SunnudagsMogginn - 29.08.2010, Page 54
54 29. ágúst 2010
E
mil Hjörvar Petersen hefur í sinni fyrstu bók,
Sögu eftirlifenda - Höður og Baldur, gert
heiðarlega tilraun til að færa fantasíuna inn í ís-
lenska bókmenntaflóru og gerir það afskaplega
vel. Höður og Baldur er fyrsta bókin af þremur í þríleik,
en eins og allir vita eru góðar fantasíur iðulega þríleikir.
Bókin gerist einhvern tímann eftir ragnarök og segir frá
þeim norrænu goðum sem lifa helförina af. Í tilfelli Bald-
urs og Haðar má segja að þeir geri það í bókstaflegum
skilningi, þar sem þeir hafa varið óralöngum tíma í Hel
áður en ragnarök byrja.
Skömmu eftir ragnarök hittast eftirlifendurnir til að
byggja upp heiminn að nýju. Fljótlega koma hins vegar
upp deilur og rifrildi þeirra í millum. Vald þeirra er falið
í tveimur gulltöflum og einum gullhring og þegar upp úr
sýður tekur Váli, goðið sem drap Höð í Ásgarði löngu áð-
ur, aðra töfluna og hringinn og hverfur á brott með Víði
og Magna. Baldur og Móði sitja eftir með hina töfluna, en
Höður, sem hefur ekki látið sig deilurnar miklu varða,
hverfur á brott.
Til að geta stýrt heiminum almennilega verður við-
komandi goð að hafa báðar töflurnar undir höndum og
missa goðin því stjórnina á mannkyninu og falla í
gleymsku. Bókin snýst svo um þessar deilur, sem snúist
hafa í hálfopinbert stríð milli goðanna, mörgum öldum
síðar. Baldur og Váli vilja hvor um sig hafa báðar gull-
töflurnar til að breyta heiminum. Markmið Baldurs er að
hjálpa mannkyninu, en tilgangur Vála er öllu myrkari.
Sagan gerist því í nútímanum, eða alltént heimi sem
er afar líkur þeim sem við búum nú í. Sagan fellur því
undir það sam kalla má nútímafantasíu. Í slíkum bókum
er sögusviðið nútíminn – gjarnan vestrænar borgir – en
álfar, tröll og jafnvel drekar eru partur af heiminum.
Líklega má segja að Harry Potter-bækurnar séu nútíma-
fantasía, en það væri synd að bera bók Emils Hjörvars
við það yfirborðskennda barnaefni. Sá erlendi höf-
undur, sem skrifað hefur í þessum dúr og líklegast er að
Íslendingar þekki, er Neil Gaiman, en bækurnar Never-
where og American Gods eru klassísk dæmi um nú-
tímafantasíu. Í raun er erfitt að komast hjá því að bera
Sögu eftirlifenda saman við American Gods, en í báðum
bókum er sagt frá fornum goðum og gyðjum og því
hvernig þau fóta sig í guðlausum heimi nútímans.
Greinilegt er að Emil Hjörvar er afar vel lesinn á sviði
norrænnar goðafræði. Hann sækir ekki aðeins í smiðju
Snorra Sturlusonar og fornkvæðanna, heldur einnig til
Danans Saxo Grammaticus um samband Haðar, Baldurs
og Nönnu. Fornar hetjur annarra menningarheima
koma einnig við sögu og persneskar hetjur leika mikil-
vægt hlutverk í þessari fyrstu bók þríleiksins. Emil
Hjörvar á hrós skilið fyrir það hvernig hann nýtir heim-
ildirnar. Freistingin hefur eflaust verið til staðar að út-
skýra í löngu máli hver Hydarnes var og hvers vegna
hann er frægur, svo dæmi sé tekið, en Emil Hjörvar fell-
ur ekki í þá gryfju, heldur leyfir persónunum að kynna
sig sjálfar fyrir lesendum og með réttum hraða.
Persónur goðanna eru einnig skemmtilega skapaðar af
höfundinum. Vissulega er ekki hægt að taka persónur
eins og Baldur og Höð og endurhanna þær frá grunni, en
hann gerir þær óneitanlega að sínum. Baldur er með
hreinlætisáráttu, sem er kannski ekki skrýtið í ljósi þess
að hann er hinn hreini Ás, og býður það upp á nokkur
skopleg atriði. En Baldur er einnig merkilega skeyting-
arlaus um þjáningar annarra og maður veltir því fyrir
sér hvort það yrði mannkyninu fyrir bestu ef hann fengi
ótakmarkað vald til að breyta heiminum.
Höður hinn blindi er ennþá að glíma við sektarkennd-
ina eftir morðið á Baldri bróður sínum – sem hann kallar
„óhappið“ – en er einnig fullur gremju út í hinn hreina,
bjarta Baldur fyrir að hafa stolið Nönnu frá sér. Höður er
hin raunverulega hetja bókarinnar. Hann hefur forðast
samskipti við annað fólk svo öldum skiptir og í gegnum
hann kynnist lesandinn heiminum sem stríðið milli
goðanna fer fram í. Hann er samviska goðanna og maður
fær það á tilfinninguna að ef Höður hefði ekki stungið af
út í skóg hefðu deilurnar ekki magnast með þeim hætti
sem þær gerðu.
