SunnudagsMogginn - 28.03.2010, Blaðsíða 48
48 28. mars 2010
E
f Snorri Sturluson hefði ekki
verið drepinn og fleiri Íslend-
ingasögur skrifaðar, værum við
þá ekki í betri málum?“ Þessa
einlægu spurningu lagði fyrir mig nem-
andi á öðru ári í framhaldsskóla. Árgang-
urinn hans hafði daginn áður farið um
slóðir Egilssögu, rifjað upp atburðarás
hennar, sérstöðu Íslendingasagna og af-
rek íslenskra sagnritara á 13. öld sem
borið hefðu hróður þjóðarinnar um langa
vegu.
Spurning unglingsins sýnir greinilega
að enn eru tengsl milli sjálfsmyndar Ís-
lendinga og fornbókmennta okkar og
hafi eitthvert ryk sest á þau undanfarna
áratugi hafa síðustu atburðir í þjóðlífinu
blásið því burt. Í þeim eymdardal sem
blasir nú við er gott að horfa um öxl til
þess tíma þegar hér voru unnin andleg
afrek sem staðist hafa tímans tönn. Svo-
lítið rómantískt viðhorf, ekki satt?
Í æsku hafði ég alltaf gaman af Íslend-
ingasögunum og þótti hálfgert viðundur
fyrir bragðið. Þær voru ekki efstar á vin-
sældalista unglinga þegar rokkið hélt
hingað innreið og hugtakið unglinga-
vandamál varð stöðugt háværara. Ekki
minnist ég heldur þess að sögurnar væru
lesnar fyrr en í menntaskóla og öll um-
ræða um þessa bókmenntagrein var svo
hátimbruð að fæstir unglingar fundu
nokkra samsömun við hana.
En viðhorfið hefur greinilega breyst,
enda hafa sögurnar verið gerðar aðgengi-
legar grunnskólanemendum, sem reyna
að ráða í undarlegar persónur svo sem
Gretti og Guðrúnu Ósvífursdóttur. Og
eftir dágóð kynni af Agli Skallagrímssyni
eru nemendur mínir ekki í nokkrum vafa
um að hann sé úr smiðju Snorra Sturlu-
sonar, sem þeir höfðu áður kynnst með
lestri Snorra-Eddu og þótt mikið til
koma.
Ég hafði ekki á takteinum nógu gáfu-
legt svar handa fyrirspyrjanda mínum en
þeir sem hrærast í stöðugum ótta um af-
drif íslenskrar tungu og menningar geta
glaðst yfir því að hvort tveggja vekur að-
dáun og heilabrot hjá ungu fólki.
Í betri málum?
’
Enn eru tengsl milli
sjálfsmyndar Íslend-
inga og fornbók-
mennta okkar og hafi eitt-
hvert ryk sest á þau
undanfarna áratugi hafa
síðustu atburðir í þjóðlífinu
blásið því burt
Hefði íslenskri þjóð farnast betur ef Snorri Sturluson hefði ekki verið veginn? Væru styttur
af Snorra víðar um land, en ekki bara í Reykholti?
Morgunblaðið/Golli
Tungutak
Guðrún Egilson
gudrun@verslo.is
Í
vikunni kom út ný skáldsaga Ingi-
bjargar Hjartardóttur, Hlustarinn,
sem er þriðja skáldsaga hennar.
Bókin var gefin út í tilefni af
Góuhátíð kvenna, en á henni voru ein-
mitt afhent Fjöruverðlaunin, bók-
menntaverðlaun íslenskra kvenna sem
Ingibjörg hefur staðið að í samstarfi við
aðrar konur.
Ingibjörg segir og að ekki sé tilviljun
að bókin hafi komið út á þessum degi,
enda hafi ýmsar konur í rithöfundastétt
lengi velt því fyrir sér af hverju ekki sé
hægt að gefa bækur út á öðrum tíma en í
sömu þremur vikunum rétt fyrir jólin.
„Þetta er eitt af því sem við höfum rætt
um – hvað konur eigi að gera til þess að
drukkna ekki í þessu flóði og eins hvort
bækur kvenna eigi meiri hættu á að
drukkna í þessu flóði en bækur karla.“
Hún segir að þær geti ekki sannað þessa
tilgátu, en ef hægt sé að koma því þannig
í kring að bækur komi jafnt út allt árið þá
fái þær bækur sem koma snemma vors
meira pláss í fjölmiðlum en þær hefðu
ella fengið, og svo gætu þær samt sem
áður tekið þátt í jólabókaflóðinu. „Það
má því kannski orða það svo að ég hafi
sleppt jólabókaflóðinu en kom núna út
með kiljuna.“
Það vantaði kvenfólk í sveitirnar
Aðspurð segist Ingibjörg hafa verið að
skrifa þessa bók síðastliðin tvö ár, en
þrjú ár síðan hugmyndin kviknaði, en
hún orðar það svo að hún hafi eiginlega
fengið hugmyndina upp í hendurnar.
„1949 flutti Búnaðarfélagið á fjórða
hundrað Þjóðverja hingað til lands sem
ráðnir voru á sveitabæi víða um land, en
það var í samningi þeirra að þeir máttu
bara vinna á sveitabæjum og ef þeir sóttu
í önnur störf, sögðu upp, fóru á síld eða
til Reykjavíkur, svo dæmi séu tekin, þá
misstu þeir landvistarleyfið. Samningur
þeirra gilti í eitt ár, en mátti framlengja í
ár til viðbótar, en helmingurinn af kon-
unum settist að hér á landi, giftist Ís-
lendingum, bóndanum eða bóndasyn-
inum eða stráknum á næsta bæ, og bjó
hér allar götur síðan. Núorðið heldur
fólk að þetta hafi bara verið konur, en
það komu líka karlar, þeir voru bara
miklu færri. Það vantaði landbún-
aðarverkafólk í sveitirnar vegna upp-
gangsins í Reykjavík, sérstaklega kven-
fólk sem fór suður í vist eða á
síldarplönin.
Strandferðaskipið Esjan var sent til
Hamborgar gagngert til að sækja þetta
fólk, sem var ráðið í gegnum ráðning-
arskrifstofu í Lübeck, og þegar fólk steig
um borð í Esjuna vissi það nákvæmlega á
hvaða bæ það ætti að fara, það fékk ekk-
ert að ráða sjálft. Konurnar sem settust
hér að voru gjarnan kallaðar Esjustelp-
urnar.
Hlustarinn segir frá Helgu, lögfræðingi
í góðri stöðu sem ákveður skyndilega að
breyta lífi sínu, hættir sem lögfræðingur,
innritar sig í sagnfræði og hyggst þá
skrifa BA-ritgerð um þennan innflutning
á verkafólki. Hún heldur norður í land að
spjalla við einsetukonuna Ursulu, sem
alltaf er kölluð Súla, Esjustelpa sem er að
verða áttræð, fædd í Lübeck 1928. Fljót-
lega eftir komuna norður verður Helga
veðurteppt og sá grunur vaknar að erindi
hennar sé annað og meira en að safna
heimildum.
Fyrstu eiginlegu nýbúarnir
Ingibjörg segir að ekki séu mjög miklar
rannsóknir að baki bókinni, enda hafi
hún ætlað sér að skrifa skáldsögu en ekki
sagnfræðirit. Hún hafi spjallað við
nokkrar af þessum konum, en þær eru
ekki margrar á lífi í dag, og svo studdist
hún við BA-ritgerð í sagnfræði eftir Pét-
ur Eiríksson, sem síðar varð að bókinni
„Þýska landnámið“ sem kom út hjá
Sögufélaginu 2008. Ingibjörg bendir á að
þetta sé fyrsti innflutningur í stórum stíl
af verkafólki til Íslands, „fyrstu eiginlegu
nýbúarnir frá landsnámsöld“.
Að þessu sögðu þá segir hún að sjálf
hugmyndin að bókinni hafi eiginlega
dottið upp í hendurnar á henni nánast
fyrir tilviljun.
„Þýski rithöfundurinn Walter Lauf-
enberg var meðþýðandi að einni bók
minni, Þriðju bóninni, sem kom út á
þýsku fyrir tveimur árum, og hann
heimsótti okkur hjónin til Íslands norður
í Svarfaðardal og þá sögðum við honum
Örlagasaga
Helgu og
Ursulu
Bakgrunnur Hlustarans, nýrrar skáldsögu Ingi-
bjargar Hjartardóttur, er örlög þýsks landbún-
aðarverkafólks sem flutt var hingað til lands í
stríðslok og sneri sumt ekki aftur heim.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
’
Fyrir tveimur árum
fór ég til Indlands og
þá kom sagan, þá
birtist aðalpersónan í sög-
unni hjá mér, einsetukona
um áttrætt sem býr á nyrsta
odda landsins með hund-
inum sínum.“
Lesbók
Já, upplýsingaveitur efndu til hug-
myndasamkeppninnar Þú átt orðið í
samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum, en samkeppnin
snerist um það hvernig best væri hægt að
nýta gagnagrunninn Beygingarlýsing ís-
lensks nútímamáls sem inniheldur u.þ.b.
270.000 íslensk beygingardæmi. Sam-
keppnin var haldin í tilefni af því að
ákveðið var að opna fyrir aðgang að
gagnagrunninum á Netinu, en stofnun
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
hefur umsjón með grunninum og Já
styrkir stofnunina til að gera gögnin að-
gengileg með þessum hætti.
Tuttugu tillögur voru sendar inn í hug-
myndasamkeppnina og nýttu allar
gagnagrunninn á ýmsa vegu. Best þótti
tölvuleikurinn Orðavindan eftir Borgar
Þorsteinsson, en leikurinn fer þannig
fram að leikmanni er úthlutað sex bók-
stöfum sem geta myndað fjölda orð-
mynda og markmiðið að finna sem flestar
þessara orðmynda áður en tíminn rennur
út.
Önnur verðlaun hlaut Stefán Ingi
Valdimarsson fyrir verkefnið Orðaleit,
sem hjálpar notendum við leit að íslensk-
um orðum á vefsíðum, þriðju verðlaun
Steinar Þór Sturlaugsson fyrir verkefnið
Bætt gagnasnið fyrir opna útgáfu
gagnagrunnsins og sérstök aukaverð-
laun hlaut Tihomir Rangelov fyrir verk-
efnið Beygingarlýsing for dummies, en í
henni er gerð tilraun til nýrrar beyging-
arflokkunar fyrir íslensku.
Tölvuleikurinn Orðavindan
hlaut fyrstu verðlaun