SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 23
28. mars 2010 23 M iðvikudagur og lífið gengur sinn gang rétt vestan við London í Englandi; knatt- spyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson gerði sigurmark Reading kvöldið áður og er vel úthvíldur þegar hann svarar í símann um hádegisbil. „Maður sofnar seint eftir kvöldleiki og það er mikilvægt að hvíla sig vel,“ segir hann, syfjulegur en glaður. Þetta var eftir rimmu við QPR fyrir hálfri annarri viku. Enn er óhætt að vitna í Stein Steinarr í upphafi grein- arinnar því Gylfi gerði nefnilega aftur sigurmark í vik- unni sem er að líða og það meira að segja á miðvikudags- kvöldi. Í fyrri leiknum gerði Gylfi sigurmarkið úr víti þegar fimm mínútur voru eftir, í þeim seinni, gegn Leic- ester City á útivelli, á lokamínútunni! Þetta er fyrsti veturinn sem Gylfi Þór fær að spreyta sig að ráði með aðalliðinu og greip tækifærið. Hann er markahæstur leikmanna Reading; hefur gert 14 mörk, 10 í deild og fjögur í bikarkeppninni. Gylfi, sem er samningsbundinn Reading til vors 2012, var lánaður til Shrewsbury í hitteðfyrra og Crewe í fyrra til þess að öðlast reynslu, eins og algengt er með unga leikmenn, og segir það hafa gert sér mjög gott. Hjá Crewe lék hann undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Fjórir Íslendingar eru nú á mála hjá Reading; Ívar Ingi- marsson og Brynjar Björn Gunnarsson, auk Gylfa, og Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem var í vetur lánaður til félagsins frá Esbjerg í Danmörku. Gylfi er uppalinn í FH en gekk til liðs við Breiðablik þegar hann var í 3. flokki og varð Íslandsmeistari með Kópavogsliðinu í þeim aldursflokki 2005. Sumarið eftir 10. bekk grunnskóla hélt hann síðan utan á vit ævintýr- anna. Hvernig kom það til að þú fórst út svona snemma? „Njósnarar frá Reading sáu mig spila með 16 ára lands- liðinu og mér var boðið út til reynslu. Fór nokkrum sinn- um og svo buðu þeir mér samning. Ég gat ekki neitað honum því það hafði verið draumur minn að komast í at- vinnumennsku; að gera ekki annað en æfa og spila fót- bolta.“ Gekk þér strax vel? „Já, það má segja það. Ég byrjaði í unglingaliðinu, þar sem eru 16 ára og yngri, en var færður upp í 18-ára liðið eftir nokkra mánuði. Þar var ég í tvö ár og komst þá í varaliðið.“ Var ekkert mál að fara svona ungur út? „Nei, það var ekki mikið mál. Ég var að vísu einn í þrjá eða fjóra mánuði en mamma og pabbi komu út til mín eftir jól og það var mjög mikilvægt. Það var bara eins og að vera heima; mamma eldaði þannig að maður fékk allt- af gott að borða. Þau voru hjá mér alveg þar til á síðasta keppnistímabili. Nú er ég kominn með mitt eigið hús en þau eru bæði töluvert hér úti hjá mér og reyna að sjá eins marga leiki og þau geta.“ Var mikil breyting að koma til Reading að heiman? „Aðalmálið var að geta æft á grasi allt árið með góðum leikmönnum. Þegar maður æfir við þær aðstæður frá 15 ára aldri, undir stjórn toppþjálfara, þroskast maður auð- vitað mikið. Ég hef því bætt mig gríðarlega mikið síðan ég kom út.“ Þetta keppnistímabil hefur verið ævintýri líkast hjá þér, ekki satt? „Jú, algjört ævintýri, ekki síst bikarleikirnir á móti Liverpool og Aston Villa, þó svo við höfum ekki náð að spila nógu vel í seinni hálfleik gegn Villa og dottið út. Við vorum bara einum hálfleik frá því að komast í undan- úrslitaleik á Wembley.“ Gerðirðu þér vonir um að fá að spila svona mikið í vetur? „Nei. Þetta er fyrsta tímabilið mitt í liðinu og mér hefur gengið framar vonum. Ég átti von á því að verða mest á bekknum en spila einn og einn leik. Liðið byrjaði hins vegar mjög illa í haust og ég fékk fljótlega tækifæri, í leik gegn Sheffield United, og hef spilað flesta leiki síðan. Við höfum náð að rétta úr kútnum eftir áramót og erum að komast upp undir miðja deild. Við erum búnir að vinna níu af síðustu ellefu leikjum í deildinni og erum á fínni siglingu.“ Mörgum er eftirminnilegt þegar þú jafnaðir bik- arleikinn gegn Liverpool á Anfield úr víti á síðustu sek- úndunum. Þú virkaður alveg sallarólegur … „Já, ég hugsaði ekki um neitt annað en að skora. Það var ekki fyrr en eftir á að ég sem ég hugleiddi að auðvitað var gríðarleg pressa á mér. Ef ég hefði ekki skorað hefð- um við dottið út úr bikarnum.“ Ertu sterkur andlega? „Mér finnst það, já. Þegar ég var í 18-ára liðinu hjá Reading unnum við dálítið með sálfræðingi og ég næ al- veg að loka á allt utanaðkomandi á augnablikum eins og þegar ég tók vítið á móti Liverpool. Ég hef tekið mörg víti í gegnum tíðina og held því bara áfram.“ Er þetta minnisstæðasta markið þitt í vetur? „Já, og markið á móti West Bromwich Albion, líka í bikarkeppninni, þar sem ég skoraði í framlengingu. Ætli það hafi ekki verið flottasta markið mitt í vetur; ég var með boltann fyrir utan teig og skrúfaði hann efst í fjær- hornið. Það var mjög mikilvægt mark.“ Ertu í draumastarfinu? „Ég lít eiginlega ekki á þetta sem vinnu! Það skemmti- legasta sem ég geri er að spila fótbolta, mig hefur alltaf langað að gera það og get því að minnsta kosti ekki kvartað yfir neinu.“ Dagblaðið Guardian hélt því fram um daginn að þú værir besti spyrnumaðurinn á Englandi, þegar kæmi að hornspyrnu og aukaspyrnum. Hvað fannst þér um það? „Ég vissi ekki af þessu fyrr en vinur minn sá það á net- inu og sendi mér. Ég hló nú bara! Það er auðvitað gaman að fá svona umfjöllun en maður má ekki trúa öllu sem blaðamenn skrifa um mann, hvort sem það er gott eða slæmt. En ég æfi mikið aukaspyrnur, horn og víti fyrir leiki; veit að við gætum unnið leik á einni slíkri spyrnu þannig að það er mikilvægt. Ég hef reyndar æft þessi at- riði mjög vel alveg síðan ég var 10 eða 11 ára.“ Hverjar eru þínar sterkustu hliðar sem leikmanns? „Að búa til og skora mörk. Það er mitt starf; ég á að leika framarlega á miðjunni.“ Þú hefur ekki verið valinn í A-landsliðið ennþá. Þú stefnir væntanlega á að komast þangað. „Já, auðvitað. Ég var ekki ósáttur við að vera ekki í hópnum á móti Kýpur um daginn því ég hefði ekki viljað missa af mikilvæga leiknum gegn Þjóðverjum sem var sama kvöld. Ég fór til Þýskalands en var reyndar tæpur í ökkla og spilaði ekki. Ef ég er ekki nógu góður í A-lands- liðið er ég ekki valinn en ég stefni að því að komast þang- að.“ Hvert var uppáhaldsliðið þitt í Englandi áður en þú fórst út? „Það var – og er ennþá – Manchester United. Mér leiddist því ekki að skora á móti Liverpool á Anfield!“ Sögusagnir hafa verið á kreiki um að lið í úrvals- deildinni hafi verið að fylgjast með þér. Ertu eitthvað að hugsa um hvað þú gerir í framtíðinni? „Það eina sem hugsa um núna er leikurinn á laugar- daginn. Auðvitað vil ég spila í úrvalsdeildinni með ein- hverju af bestu liðunum en ég veit ekkert hvað gerist. Nú eru tveir mánuðir eftir af keppnistímabilinu og það er langur tími í fótbolta. Ég er ánægður hér, fæ að spila í hverri viku, sem skiptir mestu máli, og hugsa ekki um neitt annað í augnablikinu. En sjálfsagt yrði erfitt að segja nei við úrvalsdeildarlið.“ Gylfi í bikarleiknum gegn Liverpool á Anfield með varnarjaxlinn Jamie Carragher á hælunum. Reddar Reading Gylfi Þór Sigurðsson er aðeins tvítugur en hefur heldur betur slegið í gegn með Reading í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu í vetur. Lið í efstu deild eru sögð renna til hans hýru augu en markahæsti maður Reading einbeitir sér að verkefni dagsins. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is AFP „Þjálfarar hér hjá félaginu hafa vitað alveg síðan Gylfi kom hvað í honum bjó. Við vissum að hann yrði mjög góður leikmaður en yrði að fá tíma til að þroskast og styrkjast; vorum þolinmóðir og nú er starfið að bera ávöxt. Gylfi er að blómstra,“ sagði Brian McDermott, knattspyrnustjóri Reading, þegar Morgunblaðið spurði hann út í Gylfa Þór Sigurðsson. „Gylfi er drengur góður; mjög hæfileikaríkur, sterkur bæði líkamlega og andlega og hugsar vel um sjálfan sig. Hann er samviskusamur og afar góður atvinnumaður. Hann lætur ekkert slá sig út af laginu,“ sagði McDermott og vísaði m.a. til víta- spyrnunnar sem Gylfi skoraði úr gegn Liverpool á An- field fyrr í vetur á ögurstundu og sigurmarksins í vikunni. Vissum að hann yrði mjög góður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.