Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 40
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 348. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
FÓLK Í FRÉTTUM»
Heitast 10°C | Kaldast 2°C
Suðaustan 3-8 m/s
við SV-ströndina.
Þurrt að mestu sunn-
anlands. Bjartvirði
fyrir norðan og austan » 10
„Hvergi er stigið
eiginlegt feilspor,“
segir rýnirinn um
nýja plötu Ellenar.
Lögin eru sögð ljúf
áheyrnar. »36
TÓNLIST»
Bjartur
söngur
KVIKMYNDIR»
Ein magnaðasta myndin
– og ein sú bilaðasta. »36
Umsátrið, ný bók
Styrmis Gunn-
arssonar, er sögð
„ómissandi bók um
fortíð og framtíð Ís-
lands“. »33
BÆKUR»
Rætt af
hreinskilni
BÆKUR»
Fimm nýjar barnabækur
og margar stjörnur. »35
FÓLK»
Flugan flaug milli fals-
ana og frostrósa. »32
Menning
VEÐUR»
1. Erfitt að horfa upp á félagana
2. Var lofað að Davíð myndi hætta
3. Fimmtungur án skírteinis
4. Ungfrú heimur er frá Gíbraltar
»MEST LESIÐ Á mbl.is
Hermann
Hreiðarsson vissi
ekki hvaðan á sig
stóð veðrið þegar
hann gekk til leiks í
seinni hálfleik með
Portsmouth gegn
Sunderland á laug-
ardaginn. Steve Bennett dómari
gekk þá að honum og lyfti gula
spjaldinu. Hermann hafði talað
tæpitungulaust við Frazier Camp-
bell, leikmann Sunderland, þegar
þeir gengu af velli. „Ég var bara að-
eins að rabba við hann í rólegheitum.
Mér fannst hann renna sér tvisvar
aðeins of óþægilega í mig og vildi
minna hann á að það væri komið að
mér. Þetta var bara mjög asnaleg
áminning,“ sagði Hermann.
KNATTSPYRNA
Fékk gula spjaldið þegar
hann gekk inn á völlinn
„ÉG tel mig hafa
gert ágætt góðverk
með því að leika
þessa tölu. Ég efa
ekki að þeir sem
fengu stóra vinn-
inginn í lottóinu
um helgina eru vel
að honum komnir,“ segir Sigurður
Sigurjónsson leikari, sem hefur und-
anfarið leikið töluna 34 í auglýsingu.
Vinningstölur helgarinnar í lottó-
inu voru 7, 27, 30, 34 og 38. Pott-
urinn var sexfaldur og skiptu tveir
heppnir með sér fyrsta vinningi og
fá þrjátíu milljónir hvor. Í meira en
tuttugu ára sögu Lottósins hefur
fyrsti vinningur í sexföldum potti
aldrei verið jafnhár. „Í lottóinu not-
ar fólk sjaldnast tölur milli 30 og 40.
Nú færðu lottóspilarar sig hins veg-
ar meira í þær,“ segir Stefán Kon-
ráðsson, framkvæmdastjóri Ís-
lenskrar getspár.
LOTTÓ
Sigurður Sigurjónsson (34)
gerði ágætt lottó-góðverk
Í ARTNET-
tímaritinu er farið
lofsamlegum orð-
um um framlag
Egils Sæbjörns-
sonar myndlist-
armanns á stærstu
listakaupstefnu
Bandaríkjanna, Art Basel Miami
Beach, sem haldin var fyrr í mán-
uðinum. Egill sýndi þar á vegum i8-
gallerísins.
Gagnrýnandi Artnet segir inn-
setningu Egils hafa verið eitthvert
ánægjulegasta verk sýningarinnar.
Egill hafi leikið sér með raunveru-
legt rými og huglægt, þar sem kvik-
mynd var varpað á kassastæðu.
MYNDLIST
Innsetningu Egils
hrósað í Artnet-tímaritinu
SÖLVI Geir Ottesen, landsliðsmaður í knattspyrnu, er
besti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á þessu
keppnistímabili, samkvæmt einkunnagjöf Ekstra-
bladet. „Þetta er fínasta viðurkenning. Ég vissi svo sem
alveg að ég væri búinn að spila vel í haust en ætli það
megi samt ekki segja að þetta hafi komið mér á óvart.
Ég fékk þó ekkert sjokk,“ sagði Sölvi við Morgun-
blaðið. Mörg sterk lið hafa augastað á þessum öfluga
varnarmanni og Sölvi er spenntur fyrir að komast í
ensku úrvalsdeildina. | Íþróttir
Bestur í dönsku
úrvalsdeildinni
Morgunblaðið/Eggert
Bestur Sölvi Geir Ottesen hefur leikið vel í Danmörku.
