Morgunblaðið - 29.12.2009, Page 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009
Hollráð um eldvarnir
oryggi.is
Hringdu í 570 2400 og fáðu ókeypis öryggisráðgjöf heim!
Reykskynjarar bjarga mannslífum
Á hverju heimili ættu að vera reykskynjarar,
slökkvitæki og eldvarnateppi.
Fleiri hollráð og netverslun með öryggisvörur
er að finna á oryggi.is.
PPII
PPAAA
RRRRRR
\\\\\\\\\\\\
TTTTTTTTTTBBBBB
WWWWWW
AAAA
••
SSÍÍ
AAA
•
9
2
2
5
4
5
44
9
2
2
5
9
2
2
og St. Jósefsspítali-Sólvangur í Hafn-
arfirði. Í þeirri skýrslu var t.d. ekki
mælt með flötum niðurskurði og í
Morgunblaðinu var haft eftir Huldu að
slíkur niðurskurður væri beinlínis
hættulegur.
Starfshópnum, sem Álfheiður skip-
aði í kjölfarið, var ætlað að fara yfir
gögn um starfsemi og rekstur þessara
sjúkrastofnana og greina ábatann af
þremur helstu tillögum Huldu og fé-
laga, þ.e. að endurskipuleggja þjón-
ustu í skurðlækningum, fæðingar- og
kvensjúkdómaþjónustu og seinni hluta
sjúkrahúsmeðferðar. Í heilbrigðis-
ráðuneytinu er litið svo á að engar til-
lögur séu gerðar í skýrslunni í sjálfu
sér, heldur sé hún fyrst og fremst
greining á kostnaði og ábata, miðað við
tilteknar gefnar forsendur eins og það
er orðað.
Mikill munur á stofnunum
Margt fleira forvitnilegt er í skýrsl-
unni, eins og kostnaður við aðkeypta
sérfræðiþjónustu og upplýsingar um
fjölda fæðinga á hverja ljósmóður og
nýtingu skurðstofa. Eru þær tölur
mjög mismunandi eftir sjúkrastofnun-
um. Þannig nam aðkeypt klínísk sér-
fræðiþjónusta 216 milljónum kr. á St.
Jósefsspítala árið 2008 en sami kostn-
aður á LSH nam 21 milljón. Fjöldi
fæðinga á hverja ljósmóður var um 28
á HSu, en nærri 50 fæðingar á hverja
ljósmóður á LSH. Þá var nýting á
skurðstofu HSu 22%, en 44-85% á öðr-
um sjúkrahúsum. Einnig er athyglis-
vert að í fyrra fæddu 40% fæðingar-
kvenna af Suðurlandi á LSH á meðan
sama hlutfall var 28-29% hjá konum af
Suðurnesjum og Vesturlandi.
Spara mætti 1.700 milljónir
Starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins bendir á sparnaðarmöguleika með flutningi verkefna
milli sjúkrahúsa á suðvesturhorninu Heilbrigðisráðherra segir engar ákvarðanir teknar ofan frá
Morgunblaðið/Ómar
Sjúkrahús Starfsemi sjúkrahúsanna á suðvesturhorni landsins er mismunandi og miklir möguleikar taldir á frek-
ara samstarfi eða flutningi verkefna á milli stofnana. Ávinningurinn er metinn í milljörðum króna.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
UM ER er að ræða flutning á öllum
skurðlækningum og fæðingar- og
kvensjúkdómaþjónustu frá Kraga-
sjúkrahúsunum til Landspítalans og
einnig flutning á hluta legusjúklinga
eftir bráðaaðgerðir á Landspítalanum
til Kragasjúkrahúsanna. Með flutningi
fleiri verkefna mætti ná fram enn
meiri ábata í krónum talið, eins og
varðandi meltingarrannsóknir, grind-
arbotnsmeðferð, rannsóknir og sam-
vinnu um rekstrarverkefni.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í skýrslu starfshóps sem Álfheið-
ur Ingadóttir heilbrigðisráðherra skip-
aði fljótlega eftir að hún tók við af Ög-
mundi Jónassyni í haust. Megintilefnið
var önnur skýrsla sem starfshópur,
undir stjórn Huldu Gunnlaugsdóttur
forstjóra Landspítalans, hafði skilað til
ráðherra í lok september sl. Þar voru
lagðar fram nokkrar tillögur að að-
gerðum til endurskipulagningar á
þjónustu Kragasjúkrahúsanna, sem
eru Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
(HSS), Heilbrigðisstofnun Suðurlands
á Selfossi (HSu), Sjúkrahúsið og
heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA)
Samanburður milli sjúkrastofnana
LSH HSu HSS SHA St.Jós.
Fjöldi fæðinga pr. ljósmóður 49,7 27,6 35,2 39,1 -
Fjöldi fæðinga pr. lækni 662 97,4 132,1 90,3 -
Fjöldi sjúklinga í skurðaðgerð 12.764 582 960 1.417 2.189
Nýting á skurðstofum á ársgrunni 65-85% 21,6% 44% 43,5% 62,3%
Mánaðarlaun lækna (þús.kr) 1.106 1.476 1.678 1.161 610*
Mánaðarlaun hjúkrunarfr. (þús.kr.) 642 550 527 517 501
Mánaðarlaun sjúkraliða (þús.kr.) 500 388 366 400 351
Mánaðarlaun ljósmæðra (þús.kr.) 654 626 592 588 -
Mánaðarlaun geislafræðinga (þús.kr.) 557 630 528 578 426
Aðkeypt klínísk sérfæðiþj. (milljónir kr.) 21,5 63,1 45,1 69,3 215,9
* Læknar án sérfræðileyfa, en kostnaður v. sérfræðilækna á St. Jósefsspítala var 2,2 milljónir kr. á mán.
