Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.12.2009, Blaðsíða 35
Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 2009 Að kunna góða mannasiði er auðvit- að liður í því að líta vel út ... 40 » GLERPÍRAMÍDI arkitektsins I.M. Pei, sem reis við Louvre-safnið í París um árið, vakti talsverð mót- mæli en nú er fyrirhugað að byggja annan og heldur stærri í borginni. Sá á að vera níu sinnum hærri en píramídi Pei, og eins og tvær og hálf Hallgríms- kirkja; um 180 metra hár. Ef leyfi fæst til að byggja þenn- an nýja píramída svissnesku stjörnuarkitekt- anna Jacques Herzog og Pierre de Meuron sem gengur undir nafninu Projet Triangle, verður það í fyrsta skipti í tuttugu ár sem leyfi fæst fyrir byggingu í París sem er hærri en 37 metrar. Fyrirhugað er að reisa píramíd- ann í hverfinu Porte de Versailles en hann á að hýsa skrifstofur á 50 hæðum. Segir Eiffel-turninn nægja Samkvæmt dagblaðinu The In- dependent lagði borgarstjórinn Bertrand Delanoë fram umdeilda tillögu síðasta sumar, þess efnis að leyfa að nýju byggingu háhýsa í París. Glerpíramídinn myndi, sam- kvæmt tillögu sem kynnt var, vera sá fyrsti af sex háhýsum sem fengju byggingarleyfi og öll risu upp fyrir 37 metrana sem hefur í tvo áratugi verið hámarkshæð bygginga. Aðstoðarborgarstjórinn, Denis Baupin, sem er fulltrúi Græningja hefur gagnrýnt tillögurnar. „Við eigum turn sem eykur aðdráttarafl borgarinnar, Eiffel-turninn, og höf- um ekkert við annan að gera,“ segir hann. Ef leyfi fæst fyrir bygging- unni verður nýi glerturninn þriðja hæsta bygging borgarinnar, á eftir Eiffel-turninum og Montparnasse- háhýsunum. Nýr píra- mídi í París Umdeild hönnun Píramídinn Hönn- un þeirra Herzog og de Meuron. ANDSTAÐA mun vera að aukast við fyr- irhugaða bygg- ingu við höfnina í Osló sem á að hýsa nýtt safn helgað listmál- aranum Edvard Munch. The Art Newspaper greinir frá því að Jörn Holme, nýr yfirmaður stofnunar sem annast menningararf norsku þjóðarinnar, sé mótfallinn byggingunni og kunni að koma í veg fyrir að hún verði reist. „Nýja safnið myndi verða tvöfalt hærra en aðrar byggingar á svæð- inu. Það truflar sjónræna upplifun í þessum hluta borgarinnar, þar sem fornir og nýir hlutar hennar mæt- ast,“ er haft eftir Holme. Holme segist vona að málið verði leyst í samræðu við yfirvöld í Osló en ein leið kunni að vera sú að færa hið nýja Munch-safn annað. Í mars sl. fór spænska arkitektaskrifstofan Herreros með sigur af hólmi í sam- keppni um hönnun safnsins. Fyr- irhugað hefur verið að það yrði opn- að árið 2014, nærri nýja óperuhúsinu. Forstöðumaður Þjóð- aróperunnar er einnig mótfallinn safnbyggingunni, segir hana of „freka“ í umhverfinu. Deilt um Munch-safn Ópið Safnið á að hýsa mörg kunn- ustu verk Munchs. STRENGJASVEITIN Skark leikur í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld kl. 20. Strengjasveitina skipa ungir íslenskir tónlist- armenn sem eru í framhalds- námi víða um Evrópu, á Ís- landi og í Bandaríkjunum. Á efnisskránni verða verk eftir barokktónskáldið Corelli sem og splunkunýtt verk eftir Vikt- or Orra Árnason liðsmann Hjaltalín. Einnig verða flutt verk eftir Jón Leifs, Edvard Elgar og Petris Vasks. Skark er leidd af yngsta hljómsveit- arstjóra landsins, hinum tvítuga Bjarna Frímanni Bjarnasyni sem hefur leitt sveitina í tvö ár, en hann leikur einnig á víólu með sveitinni. Tónlist Skark í Þjóðmenn- ingarhúsinu í kvöld Bjarni Frímann Bjarnason ARNALDUR Arnarson gít- arleikari heldur tónleika í Listasafni Íslands kl. 20 í kvöld, til styrktar Mæðra- styrksnefnd. Hann leikur verk eftir Jón Ásgeirsson, Elsa Oli- veri Sangiacomo, Mario Cast- elnuovo-Tedesco, Bach, Mauro Giuliani, Paulo Bellinati og William Walton. Arnaldur lauk gítarnámi frá Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar, tók lokapróf frá Royal