Morgunblaðið - 12.02.2010, Síða 16

Morgunblaðið - 12.02.2010, Síða 16
Þann 14. febrúar ár hvert halda Vesturlandabúar upp dag heilags Valentínusar. Á þeim degi gleðja að- ilar ástarsambanda hvor annan með gjöfum eða einhvers konar viðleitni til að sýna ást sína, umhyggju eða kærleika. Hefðin hefur þó ekki skotið rótum á Íslandi fyrr en á allra síð- ustu árum. Margir þráast við og vilja halda í hina hefðbundnu bænda- og konudaga og fordæma ameríkaníser- ingu íslenskra hátíðisdaga. Í stað þess að apa hátíðardaga eft- ir erlendum þjóðum ættu Íslend- ingar frekar að búa til sína eigin við- hafnardaga, ef þeir sem fyrir eru duga ekki til. Þeim er þetta ritar dettur strax í hug að halda Lárents- ínusardaginn hátíðlegan í stað Val- entínusardagsins. Glöggir taka eftir að nafn dagsins er sótt til formanns skilanefndar Landsbankans, Lár- entsínusar Kristjánsssonar. Lárentsínusardagurinn gæti falið í sér að íslenskur almenningur sýndi ört stækkandi stétt skilanefnd- armanna á Íslandi þakklæti sitt fyrir óeigingjörn og brýn störf í þágu þjóðarinnar. Menn, konur og börn gætu safnað saman greiðslukvittunum vegna veitts sérfræðikostnaðar á árinu, pakkað þeim í hjartalaga umbúðir og sent skila- nefndum bankanna í tilefni dagsins. At- vinnulífið gæti líka tekið þátt í hátíðinni. Þannig gætu öll ráðgjaf- arfyrirtæki, lög- fræðistofur og aðrir boðið öllum sem vilja upp á sérfræðiþjónustu að kostnaðarlausu. Væntanlega yrðu viðbrögðin ámóta og þegar íslensk stjórnvöld buðu upp á skattalaust ár. Þá fjölgaði vinnustundum Íslendinga hressilega, enda vildu margir ná til sín sem mestu af tekjum þegar ríkið gaf skattgreiðendum grið í tólf mán- uði. Sama gæti orðið upp á teningnum á Lárentsínusardeginum. Almenn- ingur myndi ekki hika við að leita sér sérfræðiaðstoðar, þess vegna í lít- ilfjörlegustu málum. Einhverjir gætu leitað til fjármálasérfræðinga til að fá úttekt á því hversu hár vasa- peningur hámarkaði nytjar barna þeirra. Annar gæti leitað til lögfræð- inga og kannað réttarstöðu sína í kjölfar þess að hafa tekið einu staupi of mikið af ákavíti á síðasta þorra- blóti. Íslenska ríkið gæti jafnvel bor- ið við Lárentsínusardegi í viðræðum við breskar lögfræðistofur um greiðslu á sérfræðikostnaði vegna skýrslugerðar. Áhrifaríkasta leiðin fyrir fjölmiðla til að gera Lárentsínusardeginum skil væri að leita álits sérfræðinga á hinum ýmsu deilumálum sem uppi eru í íslensku samfélagi. Að mati undirritaðs er álitum og skoðunum sérfræðinga, sérstaklega fræði- manna við Háskóla Íslands, ekki gert nógu hátt undir höfði í fjölmiðlaumfjöllun. Á Lárentsínusardegi væri hægt að gera fréttir, sem snerust ekki um neitt ann- að en menn með fullt af bókum og krítartöflu sér að baki, að segja skoðun sína á ákveðnum málum. Þar væri vægast sagt um hressilega og tímabæra tilbreytingu að ræða! ’Atvinnulífiðgæti líka tekið þátt í hátíðinni Á föstudegi Hvað með Lárentsínusardag? 