Morgunblaðið - 14.12.2009, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 2009
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
FRÁBÆR SPENNUMYND Í ANDA SCREAM OG I KNOW
WHAT YOU DID LAST SUMMER
ÞÆR ÆTLA AÐ REYNA AÐ ÞAGA
YFIR LEYNDARMÁLI DAUÐANS!
ÝND Í ÁLFABA KA OG KRINGLUNNI
TVEIR VINIR
TAKA AÐ SÉR 7 ÁRA
TVÍBURA MEÐ
ÁKAFLEGA
FYNDNUM
AFLEIÐINGUM
OldDogs
JOHN TRAVOLTA OG ROBIN WILLIAMS FARA Á KOSTUM
Í ÞESSARI SPRENGHLÆGILEGU MYND
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
/ KRINGLUNNI
OLD DOGS kl.6 -8-10 L DIGITAL
SORORITY ROW kl.8 -10:20 16
NINJA ASSASSIN kl.10:40 16
THE TWILIGHT NEW MOON kl.5:30-8 12
A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl.5:503D ótextuð 7 3D-DIGITAL
/ ÁLFABAKKA
OLDDOGS kl. 6-8D-10:10D L DIGITAL ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl.5:503D ótextuð 7
OLDDOGS kl. 8 - 10:10 LÚXUS ACHRISTMASCAROLm.ísl.tali kl.5:50 7
SORORITYROW kl. 8 -10:20 16 ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl.8 7
NINJAASSASSIN kl. 8 - 10:10 16 PANDORUM kl.5:50 16
THETWILIGHT2NEWMOON kl. 5:30-8-10:30 12 LAW ABIDING CITIZEN kl.10:10 16
THETWILIGHT2NEWMOON kl. 5:30 LÚXUS
EFTIR sýningu á BadLieutenant: Port of CallNew Orleans er ljóst aðHerzog er ekki að
endurgera Bad Lieutenant, sem
Abel Ferrera hneykslaði heiminn
með fyrir tæpum 20 árum. Hann
hefur verið að leita að titli – út-
úrsnúningi sem hæfði innihaldinu
– og fundið hann.
Vissulega snúast báðar mynd-
irnar um spillta lögregluforingja
og almennan ruslaralýð á sorp-
haugum mannlífsins í bandarísk-
um stórborgum en samlíkingin
nær ekki miklu lengra.
Cage leikur Terence McDonagh,
lögreglumann í New Orleans, sem
í upphafi fær foringjastöðu – og
helti – fyrir hetjudáð í starfi. Við
komumst hins vegar fljótt að því
að það sem knýr McDonagh til að
drýgja umrædda dáð er dópmeng-
uð vitfirring. Myndin siglir áfram
og áhorfendum verður æ ljósara
að McDonagh er ekki aðeins ótta-
laus rugludallur heldur skítseiði, í
flestum tilfellum mun spilltari,
hrottafengnari, siðblindari og for-
hertari eituræta en úrþvættin sem
hann fær greitt fyrir að koma á
bak við lás og slá. Hann er sann-
arlega skrímsli, nautnasjúkt ill-
menni í löggubúningi.
Tökuvélar skrásetja samvisku-
samlega ofstopafull, vímustýrð
störf McDonaghs í borginni, sem
er hálfgerð forarvilpa, skömmu
eftir flóðbylgjuna Katrinu. Sann-
kölluð gróðrarstía illvirkja sem
aldrei fyrr þó svo að New Orleans,
í sinni glæstu hnignun, sé með
eina hæstu glæpatíðni borga í
Vesturheimi. Hann beitir öllum
ráðum til að knésetja sorann og
hafa jafnframt af honum drjúgan
skilding, ómælt dóp og fjörugt
kynlíf hjá kvensniftunum sem
hann á að vera sverð og skjöldur.
Hann er settur yfir rannsókn á
morðum barna ólöglegra seneg-
alskra innflytjenda, sem voru
farnir að selja dóp á yfirráðasvæði
annars glæpagengis. Hann finnur
vitni að drápunum og glatar því;
leitar uppi og finnur morðingjana í
heillandi borgarrústunum, stelur,
drepur og verður vel ágengt. Sam-
hliða heldur McDonagh gangandi
ástarsambandi við hina undur-
fögru Frankie (Mendes), fíkil og
vændiskonu.
McDonagh hefur sannarlega í
nógu að snúast þar sem hann
skakklappast í dópfirringunni um
lastabælin eins og löggumaður úr
víti. Hann verður að gæta sín á
innra eftirlitinu, hafa veðmang-
arann sinn (Dourif) góðan og leika
tveim skjöldum gagnvart sam-
starfsmönnum sem óaldarlýðnum.
Fullkomlega ómennskt hlutskipti
og Bad Lieutenant … verður seint
talin trúverðug, það er heldur ekki
meiningin hjá Herzog, sem fær vel
þegið tækifæri til að leika sér að
firringunni sem hefur gjarnan ver-
ið viðloðandi hans bestu verk.
Hann gengur það langt að stund-
um er erfitt að greina á milli hvað
eru ofsjónir og ímyndun lögreglu-
foringjans (eðlur, dansandi náir)
og hvað veruleiki. Það er tæpast
heil brú í myndinni, en hún er
hröð, hrottafengin og spennandi
afþreying í senn, stórkostlega
leikin og stýrt. Enginn betri en
Cage, það var kominn tími til að
hann fengi almennilegt hlutverk
sem reyndi á hann, ekki síst þetta
einstæða jaðaræði sem við fengum
að njóta í eina tíð þegar það rann
á hann í myndum eins og Wild at
Heart, áður en Ghost Rider, Next
og hvað það heitir þetta flotta
drasl fyllti hjá honum stundatöfl-
una. Cage er hrygglengja verks-
ins, vanheill skúrkur og samvisku-
samur löggæslumaður í senn.
