Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 13

Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is KATRÍN Jakobsdóttir mennta- málaráðherra er undrandi á samn- ingi sem gerður var í tíð fyrri ráð- herra um að Rannsóknir og greining sinni langtímarannsóknum á högum ungmenna. „Þó þetta séu ágætar rannsóknir sem Rannsóknir og greining hefur verið að gera, er þetta ekki í takt við þá stefnu Vísinda- og tækniráðs að úthlutun styrkja eigi að fara í gegn- um samkeppnissjóði,“ segir Katrín, en hlutverk ráðsins er m.a. að móta vísindastefnu stjórnvalda. Til óvenjulega langs tíma Hún bendir á að samningurinn hafi verið undirritaður „nokkrum dögum áður en ég kom í ráðu- neytið“. Samningurinn var undirrit- aður þann 12. janúar 2009, en Katrín settist í stól menntamálaráðherra er ríkisstjórn Vinstri grænna og Sam- fylkingar tók við í byrjun febrúar. Katrín segist telja að samning- urinn við Rannsóknir og greiningu sé til óvenjulega langs tíma, en um er að ræða 24 milljóna króna samn- ing sem gildir frá árinu 2011 til 2016. „Nauðsynlegt er að tryggja að fleiri aðilar sinni æskulýðsrann- sóknum. Við þurfum í þessu sam- hengi auðvitað að skoða hvort nægi- legir styrkir séu í kerfinu til að aðrir geti stundað slíkar rannsóknir,“ seg- ir Katrín. Fjölbreytnin mikilvæg Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, tekur undir með Katrínu að mikilvægt sé að stuðla að fjölbreytni í æskulýðs- rannsóknum. Hann segir umræddan samning ekki til þess fallinn að stuðla að því markmiði. „Við Íslendingar erum mjög rík af rannsóknarfólki. Ég held að ráðu- neytið ætti miklu frekar að leggja pening í að efla þetta svið í heild sinni og gefa þannig ungu rannsókn- arfólki tækifæri. Því samningar við eina stofnun um að sjá um allar rannsóknir í einhverjum málaflokki koma í veg fyrir endurnýjun og fjöl- breytni á sviðinu,“ segir Þóroddur. Rannsóknarsamningar hafa áður verið gerðir milli menntamálaráðu- neytisins og Rannsókna og grein- ingar. Nú er í gildi samningur milli menntamálaráðuneytisins, Háskól- ans í Reykjavík og Rannsókna og greiningar sem gildir frá árinu 2004 til ársins 2010. Þá hafa ýmis sveit- arfélög samið við fyrirtækið. Stofnandi og eigandi Rannsókna og greiningar er Inga Dóra Sigfús- dóttir, doktor í félagsfræði, sem m.a. annars hefur verið aðstoðarmaður og unnið að verkefnum fyrir ýmsa ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Tóku við af ráðuneytinu Rannsóknir og greining var stofn- að árið 1999, en ári áður hafði sú áherslubreyting verið gerð á Rann- sóknastofnun uppeldis- og mennta- mála, sem heyrði undir mennta- málaráðuneytið, að stofnunin hætti að framkvæma æskulýðsrannsóknir, en einbeitti sér þess í stað að ýmsu er varðar gerð og framkvæmd prófa. Ráðuneytið hætti þannig að stunda æskulýðsrannsóknir en samdi þess í stað við Rannsóknir og greiningu. Inga Dóra hafði áður gegnt starfi deildarstjóra rannsókn- ardeildar Rannsóknastofnunar upp- eldis- og menntamála. Nauðsynlegt fyrir samfellu Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar, segir að til að tryggja samfellu í rannsóknum á ungu fólki sé mikilvægt að samn- ingar fyrirtækisins við sveitarfélög