Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 9

Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 9
ISFIRÐINGUR 9 á, sem fullorðna fólkið taldi ámæl- isvert. Það var ekki laust við, að um mig færi geygur. En þessi jóla- sveinn, sem þarna fór inn stofur, var svo ótrúlega mennskur og hafði í frammi allskonar skrípa- læti: Stökk yfir stóla, glennti sig og gretti, sönglaði vísur og kvæði, sagði sögur og lék allur á hjólum svo furðulega, að allir veltust um af hlátri. Mér er minnisstætt, þeg- ar hann kom að rúmi mínu og stökk klofvega upp á fótakaflinn, skríkti framan í mig og geyplaði sig ógurlega, en þá þóttist ég kannast við kauða. Ég sá ekki bet- ur en þarna væri, í dulargerfi, Jón klæðskeri, góðkunningi okkar flestra. En Jón kom oft á sjúkra- húsið, einkanlega ef Englendingar lágu þar. Kom hann þangað til að spjalla við þá, en Jón var sagður kunnáttumaður á enska tungu. Aðrir vildu halda því fram, að jólasveinninn hefði verið Magnús Guðjónsson, sem þá var ráðsmað- ur á sjúkrahúsinu. En hvað um það, allir höfðu óblandna ánægju af jólasveininum þar sem hann gekk stofu úr stofu og gladdi alla með kátínu sinni og kankaraskap. Ef einhver krakki ætlaði að setja upp skeifu, átti hann til að klappa á kollinn og lauma gómsætum mola í munn þess og varð þá ekki meira úr. — Svo leið jólakvöldið, smám sam- an færðist kyrrð og friður yfir hið stóra hús. Næturljósin voru kveikt og köstuðu daufri birtu yfir grámálaða steinveggi stofunn- ar, og daufir skuggar sjúkrarúm- anna næstum sameinuðust nætur- húminu og reikulir hugir okkar fluttust smám saman yfir á lönd óminnisins, lönd draumanna, þar sem allir urðu lausir um stund við þrautir og þjáningar. — En um morguninn, þegar ég vaknaði, varð ég fljótlega var við að annar jólagestur hafði verið á ferðinni. í kringum rúmið hans Helga var hvíta grindin komin. En hvíta grindin táknaði aldrei nema eitt. — Maðurinn með sigð- ina var þá á ferð. Hann hafði þá ekki getað beðið með heimsókn sína fram yfir jólahátíðina. Kristján Júlíusson. ELDURINN GETUR GERT YÐUR AÐ ÖREIGA ÁSVIPSTUNDU Hér bjó Jón Jónsson ígær... Húsið, sem Jón bjó í, brann til kaldra kola í gær. i dag er fjölskyldan heimilis- laus, klæðlaus og á ekkert innbú. Jón hafði enga brunatryggingu . Hafið þér fullkomnar tryggingar fyrir heimili yðar? Hafið þér t. d. tryggingu gegn bruna, vatnsskaða og innbrotsþjófnaði? — Hafið þér trygingu, sem tryggir yður og fjölskyldu yðar gegn skaðabóta- skyldum kröfum? — Eða hafið þér slysa- og lömunar- tryggingu fyrir konu yðar? HEIMILISTRYGGING vor tryggir yður gegn öllum ofangreindum áhættum með aðeins einu skírteini. IÐGJÖLDIN ERU MJÖG LÁG. NÚ HEFUR ENGINN EFNI Á AÐ HAFA ÓTRYGGT. TRYGGING ER NAUÐSYN! ALNENNAR trygginar h.f. Umboðsmaður á ísafirði er GUÐFINNUR MAGNÚSSON, Sími 216. Heildverzlun Árna Jónssonar h.f. Aðalstræti 7 - Reijkjavík færir öllum viðskiptavinum beztu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt ngtt ár. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Færum öllum viðskiptavinum beztu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár. Þökkum viðskiptin á liðandi ári. Bernh. Petersen Reykj avik.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.