SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Page 29
29. ágúst 2010 29
L
eigubílstjóri í New York var á miðvikudag stunginn hnífi. Árásarmaðurinn
hrópaði ókvæðisorð að bílstjóranum áður en hann lagði til hans. Leigubílstjór-
inn er af arabískum uppruna, hefur búið í Bandaríkjunum í rúm 25 ár og ekið
leigubíl í rúm 15 ár. Árásin hefur verið skilgreind sem „hatursglæpur“ og rakin
beint til hinnar umdeildu menningarmiðstöðvar múslíma, sem rísa á skammt þar frá sem
tvíburaturnarnir, sem hrundu í hryðjuverkunum 11. september 2001, stóðu.
Ætlunin með miðstöðinni var að reisa brú þvert á trúarbrögð og menningarheima. Í
stjórn hennar sitja múslímar, gyðingar og kristnir menn. Borgarstjóri New York, Michael
Bloomberg, styður byggingu hennar. Hann talaði reyndar líka við leigubílstjórann og
sagði að fordómar „vegna uppruna eða trúarbragða ættu ekki heima í borginni okkar“.
Andstæðingar menningarmiðstöðvarinnar hafa ekki dregið af sér í yfirlýsingum eins og
kemur fram í vikuspegli í Sunnudagsmogganum í dag. Hún er sögð bera vitni útþenslu-
stefnu múslíma. Í málflutningnum virðist enginn greinarmunur gerður á hryðjuverka-
mönnum og múslímum.
Repúblikanar á borð við Newt Gingrich og Söruh Palin hafa stigið fram. Sá fyrrnefndi
notar nasista í líkingamáli sínu og sú síðarnefnda segir að múslímar ætli að stinga banda-
rísku þjóðina í hjartastað. Kannski má rekja þungann í þessum yfirlýsingum til þess að
ekki eru nema rétt rúmir tveir mánuðir í þingkosningar í Bandaríkjunum.
Einnig hefur verið bent á að í bandaríska varnarmálaráðuneytinu, sem einnig varð fyrir
árás 11. september 2001, sé daglega bænastund múslíma án þess að nokkur hafi gert við
það athugasemdir eða mótmælt.
Þegar Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi málið á forsendum bandarísku stjórn-
arskrárinnar og trúfrelsis var Gingrich fljótur að væna hann um að vera hallur undir
múslíma sem endranær. Það hefur verið snar þáttur í málflutningi andstæðinga Obama að
halda því fram að hann væri laumumúslími. Þyrlað hefur verið upp moldviðri um það
hvort hann sé í raun fæddur í Bandaríkjunum og sagt að áhöld væru um fæðingarvottorð
hans. Þær aðdróttanir halda áfram þótt fæðingarvottorðið sé löngu komið fram. Tæplega
fimmtungur Bandaríkjamanna heldur að Obama, sem er kristinn, sé múslími.
Forveri hans í embætti, George W. Bush, boðaði umburðarlyndi gagnvart múslímum
eftir 11. september 2001. Ólíklegt er að flokkssystkin hans hefðu haft uppi þennan mál-
flutning vegna moskunnar á Manhattan væri hann enn við völd. Deilan um menningar-
miðstöðina snýst um staðsetninguna, en nú greina bandarískir fjölmiðlar frá því að svipuð
umræða sé að kvikna um tillögur um að reisa moskur um allt landið þótt þær eigi að rísa
víðs fjarri staðnum þar sem tvíburaturnarnir stóðu. Bandaríkin hafa verið laus við þá hat-
römmu umræðu, sem staðið hefur um múslíma í mörgum löndum Evrópu, en spurningin
er hvort það sé nú að breytast.
Síðan má spyrja hvaða áhrif þetta andrúmsloft í Bandaríkjunum muni hafa á afstöðu
manna gagnvart þeim annars staðar í heiminum, til dæmis í Afganistan og Írak þar sem
háð er tvísýn barátta. Frank Rich, dálkahöfundur hjá The New York Times, sá ástæðu til
að spyrja: „Hvernig eigum við að vinna hug og hjarta múslíma í Kandahar þegar við köll-
um þá öllum illum nöfnum í New York?“
Moskur, múslímar og hryðjuverk
„Það hefur stundum hvarflað að
mér.“
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra spurð
hvort hún hafi íhugað að skrá sig úr þjóðkirkjunni.
