Morgunblaðið - 12.02.2010, Síða 25
Síðastliðna daga hafa ótal minn-
ingar sótt á mig. Í gær þegar ég
heimsótti heimili ykkar afa sá ég að
lítil mynd sem hékk á veggnum var
örlítið skökk svo ég gekk að henni og
lagfærði hana hugsandi til þess að þú
amma mín hefðir gert slíkt hið sama.
Heimilið ykkar var ávallt óaðfinnan-
legt, rétt eins og hjá móður minni.
Þið áttuð það sameiginlegt að
metnaður fyrir fallegu og hlýju heim-
ili var í hávegum hafður. Mér fannst
óraunverulegt að koma í Árskógana
og finna ekki fyrir nærveru þinni
lengur sem var alltaf svo góð og hlý.
Mér varð litið upp á óróann sem
hangir í eldhúsinu og sá þig sam-
stundis fyrir mér sitja við eldhús-
borðið mér til samlætis, að þylja
gamlar sögur, á meðan ég þurrkaði af
honum fyrir þig. Þú sagðir mér svo
oft sögur um liðna tíð þegar ég heim-
sótti þig. Þú sagðir mér frá tímanum
þegar þú og fjölskylda þín bjugguð í
torfkofa sem mér fannst ótrúleg
hetjudáð og dáðist að því hversu
ótrúlega ævi þú hafðir lifað. Stundum
lágum við saman uppi í rúmi að kjafta
eða leysa gátur. Jafnvel gátum við
dottið í slúður af og til og hlógum
mikið saman. Þú varst svo hjartahlý
og kenndir mér ætíð að sjá hið góða í
náunganum og af þér lærði ég fyrst
og fremst að sýna samúð með fólki.
Við vorum nánar og afskaplega góðar
vinkonur og ég á eftir að sakna sam-
talanna okkar afar mikið. Þið afi
pössuðuð okkur skæruliðana, mig og
Sindra, mikið þegar við vorum lítil.
Þá bjugguð þið í Goðheimunum. Þið
voruð okkur svo óskaplega góð og
þolinmæði ykkar óendanleg. Ekki er
annað hægt að segja en það hafi verið
stjanað við okkur þegar við vorum í
ykkar umsjá. Mér fannst alltaf svo
gott að vakna á morgnana í Goðheim-
unum því ég vissi að þegar ég færi
fram úr myndi ég sjá þig á náttkjóln-
um standa við eldavélina að hræra í
hafragrautnum sem var minn uppá-
haldsréttur. Enginn gat búið til jafn
fullkominn hafragraut og þú enda
varstu afbragðskokkur og allt sem þú
tókst þér fyrir hendur óaðfinnanlegt.
Pabbi minntist þess um daginn að
þegar Sindri var lítill þá tilkynnti
hann þeim mömmu að þegar þau
færu héðan úr þessum heimi ætlaði
hann að flytja til ömmu og afa. Þann-
ig voru þið eilíf í hans huga eins og
mínum. Ég var svo viss um að þú yrð-
ir alltaf hjá okkur. Þú lifir hins vegar
í minningum mínum þar til ég kem til
þín. Ég get aðeins vonað að verða
jafn tignarleg, falleg og aðdáunar-
verð eins og þú varst, elsku hjartans
amma mín. Þú varst mér svo kær.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Anna Ýr Gísladóttir.
Í dag kveð ég elskulega móður-
systur mína, hana Stebbu, þá yngstu
í systrahópnum og þá næstyngstu í
systkinahópnum frá Kirkjuskógi í
Dölum. Eftirlifandi er yngsti bróðir-
inn, Víglundur, sem nú syrgir kæra
systur en mikil vinátta var alltaf á
milli fjölskyldna þeirra.
Þrátt fyrir háan aldur var Stebba
ótrúlega hress í anda en líkamleg
heilsa var farin að gefa sig á ýmsan
hátt og því má þakka fyrir að sjúkra-
húsdvölin varð ekki löng og að hún
þurfti ekki að þjást mikið í lokin.
