SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Page 31

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Page 31
29. ágúst 2010 31 trommum, fiðlum, flautum og kontra- bössum. Við blöndum þessu öllu sam- an.“ Bjarki segir bandið hafa fengið fínar móttökur. „Við gerum þetta dálítið öðruvísi en venjan er og gefum plöturnar ekki út á föstu formi heldur eingöngu í netútgáfu. Þannig getum við haldið kostnaðinum í lágmarki en haft allar tæknilegar og listrænar kröfur í fyrir- rúmi. Það er alltaf sagt að það sé erfiðast fyrir hljómsveitir að gera plötu númer tvö en við ákváðum að taka okkur góðan tíma í það og erum búnir að vera í hátt í eitt og hálft ár að klára nýju plötuna.“ Hann játar því að tónlistin sem The Fogo Posto fáist við sé töluvert ólík því sem Megaphone var að gera enda sé hann í raun alæta á tónlist. „Ég verð líka að vera það þegar ég er að vinna að ólík- um verkefnum með ólíku fólki. Þá er nauðsynlegt að vera vel inni í ólíkum músíkstefnum. Og það er bara í fínu lagi enda er þetta allt saman músík.“ Nýja hljómsveitin er heldur ekki eina járnið sem Bjarki hefur í eldinum um þessar mundir. „Ég starfa sem „frílans“ tónlistarmaður og hef mikið að gera við að pródúsera og vinna með alls konar fólki. Ég kenni líka hljóðtækni og söng og vinn mikið í stúdíói með söngvurum, hjálpa þeim t.d. við að skrifa texta á ensku og með enskan framburð og fleira. Þar fyrir utan syng ég í Queen og Rolling Stones „tribute“-hljómsveitum og syng og sem texta fyrir rokkband með nokkr- um gaurum sem eru að koma saman um þessar mundir. Þetta eru karlar á mínum aldri sem voru í hljómsveitum sem urðu aldrei vinsælar á Íslandi, hljómsveitum eins og Smack, Fishfaces og fleiri bönd- um sem fluttu út tónlist til Los Angeles í lok níunda áratugarins.“ Bjarki svarar bæði játandi og neitandi þegar hann er spurður hvort ekki sé erf- itt að koma undir sig fótunum sem tón- listarmaður hjá jafn stórri þjóð og Finn- um. „Finnar eru ekki nema fimm milljónir og því ekki stórþjóð á borð við Englendinga eða Þjóðverja,“ svarar hann. „Hins vegar eru margir góðir og vel menntaðir listamenn í Finnlandi enda gera listaskólarnir hérna miklar kröfur til nemenda sinna. Það tók mig t.d. tvö ár að venjast aganum í skólanum en það var bara fínt að fá spark í rassinn og venja sig á annarskonar vinnusiði. Í dag þarf maður að hafa sig allan við – æfa sig stöðugt og prófa eitthvað nýtt til að halda sér við.“ Með kærustu og þrjár rottur Aðspurður segist hann sennilega búinn að festa rætur í Finnlandi, enda á hann „yndislega kærustu og þrjár rottur“, og hann lifir vel af tónlistinni. „Það gengur auðvitað upp og ofan eins og þekkist úr þessum lausamennskubransa. Það var t.d. alveg brjálað að gera í fyrra en það sem af er þessu ári hefur verið rólegra. Núna er hins vegar aftur að verða meira að gera. Maður verður bara að sníða sér stakk eftir vexti og vera ekki með of mikinn tilkostnað í lífinu.“ Framundan eru ýmis verkefni hjá Bjarka, bæði við að pródúsera tónlist og að syngja sem gestasöngvari hjá öðrum hljómsveitum. „Um leið og The Fogo Posto-platan kemur út tekur við tón- leikahald út um allt til að kynna plötuna og núna erum við í því að bóka tónleika á næsta ári.“ Enn sem komið er er Ísland þó ekki á dagskránni, en Bjarki hefur ekkert spilað eða sungið hér heima eftir að hann flutti út. „Einhvern veginn hefur það bara æxlast þannig að það hefur ekkert tæki- færi komið til þess ennþá. En auðvitað hlýtur einhvern tíma að koma að því að maður verði með tónleika heima.