„Ég hef kallað það þegar ung-
lingur byrjar að drekka að
hann taki þátt í „happrætti
helvítis“, því það getur eng-
inn annað en tapað í því
happdrætti.“
Karl V. Matthíasson vímuvarnaprestur
þjóðkirkjunnar.
„Þetta er bara köttur.“
Mary Bale, 45 ára bankastarfsmaður í
Coventry eftir að hún kallaði yfir sig heil-
aga reiði í netheimum og morðhótanir
fyrir að henda kettinum Lólu í ruslið.
„Ég barnaði organistann.“
Davíð Ólafsson kirkjuvörður í Guð-
ríðarkirkju í Grafarholti. Hrönn
Helgadóttir organisti er eig-
inkona hans.
„Eins og staðan er
virðist manni ekki
þurfa meira til að
skapa krísu í stjórnarherbúðunum en
að einhver blaðamaður Moggans taki
upp símann og hringi í einhvern úr
Ögmundarflokknum.“
Egill Helgason sjónvarpsmaður og bloggari
„Það er algjör forsenda að allir
geti treyst því að sálusorgari
geymi með sjer allt það er
hann verður áskynja um við
skriftir. Annaðhvort er þessi
trúnaður algjör eða enginn.
Þar gildir sama regla gagn-
vart geranda og þolanda.“
Séra Geir Waage.
„Ég sá um erlend
samskipti. Allir
fundir erlendis end-
uðu á því að ég gaf
skýrslu um bisk-
upsmál á Íslandi.
Danskur biskup
drap þrjátíu flugur
meðan ég sagði frá.“
Séra Baldur Kristjánsson, fyrr-
verandi biskupsritari.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
var ákveðið að Landsbankinn skyldi eiga 30 pró-
sent í fyrirtækjunum í allt að 10 ár. Það er hugg-
unarríkt fyrir samkeppnisfyrirtæki sem greiða
lífeyri í þessa sjóði sem reka samkeppnisfyr-
irtækin þeirra að vita að bankinn muni áfram
hafa ríkjandi eigandahagsmuni í sömu fyr-
irtækjum.
Hvers vegna?
Og Landsbankinn nýi, ríkisbankinn, sem hafði
samþykktar og birtar starfsreglur um hvernig
ætti með sölu þessara fyrirtækja að fara, í opnu
og gagnsæju útboði og öllu öðru sem slíku fylgir,
segir framan í landslýðinn að þær reglur hafi
mátt brjóta í þetta sinn af því að brotin og frá-
vikin hafi verið í svo stórum stíl. Af hverju í
ósköpunum er Íslendingum áfram boðið upp á
svo ósvífnar skýringar? Auðvitað þarf þetta ekki
að koma á óvart. Menn vita með hve siðlausum
hætti LÍ hinn nýi hefur hagað sér í málum 365
miðla. Því mátti við ýmsu búast. En þetta var svo
gróft að það kom engu að síður á óvart. Af
hverju þurftu menn að dúkka upp með þessar
fráleitu skýringar á því hvers vegna þeir brutu
sínar eigin auglýstu reglur um hvernig þessi við-
skipti áttu að fara fram? Af hverju breyttu þeir
ekki reglunum? Kvöddu nýja Ísland formlega og
fóru í það gamla aftur og skelltu á eftir sér? Það
gerir Arion banki og kemst upp með það og
virðist ekki einu sinni skammast sín fyrir það.
Tvær helstu grínstofnanir Íslands, hin nýja
bankasýsla og Samkeppnisstofnun, láta sér fátt
um finnast. Það kemur að vísu engum á óvart.
Íslendingar hefðu aldrei setið uppi með þvílíka
ríkisstjórn og þeir burðast með nú ef kjósendur
hefðu ekki verið í losti þegar gengið var til kosn-
inga. En þrátt fyrir það að hún sé jafn óhæf til
verka og hún er, og það verði sífellt fleirum ljóst,
vaknar sama spurningin aftur og aftur: En þarf
þetta að vera svona slæmt á svona mörgum svið-
um? Hvers vegna?
Bassi, enskur fjárhundur,
litinn hornauga við Reykholt
í Biskupstungum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg