Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010
velt átti hann með að fá fólk til þess
að taka þátt í þeim störfum sem
hann vann að. Steingrímur var tals-
maður jöfnuðar og félagshyggju. Í
hlut hans kom iðulega að vera
mannasættir og málamiðlari. Þrátt
fyrir það var hann fylginn sér og
trúr eigin sannfæringu og vék sér
ekki undan átökum til sóknar eða
varnar málstað sem hann trúði á. Á
löngum stjórnmálaferli kom hann
að fjölmögum þjóðþrifamálum, svo
sem þjóðarsáttinni margfrægu, en
afstaða ríkisstjórnar hans réð þar í
raun úrslitum. Hann var mikill
áhugamaður um úrbætur í íslenskri
stjórnsýslu, svo sem setningu laga
um umboðsmann Alþingis og rík-
isendurskoðun, og lagði grunninn
að setningu stjórnsýslu- og upplýs-
ingalaga. Steingrímur var óhrædd-
ur við að taka erfiðar og umdeildar
ákvarðanir, ef hann taldi þær óum-
flýjanlegar og þjóna hagsmunum
heildarinnar, hvort heldur var setn-
ing bráðabirgðalaga eða stofnun
endurreisnarsjóða atvinnulífsins.
Hann fór sínar eigin leiðir, fylgdi
sannfæringu sinni og var sjálfum
sér samkvæmur, þó að það væri
ekki alltaf í samræmi við „flokkslín-
una“.
Steingrímur þekkti vel sögu
lands og þjóðar, hafði góða frásagn-
argáfu og sterk tök á íslensku máli,
bæði í ræðu og riti. Hann vildi helst
ekki flytja skrifaðar ræður, tamdi
sér knappan stíl og hafði einstakt
lag á því að gera flókna hluti ein-
falda og auðskiljanlega almenningi.
Ríkan skilning hafði Steingrímur
á stöðu þeirra sem voru minni mátt-
ar. Jafnframt á baráttu minnihluta-
hópa og setti ekki fyrir sig að hitta
umdeilda leiðtoga þjóðfrelsishreyf-
inga, svo sem Yasser Arafat. Hann
hafði í raun meiri ánægju af að
hitta slíka leiðtoga en leiðtoga stór-
þjóða á kurteislegum mannamótum.
Erlendum ráðamönnum mætti hann
á jafnréttisgrundvelli, ófeiminn, til-
gerðarlaus og rökfastur, og lét ekki
halla á sig eða sína þjóð. Naut hann
þess við slík tækifæri að hafa mjög
gott vald á enskri tungu og skand-
inavísku.
Þrátt fyrir mikinn eril í þjóð-
málum gaf Steingrímur sér tíma til
að sinna fjölmörgum áhugamálum
sínum, svo sem útivist, fjallaferðum,
veiði, sundi og golfi. Hann var nátt-
úruunnandi og umhverfissinni í
senn. Mjög tæknisinnaður og fylgd-
ist vel með þróun á sviði raf- og
tæknibúnaðar. Varð helst að eiga
það allra nýjasta. Steingrímur var
laghentur og naut dvalarinnar í
sumarhúsi fjölskyldunnar að Kletti
í Borgarfirði, meðal annars við
smíðar og skógrækt. Var aðdáun-
arvert að fylgjast með hvað þau
hjónin Steingrímur og Edda voru
samhent í öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur. Hann bar mikla virð-
ingu fyrir foreldrum sínum og var
umhyggjusamur um börn sín öll. Á
góðri stund var Steingrímur glett-
inn en hófsamur og gerði gjarnan
grín af sjálfum sér, einhverju sem
hann hafði sagt eða gert.
Steingríms verður minnst sem
mannvinar og mikilhæfs stjórn-
málamanns.
Jón Sveinsson.
Hann kom eins og hnjúkaþeyr
inn í Framsóknarflokkinn á 7. ára-
tugnum. Verkfræðingur, menntaður
í Bandaríkjunum, sonur Hermanns.
Það var nú aldeilis fengur. Eysteinn
nýhættur, eins magnaður hann nú
var, Ólafur Jóhannesson nýtekinn
við og endurnýjun í augsýn. Í raun
var Steingrímur vorboðinn í ís-
lenskri pólitík. Vorið í Framsókn,
þessari stjórnmálahreyfingu sem
allt frá byrjun aldarinnar hafnaði
kreddunni, var á móti öfgunum,
málsvari samvinnuhreyfingar, fé-
lagshyggju, umburðarlyndis, þjóð-
frelsis og blandaðs hagkerfis.