Northern College of Music í Manchester 1982 og var eitt ár við framhaldsnám hjá José Tomás í Alicante á Spáni. Hann vann fyrstu verðlaun í alþjóðlegu „Fernando Sor“ gít- arkeppninni í Róm 1992. Tónlist Arnaldur Arnarson í Listasafninu Arnaldur Arnarson ÚT er komin bókin Limrur fyrir landann, eftir Braga V. Bergmann, kynningarfulltrúa, kennara, fyrrverandi knatt- spyrnudómara og ritstjóra. Bragi er þekktur hagyrðingur en valdar limrur úr safni hans birtast nú í fyrsta sinn á bók. Bókin er hafsjór sagna af Ís- lendingum til sjávar og sveita í leik og starfi og allar eru þær meitlaðar í limruformið. Ort er um bankahrun, framhjáhald, íslenskt mál, bjart- sýni, kvennafar, stjórnmál, íþróttir, lauslæti, drykkjuskap og margt fleira. Bókin fæst í helstu bókabúðum en einnig er hægt að panta hana hjá útgefanda á netfangið fremri@fremri.is. Bókmenntir Limrur fyrir land- ann komnar á bók Limrur fyrir landann. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ er ekki laust við að fortíð- arþráin sæki að manni við lestur bókar Unu Margrétar Jónsdóttur, Allir í leik, sem kom út nú fyrir jólin. Bók Unu Margrétar er fræðileg út- tekt á söngvaleikjum barna á Íslandi með ítarefni um uppruna leikjanna og tilbrigðin við þá og afar fróðleg- um og skemmtilegum texta höfund- arins. Skólalóð bernskunnar verður ljóslifandi, Bimm bamm, Tína ber, Fram, fram fylking, Mamma segir komdu inn, og romsurnar; Úllen dúl- len doff, Ugla sat á kvisti, og allir hinir leikirnir sem sumir virðast horfnir í dag – nýir leikir sem mín kynslóð þekkti ekki og eldgamlir leikir sem voru horfnir á árunum uppúr 1960. Þetta er mikill fróð- leikur sem tekið hefur Unu Margréti áratug að safna saman, með aðstoð heimildafólks alls staðar að af land- inu. Breytingar með tíðarandanum Ég spyr Unu hvað leikirnir segi um okkur, og hvernig þeir hafa mót- ast og breyst í tímans rás. Það kem- ur kannski ekki á óvart, að leikirnir, eins og svo margt annað, end- urspegla tíðaranda samfélagsins hverju sinni. „Á tveimur tímapunktum í sögu söngvaleikjanna sé ég ákveðin skil. Á fyrri hluta 20. aldar voru róm- antískir dansar mjög vinsælir meðal stúlkna; Meyjanna mesta yndi, Mærin fer í dansinn og slíkir leikir. Um 1960 verða þau skil, að þessir dansar hverfa að mestu leyti, en nýrri leikir verða vinsælir í staðinn, eins og Tveir fílar lögðu af stað í leið- angur og Höfuð, herðar, hné og tær. Þeir leikir eru gjarnan hraðari og fjörlegri, og ekki með rómantískum texta. Þjóðfélagið var að breytast og rómantíkin ekki lengur í tísku. Staða konunnar var að breytast og hraðinn í samfélaginu varð meiri. Önnur skil verða milli 1980 og 90. Gamlir leikir frá fyrri hluta ald- arinnar, sem ekki voru rómantískir en höfðu haldið vel velli fram yfir 1960, eins og Pílaranda og Bimb- irimbirimmbann, fóru að láta undan síga en klappleikir urðu hins vegar gífurlega vinsælir og eru það enn í dag.“ Klappleikir og rapp Una Margrét segir skýringuna á þessum breytingum hugsanlega liggja í því að á þessum árum fór æ fleira barnafólk í nám til útlanda, ekki síst til Norðurlandann. „Okkar klappleikir virðast líka vera mjög mikið í takt við það sem tíðkast þar, og ég hef átt auðveldara með að rekja þá þangað en til enskumæl- andi landa. Á þessum tíma var rapp- ið líka að verða mjög vinsælt og klappleikirnir bera keim af því. Þetta eru þó bara kenningar. En ef við lítum enn lengra aftur, til byrjunar 20. aldar, þá sjáum við mun á íslenskum söngvaleikjum og sömu leikjum hér. Á Íslandi breytt- ust þeir á þann hátt að þeir urðu glaðlegri. Þetta er merkilegt í ljósi þjóðlagahefðar okkar sem hefur þótt heldur dapurleg. Bjarni Þorsteins- son þjóðlagasafnari sagði í innangi að þjóðlagasafni sínu að langflest ís- lensk þjóðlög hefðu sorglegt yf- irbragð og fá þeirra væru gleðileg. Í þessu ljósi er það