Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 1
Um sex milljarða útgjaldaaukning
Stuðst hefur verið við þá þumalputtareglu að forráðamenn greiði um þriðjung heildarkostnaðar leik-
skólans og sveitarfélögin afganginn. Á árunum 2004-2008 jukust útgjöld sveitarfélaganna um rúma
sex milljarða króna vegna leikskóla. Á sama tíma drógust greiðslur forráðamanna barnanna saman
um 25% eða um ríflega milljarð vegna aukinna niðurgreiðslna sveitarfélaga. Á myndinni sjást börnin á
leikskólanum Kató í Hafnarfirði velja sér jólatré fyrir skólann. Enn er því hægt að gera sér dagamun.
Skólakerfinu gert að
spara 6-7 milljarða
Matseðill í leikskólum
ræðst af tilboðum í
lágverðsverslunum
Handþurrkur víkja
fyrir handklæðum og kló-
settpappír skammtaður
Morgunblaðið/Heiddi
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
MIKIL hagræðing hefur átt sér stað í skólum
landsins undanfarin misseri en hún nægir ekki til
og á næsta ári er leikskólum, grunnskólum, fram-
haldsskólum og háskólum gert að spara sex til sjö
milljarða króna til viðbótar, miðað við líðandi ár.
Morgunblaðið birtir fréttaskýringar um málið í
dag og næstu fjóra daga. Þar kemur meðal annars
fram að skólastjórnendur leggja áherslu á að
sparnaðurinn bitni hvorki á kennslu né þjónustu
við nemendur en ljóst er að eitthvað verður undan
að láta ef fram heldur sem horfir.
Í fréttaskýringu dagsins um stöðuna í leikskól-
um kemur meðal annars fram að kostnaður sveit-
arfélaga vegna leikskóla ársins var tæplega 22,5
milljarðar króna 2008, en þeim er gert að hagræða
um einn til einn og hálfan milljarð á næsta ári.
Viðmælandi hefur áhyggjur af fæði og þrifum á
leikskólunum, segir að matseðillinn ráðist að
miklu leyti af tilboðum í lágverðsverslunum
hverju sinni, handþurrkur víki fyrir handklæðum
og klósettpappír sé skammtaður. „Við höfum
áhyggjur af öryggi barnanna.“
Skólakerfi á krossgötum
Hverjum steini velt við | 12
M Á N U D A G U R 1 4. D E S E M B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
332. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Stúfur k
ominn
Margur er knár …
*Nánar um skilmála á flytjandi.is
PI
PAA
P
RR
\\
BW
A
W
A
TB
•••
SÍ
A
•
9
SÍ
A
•
91
8
81
S
91
8
8
«DAGLEGTLÍF
ALDAGÖMUL UPP-
SKRIFT AÐ JÓLAMAT
«MENNING
Hampa ætti barna-
bókahöfundum
6
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
SVOKÖLLUÐ þjóðarkosning um
hvort Alþingi eigi að samþykkja
eða synja ríkisábyrgð á Icesave-
samkomulaginu við Breta og Hol-
lendinga hófst á Netinu í gær.
Vefmiðillinn Eyjan efnir til kosn-
ingarinnar, en notast er við kerfið
ÍslendingaVal, sem þróað er af Ís-
lenskri erfðagreiningu.
Kjósendur nálgast aðgangskóða í
gegnum heimabanka sinn og geta
svo kosið á netinu.
Hægt að nota
við þingkosningar
Kosningin er óformleg, en Há-
kon Guðbjartsson, framkvæmda-
stjóri upplýsingatæknisviðs Ís-
lenskrar erfðagreiningar, segir að
með ákveðnum breytingum sé
hægt að nota kerfið fyrir lög-
bundnar kosningar, t.d. til Alþing-
is.
Þingmenn eru samkvæmt stjórn-
arskrá aðeins bundnir af eigin
sannfæringu og eiga að fylgja
henni á þinginu, að sögn Bjarna
Benediktssonar, formanns Sjálf-
stæðisflokksins. „Hins vegar hef ég
ekkert á móti því að reynt sé að
leiða fram þjóðarviljann, hvort sem
það er gert með undirskriftasöfn-
unum eða óformlegum kosningum.
Stjórnvöld verða líka að svara kalli
almennings um beinni þátttöku
fólks í ákvörðun mikilvægra mála.“
Ekki náðist í Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, forsætisráðherra og
Steingrímur J. Sigfússon, fjár-
málaráðherra, vildi ekki tjá sig um
málið.
Kosið rafrænt | 4
Óformleg netkosning
um Icesave-málið
Kjósendur nálgast kjörseðil í gegnum einkabanka sinn
» Kerfið þróað af Íslenskri erfðagreiningu
» Enginn getur kosið oftar en einu sinni
» Geta sannreynt að rétt sé farið með atkvæði
» Upplýsingar dulkóðaðar tvisvar sinnum
Karlalið KA og kvennalið HK unnu
toppleiki Íslandsmótsins í blaki um
helgina, gegn HK og KA í Digra-
nesi, og eru í efstu sætunum þegar
mótið er hálfnað.
ÍÞRÓTTIR
HK og KA eru á
toppnum í blakinu
ÁGÚST Jóhannsson hefur aðeins
þjálfað norska handknattleiksliðið
Levanger í hálft ár. Forráðamenn
þess eru hins vegar svo ánægðir
með störf hans að þeir hafa þegar
fengið hann til að gera nýjan samn-
ing til þriggja ára.
Ágúst með nýjan
samning í Noregi
Breytingartillögur meirihlutans í
fjárlaganefnd þýða að halli á rík-
issjóði verður 101 milljarður króna
en ekki 87 milljarðar eins og gert
var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu
sem lagt var fram í október. Lagt
er til að ráðstöfunarfé ráðherra
minnki um 21,2 milljónir og fram-
lög til þingflokka skerðist um 10%.
Útgjöld aukast m.a. sökum þess að
fjölmargar niðurskurðartillögur
hafa verið dregnar til baka, svo
sem fyrirhugaðar skerðingar á
barnabótum. Þá aukast útgjöld til
dóms- og fangelsismála. »6
Eyða Breyta fjárlagafrumvarpi.
Leggja til að halli á rík-
issjóði verði 101 milljarður
MIKILL munur getur verið á
heildargreiðslu vegna íbúðarláns
eftir því hvort um óverðtryggt lán í
erlendri mynt eða verðtryggt
krónulán er að ræða.
Sé erlendu láni breytt í krónulán
og höfuðstóll lækkaður lækkar
greiðslubyrði lántakanda töluvert
fyrstu árin en þyngist svo með tím-
anum. Að sama skapi léttist
greiðslubyrði á óbreyttu erlendu
láni með tíma.
Margir óvissuþættir hafa hins
vegar áhrif á endanlega nið-
urstöðu, svo sem verðbólga og
gengisþróun krónunnar. »2
Mikill munur á heildar-
greiðslu vegna íbúðarláns
Lán Margir tóku erlend lán fyrir
íbúðarkaupum sínum fyrir hrun.