16 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16 mánudaginn 15. febrúar. Best er að panta sem fyrst til að tryggja sér góðan stað í blaðinu! NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt sérblað, LIFUN, sem fjallar um tísku og förðun, föstudaginn 19.febrúar. Í blaðinu verður fjallað um tískuna vorið 2010 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihluti auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O R 48 90 9 1/ 10 MEÐAL EFNIS: Förðunarvörur Förðun Húðin, krem og meðferð Snyrting Kventíska Herratíska Fylgihlutir Skartgripir Árshátíðatískan Vortískan Og fullt af öðru spennandi efni Ert þú í tísku? FYRIR 15. FEBRÚAR Kaldir litir eru áberandi í nýju Love Lace-línunni frá MAC. Ef þú vilt ljúka vetrarmánuðunum sem sannkölluð ísdrottning á þorranum þá eru stálgráu og bláu augnskuggarnir í þessari línu rétta leiðin. Kohl power-augnblýanturinn í svar-navy-bláu gerir útkomuna svo virkilega dökka og dramatíska. Toppurinn á Love Lace-línunni er samt „Intricate“-varaliturinn; hann er fölbleikur með köldum, málmkenndum blæ sem passar ótrúlega vel við föla vetrarhúðina og sérstaklega ef augnmálningin er dökk og „smoky“. Glossið er líka fínt. Það er þó ekki mjög afgerandi eitt og sér, enda eru fölar varir áberandi núna, en þess vegna getur það líka virkað yfir dökkan varalit til að tóna hann aðeins niður, ef vill. Love Lace-línan fæst hjá MAC í Kringlunni og í Debenhams í Smáralindinni. Í snyrtibudduna Frostkaldar ísdrottningar með dramatísk augu og málmvarir Augnblýantur: 3.490 kr Augnskuggi: 3.490 kr Varalitur: 3.990 Gloss: 3.890 kr Sjónvarpsstöðin MTV sló í gegn með raunveruleikaþáttum um ungt, fallegt og ríkt fólk í Hollywood en nú hafa þeir þættir hrapað verulega í vinsældum. Svo virðist sem áhorfendur hafi meiri áhuga á annars konar raun- veruleikaþáttum MTV sem einnig fjalla um ungt fólk en reyndar í dá- lítið annarri stöðu. Þættirnir 16 ára og ófrísk vöktu mikla athygli þegar byrjað var að sýna þá sl. sumar en eins og nafnið gefur til kynna fjalla þeir um ung- linga sem eiga von á barni. Í kjölfarið hóf MTV sýningar á Unglingsmamma og hafa að með- altali 2,4 milljónir Bandaríkjamanna horft á hvern þátt. Nú þegar er búið að ákveða að önnur þáttaröð verði framleidd. Þættirnir eru í heimildamyndastíl og segja frá fjórum nýbökuðum ung- lingsmæðrum sem þurfa að aðlagast breyttum aðstæðum. Hugmyndin að þáttunum vaknaði í kjölfar þess að Bristol Palin, dóttir Söruh Palin forsetaframbjóðanda, og Jamie Lynn Spears, systir Brit- ney Spears, urðu mæður á unglings- aldri. Líf mæðranna er gjörólíkt því sem áhorfendur voru eitt sinn svo gagn- teknir af að fylgjast með í þáttunum The Hills og Laguna Beach. Þær hugsa ekki um hvort þær komist inn á heitustu næturklúbbana, eigi flott- ustu flíkurnar og geti skroppið burtu í helgarferðir. Þeirra áhyggjur snúast um að eiga fyrir leigunni og halda sam- bandinu við barnsföðurinn góðu. Oft hefur verið gagnrýnt að barn- eignir unglinga skuli vera sýndar í jákvæðu ljósi í kvikmyndum og sjón- varpi og ekki sé sýnt hversu erfitt það er í raun fyrir unglinga að eign- ast börn. Hins vegar hefur Unglings- mömmunni verið vel tekið og þátt- urinn þótt gefa raunsanna mynd af því hvernig líf unglinga gjörbreytist við það að eignast börn. Áhugasamir geta nálgast þættina á mtv.com. Mömmur Unglingsmæður hafa hingað til ekki verið algeng viðfangsefni í unglingaþáttum en nú er öldin önnur. Vinsælar táningsmæður Líf mæðranna er gjörólíkt því sem áhorfendur voru eitt sinn gagnteknir af að fylgjast með í þáttunum The Hills og Laguna Beach

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.