Ísfirðingur


Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 20

Ísfirðingur - 15.12.1960, Blaðsíða 20
20 ISFIRÐINGUR SMÁSOGUR Jólin uálgast Hjá okkur fáið þér: 1 KJÖRBÚÐINNI: Nýtt kjöt: læri, hryggir, kódilett- ur, súpukjöt, reyktir hryggir, beinlaus læri. Nautakjöt: Gullach, barið buff, beinlausir fuglar. Svínakjöt: Læri, kódilettur, bacon. Hangikjöt: Læri, frampartar. Diikasvið. Allt í jólabaksturinn. Álegg: Spegipylsa, malakoffpylsa, rúllupylsa, reykt og söltuð, hangikjöt, skinke, ostar, ýmsar tegundir. Ö1 og gosdrykki. Tóbak og sælgæti. Konfekt í úrvaii. Niðursoðna ávexti, margar teg- undir, Þurrkaða ávexti, margar tegundir. Súpur í pökkum. Epli Appelsínur. I VEFNAÐARVÖRUBÚÐINNI: Herraskyrtur Herrabindi Herranærföt Herrapeysur og vesti Undirfatnað kvenna Nælonsokkar kvenna Slæður Treflar Kvenveski Innkaupatöskur. Einu sinn lét Hálfdán prestur Einarsson, þegar hann var á Brjánslæk, stúlku nokkra, sem Elín hét og alin var upp á Rauða- sandi, lesa við húsvitjun grein þessa: Við höfum talsmann hjá föðurnum. Þegar stúlkan hefur lesið greinina, spyr prestur, hvort hún hafi nokkru sinni heyrt þess getið, eða hvort hún hefði það í nokkurri bók séð og lesið, að vér hefðum talsmann hjá föðum um. „Nei,“ segir Elín, „hvergi hef ég það heyrt eða séð, og nokkuð er það, að enginn veit til þess á öllum Rauðasandi.“ „Þá kalla ég þá heldur fáfróða þar,“ mælti prestur. (Hálfdán Einarsson var síðast á Eyri í Skutulsfirði. Hann var fað- ir Helga lektors). Maður kom frá kirkju og var spurður frétta. Hann sagði engar, nema bam hefði verið skírt í mess- unni. Hann var spurður hvað barn- ið hét. „Ég get ekki haft það eft- ir,“ sagði hann, „það var svo ljótt.“ Fólkið sótti því fastar á að heyra nafnið, svo hann varð að segjia það. „Það heitir Attaníoss,“ kvað hann, en barnið hét Antoníus. Benedikt, prestur Pálsson á Stað á Reykjanesi var eitt sinn að húsvitja í Reykhólasveit. Með honum var fóstursonur hans, er lærði í Hólaskóla og lengi var prestur í Sauðlauksdal. Gísli var þá unglingspiltur. Á bæ einum spyr prestur kerlingu gamla, segir hann henni að lesa þriðju grein trúarjátningarinnar. Kerling kunni ekki, og varð að minna hana á, en er prestur ítrekar fyrir henni spurninguna: hvað er það? gat kerling ekki svarað. Gísh sat ná- lægt henni og segir svo hún heyrði: „Það er að ég trúi, að ég gelti ekki með eigin kjapti.“ Kerl- ing hefur þetta upphátt eftir. Þá segir prestur: Lestu nú ekki meira skepnan mín! En er þeir fóm af stað segir prestur við Gísla: „Þú áttir ekki að gera þetta strákur.“ (Benedikt var bróðir Bjarna landlæknis og séra Gunnars). Gunnar pófastur Pálsson hafði eitt sinn í prédikun sinni þetta al- kunna máltak: Víða er pottur brotinn. Þessu gegndi Brynjólfur bóndi í Ljárskógum, sem sat við altarishornið: „Það er satt, séra Gunnar, einn skrattinn er hjá mér botnlaus í smiðjuglugganum.“ —o— Kerling nokkur bar sig upp fyr- ir presti sínum eftir messu um það, að hann hefði gleymt að út- deila sér brauðinu, og vildi, að hann bætti sér það með einhverri lítilli þóknun. Prestur var fús til þess og segir henni að koma með sér; hún gerir það; gefur hann henni væna svartabrauðsköku, og spyr, hvort hún sé nú ekki ánægð. „Jú, ójú, blessaðir verið þér, langt fram yfir það,“ kvað kerl- ing, „ég vildi þér gleymduð því altént.“ Þegár Ólafur biskup Gíslason var í Skálholti bjó 'þar í grend bóndi sá er Guðmundur hét. Hann var auðmaður og hafði grætt pen- inga mikla. Einhverjir urðu til að bera Guðmundi þá frétt, að páfinn hefði ritað biskupi bréf og skipað honum að seljia himnaríki á upp- boðsþingi fyrir peninga ,og ráða þeir Guðmundi til að ná í kaupið. Þykir honum það fýsilegt, og fer að finna biskup og ræða við hann um söluna. Biskup aumkar einfeldni Guðmundar og vill leið- rétta hann og segir: „Hvorki páf- inn eða ég eða nokkur maður á ráð á að selja eður kaupa himna- ríki við verði, allir eru syndarar og eiga það einungis undir náð guðs, að hann gefi þeim himna- ríki.“ „Gefi,“ segir Guðmundur, „ég er ekki upp á það kominn, að guð gefi mér himnaríki, ég á nóg til að borga það með.“ —o— Karl einn sem hafði gengið til skripta með öðru fólki, hvarf úr kirkjunni á undan útdeilingu, og er henni var lokið vantaði karlinn. Meðhjálparinn gengur út til að leita hans og finnur hann í eldhúsi á bænum, og er hann þar við skófnapott. Meðhjálparinn segir honum, hvar komið sé í kirkjunni, og skipar að hann komi strax með sér. Þá segir Karl: „Skárri eru það skrattans lætin, ekki liggur líf við, má ég ekki skafa pottinn áð- ur.“ (Úr Blöndu). I BÚSAHALDABÚÐINNI: Saumavélar í tösku Saumavélar í skáp Viðtæki Kaffi- og matarstell Stál borðbúnaður Strauborð Kristall Vínsett Vínglös Baðvogir. A JÓLABAZARNTJM: Leikföng, mikið úrval, innlend og erlend. Greni. Kaupfélao ísfiröinga OHvetti Lexikon Eiettrica OLIVETTI rafmagnsritvélin hefur léttan áslátt og aðgengi- legt leturborð. Hún hefur sjálfvirka lykla, slekkur á sér sjálf, gengur hljóðlaust, hægt er að taka allt að níu kopíur. Verð aðeins 15.800,00, Einkaumboðsmenn Hafnarstræti 19 — Sími 11644

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.