SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 10
10 28. mars 2010 L eikhúsverkið um Rannsóknarnefnd Alþingis hefur fyrir margt löngu breyst í tragí-kómedíu, en upphaflega handritið gaf að sönnu tilefni til þess að ætla að í uppsigl- ingu væri íslenskur harmleikur, að grískri fyrirmynd. Maður veit eiginlega ekki lengur hvort maður á að hlæja eða gráta þegar nýjar fregnir berast af útkomudegi skýrslu rannsókn- arnefndarinnar. Kannski á maður bara að gera hvort tveggja. Eins og alþjóð veit átti nefndin samkvæmt lögunum að skila skýrslu sinni hinn 1. nóvember 2009. Það tókst ekki og þá var stefnt á miðjan janúar á þessu ári. Ekki tókst það vegna andmæla- réttar og nýja dagsetningin var sett á í lok febrúar. Tveir þriggja nefndarmanna, þeir Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson, héldu blaðamannafund hinn 25. janúar, þar sem þeir skýrðu frekari tafir. Með leikrænum tilburðum sagði Tryggvi að hann yrði að við- urkenna að við gerð þessarar skýrslu hefði hann oft „verið gráti nær og mjög pirraður yfir því sem maður hefur séð“. Og Páll sagði í upphafi blaða- mannafundarins: „Að þau vandamál sem við erum að kryfja og gera þjóðinni grein fyrir skuli vera stærri og um- fangsmeiri en gert var ráð fyrir í upphafi er ekki á ábyrgð nefnd- arinnar. Þetta er vandamál okkar allra. Ég bið því bæði þing og þjóð, að sýna okkur biðlund og veita okkur færi á að ganga frá skýrslunni.“ Enn var verkinu ólokið og í febrúarlok var talað um tveggja til þriggja vikna viðbótarfrest. Um miðjan þennan mánuð hófst síðan nýr þáttur í fars- anum, eða tragí-kómedíunni, því þá varð rannsóknarnefndin bara sambandslaus með öllu og engar upplýsingar fengust, ekkert samband náðist við nefndarmenn, þeir svöruðu ekki skilaboðum og tóku ekki símann. Þeir voru bara horfnir af yfirborði jarðar. Svo gerðist það um miðja þarsíðustu viku að tilkynning kom frá nefndinni, í þá veru að fréttatilkynning yrði gefin út eftir helgi, um það hvenær skýrslan yrði gerð opinber! Það gerðist svo síðastliðinn mánudag að fréttatilkynningin sá dagsins ljós. Skýrslan yrði gerð opinber hinn 12. apríl nk., tæpum fimm og hálfum mánuði eftir að upphaflegur lokafrestur rann út. Ekki dettur mér í hug að gera lítið úr því mikla starfi sem nefndin hefur unnið frá því að hún hóf störf. Vonandi verður atburðarásin öll í aðdraganda hrunsins sett í skýrt, sögulegt samhengi, sem hjálpar mönnum að átta sig á því hvað gerðist, hvers vegna og hverjir báru ábyrgð á því að svo fór sem fór. En ég óttast að allt of miklar væntingar séu bundnar við skýrslu nefndarinnar; ég óttast að menn ætlist til þess að nefndin hafi svör á reiðum höndum í skýrslunni við öllum mögulegum spurningum sem vaknað hafa á undanförnu hálfu öðru ári. Svo verður alveg örugglega ekki. Mér finnst liggja í hlutarins eðli, að einhverjum málum sem nefndin fjallar um verði vísað áfram, ýmist til sérstaks saksóknara eða efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, og að öðrum málum ljúki með skýrslugerðinni og enn önnur mál muni koma til kasta Alþingis og nefndarinnar sem þar á að fjalla um skýrsluna. Hér í Morgunblaðinu sl. þriðjudag var frétt, þar sem sagði að væntanlega yrði skýrslan opinberuð fyrir hádegi mánudaginn 12. apríl, nefndin myndi halda blaðamannafund og koma fyrir þing- nefnd. „Að því búnu er litið svo á að hlutverki nefndarinnar sé lok- ið og hún mun því ekki fylgja skýrslunni eftir með skýringum eða svara fyrirspurnum, t.d. á borgarafundum,“ segir í fréttinni. Þetta tel ég vera misráðið. Eins og Styrmir Gunnarsson, fyrrver- andi ritstjóri, skrifaði í pistli sínum hér í Morgunblaðinu fyrir viku ætti nefndin að sjálfsögðu að sitja fyrir svörum á opnum borg- arafundum um land allt. Þjóðin á heimtingu á því og engir eru bet- ur til þess fallnir að svara fyrir um innihald skýrslunnar en einmitt höfundarnir. Eða hvað? Af frestum og enn frek- ari frestum Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is ’ Nefndin ætti að sjálfsögðu að sitja fyrir svör- um á opnum borg- arafundum um land allt. Þjóðin á heimt- ingu á því. Tryggvi Gunnarsson Páll Hreinsson 8.00 „Menn eru vaktir og hafa klukkutíma til að fara í sturtu og borða morgunmat- inn. Flestir fara strax á fætur en eins og gengur kjósa ein- hverjir að sofa áfram. Menn eru ekki neyddir til að fara á fætur en stimpli