Aðalandstæðingurinn Váli er viðbjóðslegur, valda-
gráðugur og ekki fyllilega heill á geði, sem er líklega ekki
skrýtið miðað við að hann var getinn í þeim tilgangi ein-
um að hefna Baldurs og drepa Höð í Ásgarði, aðeins eins
dags gamall. Slíkt getur skaðað jafnvel sterkustu sál.
Bókin er vissulega ekki gallalaus, enda ekki við því að
búast af fyrstu bók höfundar. Það að höfuðandstæðing-
urinn sé vestrænt stórfyrirtæki sem stefnir að heims-
yfirráðum er skelfileg klisja og breytir það engu þótt
höfuðstöðvar þess séu í Manitoba en ekki í New York. Þá
varð mér illt í markaðshyggjunni þegar ljósálfaborginni
Iðavöllum er lýst sem draumalandi marxismans; engir
peningar, heldur fá allir nóg af öllu og geta haft vöru-
skipti ef með þarf.
Emil Hjörvar er verulega góður í því að byggja upp
spennu áður en að átökum kemur, en bardagalýsing-
arnar eru hins vegar ekki eins vel úr garði gerðar. Hann
notar lýsingarorðið „vænt“ of oft í þessum köflum bók-
arinnar, högg eru væn, skotrhríðin er væn og svo fram-
vegis.
Þetta eru hins vegar minniháttar gallar á annars af-
bragðs góðri bók. Hún er ný og skemmtileg sýn á nor-
rænu goðin, sem verða ljóslifandi í huga lesandans. Bók-
in er hörkuspennandi frá fyrstu blaðsíðu og endar í
dúndrandi uppgjöri milli Vála, Haðar og Baldurs. End-
irinn kemur á óvart og lesandinn á eftir að bíða spenntur
eftir útkomu næstu bókar í þríleiknum. Saga eftirlifenda
- Baldur og Höður er góð skáldsaga, en það sem skiptir
ef til vill meira máli er að hún er dúndurgóð fantasía og
gætu aðdáendur slíkra bókmennta gert margt vitlausara
en að lesa þetta íslenska framlag til geirans.
Dúndur-
góð íslensk
fantasía
Bækur
Saga eftirlifenda - Höður og Baldur bbbmn
Eftir Emil Hjörvar Petersen. Nykur gefur út. 305 bls. kilja.
Bjarni Ólafsson
Í Sögu eftirlifenda gefur Emil Hjörvar Petersen skemmtilega sýn á norrænu goðin, sem verða ljóslifandi í huga lesandans.
Morgunblaðið/Ernir
N
ýlega kom út í íslenskri þýð-
ingu spennusagan Barnið í
ferðatöskunni eftir Lene
Kaaberbøl og Agnetu Friis.
Bókin var tilnefnd til Glerlykilsins 2009
og fékk Harald Morgensen-verðlaunin
sem besta danska spennusagan 2008.
Sagan er mjög hröð og leikandi og ein
af þeim sem ekki er hægt að leggja frá
sér fyrr en þeim er lokið.
Barnið í ferðatöskunni gerist í Dan-
mörku og segir frá Ninu sem vinnur
fyrir Rauða krossinn. Einn daginn gerir
hún kunningjakonu
sinni greiða og
sækir ferðatösku á
brautarstöðina í
Kaupmannahöfn. Í
töskunni er lítill
þriggja ára drengur,
lifandi og nakinn.
Nina getur ekki
hugsað sér að láta
drenginn í hendur
yfirvalda enda orðið
vitni að ýmsum gloppum í kerfinu þeg-
ar kemur að týndum börnum í starfi
sínu hjá Rauða krossinum. Hún
ákveður að reyna að komast að því
hver drengurinn er og hvaðan hann
kemur og leggur í kjölfarið upp í lífs-
hættulegt ferðalag þar sem hún er allt í
einu orðin eina von hættulegs ofbeldis-
manns um betra líf.
Bókin getur ekki annað en snert við
lesandanum enda snýst atburðarásin
um varnarlaust barn. Ýmsir kimar sam-
félagsins koma fyrir í sögunni, aðallega
þeir svörtustu; mansal, vændi, barna-
misnotkun, ofbeldi, tillitsleysi, spilling,
fátækt, stéttaskipting og einmanaleiki.
Þörf manneskjunnar fyrir að tilheyra
fjölskyldu, njóta ástar og hamingju, og
það sem hún er tilbúin að gera til að
öðlast það, knýr söguna áfram.
Ég gat ekki lagt bókina frá mér og
mun hiklaust mæla með henni en það
þýðir samt ekki að mér hafi fundist hún
gallalaus. Plottið í sögunni er flott og
frumlegt en mér fannst ég fatta það of
snemma, ég veit ekki hvort það var til-
viljun eða hvort það var svona augljóst.
Það skemmdi samt ekki fyrir lestrinum
enda ýmislegt annað óvænt sem kom í
ljós. Ég hefði líka viljað aðeins meiri
eftirfylgni í lokin, hvernig sumum per-
sónunum farnaðist eftir að upp um
glæpinn komst. Annars er sagan vel
uppbyggð; hröð og trúverðug og per-
sónusköpun góð. Barnið í ferðatösk-
unni er eðalreyfari til að gleypa í einum
bita.
Eðalreyfari til að gleypa í einum bita
Bækur
Barnið í ferðatöskunni
bbbmn
Eftir Lene Kaaberbøl og Agnetu Friis
Íslensk þýðing: Ólöf Eldjárn
Mál og menning 2010.
Ingveldur Geirsdóttir
Agnete Friis Lene Kaaberbøl
Lesbók