Morgunblaðið - 29.12.2009, Page 6
BRÝNT er fyrir
farþegum sem
ætla flugleiðina
vestur um haf frá
Keflavíkur-
flugvelli að hafa
með sér eins lítið
af handfarangri
og kostur er til
að lágmarka taf-
ir við innritun.
Bandaríkjastjórn hefur hert
vopnaleit á flugvöllum í kjölfar mis-
heppnaðrar tilraunar Nígeríu-
mannsins Umar Farouk Abdulmu-
tallab til að sprengja upp flugvél á
leið frá Amsterdam til Detroit.
En eins og kunnugt er var Ab-
dulmutallab yfirbugaður af hol-
lenskum farþega er hann reyndi að
kveikja í sprengiefni um borð.
Tvisvar í gegnum leitarhlið
Aðspurður hvernig farþegar á
leið í Bandaríkjaflug verði varir við
aukna leit á Keflavíkurflugvelli
segir Friðþór Eydal, talsmaður
vallarins, að þeir muni þurfa að
fara í gegnum annað leitarhlið áður
en þeir ganga um borð í flugvélina.
Þá verði handfarangur grand-
skoðaður við síðara hliðið áður en
farþegum verði hleypt um borð.
Farþegar lágmarki
handfarangur í flugi
Friðþór Eydal
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009
Eftir Skúla Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
„INNHEIMTAN hefur gengið mun betur en við
áttum von á og færri mál hafa farið í milliinn-
heimtu en áður,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir,
framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra náms-
manna (LÍN). Milliinnheimta er það kallað þegar
aðrir en LÍN taka við innheimtunni. Á síðasta
gjalddaga, hinn 1. september, fóru 621 af um
24.000 kröfum vegna námslána í milliinnheimtu
vegna vanskila. Nemur þetta um 2,6% allra krafna
en á sama tíma í fyrra nam hlutfallið 4,2%.
Guðrún segist telja að úrræði vegna breyttra
aðstæðna vegna efnahagserfiðleikanna eigi drjúg-
an þátt í betri heimtum. Felast þessi úrræði meðal
annars í því að þeir sem hafa orðið fyrir meira en
20% minnkun tekna milli áranna 2008 og 2009 eiga
kost á lækkun tekjutengdra afborgana eða nið-
urfellingu þeirra að vissum skilyrðum uppfylltum.
„Um 300 manns nýttu sér þetta og það fólk er
þá með viðráðanlegri upphæð að greiða af,“ segir
Guðrún. „Við teljum að þetta hafi gert að verkum
að færri mál hafa farið í innheimtu.“
Litlar áhyggjur af heimtu af lánum
Ekki liggur fyrir ennþá hvernig heimtur af
þeim kröfum sem eru ennþá í vanskilum eru þar
sem ekki er lengra síðan en í nóvember að þær
voru teknar til innheimtu. Er reiknað með að af-
drif þeirra verði ljós í byrjun nýs árs.
„Við erum ekkert að hafa áhyggjur af þessu,
fólk nýtir sér yfirleitt að dreifa greiðslunum,“ seg-
ir Guðrún og kveður ekki horft mikið til þeirra
sem standa við samkomulag um greiðslur í kjölfar
innheimtu. Meiri áhersla sé á þá sem ekki virða
umsamið greiðslufyrirkomulag.
Betri heimtur af námslánunum
Mun færri kröfur vegna námslána til innheimtu nú en á sama tíma á liðnu ári
Úrræði vegna fjárhags lántaka árangursrík að mati framkvæmdastjóra LÍN
» 621 krafa í innheimtu nú
» 1.065 á sama tíma í fyrra
» Ýmis úrræði vegna fjárhags
» Óljóst um kröfur í vanskilum
» Fólk nýtir greiðsludreifingu
Morgunblaðið/Kristinn
Háskólatorg Námslán eru mörgum
stúdentum með öllu ómissandi.
ÞAÐ eru ekki allir smáfuglar í jafngóðum mál-
um og starrarnir sem halda til við pylsustaðinn
Bæjarins bestu í Tryggvagötu. Þeir geta geng-
ið að ætinu vísu en nú er örugglega hart í ári
hjá mörgum smáfuglinum. Snjóað hefur um allt
land og æti af skornum skammti. Því er rétt að
brýna fyrir landsmönnum að muna eftir smá-
fuglunum. Oft hefur verið þörf en nú er vissu-
lega nauðsyn.
Morgunblaðið/Ómar
NÚ ÞARF FÓLK AÐ MUNA EFTIR SMÁFUGLUNUM
FRÉTTASKÝRING
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
LOFTUR Árnason, framkvæmda-
stjóri Ístaks hf., segir að verulegur
samdráttur hafi verið hjá fyrirtæk-
inu undanfarin misseri. Haustið
2008 hafi fyrirtækið verið með um
1.000 manns á launaskrá en nú séu
þeir um 400 og fari fækkandi. Nán-
ast engin verkefni séu á Íslandi en
aukin verkefni erlendis hafi bjargað
stöðunni.
Ný verkefni
Ístak er að byggja leikskóla í
Nuuk á Grænlandi og á verkefninu
að ljúka í maí 2011. Fyrirtækið er
með nokkur verkefni í Noregi, þar af
tvö ný jarðvinnuverkefni í Grylle-
firði og Andeneshöfn, og er að fara
að byrja á þjónustubyggingum fyrir
skemmtiferðaskip í Falmouth á Ja-
maíka.
