SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 43
28. mars 2010 43 A ð fylgjast með eldgosinu í Eyjafjallajökli und- anfarna daga hefur verið verulega kynferðislega örvandi. Ekki einasta er fyrirbærið eldgos mikið augna- yndi, þar sem samspil lita og hreyfinga er munúðarfullt lista- verk, heldur magnar þetta líka upp gredduna í langleiðum Íslendingum. Það er eins og hver önnur himnasending að fá svona ólg- andi dúndurskot inn í drungalega Icesave-tilveruna. Ekki ósvipað því að skora mark í heimsmeistarakeppni. Nú er gaman. Og gott fyrir þrautpínt egóið þegar eitthvað rammíslenskt, sem lætur ekki hemja sig, brýst út með þessum líka ógnar- krafti upp um ískaldan jökulinn. Það má hverjum manni ljóst vera sem hefur orðið vitni að þessu eldgosi, að þar fær jörðin sjálf langa og góða raðfull- nægingu. Við erum að tala um marga daga, kannski vikur. Enda hefur gremjan safnast fyrir í áratugi, ef ekki árhundr- uð. Engin leið að hemja sig endalaust með slíkan undirliggjandi og sívaxandi þrýsting. Og skal því engan undra þó Fjallkonan fái organdi orgasma loksins þegar hún opnast. Hún er fögur þessi sýn, þegar Fjallkonan fríð, með logandi skaut undir skautbúningi, sviptir sig klæðum og opinberar sitt innsta eðli. Þessi iðandi rauf í jöklinum, hún minnir óneitanlega á kynfæri konu sem standa í ljósum logum á hápunktinum. Og heitt er það sem út kemur. Rauðglóandi saflát. Og öllum þessum ósköpum fylgja líka dásamlega dýrsleg og rymjandi hljóð. Þetta kærkomna og kynferðislega eldgos minnir óneit- anlega á mannlegt gos: Kynferðislega fullnægingu. Þarna birtist það á skjánum í myndrænu formi hvernig okkur líður þegar við springum út í hæstu hæðum. Hömlulaus gossprenging í allri sinni dýrð. Beggja kynja. Þegar karlmaður fær kröftuglega úr ’onum, getur það sannarlega verið á við besta eldgos. Mér er minnisstætt þegar maður nokkur sagði frá því þegar hann „fékk það upp um alla veggi“, svo mikill var þrýsting- urinn. Útlendir karlmenn hafa stundum á orði að ástríða íslenskra virkra eldfjalla undir jökli sé ekki ósvipuð og íslenskra kvenna. Í þeim búi þessar andstæður. Þær sýni stundum af sér jökulkulda en ekki þurfi mikið til að bræða þær og sprengja í loft upp. Þær losi jafnvel um rauðglóandi hraunið inni í sér af slíku blygðunarleysi að það jaðri við að þeir verði hræddir. Blessaðir útlendingarnir, þeir eru svo óvanir svona sturl- uðum eldgosum. Halda barasta að þau séu hættuleg. Og það er engin tilviljun að eitt og sama orðið er notað um hvolpavitið og fyrirbærin í óbyggðunum. Náttúra. Ekki einasta er það upplifunin sem er svo áþekk, heldur er mikil samsvörun í því sjónræna. Víða um land má sjá kletta sem eru sláandi líkir karl- mannslimum í fullri reisn. Og eitt þekki ég gil upp við jökul sem er svo áþekkt konu- klofi að það hefur fengið nafnið Píkugil. Gjósandi fjall(konur) Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Gatan mín G uðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri bókaforlagsins Bjarts og þýðandi, hefur búið á Mímisvegi síðastliðin fimm ár. „Þetta er falleg gata með fáum, en mjög reisulegum húsum,“ segir Guðrún. „Gatan er stutt og liggur í boga frá Hallgrímskirkju niður að horni Fjölnisvegar og Barónsstígs. Í þeim fjór- um húsum sem heyra Mímisveginum til, býr fólk á öllum aldri og hverfið er almennt lifandi og skemmtilegt.“ Guðrún segir samskipti milli nágrannanna vera með miklum ágætum. „Ég bý í stærsta húsinu við götuna, það mun raunar vera eitt elsta fjölbýlishús í Reykjavík, og þar er ljómandi samfélag. Við héldum frábæra sumarhátíð fyrir alla íbúa á Mímisveginum í okkar stóra garði, með tilheyrandi grilli og blöðrum og partítjaldi, en það var reyndar þarsíðasta sumar, þegar ég hugsa um það, og því er ljóst að slíkar sumarhátíðir eru „bíennall“ eins og margar aðrar virðulegar samkomur. “ Aðspurð segir Guðrún að sig hafi aldrei langað að búa í öðrum bæjarhlutum. „Ég ólst upp á Haðarstígnum sem er hérna rétt hjá. Ég hef líka búið á Aragötu og í Brussel og París en annars hefur þetta verið mitt hverfi og ég er al- sæl með það. Það er fallegt þægilegt, gamalt og gróið, stutt í skóla og sund og miðbæinn, og höf- uðstöðvar Bjarts í Vesturbænum eru í göngufæri. Sú gönguleið liggur meira að segja í gegnum miðbæinn, svo það gæti varla betra verið. Þegar maður man hvað er gaman að ganga og þykist ekki of önnum kafinn, bregst ekki að á þeirri leið hittir maður bráðskemmtilegt fólk. Þar að auki á ég ömmu, mömmu og bróður hérna í næstu húsum, nú og unaðslegar vinkonur í göngu- ef ekki hrein- lega kallfæri. Síðast þegar ég flutti, var það um 200 metra, það verður líklega þannig aftur næst,“ seg- ir Guðrún að lokum. kristrun@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Þægilegt, gamalt og gróið 1. Krambúðin er skemmtileg blanda af kaupmanni á horni og ferðamannasjoppu. Hún er í 450 metra fjar- lægð frá húsinu mínu. Það hefur verið vísindalega mælt til þess að stinga upp í unga fólkið á heimilinu sem lætur stundum eins og þangað sé rúm dagleið, ef það er beðið um að skjótast. 2. Sundhöllin er næsta heilsulind. Pottarnir á þakinu eru góðir en dásamleg hönnunin á búningsklefunum enn betri. Opna skápinn, loka klefa. Loka skápnum, opna klefa. Frábært. 3. Vitabarinn er hverfisbarinn. Vinkona mín að austan gerði athugasemd við þessa skilgreiningu um daginn og taldi hana geta átt við alla bari í miðbænum – en þá missir hún alveg af hinum fínni blæbrigðum. Maður á bara einn hverfisbar. 4. Eymundsson Skólavörðustíg er næsta bókabúð. Bóksalarnir eru sérstaklega elskulegir og gaman að sjá hvað nýja hlutverkið fer Spron-húsinu vel. 5. Freyjugöturóló er fastur punktur. Hann er einhvern veginn alltaf eins, jafnvel þótt hann breytist. Uppáhaldsstaðir Guðrúnar Helsta lófatölva heims er Nintendo DS sem til er í nokkrum útgáfum og á dögunum bættist enn ein við; Nintendo DSi XL. Þetta er fjórða afbrigðið af Nintendo DS og í raun áþekkt og DSi- línan, nema að því leyti að hún er með heldur stærri skjá; 4,2" sam- anborið við 3,25" á hefðbundnu DSi-vélinni. Gefur augaleið að vélin öll er heldur stærri um sig og þyngri, en að sögn Nintendo-manna gerir stærri skjárinn það kleift að fjölskyldan geti öll setið við spila- mennsku, enda sjái fleiri á skjáinn en ella. Annar kostur við stærri skjá er vitanlega að betra er að lesa texta á skjánum, en einnig er raf- hlaða hennar stærri og endist betur – nema hvað. arnim@mbl.is Græjan Nintendo DSi XL Stóri bróðir DSi Nintendo DSi XL með 4,2" skjá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.