og ríki séu til langs tíma. Hann bendir á að aðgerðir í málefnum ungs fólks og stefnumótun í fjöl- mörgum málaflokkum á und- anförnum árum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, hafi grundvallast á niðurstöðum Rannsóknar og grein- ingar. „Markmiðið með rannsóknunum er einmitt að hægt verði að byggja ákvarðanir er varða málefni ungs fólks á staðreyndum,“ segir Jón og hrósar menntamálaráðuneytinu fyr- ir framsýna stefnu við rannsóknir í málefnum ungs fólks. Hann bendir á að ýmis gagnasöfn fyrirtækisins séu öllum opin, og að nemendur og fleiri geti á heimasíðu þess sótt um ókeypis aðgang að gögnum og fengið aðstoð hjá starfs- fólki við að vinna úr þeim.  Menntamálaráðherra segir undarlegt að samið hafi verið við Rannsóknir og greiningu án þess að úthlutað væri í gegnum samkeppnissjóð  Samningurinn ekki til þess fallinn að stuðla að fjölbreytni Deilt um rannsóknarsamning Katrín Jakobsdóttir Þóroddur Bjarnason Í HNOTSKURN » Samningur mennta-málaráðuneytisins við Rannsóknir og greiningu og HR er upp á 24 milljónir króna og gildir frá árinu 2011 til árs- ins 2016. » Hann var undirritaður íjanúar á síðasta ári. » Fyrir var í gildi sambæri-legur samningur sem gild- ir frá árinu 2004 til ársins 2010. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is FRAMKVÆMDA- og eignasvið Reykjavíkurborgar hef- ur lagt til að afturkölluð verði lóð við Skúlagötu 7 sem OLÍS var úthlutað fyrir tæpum tveimur áratugum. Fyr- irtækið hefur ekki sinnt ítrekuðum beiðnum um að hefja uppbyggingu á lóðinni og kvarta nágrannar undan slæm- um frágangi. Í bréfi sem lagt var fram á fundi framkvæmda- og eignaráðs sl. mánudag kemur fram að árið 1993 hafi Olíu- verslun Íslands fengið samþykki fyrir lóð undir smurstöð og hjólbarðaverkstæði við Skúlagötu 7. Lóðin er 1.478 fermetrar að stærð, og var byggingarhæf við úthlutun. „Á næstu 15 árum var ítrekað lagt að lóðarhafanum að gera grein fyrir byggingaráformum sínum, að hefjast handa við uppbyggingu á lóðinni, eða skila henni ella,“ segir í bréfinu. OLÍS hafi margítrekað haldið fram að til stæði að byggja þjónustustöð á lóðinni, en ekki staðið við orð sín. Í bréfinu segir jafnframt að frágangur lóðarinnar hafi öll þessi ár verið mjög slakur og íbúum til mikils ama. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur talsvert verið kvartað við borgaryfirvöld vegna frágangs lóð- arinnar. Í næsta nágrenni hennar eru bæði hefðbundnar íbúðarblokkir og blokkir fyrir eldri borgara, en lóðin hef- ur gjarnan verið notuð sem bílastæði. Fyrir lóðina – nánar tiltekið lóð sem OLÍS skipti fyrir Skúlagötu 7 – greiddi félagið 1.035.115 krónur í gatna- gerðargjald. Lögðu fram hugmyndir 2007 „Þetta byggist á innanhússmisskilningi hjá borginni,“ segir Einar Marinósson, framkvæmdastjóri fjármála- sviðs hjá OLÍS. Hann segir fyrirtækið hafa árið 2007 lagt fram hugmyndir að uppbyggingu á lóðinni en ekki fengið svör frá skipulagsyfirvöldum. Aðspurður hvers vegna ekki hafi komið fram hug- myndir fyrr en 2007, 14 árum eftir að fyrirtækið fékk í hendur byggingarhæfa lóð, segir Einar að eflaust hafi einhverjar hugmyndir verið reifaðar fyrr. OLÍS hefur frest til að