Morgunblaðið - 29.12.2009, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.12.2009, Qupperneq 26
26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009 UPPHAF Icesave- málsins má rekja til samkomulags sem ríkisstjórn Íslands gerði 16. nóvember 2008, við Evrópusam- bandið undir forustu Frakklands og fyrir hönd Breta og Hol- lendinga. Til þessa samkomulags hefur gjarnan verið vísað sem Brussel- viðmiðanna. Ætlunin var að þessi viðmið yrðu lögð „til grundvallar frekari samningaviðræðum“ og þau eru: 1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evr- ópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbind- ingar Íslands samkvæmt samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið að því er tekur til tilskipunar um innistæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innistæðu- tryggingar hefði verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahags- svæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gilti því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evr- ópusambandsins. 2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samninga- viðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þess- ar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum og sam- ræmdum hætti og skal þar tekið til- lit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýj- andi nauðsynjar þess að ákveða ráð- stafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahags- kerfi sitt. 3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær. Meginniðurstaða þessara við- ræðna var, að íslensk löggjöf um innistæðutryggingar er í fullu sam- ræmi við kröfur ESB, eins og þær birtast í Tilskipun 94/19/EB. Jafn- framt er þarna rætt um fjárhags- aðstoð við Ísland og áframhaldandi stuðning ESB og EES við landið. Í framhaldi af samkomulaginu um Brussel-viðmiðin, samþykkti Al- þingi 5. desember 2008 eftirfarandi þingsályktun: >> Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að leiða til lykta samn- inga við viðeigandi stjórnvöld vegna innistæðna í útibúum íslenskra við- skiptabanka á Evrópska efnahags- svæðinu á grundvelli þeirra sameig- inlegu viðmiða sem aðilar hafa komið sér saman um. << Hér er skýrt talað um að grund- völlur samninganna skuli vera Brussel-viðmiðin. Ríkisstjórninni mátti því vera fullljóst hvert umboð hennar var til samningaviðræðna við Breta og Hollendinga. Áður en til samninga var haldið hefðu samn- ingamenn átt að glöggva sig á þeim ákvæðum stjórnarskrárinnar sem varða verkefnið. Hvað ætli stjórn- arskráin hafi að segja um samninga við önnur ríki, fjárskuldbindingar ríkisins eða skattamál? Stjórn- arskráin segir: 21. gr. Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samn- inga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi eða land- helgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjórn- arhögum ríkisins, nema samþykki Alþingis komi til. 40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheim- ild. 77. gr. Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórn- völdum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða af- nema hann. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau at- vik urðu sem ráða skattskyldu. Ríkisstjórninni er því óheimilt að gera samninga við önnur ríki, skuldbinda ríkið fjárhagslega, eða skapa þegnunum skattakvaðir, án heimildar Alþingis. Ef ríkisstjórnin hefur samningsumboð frá Alþingi, verður að fara eftir þeim skilmálum sem fólgnir eru í umboðinu. Allar gjörðir ríkisstjórnar sem fela í sér fjárskuldbindingar umfram heim- ildir Alþingis eru ógildar. Með þetta veganesti gerði rík- isstjórnin samninga 5. júní 2009, sem oftast eru nefndir Icesave- samningar. Þeim fylgdi rík- isstjórnin eftir með lagafrumvarpi um ábyrgð á greiðslum samkvæmt þeim. Við skoðun kom í ljós að Ice- save-samningarnir voru svo stór- lega gallaðir að Alþingi samþykkti ábyrgðina með veigamiklum skil- yrðum. Öllum má vera ljóst, að gerð Ice- save-samninganna var brot á stjórnarskránni. Til að brjóta gegn stjórnarskránni er ekki nauðsynlegt að setja ólögleg lög, eins og sumir virðast telja. Icesave-samningarnir brjóta gegn stjórnarskránni og eru þess vegna ólöglegir. Jafnframt eru allar síðari gerðir, sem Icesave- samningunum eru viðkomandi, einnig ólöglegar. Hér er ég að vísa til ábyrgðarlaganna (96:2009) frá 2. september 2009 og nýs samnings við Bretland og