athyglisvert að söngvaleikirnir skuli hafa orðið glað- legri hér. Ég held að þetta endur- spegli líka breytingar í þjóðfélaginu. Íslendingar bjuggu áður við mjög erfið kjör, en eftir því sem mér hefur sýnst bárust margir þessara leikja- söngva hingað undir lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. þegar margt var að breytast á Íslandi. Þá hillti undir sigur í sjálfstæðisbaráttunni og ung- mennafélögin voru farin að láta að sér kveða með bjartsýni að leið- arljósi. Á skemmtunum þeirra var oft farið í þessa leiki og menn væntu mikils af nýrri öld.“ Nokkrir leikir alíslenskir Tvo leiki hefur Una Margrét ekki fundið í öðrum löndum, Bimm bamm og Pílaranda. „Danmörk var líkleg- asti kosturinn þegar ég fór að rann- saka þetta, en Svend Nielsen sem hefur rannsakað danska söngvaleiki hefur ekki fundið þá þar. Ein ég sit og sauma virðist líka vera íslenskur og svo vitum við að Friðrik Bjarna- son er höfundur Jólasveinar ganga um gólf og Elín Laxdal, eitt fyrsta kventónskáldið okkar samdi leikinn Hvað kanntu að vinna, Baggalútur minn. Eldri og sjaldgæfari leikir eins og Hver vill kaupa kompás og Að hverju leitar lóa, gætu líka verið alíslenskir, því ég hef ekki fundið heimildir um þá annars staðar.“ Ensk áhrif frá Norðurlöndum Að sögn Unu Margrétar, hafa söngvaleikir helst borist til landsins frá Norðurlöndunum; ekki bara frá Danmörku, heldur ekki síður, og jafnvel stundum frekar frá Noregi og Svíþjóð. Rómantísku söngdans- arnir eiga sér til dæmis margir hlið- stæður í Svíþjóð. Áhrif frá ensku- mælandi löndum hafa auðvitað orðið meira áberandi í seinni tíð. „En ým- islegt bendir þó til þess að leikir sem eiga rætur að rekja til Bandaríkj- anna og Englands komi ekki beint hingað, heldur í gegnum Norð- urlöndin, vegna þess að þeir bera meiri keim af þeim skandinavískum gerðum leikjanna sem ég hef fundið en þeim ensku og amerísku. Það er merkilegt að þrátt fyrir geysimiklar þjóðfélagsbreytingar með hernám- inu, þá get ég ekki séð að þær séu sýnilegar í leikjasöngvunum,“ segir Una Margrét. Það er Bókaútgáfan Æskan sem gefur bókina út, en Una leggur nú lokahönd á annað bindi. Gleðin meiri hér á landi Una Margrét Jónsdóttir er höfundur bókarinnar Allir í leik, sem hefur að geyma fjölmarga söngvaleiki, dansa, romsur og fleiri leiki frá fyrri tíð til okkar daga Morgunblaðið/Kristinn Allir í leik Una Margrét Jónsdóttir höfundur bókarinnar hefur unnið að rannsóknum á söngvaleikjum í áratug og hefur þegar lokið öðru bindi. Það kannast margir við skollaleik, þar sem bundið er fyrir augu þess sem er’ann – er skolli, og honum snúið í hringi áður en hann má láta til skarar skríða og finna hina. Romsan sem þulin er yfir skolla er ærið marg- breytileg, bæði eftir tíma og landshlutum. Una Margrét lýsir þeim í bók sinni og hér fara nokkrar þeirra, og velji nú hver fyr- ir sig í áramótaboðið. Hollinn skollinn datt oní pollinn. Ekki skaltu finna mig fyrr en á mánudagsmorgni. Klukk, klukk skolli skellur í hverju horni. Aldrei skaltu mér ná fyr en í kvöld um sólarlag þegar þú drepur hestinn þinn og þig sjálfan þar á. Skolli skolli skíttu’ í hverju horni. Aldrei skaltu ná mér fyrr en á miðjum morgni. Og þó ekki það. Skolli skolli skýst í hverju horni, aldrei skaltu ná mér fyrr en á laugardagsmorgni. Hollinn skollinn sitt í hverju horni. Ekki skaltu finna mig fyrr en á laugardagsmorgni í voða voða stórum drullupolli. Hollinn skollinn skíttu’ í andapollinn, dettu’ í drullupollinn, reyndu okkur að ná, en passaðu þig að klessa ekki á. Hollinn skollinn skíttu bara í pollinn, þú skalt ekki finna mig fyrr en á laugardags-, sunnu- dags-, mánudagsmorgni. Hollinn skollinn datt í drullupollinn, hér er kaffibollinn, nú máttu byrja, Una mín. Það er ekkert einhlítt með skolla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.