leggja fram andmæli til 26. febrúar. Að sögn Einars mun félagið leggjast vandlega yfir málið. Nágrannar kvarta undan ónýttri lóð OLÍS  Borgin íhugar að draga til baka lóðarúthlutun til OLÍS Morgunblaðið/Árni Sæberg Ónýtt OLÍS fékk árið 1993 samþykki fyrir lóð undir smurstöð og hjólbarðaverkstæði við Skúlagötu 7. Félagið hefur ekki byggt á lóðinni, þrátt fyrir ítrekaðar óskir frá borgaryfirvöldum um að lóðin verði nýtt eða henni skilað. LOÐNUGANGAN við suðurströnd- ina færist nú hratt til vesturs. Í gær var flotinn að veiðum rétt austan við Grindavík og veiðin ágæt. Skip- verjar á Ásgrími Halldórssyni SF komu á svæðið snemma í gærmorg- un og náðu í fyrsta kasti 400 tonn- um og 850 tonn í því síðara. Þá var skipið raunar orðið drekkhlaðið og var stórum hluta úr kastinu miðlað til skipverja á Súlunni, „Lóðningarnar við Krýsuvíkur- bergið voru alveg svartar. Hins vegar vantar verulega mikið upp á vertíðarstemmninguna. Menn eru enn að bíða eftir því að meiri kvóti verði gefinn út,“ segir Ægir Birg- isson skipstjóri á Ásgrími Halldórs- syni. Hann segir hrognafyllingu vera 18-19% en þurfi að hafa náð a.m.k. 23% svo hægt sé að hefja hrognatöku. Skipverjar á Ásgrími Halldórs- syni höfðu fyllt skipið um kaffileytið í gær og var þá stefnan tekin á Hornafjörð. „Við erum að dóla okk- ur austur eftir en náum ekki inn á Höfn fyrr en á seinna flóðinu á morgun, föstudag,“ segir Ægir – sem telur framhald vertíðarinnar alveg undir því komið hvort kvóti verði aukinn en til slíks telur hann sjálfur vera allt svigrúm. Vísindamenn Hafrannsóknastofn- unar mældu loðnustofninn um 530 þúsund tonn. Í framhaldi af því ákvað Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra að loðnukvóti vertíð- arinnar skyldi vera 130 þúsund tonn og skyldu 90 þúsund tonn koma í hlut íslenskra loðnuskipa sam- kvæmt ákvæðum samninga við önn- ur lönd um nýtingu loðnustofnsins við Ísland. sbs@mbl.is Loðnugangan á hraðri vesturleið Styttist í að hefja megi hrognatöku HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir kynferð- isbrot gegn ungum dreng. Héraðs- dómur Reykjavíkur hafði áður dæmt manninn til að sæta vistun á réttar- geðdeild og til að greiða drengnum 1,5 milljónir kr. í bætur. Maðurinn var sakaður um að hafa brotið gegn drengnum árið 2003 er hann var 12 ára. Maðurinn hefur átt við geðræn veikindi að stríða und- anfarna tvo áratugi. Í úrskurði Hæstaréttar segir að ekki sé við sýnileg sönnunargögn að styðjast. Drengurinn sé eina vitnið í málinu um ætluð atvik á heimili mannsins og aðdraganda þeirra, en maðurinn neiti alfarið sök og því standi orð gegn orði. Héraðsdómur taldi framburð drengsins trúverðugan í öllum atrið- um, en Hæstiréttur segir að ekkert þeirra atriða sem komi fram í vitn- isburði annarra og gögnum málsins, hafi veitt viðhlítandi stuðning fyrir þeim sökum sem maðurinn var bor- inn. Nægi þetta ekki til að ákæru- valdið fullnægi þeirri sönnunarbyrði sem það beri. Segir skorta sýnileg sönnunargögn Hæstiréttur sýkn- ar mann af kyn- ferðisbrotakæru Morgunblaðið/Kristinn Hæstiréttur Taldi orð standa gegn orði og sönnunarbyrði ekki fullnægt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.