Hann færði Framsóknarflokkinn
inn í nútímann, ekki síður en Jónas
frá Hriflu þjóðina 60 árum áður.
Sannfæring hans var að þekking,
vísindi og framtak væru það vega-
nesti sem íslensk þjóð yrði að
byggja á.
Þegar Steingrímur var fram-
kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkis-
ins kom ég fyrst til hans haustið
1969 út af kandídatsritgerð í við-
skiptafræðum. Það var upphaf að
löngu samstarfi og órofa vináttu.
Ég minnist heimsóknar okkar Ást-
hildar til Eddu og Steingríms að
Kletti og sýnikennslu í fluguköstum
við Norðurá.
Ég minnist stjórnmálamanns sem
kynnti mér af ákafa bókina „The
Greening of America“ og „theArt of
Public Speaking“ og síðan heyrði ég
hann aldrei tala nema blaðalaust.
Ég minnist samstarfsins innan
framkvæmdastjórnar Framsóknar-
flokksins og samvinnu okkar í fram-
kvæmdastjórn Liberal Internatio-
nal um árabil en Steingrímur beitti
sér fyrir aðild flokksins að þeim
samtökum og lét þar mikið að sér
kveða. Þá hverfur seint úr minni
samstarfið í forsætisráðuneytinu
1988-1990.
Fjölmenn ráðstefna Liberal Int-
ernational 1990 í Helsinki líður
seint úr minni. Þar stal Steingrímur
senunni í ræðu um umhverfismál.
Hún skyggði á ræður allra annarra.
Ástæðan var einfaldlega sú að hún
var flutt af yfirburða þekkingu.
Engum duldist að hann var öfl-
ugasti stjórnmálamaðurinn á
þinginu.
„Manngildi ofar auðgildi“ voru
hans meitluðu orð. Þau lifa enn með
þjóðinni og munu gera um ókomna
tíð.
Sagan mun dæma verk hans.
Ákvörðunin um að hitta Arafat árið
1990 er skýrt dæmi um hve fram-
sýn hann var. Steingrímur hafði
þann mikla kost að þurfa aldrei að
sýnast. Hann var alltaf hann sjálf-
ur, eðlilegur, sannfærandi og sann-
ur og starfsorkan óþrjótandi.
Hæfileikinn til að brúa ólík sjón-
armið kom til af meðfæddu for-
dómaleysi og umburðarlyndi. Hann
var sáttasemjari af guðs náð.
Ráðuneyti Steingríms Her-
mannssonar 1988-1991 er ein merk-
asta ríkisstjórn Íslands á síðari tím-
um. Hún skapaði forsendurnar fyrir
þjóðarsáttarsamningunum sem tók-
ust í febrúar 1990 sem ásamt mark-
vissum aðgerðum í efnahagsmálum
leiddu til hjöðnunar verðbólgu úr
35% niður í 5% á 16 mánuðum. Að-
ilar vinnumarkaðarins nutu ávaxt-
anna af efnahagsstjórn ríkisstjórn-
ar Steingríms. Án þeirrar
efnahagsstjórnar hefðu samning-
arnir aldrei náðst. Þar reis stjórn-
málaferill hans hæst. Steingríms
Hermannssonar verður minnst sem
eins farsælasta stjórnmálamanns á
Íslandi á síðustu öld.
Hnípin þjóð í vanda syrgir nú og
saknar látins leiðtoga.
Þorsteinn Ólafsson.
Fleiri minningargreinar um Stein-
grím Hermannsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Erla hjartans Erla.
Ég verð ævinlega
þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast jafn
yndislegri konu og
Erlu. Ég var himinlif-
andi að eiga hana að nágranna, við
báðar og börnin okkar á svipuðum
aldri, en samband okkar óx og dafn-
aði úr nágrannasambandi í traustan
vinskap. Erla varð ein af mínum nán-
ustu og bestu vinkonum, bæði á erf-
iðum tímum og gleðistundum. Ég sá
fyrir mér að við yrðum gráhærðar
saman, við sætum með kaffibolla úti á
pallinum í góða veðrinu í Lækjarsel-
inu nr. 11 eða 6 og horfðum á barna-
börnin okkar að leik.
Við áttum yndislega ferð saman til
London í apríl sl. Þá voru erfiðir
tímar mín megin í Lækjarselinu, en
Erla vissi hvernig reyna bæri að
græða hjartasárin. Hún beinlínis dró
mig með, og sá um allt sem skipu-
leggja þurfti. Erla vissi um bestu
veitingahúsin og bestu verslanirnar,
við fórum saman út að borða, á kaffi-
hús, kíktum á útsölur og ekki útsölur.