Á förum frá SönderjyskE?
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
EGGERT H. Kristjánsson, fyrrver-
andi yfirpóstafgreiðslumaður, læt-
ur sér ekki nægja að senda jólakort
út um allan heim heldur sendir
mörgum bréfavinum sínum líka
dagatöl með fallegum myndum til
að kynna Ísland. „Ég á marga
pennavini úti um allan heim – suma
hef ég átt í hálfa öld – og við skipt-
umst á jólakortum og almanökum,“
segir Eggert sem er 84 ára.
Enskan með pennavinum
Eggert segir að þessi samskipti
hafi byrjað með áhuga sínum á
ferðalögum og hann hafi fundið út
að hann tæki helst framförum í
ensku með því að skrifast á við er-
lenda pennavini. Hann hafi skráð
sig í marga erlenda pennavina-
klúbba og pennavinunum fjölgað
jafnt og þétt. „Fyrst byrjaði ég á því
að senda bréf og eftir að ég kynnt-
ist pennavinunum betur fór ég að
kynna landið með því að senda
þeim almanök. Fyrir nokkrum ár-
um kom til dæmis einn hollenskur
pennavinur minn til landsins og
hann sagðist bara hafa heimsótt Ís-
land af því að ég hefði sent honum
Snerrualmanök með svo fallegum
myndum.“
Landkynning um allan heim
Dagatölin fara víða, meðal ann-
ars til Japans, Ástralíu, Brasilíu,
Chile, Bandaríkjanna, Rússlands,
Litháens, Þýskalands, Frakklands,
Spánar, Austurríkis og Bretlands.
„Einn enskur pennavinur minn frá
1963 býr rétt hjá Windsorkastala
og er í miklu sambandi við bresku
konungsfjölskylduna,“ segir Egg-
ert og bætir við að hann hafi hitt
marga pennavini. „Ég þekkti marg-
ar fjölskyldur í Bandaríkjunum í
gegnum þetta áhugamál og hef til
dæmis farið þangað 13 sinnum og
þar af tvisvar til Hawaii gagngert
til þess að hitta pennavini mína.
Undanfarin tvö ár hef ég hitt tvo
pennavini mína í Berlín og í sumar
kom annar þeirra þangað með lest
frá Bæjaralandi til þess að hitta
mig einn dag. Hann er 19 ára og ég
gerði honum smágreiða á Íslandi í
fyrrasumar, þegar hann ferðaðist
með tjald um landið í sex vikur. Ég
færði honum myndabók um Ísland
og spurði hann hvort hann hefði séð
þennan og hinn staðinn en þá kom í
ljós að hann hafði ekki séð þessa
venjulegu ferðamannastaði, bara
verið uppi á hálendinu.“
Eggert segir að áhugamálið hafi
komið sér sérlega vel eftir að hann
hætti að vinna 1994, þótt dregið
hafi úr samskiptunum með árunum.
„Samt fékk ég 56 erlend jólakort í
fyrra og yfir 20 almanök,“ segir
hann. „Mest sendi ég 125 jólakort
til útlanda en ég reikna með að
senda um 60 til 70 í ár og 25 alman-
ök, 20 frá Snerruútgáfunni og fimm
frá Eimskip.“
Eggert H. Kristjánsson er 84 ára og hefur nóg að gera fyrir jólin
Sendir dagatöl
til pennavina út
um allan heim
Morgunblaðið/Heiddi
Landkynning Eggert H. Kristjánsson sendir almanök út um allan heim og
er með dagatöl frá pennavinum víðs vegar um veröldina uppi á vegg.
Hefur farið 13 sinnum til Bandaríkj-
anna til þess að heimsækja pennavini
Í NÝLEGRI bandarískri rannsókn
kemur fram að við högg á hné
drepast brjóskfrumur í hnénu.
Þessar skemmdir sjást yfirleitt ekki
við fyrstu sýn en geta leitt til slit-
gigtar síðar. Það er því afar mik-
ilvægt fyrir íþróttamenn að reyna
að forðast meiðsli og stunda fyr-
irbyggjandi æfingar. Hnémeiðsli
hafa að líkindum leitt til slitgigtar
hjá Ásthildi Helgadóttur, einni
bestu fótboltakonu Íslands og þótt
víðar væri leitað. | 16
Högg leiða
til slitgigtar