Botnsori sem semur við hvern
sem er ef svo ber undir, serður
glansgellurnar undir húsveggjum
fyrir augunum á kærustunum
þeirra en hugsar jafnframt vel um
föður sinn og fyrrum hetju í lög-
reglunni, lúxusmelluna sína og
einhvers staðar bak við þoku-
kennda og vænisjúka hegðun er
honum annt um starfið.
Bad Lieutenant … er rússíbana-
reið um niðurnítt mannlíf og um-
hverfi, geggjuð lýsing á óstjórn og
ofbeldi. Afþreying með bullandi
óráði, ein magnaðasta mynd ársins
og örugglega sú snarbilaðasta.
saebjorn@heimsnet.is
Feyskið mannlíf í fögrum rústum
Laugarásbíó, Regnboginn
Bad Lieutenant:
Port of Call New Orleans
bbbbn
Leikstjóri: Werner Herzog. Aðalleikarar:
Nicolas Cage, Eva Mendes, Val Kilmer,
Xzibit, Brad Dourif. 122 mín. Bandarík-
in. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Nicolas Cage í vanda „Ein magnaðasta mynd ársins“ segir í dómnum.
má heyra skvett-
ur af djass- og
þjóðlagaáhrifum.
Öll umgjörð plöt-
unnar er eins og
best verður á
kosið; útsetn-
ingar eru góðar, allur hljóðfæra-
leikur fyrsta flokks og varningnum
pakkað í myndarlegt umslag.
Lögin á plötunni eru einkar ljúf
áheyrnar, mörg hver dæmi um frá-
bærar lagasmíðar, s.s. „Draumey“,
„Hafðu á honum gætur“ og „Sól-
skinsdagur“. Lagið „Liljurós“ hefur
þegar fengið að hljóma allnokkuð í
útvarpi á undanförnum vikum og
nýtur skiljanlegra vinsælda, enda
svipar því að verulegu leyti til þeirra
laga sem áheyrendur þekkja vel frá
samstarfi systkinanna Ellenar og
Kristjáns. Dæmi eru einnig á plöt-
unni um stórbrotnari lög en vænta
mætti af Ellen, s.s. „Stjörnubjarti
drengur“, epískt og spennuþrungið
Fimm ár eru nú liðin síðanhin ástsæla söngkona Ell-en Kristjánsdóttir sendifrá sér sína seinustu sóló-
plötu en nú hefur glæný frumsamin
plata litið dagsins ljós. Upp-
tökustjórn nýrrar plötu, Draumeyj-
ar, er í góðum höndum Péturs Ben
sem þjónaði sama hlutverki á nýj-
ustu plötu Bubba sem kom út í fyrra.
Flest lög eru eftir Ellen og Pétur og
er allur texti sunginn á góðri ís-
lensku. Þeirri tónlistarstefnu sem
fylgt er eftir á plötunni mætti lýsa
sem „kántrískotnu“ poppi, en einnig
lag sem sækir áhrif víða og myndi
örugglega sóma sér stórvel í kvik-
mynd eða í suðurríkjaútvarpi vest-
anhafs.
Allur söngur á plötunni er fagur,
bjartur og einlægur að hætti Ellenar
og er öll hendingamótun að sama
skapi smekkleg. Hvergi er stigið eig-
inlegt feilspor. Nokkur lög á plöt-
unni, s.s.„Stjörnubjarti drengur“ og
„Sparka af mér skónum“ veita þó
söngvaranum fullkomið tækifæri til
að tjá breitt tilfinningaróf mannsins;
frá ótta og söknuði yfir í eintóma lífs-
gleði og kæruleysi. Og það er ein-
hvernveginn eins og farið sé á mis
við þessi góðu tækifæri. Þrátt fyrir
allan stuðning í tónlist og texta auk
frábærs flutnings hljóðfæraleikara
er líkt og annars fagur söngur Ell-
enar geti ekki slitið sig frá þeirri var-
færnislegu nálgun sem einkennir
plötuna alla. E.t.v. felst mun meiri
tjáning að baki viðkvæmri raddbeit-
ingunni en eyru undirritaðrar ná að
greina, en það er engu að síður eins
og lögin eigi miklu meira inni.
Í heild er þó um að ræða góða
plötu með nokkrum virkilegum perl-
um hvað lagasmíðar varða. Útsetn-
ingar eru vandaðar og á Ellen auk
allra þeirra tónlistarmanna sem
komu að plötunni fullt lof skilið fyrir.
Óvíst er með öllu hvort lög plötunnar
hafa hér náð að blómstra til fulls en
ætla má, og er það óskandi, að þau
lifi engu að síður um ókomin ár.
Ljúft og gott
Geisladiskur
Ellen Kristjánsdóttir – Draumey
bbbmn
ALEXANDRA
KJELD
TÓNLIST
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ellen Kristjánsdóttir Allur söngur á plötunni er fagur, bjartur og einlægur.
Harvei Keitel lék afburða vel ótrú-
lega djöfullegt afstyrmi í Bad Lieu-
tenant (́92), sem má e.t..v. líta á
sem innblástur hinnar gjörólíku
myndar Herzog. Forverinn gerðist
á öngstrætum New York, ódýr, hrá
og sjokkerandi lýsing á mann-
skepnu í löggubúningi sem Keitel
gerði ógleymanlega.
FYRST KOM KEITEL