Morgunblaðið - 29.12.2009, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 9. D E S E M B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
343. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«DAGLEGTLÍF
HLJÓMSVEITIN TAL-
ENTURNAR ER EINSTÖK
«KLÚÐURÁRSINS
Stóra spurningin er:
Woods eða Icesave?
6
Eftir Þórð Gunnarsson
thg@mbl.is
GREIÐSLUR ríkisins af lánum á næsta ári
munu nema um 40% af tekjum ef miðað er við
tekjuáætlun fjármálaráðneytisins eins og hún
liggur fyrir.
Sé litið til gagna um endurgreiðsluferil er-
lendra lána sem Seðlabanki Íslands birti við-
skiptanefnd Alþingis fyrir stuttu, og við bætt
greiðslum vegna innlendra skuldbindinga, má
lesa úr því að greiðslur af skuldum munu vega
þungt í útgjöldum ríkisins á næstu árum að
óbreyttu.
Á árinu 2011 munu greiðslur af skuldum
nema tæplega 60%, og er þá
gert ráð fyrir 2% tekju-
aukningu ríkissjóðs frá
árinu áður miðað við tekju-
áætlun fjármálaráðuneytis.
Með því hæsta
Jón Daníelsson, dósent í
fjármálum við London
School of Economics, segir
að skuldastaða íslenska rík-
isins sé með því hæsta sem þekkist á byggðu
bóli.
„Ég myndi nú halda að þetta væri nálægt
eða yfir þolmörkum, eins og þetta er lagt upp.
Afborganir lána 40% tekna
Jón Daníelsson dósent í fjármálum segir að íslenska ríkið sé nú nærri eða yfir sínu skuldaþoli
Stjórnvöld hefðu þurft að skera miklu meira niður í ríkisrekstrinum en gert hefur verið til þessa
Skuldabyrðin þungbær | 18
Stjórnvöld hefðu þurft að skera miklu meira
niður í ríkisrekstrinum til að geta staðið undir
þessu. Meiri skattheimta er ekki nóg til að
leysa vandamálið, enda eru háir skattar vinnu-
letjandi, dæmin sanna það,“ segir Jón í samtali
við Morgunblaðið. Hann telur jafnframt að
stjórnvöldum hafi tekist illa upp við fjárlaga-
gerðina. Útgjöldin miðist við árið 2007 en tekj-
urnar taki mið af árinu 2009:
„Ríkið virðist ekki gera sér grein fyrir al-
vöru vandamálsins og hefur greinilega ekki
forgangsraðað útgjöldunum nægilega,“ segir
Jón.
Í HNOTSKURN
»Greiðslubyrði ríkissjóðs mun nematæpum 60% af tekjum hans á árinu
2011.
»Telur að stjórnvöldum hafi tekist illaupp við fjárlagagerðina og út-
gjöldum hafi ekki verið forgangsraðað
nægilega.
»Útgjöldin miðist við árið 2007 á með-an tekjurnar taki mið af árinu 2009.
Jón Daníelsson
ÞÚSUNDIR ferðamanna hafa notið lífsins á Ís-
landi yfir hátíðirnar og segja má að þeir hafi
fengið kaupauka þegar snjóa tók á höfuðborgar-
svæðinu. Myndavélarnar eru því mundaðar af
miklum móð og víst að margir munu seint
gleyma ferðalaginu til landsins okkar bláa.
Morgunblaðið/Kristinn
FERÐAMENNIRNIR FÁ SNJÓINN Í KAUPAUKA
Breytingartillaga
var lögð fram við
frumvarp um rík-
isábyrgð vegna
Icesave-skuld-
bindinga í gær.
Pétur H. Blöndal
lagði tillöguna
fram. Hún felur í
sér að þjóðin
kjósi, innan sex vikna frá setningu
laganna, um það hvort fjár-
málaráðherra verði heimilt að veita
ríkisábyrgðina. Samþykkt var í gær-
kvöldi að atkvæðagreiðsla um
Icesave-frumvarpið færi fram á
morgun.
Flestir flokkar voru með það á
stefnuskrá sinni að heimildir til þjóð-
aratkvæðagreiðslu yrðu auknar. Árni
Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri
grænna, bendir þó á að setja þurfi lög
um slíkar atkvæðagreiðslur og það
taki nokkra mánuði. Þá taki þær oft-
ast nær ekki til þjóðréttarmála.
Þráinn Bertelsson, óháður, segir
tillögu Péturs tilraun til að draga enn
Icesave-málið á langinn. | 4
Vill þjóðar-
atkvæði
um Icesave
Pétur H. Blöndal með
breytingartillögu
ÍSTAK hf. verður með á milli 200
og 300 manns í vinnu á Grænlandi,
Jamaíku og í Noregi á næsta ári, en
er ekki með nein ný verkefni hér-
lendis.
Fyrirtækið er með nokkur verk-
efni í Noregi, þar af tvö ný jarð-
vinnuverkefni, byggir leikskóla á
Grænlandi og byrjar senn á bygg-
ingu þjónustubygginga fyrir
skemmtiferðaskip á Jamaíku.
Gjaldþrot í greininni
Fyrstu tíu mánuði ársins voru
747 fyrirtæki tekin til gjaldþrota-
skipta en 600 fyrirtæki á sama tíma
í fyrra, samkvæmt upplýsingum hjá
Hagstofu Íslands. Aukningin er
24,5% á milli ára og voru flest
gjaldþrotin í byggingarstarfsemi
og mannvirkjagerð eða samtals 203
en voru 150 árið 2008.
Loftur Árnason, framkvæmda-
stjóri Ístaks, bendir á að haustið
2008 hafi fyrirtækið verið með um
1.000 manns á launaskrá en nú séu
þeir um 400 og fari fækkandi.
„Þetta er alveg steindautt hér,“
segir hann og Gunnar Þorláksson
hjá Bygg tekur í sama streng. | 6
Morgunblaðið/Kristinn
Viðhald Byggingarfyrirtæki sinna
frágangi en fá ekki ný verkefni.
Vaxtarbroddurinn í
verkefnum erlendis
ÖLL rök hníga að því að íslenska
ríkið eigi ekki að veita ríkisábyrgð á
Icesave-skuldbindingum Íslands
gagnvart Bretum og Hollendingum.
Þetta segir Magnús Ingi Erlings-
son lögfræðingur í grein sem hann
ritar blaðið í dag.
„Í nýju frumvarpi sem nú liggur
fyrir Alþingi Íslendinga sem er lög-
leiðing breytingartilskipunar Evr-
ópusambandsins um sama efni, sem
tók gildi 11. mars 2009 í Evrópusam-
bandinu, er sérstaklega tekið fram
að ekki sé gerð tillaga um að lántök-
ur tryggingarsjóðsins njóti ríkis-
ábyrgðar. Í ljósi ágreinings Íslend-
inga, Breta og Hollendinga um
ábyrgð samkvæmt tilskipuninni
nokkrum mánuðum fyrir gildistöku
hennar hefði mátt búast við að inni-
stæðutryggingar nytu ríkisábyrgðar
með skýrum og ótvíræðum hætti í
breytingatilskipuninni. Svo er ekki
og það bendir til hins gagnstæða.
Væri slík skylda fólgin í tilskipuninni
væri einnig skylt að lögleiða hana nú
með breytingalögunum,“ segir
Magnús m.a. í grein sinni. Hann er
lögfræðingur hjá Seðlabankanum en
skrifar greinina í eigin nafni. | 25
Íslenska ríkinu ber
ekki að veita ábyrgð