Holland sem gerður var 19. október 2009. Staðan er því þannig að engir lög- legir samningar eru í gildi um greiðsluskyldu Íslands á Icesave- reikningunum, enda er algerlega ólöglegt samkvæmt regluverki Evr- ópska efnahagssvæðisins að aðild- arríki EES taki ábyrgð á innistæðu- tryggingum fjármálafyrirtækja. Al- þingi verður sjálft að koma þessum málum á hreint, með niðurfellingu ábyrgðarlaganna (96:200). Ekki er þörf á að dómstólar fjalli um málið – Alþingi er fullmáttugt til að loka málinu. Icesave-samning- arnir brjóta gegn stjórnarskránni Eftir Loft Altice Þorsteinsson Loftur Altice Þorsteinsson »Ríkisstjórninni er óheimilt að gera samninga við önnur ríki, skuldbinda ríkið fjár- hagslega, eða skapa þegnunum skattakvaðir, án heimildar Alþingis. Höfundur er verkfræðingur og vísindakennari. ÞESSI skrif eru svar við harð- orðum greinum frá Jóhanni Páli Sím- onarsyni og Guðmundi Karli Jóns- syni í Morgunblaðinu 17. og 19. desember sl., sem beinast gegn okk- ur undirrituðum og greinaskrifum okkar um miðborgarbyggð í Vatns- mýri og skyld skipulagsmál í höf- uðborginni. Við höldum okkur við málefnin en svörum ekki persónu- legum árásum og dylgjum þeirra fé- laga. Það er staðreynd að borgin greiðir niður innanlandsflugið stórlega, sennilega um a.m.k. tvo milljarða kr. árlega og ríkið þar með um a.m.k. einn milljarð á ári vegna þess að ekki er innheimt leiga fyrir lóðina undir flugvellinum. Þessu reyndu tvímenn- ingarnir ekki að svara. Það er einnig staðreynd að lítill minnihluti notar innanlandsflugið svo nokkru nemi eða um 9% lands- manna og það er náttúrlega ósann- gjarnt að 91% Íslendinga, sem fljúga sjaldan eða aldrei, niðurgreiði flugið fyrir þá fáu sem fljúga. Þessu reyndu tvímenningarnir ekki að svara. En hvernig rökstyðjum við það að þétt og blönduð miðborgarbyggð í Vatnsmýri bæti hag allra lands- manna? Í fyrsta lagi gerir brottflutning- urinn kleift að byggja þétta og bland- aða byggð í Vatnsmýri fyrir a.m.k. 45.000 íbúa og störf og við það stöðv- ast stjórnlaus útþensla byggðar, víta- hringur bílasamfélagsins rofnar og skilyrði skapast fyrir skilvirka og umhverfisvæna menningarborg: á 20 árum gæti akstur á höfuðborg- arsvæðinu, sem nú kostar um 200 milljarða kr. á ári, minnkað um allt að 40% með hlutfallslegum sparnaði fjármuna og minnkun útblásturs og mengunar. Í öðru lagi gæti Reykjavíkurborg selt lóðir sínar í Vatnsmýri fyrir a.m.k. 70 milljarða kr. og notað þá peninga m.a. til að grynnka á skuld- um borgarinnar og létta skattbyrði Reykvíkinga. Í þriðja lagi gæti ríkið selt lóðir sínar í Vatnsmýri fyrir a.m.k. 35 milljarða og gert fyrir það nútíma- legt vegakerfi frá Reykjavík að Borgarnesi, að Selfossi og að Leifs- stöð ásamt nauðsynlegum endur- bótum á stofnbrautakerfinu á höf- uðborgarsvæðinu sjálfu. Það myndi bæta hag allra landsmanna vegna þess að á þessu Suðvesturhorni landsins verða nú um 70% af öllum alvarlegum umferðarslysum á Ís- landi. Um sjúkraflugið er það að segja að gert er ráð fyrir að öllum bráða- tilfellum sé sinnt með þyrlum og skiptir fjarlægð frá miðstöð innan- landsflugsins engu máli. Við ættum ekki að þurfa að berjast fyrir svo sjálfsögðum og mikils- verðum hagsmunum höfuðborg- arinnar, það ættu borgarfulltrúar og alþingismenn Reykvíkinga að gera, en við munum standa vaktina meðan þeir gera það ekki. Nú áforma samgönguyfirvöld nýja flugstöð í Vatnsmýri fyrir milljarða kr., flugstöð, sem þau kalla sam- göngumiðstöð til þess eins að breiða yfir þann augljósa tilgang sinn að festa flugvöllinn í sessi. Borgaryf- irvöld verða að koma í veg fyrir þá gjörð. Kjósendur munu fylgjast vel með frambjóðendum í aðdraganda kosn- inganna í vor, m.a. til að kanna hvernig þeir standa sig í þessu stóra máli við gerð nýs aðalskipulags Reykjavíkur á næsta ári. Borg í Vatnsmýri – allra hagur Eftir Einar Eiríksson, Gunnar H. Gunnarsson og Örn Sigurðsson » Það er ósanngjarnt og óviðunandi að Reykjavíkurborg og rík- ið niðurgreiði innan- landsflugið um a.m.k. þrjá milljarða kr. fyrir fámennan hóp flug- farþega. Einar Eiríksson Höfundar eru í framkvæmdastjórn Samtaka um betri byggð. Gunnar H. Gunnarsson Örn Sigurðsson HAUSTIÐ 2008 kom kallið. Lengi hafði ís- lenskt samfélag borið í sér kynlega feigð enda hvergi á byggðu bóli vaðið uppi önnur eins auragirnd og efn- ishyggja, oflæti og fífl- dirfska, sérgæska og spilling. Ólyfjan sjálf- hverfunnar