“ Önnur plata The Fogo Posto er væntanleg. „Þetta er sambland af rokki og poppi með rafmagnshljóðfærum en við notum einnig mikið af órafmögnuðum hljóðfærum,“ segir Bjarki um tónlistina. Þ að eru margir ábúendur þessarar jarðar sem kunna ekki að syngja. Ég bendi þér kæri lesandi á að horfa á einn þátt af „American Idol“ þessu til stuðnings. „American Idol“ er svona sjónvarpsþáttur þar sem fullt fullt af fólki stígur á stokk og syngur. Svo situr dóm- nefnd fyrir framan það og segir því að það kunni ekki að syngja. Og yfirleitt hefur þetta fólk rétt fyrir sér. Það er örugglega mjög gaman að vera í svona dómnefnd. Gaman að geta sagt fólki hvernig það á að gera hlutina. Núna eru rosalega margir á Íslandi á móti hlutum. Fólk er með mjög sterkar skoðanir á eiginlega öllu. Per se er auðvitað mjög fínt að hafa skoð- anir. En á Íslandi í dag eru margir með mjög sterkar skoðanir á því hvernig eigi ekki að gera hlutina. Uppbyggjandi umræða er ekki til staðar. Og allt er látið flakka. Það má segja allt. Og rosalega margt er ómögulegt. Það eru mjög margir á Íslandi í dag ómögulegir. Og já, ekki að vinna vinnuna sína. Svo er auðvitað alveg heill hell- ingur vanhæfur. Hálf þjóðin virðist vanhæf. Ísland er farið að skiptast í tvennt. Fólkið sem er að gera eitthvað. Og fólkið sem gagnrýnir fólkið sem er að gera eitthvað. Svolítið spes. Ég held bara svei mér þá að Ísland sé að drukkna í neikvæðni. Þetta endurspeglast í íþróttalýsingum. Íþróttafréttamenn sem lýsa kappleikjum eru til dæmis oftast með það alveg á hreinu hvernig eigi að gera hlutina. Hversu oft hef ég ekki heyrt Hörð Magnússon segja „Hvað er hann að spá?“ í lýsingu á knattspyrnuleik. Ég keppti nú einu sinni á móti Herði Magnússyni. Og það voru mjög margir sem áttuðu sig ekki á því hvað hann var að spá, í þeim tiltekna leik. Auðvitað er gagnrýnin umræða nauðsynleg. En gagnrýnin umræða á Íslandi í dag er frumstæð. Ef til dæmis einhverjum gagnrýnanda finnst bók léleg (sem hún kannski er) segir hann ekkert endilega hvers vegna. Í staðinn segir hann bara að höfundurinn hefði aldrei átt að skrifa bók. Og að bóka- forlagið ætti að skammast sín fyrir að gefa út viðkomandi bók. En það eina sem vakti fyrir viðkomandi höfundi var að skrifa góða bók. Og bókaforlagið vildi líka gefa út góða bók. Honum bara tókst það ekki. Ekki heldur forlaginu. Í þetta skiptið. En í staðinn fyrir að skjóta hann og forlagið í kaf, ætti kannski að benda þeim á hvað betur mætti fara. En það gerist ekki oft á Íslandi í dag. Í framhaldi verður viðkomandi höf- undur sár og flytur til Þingeyrar og fer að vinna á bensínstöð. Og hann skrifar aldrei aftur bók. Í mesta lagi skrifar hann nafnið sitt í gestabók hjá frænku sinni á Stokkseyri. Og bóka- forlagið gefur bara út söguna á bakvið Harry Potter í staðinn. Svolítið leiðinlegt. Á Íslandi myndar fólk sér heldur ekki alltaf skoðun fyrr en það er búið að fá staðfestingu á tiltekinni skoðun. Þetta kall- ast hjarðhegðun. Svolítið íslenskt. Þér finnst einhvern veginn ekki eitthvað um eitthvað fyrr en þú veist að mörgum öðrum finnst eitthvað um eitthvað. Hvað er það? Ég meina, annað- hvort finnst þér Árni Johnsen lélegur söngvari eða ekki. Auðvitað hafa allir rétt á því að syngja. Það hafa allir rétt á því að skrifa. Segja sína sögu. Tjá sig. Og þó svo að fólk syngi illa, breytir það engu. Það er ekkert bannað. Það hefur eng- inn verið settur í fangelsi fyrir það eitt að syngja illa. Fyrir að stela klósettum já, en ekki að syngja illa. Stundum finnst mér eins og Íslendingar í dag njóti þess að sjá samlöndum sínum mistakast. Það á einhvern veginn ekkert að ganga upp. Hjá neinum. Það er erfitt að gera hluti. Miklu erfiðara en að hafa skoðun á öðrum, sem eru að gera hluti. Kannski þarf bara einhver að segja: Hættum þessu væli. Brettum upp ermarnar. Hættum að gagnrýna og gerum meira. Þá fyrst fara hlutir að gerast! Frumstæð gagnrýni ’ Ísland er farið að skiptast í tvennt. Fólkið sem er að gera eitt- hvað. Og fólkið sem gagnrýnir fólkið sem er að gera eitthvað. Pistill Bjarni Haukur Þórsson

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.