SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Qupperneq 45

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Qupperneq 45
29. ágúst 2010 45 L ífsleikni Njálu – Siðfræðileg umhugsunarefni fyrir ungt fólk heitir ný bók eftir Arthúr Björg- vin Bollason. Bókin er gerð fyrir nemendur í 8. - 10. bekk grunnskóla og er ætlað að vekja athygli þeirra á sögunni auk þess að tengja hana við siðfræði hins daglega lífs í dag. Útgefandi bókarinnar er Skólavörubúð- in A4 og ritstjóri hennar er Óskar Sigurðsson sem átti frumkvæðið að því að bókin var skrifuð. Forvitni Tilefni þessarar bókar er í rauninni það að vekja forvitni krakkanna á þessum sögum. Það er nú einu sinni þannig, og það þekkja þeir sem hafa verið að kynna sögurnar fyrir krökkum, að þær eru á köflum dálítið óaðgengilegar fyrir yngstu lesendurna. Krakkar skelfast sögurnar þegar þeir standa frammi fyrir þessum löngu ættartölum og fælast oft hreinlega frá. Hugmyndin með þessari bók var því sú að athuga hvort það væri hægt að finna einhverja aðra leið til þess að koma krökkunum inn í heim Njálu. Ég sá um Njáluverkefni í Rangárþingi í nokkur ár og áttaði mig þá á því þegar ég tók á móti skólahópum að hægt var að vekja athygli krakkanna ef maður fjallaði um söguna á hátt sem þau skildu. Þessi texti er svolítið byggður á þeirri reynslu og þeirri sannfæringu að ef rétt er á málum haldið sé bók eins og Njála mjög skemmtileg og spennandi og full af áhugaverðum karakterum, viðburðum og gjörðum fólks, að það eigi að geta vakið athygli krakka sem eru á opnasta aldrinum í lífinu. En ég held að flestir séu sammála um það að krakkar á aldrinum 13 til 15 ára séu á opnasta aldr- inum í lífinu og mjög forvitnir. Málið er að matreiða þetta rétt ofan í þau þannig að þetta verði spennandi. Fræðsla Söguþráðurinn er rakinn í bókinni alveg aftur að Njáls- brennu. Inn á milli má síðan finna umhugsunarefni þar sem lesendur eru beðnir um að leggja mat á og skoða hátterni, orð og gjörðir persóna í sögunni. Bryddað er upp á siðferðilegum álitamálum sem koma fyrir í sögunni og reynt að gera krökkunum ljóst hvað felst í hugtökum eins og ábyrgð, skyldum, réttlæti, öfund, afbrýði, hefnd og hatri, glæpi og refsingu, dyggðum og löstum. Þannig er ætlað að þjálfa nemendur í rökræðu um siðferðileg efni. Þetta er síðan tengt við daglegt líf en bókin er í samtals- formi þar sem feðgar tala saman og pabbinn finnur oft hliðstæðu við hið daglega líf stráksins í Njálu. Loks er reynt að tengja verkefnin við það sem hefur verið að ger- ast í okkar samtíð með skírskotunum inn í nútímann og þau siðferðilegu álitamál sem komið hafa upp hjá okkur á síðustu árum. Út frá Njálu er reynt að fá krakkana til að hugsa um það sem er að gerast í þeirra eigin samfélagi á þann hátt að þau skilji. Það er t.d. heilmikil spurning í Njálu um réttlæti og ranglæti og því um líkt. Þar má líka finna dæmi um viðskiptasiðferði þegar Gunnar á Hlíðar- enda og Njáll búa til heilmikið viðskiptaplott gegn Hrúti og er reynt að sjá hvort þetta samræmist því viðskipta- siðferði sem stundað hefur verið hér heima á seinni árum. Þá hefur verið talað um útrásarvíkinga á Íslandi og mik- ilvægt að velta fyrir sér hvort í Njálu sé að finna sams konar víkinga eður ei. Bókin spannar vítt svið en ís- lenskukennarar hafa sagt mér að þessi aðferð gæti verið mjög sniðug til að nota í íslenskukennslu. Mér hættir nefnilega til að nota orð og hugtök sem ekki eru öllum töm og gerði ritstjóri bókarinnar skýringarbálk til hlið- ar með yfir 100 orðskýringum og skýringum á mál- og orðatiltækjum. Þannig er bókin óvart orðin skemmti- legur inngangur að íslensku máli. Auk þess getur bókin nýst fullorðnum sem vilja fá kjarnann úr þessari marg- flóknu sögu og þeim sem hafa áhuga á að kynnast Njálu frá óvenjulegu sjónarhorni. Fyrirmyndir Erfitt er að tala um beinar fyrirmyndir úr Njálu því þetta er svo allt annar heimur en við þekkjum í dag. Samt sem áður eru til karakterar í Njálu sem eru allra góðra gjalda verðir og margt í þeirra fari sem er hægt að taka til fyrirmyndar. Njáll á Bergþórshvoli sjálfur er mikill prýðismaður og reynir að leysa hvers manns vanda þó honum mistakist líka. Höskuldur Hvítanes- goði er líka mikill og frábær náungi, skemmtilegur og góður en auðvitað eru margir hrappar líka og skýrar neikvæðar fyrirmyndir eins og Otkell og Skammkell og þeir gaurar. Hins vegar er sagan sem slík fyrirmynd um óviðjafnanlega frásagnargáfu. Frásagnarlistin sem þar kemur fyrir er til fyrirmyndar fyrir fólk á öllum aldri sem þarf að gera það sem nútímafélagið krefst af þeim, tjá sig, geta skrifað og komið því frá sér sem maður er að hugsa. Þrjú orð Þrjú orð um Njálu Matreidd á réttan hátt er Njála bæði aðgengileg og skemmtileg fyrir lesendur á öllum aldri. Söguna má nýta til að skoða samfélagið í dag út frá sið- fræðilegu sjónarhorni. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Arthúr Björgvin Bollason segir marga karaktera í Njálu góðra gjalda verða þó þar sé einnnig að finna fræga hrappa. Morgunblaðið/Jakob Fannar ’ Bryddað er upp á sið- ferðilegum álitamálum sem koma fyrir í sögunni og reynt að gera krökkunum ljóst hvað felst í hugtökum eins og ábyrgð, skyldum, rétt- læti, öfund, afbrýði, hefnd og hatri, glæpi og refsingu, dyggðum og löstum.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.