hafði verið laumað í sálarkerald þjóðarinnar. Nú hefur dauðans vatni, fúlu og daunillu, verið ausið upp úr kerinu góða en á botninum sitja sem fastast dreggjar sjálfhverfunnar. Ílátið þarf að skola, ef það á að geta borið lífsins vatn, en synd er að segja að þrifin gangi þrautalaust. Klíkur liðinnar tíðar mala dægrin löng, áfjáðar í að verja forréttindi og sér- hagsmuni. Eðaldæmi um það eru sjálfsprottnar auðlindir lands og sjávar. Árum saman hafa sægreifar fengið frið til að veðsetja, leigja og selja óveiddan fisk. Þannig hefur margur lukkuriddarinn fengið morð fjár til að leggjast í brask en útgerðin sokkið í skuldir. Nú sem fyrr er rekið upp ramakvein ef minnst er á að þjóðin eigi nytjastofna Íslandsmiða og fái af þeim réttmæta rentu. Ámáttlegast emjar þó skjaldborg útgerðarvalds- ins á Alþingi Íslendinga, skipuð sveinum og meyjum úr Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Ekki svíður þeim sárt að þjóðareignin geti gengið kaupum og sölum og jafnvel fallið í hendur lánardrottnum. Enn er bitist um dýrmæta orku Ísalands. Þröngar valdaklíkur innan Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa makkað um að færa einkaaðilum gróðann af orkulindum Reykjanes- skaga. Síðast fékk tæpur þriðjungs- hlutur í HS orku að fjúka. Til að hann gæti runnið í hendur Magma Energy, kan- adísku fyrirtæki í tap- rekstri, þurfti gjafverð, þar af 70 prósent með sjö ára kúluláni frá selj- andanum, Orkuveitu Reykjavíkur. Til gjörn- inganna var stofnað sænskt skúffufyrirtæki, gagngert til að snúa á lög um að íslensk orku- fyrirtæki séu forboðin fyrirtækjum utan Evr- ópska efnahagssvæð- isins. Enn fá myrkraverkin að standa. Nú eru sjálfir frumherjar einka- framtaksins í íslenska orkugeiranum, Geysir Green Energy, komnir í slík- ar ógöngur að 57 prósenta hlutur í HS orku gæti gengið þeim úr greip- um, að hluta eða í heild. Hver skyldi þá hreppa hnossið? Ekki er að efa að eftir eigin afrek telur Geysir Green Energy einkaframtakinu best treyst- andi. Væri ekki eftir öðru að Magma Energy fengi meirihluta í HS orku á silfurfati? Enn er streist á móti því að ís- lenskar orkulindir verði nýttar á ný- stárlegri, fjölbreyttari, vistvænni og ábatasamari vegu. Ekki eru Lands- virkjun, Þeistareykir, Orkuveita Reykjavíkur og HS orka til stórræð- anna enda flest í úlfakreppu. Þeim mun minna svigrúm hefur þjóðarbúið til að sitja uppi með orkusugur á af- leitum kjörum. Fyrirhuguð orkuöfl- un á þremur vænlegustu jarð- varmasvæðum Norðausturlands − á Þeistareykjum, í Kröflu og Bjarnar- flagi − dygði engan veginn til að knýja 346 þúsund tonna álver á Bakka. Eins þykir sýnt að jarðvarmi Suðvesturlands hrökkvi skammt ef 360 þúsund tonna álver á að rísa í Helguvík. Sýnu meiri búhyggindi væru að virkja orku handa öðrum og þurft- arminni fyrirtækjum en tröllauknum álverum. Þá fengi þjóðin fleiri og fjöl- breyttari störf til frambúðar, að minnsta kosti meira fyrir hvert megavatt en hingað til. Græn orka og svalt loftslag þykja jú kjörin til gagnavistunar. Er þá margt ótalið sem skilað getur drjúgri björg í bú, svo sem ylrækt, sólarkísiliðja, met- anólvinnsla og kaplagerð. Nú verður hreint og tært vatn æ dýrmætara. Þá ætlar Landsnet sér að leggja Suðvesturlínu yfir vatnsból höfuðborgarsvæðisins. Hefur ekki nóg verið syndgað upp á náðina í gjöfulu landi? Margar eru sérhagsmunaklíkur Ísalands en fáar þröngsýnni en Sam- tök atvinnulífsins. Ekkert er þeim kærkomnara en orkuöflun til ein- hæfrar álbræðslu og ekkert er þeim klaksárara en auðlindaskattur til þurfandi þjóðar nema vera skyldi leigugjald fyrir kvótann. Í slíkri of- dekrun auðvaldsins virðast fornir fjendur nú eiðsvarnir fóstbræður: Samtök atvinnulífsins og Alþýðu- samband Íslands. Þeirra forkólfar hafa gengið undir jarðarmen og blandað saman blóði, staðráðnir í að deila og drottna. Nú, þegar hreinsa þarf sálarkerald þjóðarinnar, er ekki flóafriður fyrir klíkum horfins tíma. Með glýju í aug- um vilja þær ólmar halda dreggjum sjálfhverfunnar í kerinu góða og brugga þar görótt seyði. Ætli slíkar örlagadísir séu til heilla nú þegar þjóðarsálin þarf á lífsins elixír að halda? Örlagadísir Ísafoldar Eftir Einar Sigmarsson »Nú þegar hreinsa þarf sálarkerald þjóðarinnar er ekki flóa- friður fyrir klíkum horf- ins tíma. Einar Sigmarsson Höfundur er íslenskufræðingur. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.