Erla fór með mig í D&G í London,
fann á mig gallabuxur og lét mig
kaupa þær, staðráðin í að láta vin-
konu sinni finnast hún vera sæt og fín
þrátt fyrir allt. Erla fylgdist alltaf vel
með, vissi hvað var í tísku, hvernig
maður átti að líta vel út og hugsa sem
best um sjálfan sig og við vinkonurn-
ar nutum góðs af glöggu auga hennar
og smekkvísi.
Erla kunni að lifa lífinu og hugsa
vel um aðra. Hún hugsaði stanslaust
um velferð mína og barna minna á
liðnu ári, rétt eins og við værum hluti
af stóru fjölskyldunni hennar, sem
hún elskaði meira en allt í lífinu. Hún
var alltaf full af orku og dugnaði. Erla
gafst aldrei upp og hvatti aðra til að
gera það ekki heldur, eins og ég fékk
að reyna þegar hún taldi í mig kjark-
inn eftir langa fjarveru frá vinnu-
markaðnum. Erla leiddi mig á
áfangastað í bókstaflegri merkingu,
hún útvegaði mér vinnu. Hönd henn-
ar var alltaf útrétt sama hvað á gekk.
Börnin okkar hlupu óhikað fram og
til baka á milli húsanna á náttfötun-
um eða jafnvel á nærfötunum, það
skipti engu máli, þau voru alltaf vel-
komin. Sandra og Birta komu oft yfir
til Arnfríðar, já þær fengu oft ís, ég
Erla Magnúsdóttir
✝ Erla Magn-úsdóttir fæddist í
Reykjavík 17. ágúst
1971. Hún lést á
Landspítalanum 27.
janúar síðastliðinn.
Útför Erlu fór fram
frá Seljakirkju 5.
febrúar 2010.
viðurkenni það. Þær
munu halda áfram að
hlaupa á milli heimil-
anna tveggja. Ísak er
alltaf velkominn yfir að
kíkja á leik en hann og
Benni halda með sama
liði. Lúsý vissi líka
hvert hún átti að fara,
oft stóð hún geltandi
fyrir utan hjá Erlu og
beið eftir að sér yrði
hleypt inn. Hún vissi
að hjá Erlu fengi hún
alltaf eitthvað gott,
ljúfar strokur eða ljúf-
fengt snarl.
Ég geymi í minningunni síðasta
Kaffitársfundinn okkar í Kringlunni,
sem ég hafði næstum hætt við en úr
varð „tveggja-latte“-kaffitími, svo
mikið höfðum við að spjalla um.
Minningar eru svo dýrmætar. Erla
vissi það og hve mikilvægt var að
skapa þær, hvort sem það var vinkon-
uferð til útlanda eða spjall yfir kaffi-
bolla. Hve margar og ljúfar minning-
ar eigum við henni að þakka.
Erla góða Erla, söknuðurinn er
mikill, mestur hjá Stefáni og börn-
unum þínum. Ég bið Guð að gefa
þeim styrk og frið. Minning þín lifir
að eilífu. Líf mitt er ríkara eftir kynni
okkar.
Erla hjartans Erla,
„Dýrlega þig dreymi
og drottinn blessi þig.“
(Stefán frá Hvítadal.)
Þín vinkona og nágranni,
Ásdís Ósk Erlingsdóttir.
„Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.“ Þessi setning kemur
upp í huga minn þegar mér verður
hugsað til þín, elsku Erla.
Það var eitthvað svo sjálfsagt að
geta farið til þín í klippingu síðast-
liðin 17 ár, en nú þegar þú ert farin þá
finn ég hvað mér þótti alltaf vænt um
þig, það var svo gott að koma til þín á
Prímadonnu, alltaf nóg að spjalla og
enginn þekkti hárið mitt eins vel og
þú. Ef ég fór eitthvað annað í klipp-
ingu, sem gerðist einungis örfáum
sinnum á þessum 17 árum, þá var ég
með svo mikið samviskubit og leið
bara eins og ég væri að halda framhjá
en þú hlóst bara að mér. Oftast þegar
ég settist í stólinn hjá þér þá endaði
ég yfirleitt á að segja „æ, gerðu bara
eitthvað, þú ræður“.
Við kynntumst þó fyrst í gegnum
foreldra okkar sem voru í Víking og
svo seinna meir saman í veiðifélagi.
Það var einmitt í einni Víkingsferð til
Hollands í sumarhúsin þar, að þú
greiddir mér í fyrsta sinn, þá var ég
eflaust um 12 ára og vá hvað ég var
ánægð, fannst ég aldrei hafa verið
eins fín og á ég einmitt mynd af okkur
að faðmast eftir greiðsluna.