Það er óneitanlega sérstök tilfinn-
ing að kveðja það fólk sem fylgt hefur
manni frá upphafi en það hafa móð-
ursystkinin mín sannarlega gert.
Þegar ég hugsa um Stebbu kemur
upp í hugann, kraftur, dugnaður og
glaðværð. Hún var ofurkona, áður en
það orð kom inn í íslenskuna, allt sem
hún afrekaði með sína stóru fjöl-
skyldu og lét sig ekki muna um að
passa litla dóttur mína um tíma þeg-
ar alvarleg veikindi komu upp í minni
fjölskyldu.
Gæfa Stebbu í einkalífi var að eign-
ast hann Jón Guðnason fyrir lífsföru-
naut og saman stóðu þau í blíðu og
stríðu en sorginni fengu þau sannar-
lega að kynnast við missi sonar og
barnabarna. En gleðistundirnar voru
líka á sínum stað með börnunum og
fjölskyldum þeirra og einnig stórfjöl-
skyldunni og er nærtækast að minn-
ast 90 ára afmælis Stebbu árið 2008
en stuttu áður hafði hún veikst en
hún hresstist og afmælið var haldið
aðeins seinna. Það lýsir best kraft-
inum sem einkenndi hana alla tíð.
Í einu ljóði Davíðs Stefánssonar
yrkir hann um „Daladætur sem
dreymir allar um sól og vor.“ Í mín-
um huga var Stebba ein af þessum
„Daladætrum“ og vonandi er hún nú
umvafin sól og komin á berjamó, en
það var henni alltaf mikið kappsmál.
Það er komið að kveðjustund og ég
þakka Stebbu frænku fyrir allt og bið
henni blessunar Guðs.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku fjölskylda Stebbu, innilegar
samúðarkveðjur til ykkar allra frá
mér og minni fjölskyldu.
Svanhildur Hilmarsdóttir.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast kærrar móðursystur
minnar, Stefaníu Sigurjónsdóttur,
eða Stebbu frænku, sem lést á Land-
spítalanum eftir stutta sjúkrahús-
legu. Fyrst man ég eftir Stebbu, Jóni
og fjölskyldu í Álfheimunum um
1960. Þá var ég 9 ára gömul. Það var
oftast líf og fjör í kringum Stebbu og
fór ég oft með mömmu (Jóhönnu
systur hennar sem lést árið 2002 91
árs) í heimsókn til hennar. Þær töl-
uðu mikið og hátt og voru léttar í
lund. Mér finnst Stebba alltaf hafa
verið sístarfandi, að sauma föt, baka,
prjóna, fara í berjamó, taka slátur og
létu þær systur engan stoppa sig í því
fram á síðustu æviár. Einnig veit ég
að hún og Jón pössuðu oft barna-
börnin. Í mörg ár hafa Stebba og Jón
búið í Árskógum í Reykjavík og það
var alltaf hressandi að koma þangað
og hefðu heimsóknirnar mátt vera
fleiri. Hún bar mikla umhyggju fyrir
mér og minni fjölskyldu og spurði
alltaf frétta af börnum mínum og
barnabörnum. Fyrir tæpum tveimur
árum var haldið upp á 90 ára afmælið
hennar og er það alveg ógleyman-
legt. Undanfarin ár veit ég að þau
hafa fengið góða hjálp og stuðning
frá börnum sínum og fjölskyldu sem
er alveg ómetanlegt.
Komið er að kveðjustund, elsku
Stebba mín, og vil ég þakka þér góð
kynni í um það bil 50 ár.
Ég votta Jóni og öllum í fjölskyld-
unni innilega samúð.
Þín systurdóttir,
Ósk Guðrún Hilmarsdóttir.
