SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 32
32 28. mars 2010 T he Cup Awards er alþjóðleg hönnunarkeppni sem heitir fullu nafni Intercontinental Ad- vertising Cup en þar keppa verk sem hafa áður unnið til verðlauna og verið útnefnd sem fulltrúi sinnar heimsálfu. Verðlaunin hlutu Snæfríð og Hildigunnur í flokki útgáfuverka 2009 og segja útnefn- inguna hafa komið skemmtilega á óvart. „Við unnum verðlaun FíT hérna heima og unnum svo silfur ADC*E (Art Directors Club of Europe). Gull- og silfurverkin í þeirri keppni voru síðan send í The Cup Awards,“ segir Snæfríð, og bætir við að við ákvörðun um útnefninguna sé leitað eftir sérstöðu og ákveðnum tón, en í al- þjóðlegu samhengi. „Við unnum silfrið og svo vorum við bara hérna heima og hugsuðum ekkert um þetta,“ skýtur Hildigunnur inn í. Snæfríð samsinnir henni og heldur áfram, „en það er líka voða gaman að uppskera þetta af því að það er ekkert sjálfgefið að fara út í svona útgáfu. Það þarf bæði metnað og hugsjón og þess vegna er svo gaman að uppskera. Af því líka að það hefur verið svo mikil væntumþykja í kringum þennan grip og allt þetta ferli. Að koma þessu yfirhöfuð í framkvæmd.“ Þær hlæja og játa því að það sé skemmtilegt að fá svona viðurkenningu þegar þær eru inntar eftir því hvort það sé ekki gaman að hafa verðlaunin á ferilskránni. Flora Islandica Snæfríð og Hildigunnur höfðu unnið með Kristjáni B. Jónassyni, útgefanda hjá Crymogea, í nokkurn tíma þegar hann leitaði til þeirra með verkefnið. Flora Is- landica er safn teikninga eftir Eggert Pét- ursson sem hann vann árin 1982 til 1983 fyrir bókina Íslensk flóra með litmyndum eftir Ágúst H. Bjarnason. Útgangspunktur viðhafnarútgáfunnar var teikningarnar sjálfar, en Eggert teiknaði plönturnar, 270 talsins, í raunstærð, og var markmiðið að gefa þær út í þeirri stærð sem hann teikn- aði þær í. „Ég veit hreinlega ekki alveg hvaðan hugmyndin kom upphaflega, ég held að hún hafi bara komið frá Kristjáni,“ segir Snæfríð. „Það sem var gert þarna var að það var farið alveg jafn nálægt upp- runalega handritinu og hægt var. Þegar maður skoðar handritið eru myndirnar í þessari stærð, þetta er hundrað prósent skönnun.“ Þær segja að það hafi verið einkenn- andi fyrir verkefnið hvað öllum aðstand- endum þess þótti vænt um það og segja að samstarfið við alla þá sem að verkinu komu hafi verið mjög gefandi og að grip- urinn hafi þróast hægt og bítandi. „Það voru alveg prófaðar nokkrar leið- ir, hvort það ætti að mynda eða skanna síðurnar. Og svo þróast þetta svona okk- ar á milli. En það vönduðu sig allir alveg ofsalega mikið í öllu ferlinu. Þó að þetta líti tiltölulega einfalt út þá er búið að fara í marga hringi; frá skönnun yfir í val á pappír, yfir í þá liti sem við ættum að nota, yfir í brotið, yfir í hvernig þetta yrði í kassanum. Það er búið að strjúka henni á alla vegu, allir sem að þessu komu,“ segir Snæfríð. „Myndirnar hans Eggerts eru náttúrlega yndislegar. Enda er þetta allt frekar lágstemmt í kringum þær í rauninni, til að þær njóti sín.“ Langt og gæfuríkt samstarf Snæfríð og Hildigunnur hafa unnið nokkuð lengi saman og á fleiri en einum stað. Þær eru báðar grafískir hönnuðir en Snæfríð hefur einnig fengist við vöru- hönnun. „Leiðir okkar lágu saman aftur og aftur. Fyrst vorum við að vinna saman á tímaritinu Iceland Review, svo fórum við að vinna á Góðu fólki“ segir Hildi- Skemmtileg uppskera Flórunnar Stöllurnar eru að hefja vinnu á Íslenzkir fuglar eftir Benedikt Gröndal. Öll umgjörð Flora Islandica miðaði að því að leyfa myndunum að njóta sín. Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir með dagatalssúlurnar sínar í bakgrunni. Morgunblaðið/Ernir Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir sigruðu nýverið alþjóðlega hönnunarkeppni, The Cup Awards, fyrir hönnun sína á bókinni Flora Islandica, sem hefur að geyma 270 teikn- ingar Eggerts Péturssonar af flóru Íslands. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.