þeir sig ekki út á tilsettum tíma verða þeir af dagpeningunum sínum. Þeir eru á bilinu þrjú til fjögur þús- und krónur. Þá nota menn til að kaupa sér sígarettur, sælgæti eða annað af því tagi. Eftir löngun og þörfum. Margrét Frímannsdóttir, for- stöðumaður fangelsisins, hefur verið mjög dugleg að hvetja þá sem henni þykir ekki nógu virkir. Hún hefur mjög góðan púls á mönnum og les þá vel. Ég er í húsi fjögur, á svoköll- uðum „langagangi“. Sú nafn- gift kemur ekki til vegna lengdar gangsins, heldur vegna lengdar dómanna sem menn eru með á bakinu. Hann er stundum líka kallaður „lá- varðagangurinn“ eða „saum- nálargangurinn“. Sumir full- yrða að þar megi heyra saumnál detta. Sjálfum líður mér ágætlega á þessum gangi. Það má kannski líkja stemningunni við heima- vist baldinna unglinga.“ 8.55 „Menn ganga til sinna verka, hvort sem það er nám eða vinna. Sumir eru ekki vinnufærir og verða því eftir á göngum sínum eða fara í úti- vist eða gymmið. Þegar menn eru búnir að koma sér upp ákveðinni rútínu eru dagarnir fljótir að líða hérna á Hrauninu. Fyrir suma eru helgarnar verstar, þá detta þeir út úr rútínunni. Á móti kemur að dagarnir geta verið hver öðrum líkir, einkum í vinnu, enda fjölbreytnin ekki mikil hér á svæðinu. Menn sækjast yfirleitt eftir því að skipta um vinnu eftir ákveðinn tíma. Margrét Frímannsdóttir hefur hvatt okkur til að finna eigin vinnuúrræði innan ákveðins ramma og það hefur mælst mjög vel fyrir. Sumir hafa tekið að sér kennslu, aðrir að skanna filmur og þar fram eftir götunum. Margrét hefur ekki bara komið inn með móð- ureðlið, heldur líka nýsköp- unarhugsun. Við erum gríð- arlega ánægðir með það.“ 12.00 „Hádegismatur. Við eldum sjálfir og kaupum hrá- efnið fyrir þóknunarféð okkar í Rimlakjöri. Það eru ellefu menn um fjórar hellur, þannig komast þarf að samkomulagi. Það gengur yfirleitt gríðarlega vel. Sumir sameinast um elda- mennskuna og matarklúbbar eru fjölmargir. Áður voru matarbakkar í há- deginu en Margrét lét breyta því. Það hefur mælst ákaflega vel fyrir og ég held að fáir, ef nokkur, vilji hverfa aftur til matarbakkanna.“ 13.00 „Menn fara aftur og sinna skyldum sínum. Vinnu eða námi. Í dag er raunar brugðið aðeins út af venjunni en Alnæmissamtökin eru með kynningu fyrir fanga. Skyldu- mæting er á þá kynningu. Félagasamtök af þessu tagi koma alltaf annað slagið til okkar og halda kynningar. Það er ákaflega gagnlegt.“ 15.00 „Smalað inn úr vinnustöðum. Menn fara út að viðra sig, í gymmið eða að kaupa í matinn. Útivistin er keyrð í hollum og þess gætt að ákveðnum mönnum sé haldið í sundur. Í fangelsi er ekki óal- gengt að menn eigi sér for- sögu.“ 18.00 „Menn fara að und- irbúa kvöldmatinn. Þar gilda sömu lögmál og um hádeg- ismatinn.“ 20.00 „Kvöldmat lokið. Menn koma saman og ræða um landsins gagn og nauðsynjar. Pólitíkin er ósjaldan ofarlega á baugi. Líka er spilaður bilj- arður, teflt, lesið, grípið í spil eða horft á sjónvarpið. Hvers konar afþreying er vinsæl. Óreglulega en þónokkuð oft fáum við góða gesti í heim- sókn, aðallega tónlistarmenn eða uppistandara. Stundum líka rithöfunda. Við erum mjög þakklátir fyrir að fólk sé tilbúið að gefa vinnu sína með þessum hætti og yfirleitt fjölmenna menn á þessar uppákomur. Það er heldur ekki amalegt fyrir gestina að hafa Litla-Hraun á ferilskrá sínni. Það er bara einn sími á ellefu menn á ganginum, þannig að skipta þarf honum bróðurlega á milli sín. Það gengur yfirleitt vandræðalaust fyrir sig. Síma- tímar út eru frá kl. 8 til 21.30 alla daga. Ekki má hringja í okkur en tekin eru skilaboð á símsvara sem lesið er af fjórum sinnum á dag. Fangar eru almennt mjög vel græjum búnir enda ekki margt annað að eyða í. Tölvan leikur eðli málsins samkvæmt rosa- lega stórt hlutverk í lífi okkar. Hún styttir okkur sannarlega stundirnar enda þótt við meg- um ekki hafa netið.“ 21.30 „Menn fara að búa sig undir háttinn, poppa popp- ið og svona.“ 22.00 „Klefum læst. Þá tekur tölvan, sjónvarpið eða bókin við. Sumir taka snemma á sig náðir en aðrir vaka fram á rauða nótt, lesa eða spila tölvuleiki.“ orri@mbl.is Dagur í lífi fanga á Litla-Hrauni Fanginn í klefa sínum á Litla-Hrauni. Samkvæmt reglum fangelsisins kemur hann ekki fram undir nafni. Morgunblaðið/Júlíus Eins og á heimavist baldinna unglinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.