnefndir á úrvalslistanum. Kraumslistinn kynntur  Anna Guðný Guðmundsdóttir – Vingt regards sur l’enfant-Jésus  Árni Heiðar Karlsson – Mæri  Bloodgroup – Dry Land  Bróðir Svartúlfs – Bróðir Svartúlfs EP  Dikta – Get it together  Egill Sæbjörnsson – Egill S  Feldberg – Don’t Be A Stranger  Helga Rós Indriðadóttir og Guðrún Dalía – Jórunn Viðar, Sönglög  Helgi Hrafn Jónsson – For the Rest of my Childhood  Hildur Guðnadóttir – Without Sinking  Hjaltalín – Terminal  Kimono – Easy Music for Difficult People  Lights on the highway – Amanita Muscaria  Morðingjarnir – Flóttinn mikli  múm – Sing Along to Songs that You Don’t Know  Pascal Pinon – Pascal Pinon  Ruxpin – Where Do We Float From Here  Sudden Weather Change – Stop! Handgrenade In The Name Of Crib Death’understand?  The Deathmetal Supersquad – Dead Zeppelin  Víkingur Heiðar – Debut Úrvalslisti Kraums 2009

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.