Ég sit hér í dag og mig langar að
koma á blað kveðju til Stebbu sem ég
hef átt að vin og einstökum félaga í
áraraðir. Við kynntumst í gegnum
Sigga, manninn minn, á sjötta ára-
tugnum. Siggi og Nonni voru miklir
vinir og þar kynntist Stebba honum
Nonna sínum. Síðan hefur líf okkar
tvinnast saman. Í huga mínum koma
margar ljúfar minningar svo sem há-
tíðarstundir eins og fermingar og
giftingar barna okkar. Einnig eru
ferðalögin okkar, þar var Stebba
hrókur alls fagnaðar. Einnig sátum
við oft saman í eldhúsinu og drukkum
kaffi og saumuðum.
Þú kenndir mér réttu handtökin
við saumaskapinn sem ég hef búið að
síðan. Minning mín um þig lifir með
mér. Ég bið góðan Guð og styrkja og
blessa Nonna og alla fjölskylduna.
Stebba mín, þetta er kveðjan mín til
þín, hún felst í þessum ljóðlínum:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Margrét Árnadóttir og
Gunnar Þórðarson.
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010
eins væru nokkrir dagar í níræðisaf-
mælið. Gunnþórunn var fjölhæf
kona. Allt lék í hennar höndum og oft
aðstoðaði hún okkur mömmu við
saumaskap. Matthías og Gunnþór-
unn byggðu sér sumarhús við túnfót-
inn í Miðdalskoti hjá foreldrum mín-
um og nefndu Lund. Hann varð
skjótt mikill sælureitur þar sem við
áttum margar ánægjustundir. Og
þau voru ávallt reiðubúin að hýsa
okkur er við skruppum til borgarinn-
ar á æskuárunum.
Gunnþórunn átti, ásamt Kristínu
dóttur sinni, Hatta- og kvenfata-
verslunina í Reykjavík sem var rekin
af myndarskap árum saman. Undan-
farin ár hefur Gunnþórunn háð bar-
áttu við erfiðan sjúkdóm, en tók ör-
lögum sínum af æðruleysi og
hetjulund.
Við þökkum Gunnþórunni og fjöl-
skyldu hennar fyrir einstaklega ljúfa
samleið og tryggð og sendum Krist-
ínu, Guðmundi, Einari og fjölskyld-
um þeirra innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Ingunn Valtýsdóttir.
Mjög margt er það sem kemur upp
í huga minn þegar ég lít til baka og
minnist tengdamóður minnar Gunn-
þórunnar Einarsdóttur sem nú er
látin. Okkar viðkynni voru alla tíð
mjög góð og fór ætíð vel á með okk-
ur. Hún var glæsileg kona, alltaf vel
til höfð enda mikil saumakona og
smekkvís. Það lék allt í höndunum á
henni, sama hvort hún var að sauma
föt, yfirdekkja húsgögn, halda stórar
eða litlar veislur, hún töfraði allt
fram með miklum glæsibrag. Heimili
hennar bar einnig vott um góðan
smekk og myndarskap. Það var ætíð
létt yfir henni og hún hafði gaman af
því að umgangast og ræða við fólk og
fræðast um hagi þess. Hún var vel að
sér og fylgdist vel með þjóðmálum og
því sem var að gerast í kringum
hana. Hún var mikið gefin fyrir alls
konar bóklestur og hafði jafnframt
mikla unun af því að spila bridge við
ættingja og félaga.
Það var ekki annað hægt en að
dáðst að þessari konu sem tók sig til
á sextugsaldri og ákvað að hefja
rekstur á sinni eigin fataverslun.
