Morgunblaðið

Date
  • previous monthDecember 2009next month
    MoTuWeThFrSaSu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 29.12.2009, Page 9

Morgunblaðið - 29.12.2009, Page 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009 HINN 26. desember sl. voru fimm ár liðin frá flóðbylgjunni miklu í Asíu og austurströnd Afríku þar sem mörg hundruð þúsund manns fór- ust. Gífurleg samstaða Íslendinga eftir hamfarirnar kom í ljós, en Rauði krossinn safnaði alls um 170 milljón krónum frá íslenskum al- menningi. Rauði kross Íslands hefur sett upp sérstaka vefsíðu í tilefni þessa. Þar er gerð grein fyrir því hvaða verk- efni framlög almennings, stjórn- valda og fyrirtækja fóru í og rætt við nokkra af sendifulltrúunum sem störfuðu í Indónesíu og á Srí Lanka. Reuters Fimm ár Fórnarlamba flóðbylgj- unnar í Asíu minnst. 5 ár frá flóðbylgju MARÍA Níels- dóttir, innborinn Kópavogsbúi, var 500.000. gesturinn í Sund- laug Kópavogs. Afhentu Gunn- steinn Sigurðs- son bæjarstjóri og Jakob Þor- steinsson, forstöðumaður sundlaug- arinnar, henni blómvönd, árskort í líkamsrækt og sund og gjafapakka. Aldrei hafa eins margir gestir sótt laugina á einu ári. Aukningin frá árinu áður nemur um 28% en þá voru gestirnir 391.439. Heimsóknarmet í Kópavogslaug Á Alþjóðadegi fatlaðra var styrkjum út- hlutað úr Minn- ingarsjóði Jó- hanns Péturs Sveinssonar. Að þessu sinni voru sex styrkþegar og var heildar- upphæð styrkjanna 600.000 kr. Styrkþegarnir eru Friðrik Þór Ómarsson og Guðrón Jóna Jóns- dóttir, nemar í Háskóla Íslands, Kristín Sigurðardóttir og Arna Sig- ríður Albertsdóttir, sem æfa á mono-skíðum, Rut Þorsteinsdóttir, sem er við nám í Lýðháskólanum í Danmörku, og Alma Ýr Ingólfs- dóttir, nemi á Bifröst. Styrkjum úthlutað úr minningarsjóði  GYÐA Mar- grét Pétursdóttir, félags- og kynja- fræðingur, varði doktorsritgerð sína (Innan áru kynjajafnréttis: Vinnumenning, kynjatengsl og fjölskylduábyrgð) frá stjórn- málafræðideild Háskóla Íslands 9. október síðastlið- inn. Leiðbeinandi í verkefninu var dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði. Doktorsritgerðin er framlag til fræða sem fjalla um samræmingu fjöl- skyldulífs og atvinnu. Vinnumenning, kynjatengsl og fjölskylduábyrgð voru rannsökuð á ólíkum sviðum vinnu- markaðarins: á einkamarkaði og í op- inbera geiranum. Til viðbótar var skoðuð verkaskipting heimilisverka, umönnun barna, launamunur, og frí- tími meðal gagnkynhneigðra, hvítra Íslendinga, karla og kvenna sem eiga börn. Eigindlegum rannsókn- araðferðum var beitt, þátttökuathug- anir voru framkvæmdar og eigindleg viðtöl tekin við 24 konur og 24 karla sem starfa á 15 ólíkum vinnustöðum. Þeir eru vinnustaðir Reykjavík- urborgar, hugbúnaðarfyrirtæki, skyndibitastaðir, matvöruverslun og bensínstöð. Í doktorsnefnd sátu dr. Berit Brandth, prófessor í félagsfræði við félagsfræði- og stjórnmálafræði- deild Norwegian University of Science and Technology, dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í fé- lagsfræði við félags- og mannvís- indadeild Háskóla Íslands, og dr. Þor- gerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Gyða Margrét Pétursdóttir er fædd í Reykjavík árið 1973. Hún lauk BA- prófi frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands árið 2002 og MA-prófi frá sama skóla árið 2004. Samfara námi hefur hún sinnt rannsóknum, og kennslu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Gyða er í hjóna- bandi með Matthíasi M.D. Hemstock tónlistarmanni og eiga þau þrjú börn. Doktor í kynjafræði Gyða Margrét Pétursdóttir www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegs árs og friðar. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Gætið vel að staðsetningu kerta Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins kg 25 SEK 2 4 6 Bláar fallegar kúlur sem skjótast upp og springa. Niður fellur rautt regn með brestum og silfurlituðum stjörnum. Mögnuð kaka. 2 Blindrafélagið og Slysavarna- félagið Lands- björg sendu öll- um 10 til 15 ára börnum gjafa- bréf fyrir flug- eldagleraugum. Alls hafa 26.462 börn fengið send gjafabréf fyrir flugeldagleraugum, að því er segir í tilkynningu. „Fikt með flugeldavörur er allt- of algengt hjá krökkum og þá sér- staklega strákum. Þeir taka flug- elda í sundur, safna púðrinu saman og búa til sínar sprengjur eða taka kökur í sundur og sprengja hvern hólk fyrir sig. Þessi leikur er stórhættulegur og foreldrar verða að vera vakandi og meðvitaðir um það sem börn þeirra eru að fást við þessa daga,“ segir í tilkynningu. Gefa gleraugu

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55340
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 343. tölublað (29.12.2009)
https://timarit.is/issue/336091

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

343. tölublað (29.12.2009)

Actions: