SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Side 22

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Side 22
22 29. ágúst 2010 Í Dansfélaginu Krumma eru þær Katrín Gunnarsdóttir, Saga Sigurð- ardóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir en sú síðastnefnda er stödd erlendis þegar við- talið fer fram. Þær starfa allar sem dans- arar og danshöfundar en dansa nú allar saman í fyrsta sinn. Þær segja samstarfið nýtt og spennnandi en þekktust þó allar fyrir. Saga og Katrín eru báðar útskrif- aðar frá ArtEZ Dansakademie í Hollandi, þó þær hafi ekki verið við nám á sama tíma, og Sigríður Soffía og Snædís út- skrifuðust saman af dansbraut Listahá- skóla Íslands auk þess sem Sigríður Soffía og Snædís hafa unnið talsvert saman. Hvernig varð Dansfélagið Krummi til? KG: Dansfélagið Krummi varð eig- inlega til upp úr því að ég gerði dansverk meðan ég var enn í skóla sem hét Val- kyrjur og var einmitt unnið út frá svona hetjupælingum og hugmyndum. Eftir það kitlaði það mig alltaf að halda áfram að vinna með svipaða hugmynd og í fyrra fór ég að velta því fyrir mér hvort ég gæti ekki fengið nokkra dansara til liðs við mig í verkið. Þá fór ég að pæla í hvaða hetjukonur ég þekkti sem mig langaði að vinna með og fór … SS: Á hetjuveiðar! KG: Já, og hringdi í naglana sem ég þekkti til að gá hvort þeir væru ekki til í samstarf og að senda inn nokkrar um- sóknir. Síðan unnum við saman að því að koma þessu á legg. SSN: Það var skemmtilegt að á sama tíma höfðum við Snædís verið að vinna í annari umsókn um landnámstímann þannig að við höfðum líka verið að grúska í svipuðum efnum. Lokahandritið var síðan dregið saman af hópnum og verður afraksturinn sýndur á Reykjavík Dance Festival sem hefst í næstu viku. Talandi um umsókn, maður semur ekki verk án þess að tryggja sýningu fyrst, eða hvað? SSN: Þar sem við erum sjálfstætt starf- andi er engin ein stofnun sem framleiðir sýninguna. Við þurfum að sækja um og ráða til okkar allt það fólk sem kemur að sýningunni. Því fer mikill tími í um- sóknarskrif og reddingar, við erum í raun eins og lítið fyrirtæki sem starfar í þrjámánuði að einni uppfærslu. KG: Það er meira en ár síðan ferlið hófst en það er tímafrekt að sækja um fjármagn og aðstöðu til að vinna sjálf- stæða sýningu og koma á framfæri hug- mynd. Það er mikið púsluspil að finna nægilegan tíma, að allir séu lausir og finna peninga þar sem við þurfum víst að borða eins og aðrir. Þetta þarf allt að spila saman sem verður óhjákvæmilega til þess að ferlið verður svona langt. SS: Það er líka heillandi við þetta að maður byrjar með einhverja hugmynd Dansfélagið Krumma skipa Sigríður Soffía Níelsdóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Saga Sigurðardóttir og Snædís Lilja Ingadóttir , en hana vantar á myndina. Morgunblaðið/Eggert Kraftur í kvenhetjum Krumma Meðlimir Dansfélagsins Krumma og blaðamaður setjast niður berfættir í æfingasal hópsins rúmri viku fyrir frumsýningu verksins Þá skal ég muna þér kinnhestinn. Sviðsskrekkur virðist fjarri dönsurunum en það er spjallað, hlegið og grínast með biðina eftir listrænum ágreiningi. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Helga Fagra er bogablóm og stillir sér ósjaldan upp , hún er varkár og æðrulaus. Egill Skallagrímsdóttir smjaðrar ekki, kjass- ar ekki og þarf myrkur til að lifa í. Bergþóra seiðir menn til sín oft til að trylla þá og fá síðar til fylgilags við sig. Hallgerður er ekki ginnkeypt fyrir afsök- unum og best er að gefa aldrei neitt. Ljósmynd/Lalli Sig

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.