Morgunblaðið - 14.12.2009, Side 16
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
– meira fyrir áskrifendur
Skólar og
námskeið
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Í blaðinu verður fjallað um menntun og
þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir
þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika
með því að afla sér nýrrar þekkingar og
stefna því á nám og námskeiða.
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um menntun, skóla og
námskeið þriðjudaginn
5. janúar 2010.
Meðal efnis verður :
Háskólanám og endurmenntun.
Fjarmenntun á háskólastigi.
Verklegt nám/iðnnám á framhalds og
háskólastigi.
Endurmenntun.
Símenntun.
Listanám.
Sérhæft nám.
Námsráðgjöf og nám erlendis.
Kennsluefni.
Tómstundanámskeið og almenn námskeið.
Lánamöguleikar til náms.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00
mánudaginn 21. desember
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Brjósk er þess eðlis að þaðbrotnar stöðugt niður ogendurnýjar sig eins ogmargir aðrir vefir, t.d.
húðin. Í nýrri rannsókn sem greint
var frá í New York Times í síðustu
viku kemur fram að við högg á hné
drepast brjóskfrumur í hnénu. Við
dauða frumnanna spillist endurnýj-
unin á því svæði og brjóskið end-
urnýjar sig ekki á sama hátt og áð-
ur. Þessar skemmdir sjást ekki við
fyrstu sýn en leiða síðar til slitgigt-
ar.
Engin lækning er til við slitgigt
þótt ýmis lyf slái á einkennin og
gigtin versnar með aldrinum.
Ungt fólk með gömul hné
Ein þeirra sem unnu að rann-
sókninni er dr. Constance R. Chu. Í
viðtali við New York Times benti
hún á að slitgigt var áður að mestu
bundin við ellilífeyrisþega. Nú er
hún sífellt algengari meðal ungs
fólks, ekki síst íþróttafólks sem
meiðst hefur á hnjám. Algengustu
áverkarnir á hnjám eru slitin kross-
bönd en talið er að í Bandaríkj-
unum séu framkvæmdar um
175.000 aðgerðir á ári til að gera við
krossbönd í hnjám. Dr. Chu sagði
að aðgerðunum hafi fjölgað á und-
anförnum árum eftir því sem
keppnisíþróttir ungmenna hafi orð-
ið vinsælli. „Flestir bæklunarlækn-
ar hafa meðhöndlað ungt fólk með
mjög gömul hné.“ Rannsóknin
bendi til þess að slit á krossböndum
skaði ekki aðeins krossböndin held-
ur einnig brjóskfrumurnar í hnján-
um. Slíkt geti leitt til sársauka og
bæklunar.
Erfitt er að greina áhrifin á
brjóskið fyrr en langt er um liðið.
Því hefur dr. Chu mælt með því að
íþróttamaður sem meiðist á hné
hlífi því eftir að hnéð virðist hafa
jafnað sig.
Hlaupurum til uppörvunar er rétt
að ítreka að rannsóknin tekur ein-
ungis til þess sem gerist þegar
íþróttamenn meiðast illa á hnjám.
Stutt er síðan New York Times
fjallaði um að rannsókn hefði sýnt
fram á að hlaup færu ekki illa með
hnén.
Ferill búinn, slitgigt komin
Dr. Helgi Jónsson, sérfræðingur í
gigtarlækningum við Landspítala –
háskólasjúkrahús, segir að langt sé
síðan sýnt hafi verið fram á tengsl á
milli áverka á hnjám og slitgigtar. Í
fyrrnefndri rannsókn sé fjallað um
hvernig áverkar orsaka skemmdir á
brjóski og dauða brjóskfrumna.
„Þetta hefur mest verið rannsakað
hjá fótboltamönnum. Það er enginn
vafi á því að atvinnumenn eða hálf-
atvinnumenn í fótbolta eru í mjög
aukinni hættu á að fá slitgigt í hné,
eftir áverka, liðþófatökur, speglanir
og ýmislegt sem tengist áverk-
unum. Margir eru komnir með slit-
gigt þegar ferlinum lýkur,“ segir
hann.