Verkefnin í Noregi eru nánast ein-
göngu unnin af Íslendingum, Græn-
lendingar koma einnig að málum í
Nuuk og gert er ráð fyrir um 30 til
40 íslenskum stjórnendum á Jam-
aíka. „Við verðum með á milli 200 og
300 manns í vinnu erlendis á næsta
ári,“ segir Loftur og telur að fyr-
irtækið verði með um 100 til 150
manns í vinnu hérlendis eftir ára-
mótin. „Við sköpum gjaldeyri fyrir
þjóðina og spörum atvinnuleys-
isbætur,“ segir hann.
Ónýtur markaður
Eftir því sem verkefnunum hefur
fækkað hefur fólki verið sagt upp
hjá Ístaki en Loftur segir að nýju
jarðvinnuverkefnin í Noregi haldi
mönnum í vinnu. Hins vegar sjái
hann ekki fram á ný smíðaverkefni
að óbreyttu. „Þetta er alveg stein-
dautt hér,“ segir hann og vísar til
verkefnastöðunnar innanlands.
„Markaðurinn er ónýtur.“
Gunnar Þorláksson hjá Bygging-
arfélagi Gylfa og Gunnars ehf., Bygg
hf., tekur í sama streng. Hann segir
að þegar allt hafi verið á fullu hafi
fyrirtækið verið með um 150 manns í
vinnu fyrir utan undirverktaka en
nú séu um 30 manns eftir til að ljúka
verkefnum sem byrjað hafi verið á
og engar nýframkvæmdir séu í
gangi. „Ég hef ekki séð steypusíló í
ár,“ segir hann. „Það er algjör óvissa
framundan,“ bætir hann við.
Ekkert í gangi
„Það eru engin verk í gangi,“
heldur Gunnar áfram og segir mik-
ilvægt að hjólin fari að snúast á ný.
Alla framtíðarsýn vanti í bygg-
ingageirann og verktakaiðnaðinn.
Hafa beri í huga að mikil fjárfesting
liggi í óloknum byggingum og það sé
allra hagur að ljúka þeim til að geta
komið þeim í leigu eða sölu. Þessar
byggingar séu ekki eins margar og
látið hafi verið í veðri vaka og mik-
ilvægt sé að bankarnir og stjórnvöld
vinni með atvinnulífinu í þessa veru.
Aukin verkefni erlendis
Ístak hf. með um 200 til 300 starfsmenn á Grænlandi, Jamaíka og í Noregi
Ekkert að gerast innanlands en mikið undir í hálfköruðum byggingum
Byggingarfyrirtæki hafa ekki úr
miklu að moða hérlendis og tals-
menn þeirra segja að staðan sé
vægast sagt slæm en verkefni er-
lendis halda Ístaki á floti um
þessar mundir.
Fyrstu 10 mánuði ársins voru 747
fyrirtæki tekin til gjaldþrota-
skipta en 600 fyrirtæki á sama
tíma í fyrra, samkvæmt upplýs-
ingum hjá Hagstofu Íslands.
Aukningin er 24,5% á milli ára og
voru flest gjaldþrotin í bygging-
arstarfsemi og mannvirkjagerð
eða samtals 203 en voru 150 árið
2008.
Í gær voru um 16.200 manns
skráðir atvinnulausir hjá Vinnu-
málastofnun. Sem fyrr er at-
vinnuleysið langmest á höf-
uðborgarsvæðinu eða tæplega
11.000 manns.
Á þriðja ársfjórðungi ársins
voru að meðaltali 10.900 manns
án vinnu og í atvinnuleit, sam-
kvæmt Hagstofunni, en 16.600
manns á öðrum ársfjórðungi og
12.700 manns á þeim fyrsta.
Langflest gjaldþrot í byggingargeiranum
Á FUNDI alls-
herjarnefndar í
gær var sam-
þykkt breyting-
artillaga þess
efnis að níu
manna þing-
mannanefnd,
sem verður kosin
á Alþingi í dag
eða á morgun, fái
sömu stöðu og
rannsóknarnefnd Alþingis, skv. 39
gr. stjórnarskrárinnar.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
formaður allsherjarnefndar, bendir
á að fyrningarfrestur vegna hugs-
anlegra brota ráðherra í tengslum
við bankahrunið muni ná þrjú ár
aftur í tímann, eða til desember
2006.
„Mér finnst skipta máli að þingið
sendi skýr skilaboð um að það ætli
að taka þetta mál föstum tökum.
Það stendur ekki til að gera eitt-
hvað sem getur fyrnt mál,“ segir
hún.
Steinunn segir mikilvægt að þeir
sem verða valdir í nefndina tengist
ekki á nokkurn hátt aðdraganda
hrunsins. „Það sé hafið yfir vafa að
það séu einhver hagsmunatengsl,
hafi menn setið í bankaráðum eða
annað slíkt,“ segir hún.
Níu manna þingnefndin verður
væntanlega skipuð á morgun eða
miðvikudag. Skv. frumvarpinu á
hún að skila af sér skýrslu eigi síðar
en í september nk.
Fyrningarfrest-
ur hugsanlegra
brota þrjú ár
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir