SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Blaðsíða 14
14 29. ágúst 2010 E f Stuðmenn voru hljómsveit allra landsmanna þá er Kristján Kristjánsson, KK, tónlistarmaður allra landsmanna. Áreynslulaus sjarmi þessa manns hefur heillað landann upp úr skónum, allt frá því að hann steig fram hérlendis með plötu sína, Lucky One, árið 1991. Við hittumst heima hjá KK í Voga- hverfinu; blaðamaður, ljósmyndari og KK sjálfur. Sum- araukinn gerði vel við okkur þennan dag, það var rétt komið fram yfir hádegi og menn voru vel slakir á því. Golli setti af stað ljósmyndatörn í garðinum og upp við hús og blaðamaður þvældist um á meðan, vitandi að hans tími myndi koma. Inni á heimilinu hanga þessir munir sem við þekkjum svo vel, myndir frá brúðkaupi og af börnum, allt saman settlegt og fínt og yfir heimilinu stó- ísk ró – svona svipað og yfir manninum sjálfum. Reynt er að fá KK til að munda gítar eður hjólbörur en hann færist undan öllu „proppsi“. Hann stingur hins vegar upp á því að hann helli upp á kaffi fyrir þrenn- inguna og hún fái sér svo sæti í garðinum. Það er gjört og spjallið hefst á meðan Golli smellir af. Spilað með öllum Kannski er það veðrið, kannski er það afslappað fas KK, en bæði hann og blaðamaður hika við að einhenda sér í formlegt spjall um það sem er útgangspunktur stefnu- mótsins, tónleikarnir sem nefndir voru í upphafi. Þess í stað hjölum við um eitthvað allt annað. Íslenska tónlist og skrif um hana, mátt tónlistarinnar („hann er einn af spámönnunum í mínum huga,“ segir KK t.a.m. um Ste- vie Wonder), vini, félaga o.s.frv. Nágranninn er að slá garðinn og drunurnar í sláttuvélinni yfirgnæfa okkur á köflum. En það breytir engu. Við erum sultuslakir. „Því minna sem er greinilegt á upptökutækinu, því betra,“ grínast ég í KK. „Þá verð ég svo fljótur að skrifa þetta.“ En eitthvað verður nú að koma inn á blessaða tón- leikana. „Já, nú skulum við fara að jarðtengja okkur,“ segir KK og hlær. Tónleikarnir hafa fengið yfirskriftina Vegbúinn og af nógu er að taka hvað tónlistina áhrærir. KK hefur gert átta plötur í sínu nafni, fimm plötur í sam- starfi við Magnús Eiríksson, tvær plötur með hljómsveit sinni KK Band, eina jólaplötu með systur sinni Ellen sem og ógrynni af tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir og ber þar hæst tónlist hans í verkunum Þrúgur reiðinnar og Fjölskyldan. „Þetta eru yfirlitstónleikar,“ segir KK. „Ég hef spilað með öllum og það er það skemmtilega við þetta, að hafa spilað með svona mörgum í gegnum tíðina. Að hafa spil- Laugardagskvöldið 11. sept- ember ætlar KK að fara yfir feril sinn í tali og tónum í Háskóla- bíói, dyggilega studdur af vin- um og vandamönnum. „Já, þeir fundu víst út að ég ætti tuttugu og fimm ára starfsafmæli,“ seg- ir KK blaðamanni sposkur, um tildrög þessarar samkundu. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Morgunblaðið/Golli Gatan liggur greið KK á veröndinni í hlaðinu heima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.