Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 6

Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 6
6 ÍSFIRÐINGUR JÓH. GUNNAR ÓLAFSSON, BÆJARFÓGETI: v Ur annál Grunnavíkur-Jóns Frá Níels Fuhrmann amtmanni og Appollonne Schwartzkopf, heitmey hans. V__________________________________________________) Á XJlrið 1718 kom nýr amtmaður til íslands, Níels Fuhrmann að nafni, norskrar ættar. Hann þótti vera röggsamlegt yfirvald og færðist opinber málarekstur í betra horf um hans daga. En Islandsdvöl hans varð ærið söguleg og vakti atferli hans í kvennasökum mikið umtal og furðu, enda gerðust á heimili hans válegir atburðir, sem leiddu til opinberrar rannsóknar og afskipta konungs. Nokkrum árum eftir að Fuhr- mann var seztur að á Bessastöð- um, kom til Islands dönsk kona, Appollónía Schwartzkopf að nafni og settist upp hjá honum. Hafði hún hæstarétetardóm fyrir því, að amtmaður skyldi kvænast henni, en ella sjá fyrir henni um lífstíð. Appolonne hafði ekki dvalizt lengi á Bessastöðum, er hún tók torkennilega sótt, og andaðist hún skömmu síðar með harmkvælum. Lék grunur á lað henni hefði verið byrlað eitur í mat. Féll sá grunur á mæðgur tvær, sem voru í þjón- ustu amtmanns og miklum kær- leikum við hann. Við rannsókn málsins sannaðist þó ekkert á þær mæðgur, en séra Þorleifur Arason, sem skipaður hafði verið til rann- sóknarstarfans, þótti hafa gengið slælega fram í því máli, og mátti það til sanns vegar færa. Þessar mæðgur hétu Katrín og Karen Holm. Arfleiddi Fuhrmann Karen að öllum eignum sínum skömmu áður en hann andaðist. Appolonne virðist hafa verið af göfugu standi og vel menntuð. Lét hún eftir sig allmikið laf bókum á dönsku þýzku, frönsku og latínu, sem ætla má að hún hafi lesið sér til dægrastyttingar í fásinninu og einverunni á Bessastöðum, meðan hún beið þess að amtmanni snérist hugur og gengi til eiginorðs við hana. Einnig átti hún hina dýru biblíuútgáfu, sem kennd er við Kristján IV. Danakonung. Til er uppskrift á reytum henn- ar, sem Cornelius Wulf fógeti og sýslumaður í Gullbringusýslu gerði eftir andlát hennar, og ber hún með sér að Appollonne hefur átt verðmætan og mikinn fatnað og dýra skartmuni. Munir hennar voru geymdir í fjórum forsigluð- um kistum. Stuttu eftir að Fuhrmann var setztur hér að, kom mikill reki á fjörur hans, er Guðmundur ríki í Brokey gaf honum allan auð sinn. Vakti það mikla furðu og hefur mikið verið um það skeggrætt og skrifað. Jón Ólafsson frá Grunnavík var samtíðarmaður Fuhrmanns, alinn upp í Víðidalstungu hjá Páli lög- manni Vídalín. Hann hafði því nánar fregnir af öllum atburðum, sem við báru í landinu, og er frá- sögn hans, sem hér fer á eftir öll hin merkilegasta, þó aðeins sé um drög að annálum 18. aldar að ræða. Þessi annáladrög Jóns hafa ekki verið prentuð, en eru varð- veitt í Árnasafni, eins og önnur handritaeign Islendinga. Þessi fáu orð verða að nægja til skýringar á útdrætti þeim, sem hér fer á eftir. 