Tæklingarnar slæmar
Helgi tekur fram að íþróttir og
hreyfing almennt sé góð fyrir lík-
amann og liði hans. Íþróttir séu á
hinn bóginn misjafnlega hliðhollar
hnjánum. „Við sjáum minna slit hjá
sundmönnum og golfurum en meira
hjá keppnisfólki, svo sem maraþon-
hlaupurum og fótboltamönnum.
Einhvers staðar þarna á milli eru
mörkin. Og þau eru gríðarlega ein-
staklingsbundin. Það sem oft spilar
inni í eru þessir fjárans áverkar,
sérstaklega hjá fótboltamönnum
með öllum þessum tæklingum sem
eru í fótboltanum.“ Fólk verði einn-
ig að forðast ofreynslu því jafnvel
þótt t.d. hjólreiðar séu almennt holl-
ari fyrir hnén en hlaup geti menn
ofgert sér. „Atvinnuhjólreiða-
kappar, þeir eyðileggja í sér hnén.“
Morgunblaðið/Jim Smart
Átök Í fótboltanum er oft tekist harkalega á og því miður geta átökin leitt til slæmra meiðsla, líkt og Ásthildur
Helgadóttir (t.h.) fékk að kenna á. Hér sést hún í sigurleik kvennalandsliðsins gegn Hvít-Rússum árið 2005.
Brjóskið drepst og það
leiðir til slitgigtar í hnjám
Þeir sem hafa meiðst illa
á hné vita vel hversu erf-
iðir slíkir áverkar geta
verið. Færri vita að hné-
meiðsli geta leitt til þess
að brjóskfrumur í hnénu
drepist og að slíkt leiði á
endanum til slitgigtar.
ÁSTHILDUR Helgadóttir er ein þeirra fjölmörgu fótboltakvenna
og -manna sem hafa þurft að hætta að spila fótbolta vegna meiðsla
á hnjám. Hún meiddist alvarlega á hægra hné í landsleik árið 2004
og hún telur að allt bendi til þess að hún sé nú með slitgigt í
hnénu.
Meiðslin hlaut hún í landsleik gegn Skotum árið 2004. „Ég var
bara óheppin. Skotinn vafði sinni löpp utan um mína og festi hana
þannig,“ segir Ásthildur. Liðböndin slitnuðu og einnig þurfti að
taka af liðþófanum. Ásthildur náði sér þó nægjanlega vel af meiðsl-
unum til að geta spilað sitt besta tímabil 2006-2007 þegar hún var
annar markahæsti leikmaðurinn í sænsku deildinni og var tilnefnd
sem besti sóknarmaðurinn. Síðan tóku meiðslin sig upp aftur og í
desember 2007 lagði hún skóna á hilluna.
Það vann ekki með Ásthildi að konur eru með um 40% minna
brjósk í hnjánum en karlar og þar að auki með mýkri og veikari
liðbönd – alveg burtséð frá því hversu harðar þær eru að öðru
leyti.
Getur ekki skokkað
Nú, tveimur árum seinna, há meiðslin henni enn. Ásthildur getur
ekki skokkað í svo sem hálftíma án þess að fá verk í hnéð. Ásthild-
ur segir að liðamín og glúkósamín hjálpi til en ástandið fari einnig
mikið eftir því hversu dugleg hún er að gera styrktaræfingar. „Ef
ég styrki hné með lyftingum og æfi vöðvana í kringum hnéð er ég
betri.“ Þá syndir hún og hjólar en hvort tveggja hlífir hnjánum.
Jafnvægisæfingar mikilvægar
Ásthildur segir að endurhæfingin sem hún hlýtur í Svíþjóð sé
ólík meðferðinni á Íslandi að því leyti að á Íslandi sé einblínt á lær-
vöðvana. Í Svíþjóð sé hún einnig látin gera æfingar sem auka stjórn
hennar á hnjánum og ýmsar jafnvægisæfingar. Hún er látin stunda
einfaldar æfingar sem þjálfa rassvöðvann, t.d. með því að standa á
öðrum fæti og beygja sig fram. „Það skiptir rosalega miklu máli að
þjálfa hnéð vel upp og taka endurhæfinguna alvarlega,“ segir Ást-
hildur. Mikilvægt sé fyrir fótboltakonur að gera fyrirbyggjandi æf-
ingar og þær geti verið samskonar og hún geri í endurhæfingunni.
Skiptir öllu máli að taka
endurhæfinguna alvarlega