SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 19
28. mars 2010 19 Haraldur Sigurðsson bloggar á vef- síðunni Vulkan.blog.is. 21. mars Þá er gosið komið, en það hófst rétt fyrir miðnætti í gær, 20. marz á Fimmvörðuhálsi. Gosbjarminn kom á vefmyndavélina á Heklu um kl. 23.36. 18. mars Eitt heimsmet í viðbót á Íslandi – og þetta er ekki miðað við fólksfjölda! Hvergi á jörðu er landmótun hraðari en hér, en það orsakast vegna hraðr- ar upphleðslu lands af völdum eld- fjalla og niðurrifs lands af völdum skriðjökla. 18. mars Í dag hafa skjálftar færst hratt nær yfirborði og eru nú á 1 til 4 km dýpi, eins og kemur fram lengst til hægri á myndinni. Takið eftir að aðeins skjálftar stærri en 2 eru sýndir hér. Er þetta kvika sem er loks að færast nær yfirborði eldfjallsins? Það verður spennandi að fylgjast með framgangi mála. Af bloggi Haraldar Sigurðssonar 08:00 Afhending fundargagna 08:20 Opnun ráðstefnu 08:30 Hvað er heilsueflandi skóli? Margrét Björnsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar 08:45 Reducing youth alcohol drinking through a parent–targeted intervention; The Örebro Prevention Program; Nikolaus Koutakis, Örebro University, Svíþjóð 09:45 Heilsa og líðan framhaldsskólanema; Margrét Lilja Guðmundsdóttir, HR 10:05 Heilsueflandi framhaldsskólar; Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnisstjóri, Lýðheilsustöð 10:25 Flensborg, Hafnarfirði – heilsueflandi framhaldsskóli; Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborg 10:45 11:00 Fæðuval í framhaldsskólum – hvernig er ástandið og hvar liggja helst tækifæri til breytinga? Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir, lektor í næringarfræði, Menntavísindasvið HÍ Handbók um mataræði í framhaldsskólum; Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar, Lýðheilsustöð 11:10 Íþróttakennsla í framhaldsskólum – Íþróttakennslan, menntamálaráðuneyti, skólastjórnendur, elskulegir nemendur; Guðbrandur Stefánsson, formaður ÍKFÍ 11:30 Forvarnir og samstarf við foreldra framhaldsskólanema 11:50 Mennta- og menningarmálaráðuneyti - Hreyfing er geðveik geðrækt; Jóhanna María Eyjólfsdóttir, sérfræðingur hjá MMRN 12:05 Heilbrigðisráðuneyti – Tilbrigði við heilbrigði; Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur hjá HBR 13:00 Heilsa og líðan grunnskólanema 2010; Þóroddur Bjarnason, HA 13:20 Áherslur á heilsueflingu í sameiginlegri framtíðarsýn fyrir grunnskólastarf til 2020; Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga 13:40 Heilsueflandi grunnskólar; Sveinbjörn Kristjánsson, verkefnisstjóri, Lýðheilsustöð 14:00 Heilsueflandi grunnskóli á Austurlandi; Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Egilsstaðaskóla 14:15 Hreyfing í grunnskólastarfinu – Handbók um hreyfingu; Gígja Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hreyfingar, Lýðheilsustöð 15:00 „Rödd úr skólasamfélaginu“ Óskar Einarsson, skólastjóri Fossvogsskóla 15:20 Niðurstöður úr könnun á meðal grunnskólastjóra; Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri, Lýðheilsustöð 15:35 Panell og fyrirspurnir – Efling tengsla á milli skólasamfélagsins og heilbrigðiskerfisins 16:00 Skólaþingi slitið Heilsueflandi skólar Skólaþing 9. apríl 2010 Haldið í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, Reykjavík. Þingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu, en skrá þarf þátttöku á vefnum www.lydheilsustod.is. *Birt með fyrirvara um breytingar Dagskrá:* helgina. „Mér finnst að allir Íslendingar þurfi að sjá þetta gos,“ segir Haraldur. „En það er ekki fyrir hvern sem er að ganga Fimmvörðuhálsinn, þar eru djúpir skaflar og leiðin er flókin. Vonandi verður bætt úr því og fólki gert auðveldara að komast þarna inn eftir, af því að það stafar engin hætta beint af gosinu. Íslend- ingar eru vanir því að fara fram á fjallsbrún eða röndina á virkum hverum, þannig að ekki þarf að halda í hönd- ina á öllum. En persónulega finnst mér að allir sem hafi áhuga þurfi að hafa aðgang að þessari leið. Nú skilst mér að töluvert af fólki fari á vélsleðum frá Sólheimum og yfir röndina á Mýrdalsjökli, sem sagt Goðabungu, og yfir að gosstöðvunum. Það er klukkutíma keyrsla á góðum vélsleða og það er ein leið til að komast að gos- inu.“ Hægt er að skoða gosið frá fleiri stöðum, meðal ann- ars fjallinu Þríhyrningi. „Það er ágætt að horfa á gosið úr fjarska,“ segir Haraldur. „Það sést líka vel úr Múla- koti í Fljótshlíð. Ég var þar á fimmtudag. Þá sést alveg inn í gosstöðvarnar. Það er eiginlega auðveldasti stað- urinn fyrir fólk sem ætlar sér ekki í langa göngu. Ef það hefur kíki með sér, þá sér það beint inn í gosstöðv- arnar. Það gæti líka verið fallegt á kvöldin að sjá glær- ingarnar. Það er innan við tveggja tíma akstur þangað.“ Andy Warhol í Stykkishólmi Haraldur var við rannsóknir á eldfjöllum í rúma tvo mánuði í vetur í Indónesíu. „Það er það land í heim- inum sem hefur flest eldfjöll og þau eru mjög virk, þar eru yfirleitt mörg gos í einu. Svo var ég það sem eftir lifði vetrar í Bandaríkjunum, en ég hef verið prófessor við Rhode Island-háskólann í 35 ár. Núna er ég kominn á eftirlaun en hef mína rannsóknaraðstöðu þar eins og ég hef haft öll þessi ár. Ég vinn þar öðru hvoru en ákvað að koma heim 15. mars. Svo þegar ég kom heim var komið gos – þannig að tímasetningin var góð.“ Haraldur verður á eldfjallasafninu í Stykkishólmi í sumar en það var opnað í fyrrasumar. „Það er vísir að eldfjallasafni. Það sem við sýnum aðallega núna eru listaverk af eldgosum víðsvegar að úr heiminum, ljós- myndir og málverk meðal annars frá Íslandi, Indónesíu, Ítalíu og Mexíkó. Þar á meðal er eldfjallamynd eftir Andy Warhol, eina landslagsmyndin sem hann gerði, og er hún af Vesúvíusi. Svo höfum við elstu myndina af Heklugosi, en hún er frá 1551, ári eftir að Jón Arason var hálshöggvinn. Ég reyni að ná til Íslendinga með myndlist og nota tækifærið til að tala um eldgosið, fjall- ið og jarðfræðina. Ég lít á vísindi sem hluta af menningu og listum, því hvernig mannfólkið lítur á umhverfið, og það er gaman að sjá listamenn frá mismunandi löndum túlka eldgosin. Svo er margt annað til sýnis sem við- kemur eldgosum. Við tókum undir þetta gamalt sam- komuhús, sem byggt var um 1900, en vonandi verður reist veglegra safnhús í framtíðinni – þegar kreppan er búin!“ Þyrla sveimar yfir gossprunguna á Fimmvörðuhálsi, þar sem fjallið hleðst upp. Að baki sést niður í Þórsmörk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.