Tölur frá 2008 samkv. skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra í desember 2009
Með flutningi ákveðinna verkefna
á milli Kragasjúkrahúsanna svo-
nefndu og Landspítalans mætti
spara árlega um 1.700 milljónir. ÁLFHEIÐUR Ingadóttir heilbrigðisráðherra segir að
ekki verði farið í tilflutning á verkefnum milli sjúkra-
húsanna á komandi ári. Skýrslan muni engu að síður
nýtast stjórnendum vel í þeim niðurskurði sem fram-
undan er. „Ekki verða teknar einhliða ákvarðanir ofan
frá um tilflutning verkefna. Menn telja sig geta hag-
rætt og gert hlutina betur og ódýrar samkvæmt ýmsum
þeim leiðum sem bent er á í skýrslunni. Hún er ákveðið
verkfæri og varpar nýju ljósi á starfsemi Kragasjúkra-
húsanna,“ segir Álfheiður en bendir á að allar tölur í
skýrslunni séu frá árinu 2008, eða fyrir bankahrunið.
Mikið hafi breyst síðan þá og hátt í 500 milljóna króna
niðurskurður orðið á sjúkrahúsunum og álíka mikið verði á næsta ári.
„Þessar stóru tölur, sem verið er að horfa á í skýrslunni, eru því ekki
raunverulegar. Mikið hefur breyst en samanburðurinn sýnir engu að síð-
ur að sjúkrahúsin hafast ólíkt að. Eflaust mun eitthvað af verkefnum
flytjast á milli en það verður ekki gert með stóru valdboði að ofan.
Reynslan sýnir að slíkum ákvörðunum hefur verið tekið illa, bæði af
stjórnendum sjúkrahúsanna, starfsmönnum og ekki síst íbúum og sveit-
arstjórnum á viðkomandi svæði. Það er ekki merki um pólitískan kjark
að efna til stríðs við íbúa og alla hagsmunaaðila eins og þáverandi heil-
brigðisráðherra, Guðlaugur Þór, gerði í upphafi þessa árs,“ segir Álf-
heiður.
Bara önnur hliðin á peningnum
Spurð hvort ráðuneytið verði samt ekki að taka þessar ákvarðanir, til að
ná fram raunverulegum sparnaði, segir hún niðurstöður skýrslunnar
bara aðra hliðina á peningnum. Eftir sé að skoða t.d. hve miklum verk-
efnum Landspítalinn geti tekið við, eins og auknum fæðingum, án þess að
ráðast í nýframkvæmdir. Ekki sé tekið tillit til slíks kostnaðar í skýrsl-
unni, eða ferðakostnaðar fyrir sjúklinga.
Verkfæri til ákvarðanatöku
Álfheiður
Ingadóttir
BJÖRN Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir það verk-
efni heilbrigðisráðuneytisins að skipuleggja heilbrigð-
isþjónustuna í landinu. Skýrslan fjalli um skipulagið og
hvernig þjónustan eigi að fara fram. „Mér fyndist eðli-
legt að reynt yrði að nýta þessa miklu vinnu og tillögur
sem koma fram í skýrslunni. Þarna er bent á að hægt sé
að ná fram töluverðum sparnaði í heilbrigðiskerfinu án
þess að það komi niður á þjónustu við sjúklinga, og jafn-
vel gert hana betri,“ segir Björn og telur Landspítalann
í stakk búinn til að taka til sín aukin verkefni. Hægt sé
að nýta húsnæði, starfsfólk og tæki enn betur en gert sé í
dag. Spurður hvort farið verði eftir ábendingum í skýrslunni segist Björn
ekki sjá merki þess ennþá, „sem mér finnst miður“. Ákveðið frumkvæði í
þessum efnum verði að koma frá heilbrigðisráðuneytinu en það taki að
auki sinn tíma að ná fram tilflutningi verkefna milli stofnana.
Getum bætt við verkefnum
Björn Zoëga
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, þingmaður og fv. heil-
brigðisráðherra, segir niðurstöðu starfshóps heilbrigð-
isráðherra ekki koma sér á óvart, hún sé enn ein stað-
festingin á hinu augljósa; að ráðast verði í
skipulagsbreytingar frekar en að fara í flatan nið-
urskurð. „Þegar við ætlum að reyna að halda uppi þjón-
ustu á heimsmælikvarða, þá er nauðsynlegt að fara í
skipulagsbreytingar í stað þess að fara leið vinstrirík-
isstjórnarinnar, að vera með flatan niðurskurð. Það mun
stórskerða þjónustuna og búa til biðlista sem við höfum
ekki séð árum og áratugum saman. Óvíst er hvort það
tekst að ná sömu gæðum þjónustunnar ef farið verður í
flatan niðurskurð. Sú leið er atlaga gegn sjúklingum og starfsfólki í heil-
brigðiskerfinu, sérstaklega á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Þetta snýst um pólitískan kjark og hann er enginn hjá síðustu tveimur heil-
brigðisráðherrum,“ segir Guðlaugur Þór.
Stórskerða á þjónustuna
Guðlaugur Þór
Þórðarson
442
milljóna kr. ábati af flutningi fæð-
ingar- og kvensjúkd.þjónustu af
Kragasjúkrahúsum á LSH.
453
milljóna kr. ábati af flutningi 30%
legusjúklinga af LSH á Kraga-
sjúkrahúsin eftir bráðaþjónustu.
835
milljóna kr. ábati af flutningi allra
skurðlækninga af Kragasjúkra-
húsum á Landspítalann.
216
milljónir kr. fyrir aðkeypta klíníska
sérfræðiþjónustu á St. Jósefsspít-
ala 2008.
21
milljón kr. fyrir aðkeypta klíníska
sérfræðiþjónustu á Landspítalan-
um 2008.