Naut hún í því starfi þekkingu sinnar
á fataefnum og reynslu af sauma-
skap. Fór hún oft ein í viðskiptaferð-
ir til London og allt gekk þetta upp
hjá henni. Það sem hún ætlaði sér
það gerði hún og það var aldrei neitt
sem vafðist fyrir henni. Þótt hún
væri heimakær hafði hún gaman af
því að ferðast og naut þess að sjá sig
um bæði innanlands og erlendis. Mér
er hugleikin ferð sem við hjónin fór-
um með hana hringinn í kringum
landið fyrir nokkrum árum. Þar
gafst henni tækifæri til að heim-
sækja marga staði sem hana hafði
lengi langað til að sjá og upplifa. Þá
eru mér minnisstæðar margar ferðir
okkar í sumarbústaðinn hennar á
Laugarvatni en þar átti öll fjölskyld-
an góðar stundir saman. Margar
ferðirnar kom hún til okkar
hjónanna þegar við bjuggum í Sví-
þjóð og var þá stundum að koma úr
innkaupaferð til London í tengslum
við verslunarrekstur sinn. Oftar en
ekki kom hún þá færandi hendi með
fatnað og aðrar gjafir, ekki síst til
barnabarnanna sem kunnu vel að
meta það að fá ömmu sína í heim-
sókn.
Þegar ég kynntist Einari, manni
mínum, bjó Gunnþórunn í Sólheim-
um 1 í Reykjavík en síðar fluttist hún
að Sólheimum 23 eftir að tengdafaðir
minn dó. Var hún þar í nokkur ár uns
heilsunni fór að hraka og fluttist hún
þá til dóttur sinnar Kristínar sem
annaðist hana af lífi og sál en þær
mæðgurnar voru afar nánar og höfðu
um langan aldur bæði búið og starfað
saman. Fyrir tæpu ári hafði heilsu
hennar hrakað það mikið að hún
þarfnaðist meiri umönnunar en hún
gat fengið heima fyrir og fór hún þá á
hjúkrunarheimilið Skjól. Þar naut
hún góðrar hjúkrunar og umönnunar
allt til hins síðasta. Ég kveð tengda-
móður mína með söknuði og kær-
leika. Blessuð sé minning hennar.
Guðbjörg Guðbergsdóttir.
✝
Systir mín og frænka okkar,
ÞÓRUNN GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Tungu,
Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli,
lést á heimili sínu sunnudaginn 7. febrúar.
Útförin fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju í
Fljótshlíð laugardaginn 13. febrúar kl. 14.00.
Sigurlaug Guðjónsdóttir
og systkinabörnin.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR ÞORVALDSSON
rafvirkjameistari,
Stóragerði 9,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala, Landakoti þriðju-
daginn 9. febrúar.
Útförin verður gerð frá Grensáskirkju föstudaginn
19. febrúar kl. 15.00.
Guðrún Jónsdóttir,
Sigrún Sigurðardóttir, Magnús R. Jónasson,
Vilborg Sigurðardóttir, Guðmundur Gunnlaugsson,
Ólöf Sigurðardóttir,
Jón Sigurðsson,
Sigríður Kristjánsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓLAFUR ÁGÚST VETURLIÐASON
múrari,
Vesturtúni 38,
lést föstudaginn 5. febrúar.
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju mánudaginn
15. febrúar kl. 13.00.
Kristín Guðmundsdóttir,
Andrea Ólafsdóttir, Erlendur G. Gunnarsson,
Guðrún Ólafsdóttir,
Ármann Ólafsson, Árdís Olga Sigurðardóttir,
Helga Ólafsdóttir, Bergur Helgason,
Ágúst Ólafsson, Rebekka Rut S. Carlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
WALTER HJALTESTED,
Geitastekk 3,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku-
daginn 10. febrúar.
Svandís Guðmundsdóttir,
Kjartan Hjaltested, Katrín Sverrisdóttir,
Margrét Hjaltested, Eiríkur Benónýsson,
Sólrún Hjaltested, Hákon Ísfeld Jónsson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
SVANDÍS HARALDSDÓTTIR
frá Stóra-Lambhaga,
Brekkubyggð 7,
Garðabæ,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi miðviku-
daginn 3. febrúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sólveig Jónsdóttir, Ólafur Jónsson,
Haraldur Jónsson, Hulda Ingibjörg Benediktsdóttir,
Sigurður Sverrir Jónsson, María Lúísa Kristjánsdóttir,
Arnbjörg Jónsdóttir, Kristján B. Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.