1720 Þann 18. janúar 1720 gjörði Guðmundur Þorleifsson í Brokey sinn testamentsgjörning á öllu sínu gózi til amtmanns Niels Fuhr- manns og eins gjörði kona hans, Helga Eggertsdóttir, tilknúð af manni sínum Guðmundi, að menn segja. Þótti flestum eða öllum þetta undarleg og ónáttúrleg ráð- stöfun á því mikla gózi, sem eitt hefur verið hið mesta á Islandi. Guðmundur hafði átt dóttur eina, er til vonar var að hann mundi gefa Oddi lögmanni, en hún var önduð, ég trúi í Stórubólunni 1707, og hafði gefið Oddi Narfeyri (Páll lögmaður skrifaði hana Geirröðar- eyri) til frí ábýlis. Eftir það óving- uðust þeir. Veitti Oddur honum stundum heimferðir til Brokeyj- ar, einkum einu sinni, með hrifsi og ráni, og miklum ofsa og yfir- gang. Fékk Guðmundur því heift til hans, klagaði aftur Eyri, en tók þann nýja amtmann Fuhrmann að sér og gaf honum allt sitt góz. Menn halda fyrir víst, að hann hafi mest gjört það í þeim ásetn- ingi, að hann skyldi hefna sín á Oddi, því Guðmundur var búinn að leggja fjandskap á hann. Víða gjörði Oddur honum ýmsar glett- ingar ,og svo var það um Dnanga- þings tímann, að menn Odds eltu skreiðarskip Guðmundar og hræddu þá. Sonur Guðmundar var og andaður fyrir löngu, svo hann átti engan lífserfingja. En hans nánasti erfingi var Hannes Schev- ing sýslumaður, sonur Lárusar Schevings á Möðruvöllum. Guðmundur fékk sér til orsaka, eða lét sem sér mislíkaði það við hann, að hann hafði kvongað sig með Jórunni, dóttur Steins bisk- ups, er hann átti barn með áður. Amtmaðurinn reisti síðan nokkrum sinnum vestur að Brok- ey, að sýsla um sitt góz. Björn hét gamall þénari hjá Guðmundi, er safnaði að dæmi húsbónda síns. Var svo húskaleg- ur, að gekk á tréskóm. Hann vildi og gefa amtmanni allt sitt góz, en það vildi amtmaður eigi þiggja. Hans erfingi var Sigurður Hann- esson, lögréttumaður, sem bjó í Brekku í Vatnsdal, skammt yfir frá Þingeyrum. Margur furðaði sig á þessari gjöf Guðmundar við framandi mann. Jón Sigurðsson á Bæ í Miðdöl- um, er fyrr var sýslumaður í Döl- um þau sex árin, ni fallor (ef mér skjátlast ekki), er Oddur lögmað- ur lét Pál lögmann missa Dala- sýslu, kvað þannig: Gvendur var grönnum kenndur, gaf lítið, smánýtinn og skrítinn, heiftrækinn hefnd að sækja, hraðsinna, klókur maður við skaða. Undarlega auðs lundur, með arfinn kunni að starfa til þarfa, missti önd, mund og kvendi, mold byrgir, fáir syrgja þá lyrgju. Ég var þá með Páli lögmanni um vorið 1721 eða 1722 vestur í Ljár- skógum, er hann heyrði vísu þessa og brosti hann mjög svo að henni, einkum seinustu oi’ðunum. Margar sögur eru um húskaskap og sér- vizku Guðmundar. Hann kvað þrjár vísur, sem standa í hans Epi- grammatica a me collectis (Spak- mælum, sem ég hef safnað) þá hann heyrði um veturinn andlát Guðmundar: Þar komst ei í þriðja lið Þorleifs lögmanns auður, Gvendur skildist gózið við, gekk frá leifðu dauður. Amtmanni lét auðnan dæmd óðulin, seim og gengi. Hann megi þeim með heiðri og halda og njóta lengi. [sæmd Svo virti amtmaðurinn Guðmund, að hann gekk daglega í hans sauð- svörtu belghempu eða síðhempu. Á næsta alþingi á eftir gaf hann óbeðinn Hannesi Lárussyni Sche- ving (sem er systurson Guðmund- ar og sá hinn rétti erfingi) 160 ríkisdali sjálfkrafa, forte ad infringendam innodiam (ef til vill til þess að draga úr kala) og að hann sá óréttsýni Guðmundar. Þessi mikli, en þó ófarsæli auður kom amtmanni síðan vel í Schwartzkopfmálinu í hverju hann var í Kaupmannahöfn um vetur- inn 1727. Það er eftirtakanlegt, hversu Guðmundur dó svo gott sem úr hungri og matleiða með þorsta, svo hann fékk varla það hann kunni að kæla sér á, þó honum væri sóttur seyður upp í Drápuhlíðarfjall. Eins fór um

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.