Ég hef hugsað alveg svakalega
mikið til þín og fjölskyldu þinnar síð-
astliðna daga, og á svo erfitt með að
trúa því að þú sért farin. Þetta er svo
óraunverulegt og ósanngjarnt. Svo
hamingjusöm með fallegu fjölskyld-
unni þinni og stofuna þína. Þetta er
harkaleg áminning til okkar allra að
kunna að meta hvern dag og alla okk-
ar ástvini.
Ég sendi allri fjölskyldu Erlu mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur og
megi góður guð vaka yfir ykkur og
styrkja. Guð geymi minningu þína,
elsku Erla, og hvíl í friði.
Jóhanna Ásdís (Hanna Dísa)
Magnúsdóttir.
Elsku vinkona, við trúðum til
hinstu stundar að þrautseigjan og
keppnisskapið sem þú hafðir á við
heilt handboltalið myndi koma þér á
fætur aftur. Í sorginni felast spurn-
ingar, skilningsleysi, söknuður og
reiði en líka þakklæti fyrir að hafa átt
þig að vinkonu. Við sitjum hér saman
þrjár og rifjum upp yndislegar minn-
ingar sem við eigum og geymum að
eilífu. Þú varst einlæg, traust og góð
vinkona sem ómetanlegt var að eiga
að.
Þú lifðir hratt og örugglega, máttir
engan tíma missa. Þig einkenndi
glæsileiki, drifkraftur og dugnaður.
Þú til dæmis vannst fyrir og keyptir
þinn eigin bíl á meðan við hinar betl-
uðum fyrir strætókorti. Þú vissir
snemma hvað þú ætlaðir að taka þér
fyrir hendur í lífinu, varst orðin
meistari í þinni iðn og stofnaðir þitt
eigið fyrirtæki aðeins 22 ára að aldri.
Þú varst sannarlega ekki ein, því við
hlið þér var stóra ástin í lífi þínu,
hann Stefán, en hann og börnin ykk-
ar yndislegu Inga Lára, Ásta Mar-
grét, Benedikt og tvíburarnir Sandra
Líf og Birta voru þitt stolt og yndi. Þú
varst dugleg að deila með okkur sög-
um af afrekum og uppátækjum
þeirra. Yfirsýn þín var einstök þar
sem börnin og Stefán voru ávallt í
forgangi, en þú hafðir fjölskyldu- og
vinatengsl í hávegum. Þrátt fyrir
annríki var umhyggja þín og áhugi á
lífi okkar, barnanna okkar og fjöl-
skyldna ósvikin.
Handboltaárin, ferðalög bæði inn-
anlands og utan eru ógleymanleg og
höfðum við gaman af því að rifja upp
gamlar og góðar stundir frá þeim ár-
um. Í minningunni var lífið einn alls-
herjar glaumur og gleði, okkur
fannst við algjörlega ósigrandi. Við
fórum ólíkar leiðir á fullorðinsárum
en vináttan hélst, óx og dafnaði og
heimili ykkar Stefáns stóð okkur allt-
af opið og gestrisnin einstök.
Elsku Erla, handboltaáhugi þinn
fylgdi þér til hinsta dags. Þú breyttist
úr kappsfullum línumanni í ÍR í stolt-
an stuðningsmann liðanna hans
Gunna bróður þíns og þá ekki síst ís-
lenska landsliðsins. Að upplifa lands-
lið Íslands spila með sorgarbönd þér,
Gunna og fjölskyldunni þinni til heið-
urs var svo óraunverulegt en að sama
skapi fallegt og snerti okkur djúpt.
Elsku vinkona, við vildum að við
gætum kvatt þig með meiri vissu og
trú á lífið og framtíðina. Við sendum
Stefáni og börnunum þínum, foreldr-
um og tengdaforeldrum, Gunna og
Salóme, ömmu Erlu, Björgu og Dísu,
öllum á Primadonnu ásamt fjölskyld-
unni allri okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum guð að styðja þau í
gegnum sorgina og tímann sem fram-
undan er.
Minning þín lifir í hjörtum okkar
alla ævi.
Að eiga vin er vandmeðfarið,
að eiga vin er dýrmæt gjöf.
Vin, sem hlustar, huggar, styður,
hughreystir og gefur von.
Vin sem biður bænir þínar,
brosandi þér gefur ráð.
Eflir þig í hversdagsleika
til að drýgja nýja dáð.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Þínar vinkonur,
Anna Katrín, Helena
og Þorbjörg.
