SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Síða 47

SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Síða 47
29. ágúst 2010 47 LÁRÉTT 1. Stutt dvöl hjá lítilli lífveru. (7) 4. Manneskjur sem hægt er að borða. (7) 6. Ekki alveg skítur heldur það sem skortir. (6) 7. Blettur úr saur Letta. (9) 9. Vitlaust fljót á Suðurlandi. (5) 10. Blindari fær ekkert bland fyrir skordýr. (9) 11. Vilhjálmur sem er með slæma umgengni, líkist helst dýri. (9) 12. Hár í tagliatelle. (4) 13. Spyr um enskar sem flæktust um með prik til refs- ingar. (10) 15. Ákært vegna niðurhalaðra söngva. (7) 17. Ekki slæm og Mikki leggja saman til að skapa reisn. (10) 20. Lykta hundar eins og hró. (8) 22. Stutt í afskaplega lítinn hluta. (8) 25. Afgreiðslan nær einhvern veginn að fá innlokaða. (11) 27. Tífalt hreyfihamlaður karl á landsbyggðinni. (9) 28. Taldir að matarhæf dragi að. (7) 29. Lítillát fær persónu til að verða einhvern veginn ekki hæf til stórátaka. (9) 30. Heilaga kindin lendir í röðinni. (8) 31. Verkur af sárinu sem kom þegar tröll reyndi að éta þig. (10) LÓÐRÉTT 1. Tala í Sláturfélaginu og túlka fyrir konu í sérstakri vinnu. (11) 2. Skil í vælu hjá aukvisa. (7) 3. Fyrir hlóðir hjá Rekstrarvörum fáum við tvær krónur og afrek. (9) 4. Ræðu byggða á ruglingi frelsi með yfirvegun. (9) 5. Væminn ók á af rugli og óáreiðanleika. (9) 6. Gætnin var í tísku. (6) 8. Tromp og latneskt hljóðfæri. (7) 14. Geymir dvölin eitthvað í herberginu. (11) 16. Hristingur berst við að haltra. (12) 18. Hávaxin á sér sinn stað á eftir kílói og klifraði yfir það. (11) 19. Hönd slær á guðspjallamann. (5) 21. Þeir sem eiga fá klæði eru fátækir. (10) 23. Tölfræðigildið er talið með bor. (10) 24. Þorpari sem er slæmur kostur í kynlífi. (8) 25. Frú fær alltaf lesefni um það sem verður að frævu. (7) 26. Leyf Tryggingarstofnun einfaldlega að fá ljómað. (8) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úr- lausn krossgátu 29. ágúst rennur út fimmtudaginn 2. september. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 5. september. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 22. ágúst er Guðbjörg Ásgeirsdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bók- ina Kvöldverðurinn eftir Herman Koch. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Miklir keppnismenn eiga það flestir sameiginlegt að þeim leiðist að tapa. Sumir þola alls ekki að tapa. Þó eru þeir meðvitaðir um það að næsta tap bíður bak við hornið. Kasparov orðaði það svo: „Þegar ég tapa þá dey ég svolítið.“ Í skákum hans var oft mikið und- ir, jafnvel heimsmeistaratitillinn. Sem betur fer eru þeir margir sem tefla eingöngu fyrir ánægjuna. Þegar maður fylgist með áhuga- mönnum, t.d. í KR-klúbbnum vestur í bæ, skín ánægjan úr hverju andliti. Í góðsemi vega menn þar hver annan. Fyrir keppnismennina miklu eru stuttar tapskákir verstar. Og það þykir hrein og klár skömm að tapa á innan við 20 leikjum. Kasp- arov tapaði fyrir „Dimmblárri“, tölvu IBM, í aðeins 19 leikjum í lokaskák einvígisins 1997. Karpov tapaði 21. skák í einvígisins við Kortsnoj árið 1974 einnig í aðeins 19 leikjum. Tap hans fyrir Larry Christiansen árið 1993 var þó enn styttra, 12 leikir. Slík töp koma oft eftir einhvern rugling í byrjun tafls, en stundum geta ástæðurnar verið aðrar. Í tilviki Kasparovs virtist hann ekki trúa því að „Dimmblá“ myndi tefla afbrigði sem gerði ráð fyrir mannsfórn i byrjun tafls. Stysta tapskák Bobby Fischers var gegn Wolfgang Unzicker í Buenos Aires 1960, 22 leikir. Á þeim árum lagði Bobby í vana sinn að handleika taflmennina sem horfnir voru af borðinu. Alveg óvart tók hann að gæla við peð sem stóð á h7 og sannarlega var inni á taflborðinu. Reglum sam- kvæmt varð hann að leika peðinu – alslæmur leikur og hann tapaði án þess að fá rönd við reist. Árið 1971 barst sú ótrúlega frétt að gamli heimsmeistarinn Tigran Petrosjan hefði unnið Hollend- inginn Hans Ree í aðeins átta leikjum. Stystu tapskák sem um getur – sex leikir – á enginn annar en heimsmeistarinn Anand sem fylgdi gagnrýnislaust uppástungu úr virtu fræðiriti gegn Kólumbíu- manninum Zapata í Biel frá árinu 1988. Leikir féllu þannig: 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Bf5 6. De2 - og þar sem 6. … De7 er svarað með 7. Rd5! sem vinnur gafst An- and upp. Ekki eru þó allar stuttar tap- skákir „slys“. Kannski náði Boris Spasskí hæstum hæðum sem heimsmeistari þegar hann hristi fram úr erminni kynngimagnaðan leik gegn Bent Larsen á 1. borði í keppninni Sovétríkin – Heim- urinn í Belgrad 1970: Sjá stöðumynd 1. Larsen – Spasskí 14. … Hh1!! 15. Hxh1 g2 16. Hf1 Dh4+ 17. Kd1 gxf1(D)+ - og Larsen gafst upp. Í hinni árlegu keppni „Æskan“ gegn „Reynslunni“ sem lauk í Amsterdam þann 20. ágúst með sigri Æskunnar, 26:24, mátti Van Wely lúta í lægra haldi fyrir „náunganum sem lék drottning- unni til h5 í öðrum leik“ – Hikaru Nakamura. Van Wely, sem á það til að vera óttalegur klaufi, fór leið sem hann hafði nokkru áður var- að við í skýringum! En við skák- borðið þennan dag gleymdi hann því fræðilega framlagi, að ekki má leika 12. … Rd7. Eftir þvingaða at- burðarás kom rothöggið í 17. leik – eins og hann hafði sagt fyrir um: Hiaku Nakamura – Van Wely Sikileyjavörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 Rbd7 7. f4 Db6 8. Dd2 Dxb2 9. Hb1 Da3 10. Bxf6 Bxf6 11. e5 dxe5 12. fxe5 Rd7 13. Rd5 Dc5 14. Rb3 Dc6 15. Ra5 Dc5 16. Rxb7 Dc6 Sjá stöðumynd 2. 17. Hb6 - og Van Wely gafst upp því 17. … Rxb6 er svarað með 18 Rf6+! og 19. Dd8 mát. Keppnismenn og tapskákir Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skák Nafn Heimilisfang Póstfang

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.