Elsku besta Erla mín. Það er svo
margt sem ég vil þakka þér fyrir. Þú
varst mér svo mikils virði að það er
erfitt að lýsa því með orðum. Þú varst
mér mjög góður vinur, studdir mig
ávallt, kenndir mér svo mikið og
hafðir alltaf svo mikla trú á mér. Þú
hjálpaðir mér að komast áfram, með
mikilli hlýju og stýrðir mér ávallt í
rétta átt. Þú varst einstaklega dug-
leg, gafst mikið af þér og varst alltaf
svo hress.
Elsku Erla, þú varst dugnaðar-
forkur og einstök kona, þú hugsaðir
alltaf af alúð um fjölskylduna, börnin,
fallega heimilið og stofuna, og ávallt
var allt upp á 10. Það er svo sárt að
hugsa til þess að þú sért farin að
hugsunin er óbærileg. Þó svo að sam-
bandið milli okkar hafi ekki verið
mikið síðastliðin ár þá áttir þú mjög
stóran þátt í mínu lífi.
Elsku Stefán og fjölskylda, ég
votta ykkur innilega samúð og megi
guð veita ykkur styrk í sorginni.
Selma.
Sumum sem maður kynnist í æsku
gleymir maður aldrei. Minningar
tengdar þeim fylgja manni alla ævi.
Erla Magnúsdóttir var ein af þeim
ógleymanlegu en saman gengum við í
barna- og gagnfræðaskóla, auk þess
sem við æfðum saman handbolta með
ÍR í um áratug, lengst af undir stjórn
Matthíasar Matthíassonar. Það var í
handboltanum sem við kynntumst
Erlu best. Unnur var í marki, Svava
spilaði í vinstra horninu og Ragna á
miðjunni. Erla gegndi stöðu línu-
manns og gat verið hörð í horn að
taka. Hún hafði mikið keppnisskap
og spilaði alltaf fyrir liðið. Leikkerfi
sem nefndist 5-1 var afar vinsælt hjá
Matthíasi þjálfara en þá hljóp Svava
úr vinstra horninu inn á línuna og
hjálpaði Erlu sem blokkeraði varn-
armann andstæðings og saman
reyndu þær að opna fyrir Rögnu á
miðjunni eða hægri bakvörðinn. Til-
gangurinn var þó ekki síður að losa
um Erlu á línunni og koma boltanum
á hana. Ósjaldan tókst það og Erla
skoraði með glæsibrag. Hún var ekki
síður marksækin í lífinu.
Erla átti yndislegan mann og fimm
börn og ung stofnaði hún eigin hár-
greiðslustofu, Primadonnu, þar sem
hún hafði hendur í hári margra. Á
meðan hún var í námi fengum við fá-
tækar námsmeyjar oft klippingu og
lit hjá Erlu og hún nokkra reynslu.
Það var svo margt brallað á mennta-
skólaárunum þar sem tíminn fór ekki
síður í að sækja menntaskólaböllin en
að stunda námið. Erla bjó við þær
kjöraðstæður að hafa sérherbergi í
kjallaranum á Jörfabakkanum og var
það vinsæll samkomustaður vin-
kvennanna, bæði fyrir og eftir
skemmtanir. Það var ávallt gaman
þar sem Erla var.
Eftir að Erla lauk námi í hár-
greiðslu í Iðnskólanum í Reykjavík
héldu þær Ragna ásamt Helenu Hall-
grímson til Svíþjóðar á vit ævintýr-
anna og skemmtu sér víst betur við
flest annað en við hreingerningarnar
á spítala nokkrum sem þær höfðu
ráðið sig í. En í lok sumarsins skelltu
þær stöllur sér í þriggja vikna
skemmtiferð til Spánar og luku þann-
ig ógleymanlegri Svíþjóðarferð, þar
sem þær stóðu í fyrsta sinn á eigin
fótum.
Erla var alla tíð hörkudugleg og
gat sér víða gott orð. Það sést líka á
ævistarfi hennar að hún var fram-
kvæmdakona sem sat sjaldan með
hendur í skauti. Lífslína Erlu hefur
nú verið slitin í sundur á sviplegan
hátt og eftir stöndum við hnípin og
með sorg í hjarta. Í hugum svo
margra lifir minning Erlu Magnús-
dóttur og mun ávallt gera. Ánægju-
legar minningar frá æsku- og ung-
lingsárum gleymast ekki. Við vottum
eiginmanni hennar, börnum, foreldr-
um og öðrum aðstandendum innileg-
ustu samúð okkar. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Ragnheiður G. Jóhannesdóttir,
Svava Sigurðardóttir
og Unnur H. Jóhannsdóttir.
Fleiri minningargreinar um Erlu
Magnúsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.