Morgunblaðið - 12.02.2010, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.02.2010, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 Eftir Andra Karl andri@mbl.is RAFBÓK netverslunarinnar Amazon, Kindle, nýtur vaxandi vinsælda hér á landi líkt og annars staðar í veröld- inni. Tækið fæst ekki hér á landi og þarf því að flytja það inn. Nokkuð hefur verið kvartað yfir því við toll- stjóra að Kindle sé í röngum tollflokki og ætti að vera með öðrum tölvum. Tollurinn telur flokkun sína rétta enda uppfylli tækið ekki skilyrði til að flokkast með sjálfvirkum gagna- vinnsluvélum, þ.e. tölvum. Búið er að kæra tollmeðferðina til tollstjóra. Tölvunarfræðingurinn Frank Arth- ur Blöndahl Cassata er einn þeirra sem telja að Kindle eigi að flokka meðal far- og lófatölva. Hann bendir á að Kindle sé með ör- gjörva, innra minni og harðan disk. Á henni sé lyklaborð auk þess sem hún er eingöngu notuð til birtingar texta. Þetta telja starfsmenn tollsins nóg til að tækið falli í flokk með afspil- unartækjum. Bók er hlaðið inn í tækið og hún spiluð, rétt eins og af sjón- varpi. Auk þess þurfi tækið að uppfylla ákveðin skilyrði til að flokkast sem tölva, s.s. að auðvelt sé að forrita það í samræmi við óskir notandans, það geti framkvæmt talnaútreikning sam- kvæmt ákvörðun notandans og sjálft sett upp vinnsluforrit sem gerir ráð fyrir að það geti breytt úrvinnslu sinni með rökrænni ákvörðun meðan á vinnslu stendur. Að öðru leyti er beðið eftir niðurstöðu úr kærumálum og verður hún leiðbeinandi. Önnur rafbók tollafgreidd sem bók Frank greiddi Amazon 35 þúsund krónur fyrir Kindle. Væri rafbókin flokkuð með tölvum hefði hann átt að greiða um 10 þúsund krónur í virð- isaukaskatt. Vegna þess að Kindle er flokkað sem afspilunartæki greiddi hann hins vegar 25 þúsund krónur í toll, vörugjald og virðisauka- skatt. Til að bíta höfuðið af skömminni veit hann dæmi þess að einstaklingar hafi flutt til landsins aðra tegund af rafbók, iRex iLiad, og var hún tollafgreidd sem bók! Það fékkst þó ekki staðfest hjá tollinum. Þá er væntanlega stutt í að Apple-aðdáendur flytji inn nýjustu afurðina, Ipad, sem er spjald- tölva og mun fjölhæfari en Kindle. Ekki hefur verið tekin afstaða til tollflokkunnar Ipad en þó er talið líklegt að hún verði sett í flokk með tölv- um, enda geti hún keyrt alls kyns forrit. Rafbók tolluð sem afspilunartæki Í HNOTSKURN »Á Kindle er nánast aðeinshægt að lesa bækur. »Hægt er að kaupa 390þúsund bókartitla fyrir Kindle en einnig er hægt að lesa þá í iPhone og iPod frá Apple. »Umræða hefur skapastum Kindle og tollun tæk- isins á vefspjalli Maclantic. »Þar lýsa notendur m.a.þungum áhyggjum sínum af því að tollurinn ætli sér að flokka Ipad með Ipod.  Viðskiptavinur Amazon telur sig hafa greitt fimmtán þúsund krónum of mikið fyrir rafbókina Kindle  Tollurinn lítur á tækið sem afspilunartæki en ekki lófatölvu  Afstaða hefur ekki verið tekin til Ipad Eftir Nönnu Gunnarsdóttur NOKKRIR einstaklingar í Mosfellsbæ fengu þá hug- mynd fyrir jólin að stofna til kærleiksviku í bænum þar sem kærleikurinn réði ríkjum. „Hugmyndin var að skvetta svolitlum kærleik yfir bæjarbúa í svartnættinu þegar jólaljósin væru horfin og Icesave-deilan dyndi á landsmönnum með fullum þunga eftir jólaleyfi, til að sjá viðbrögðin,“ sagði Bryndís Har- aldsdóttir, einn forsprakka kærleiksvikunnar. Það eina sem þegar er skipulagt er upphafsviðburðurinn á sunnu- daginn að sögn Bryndísar, þegar til stendur að setja heimsmet í hópknúsi en til eru nokkrar útgáfur af slíku. Mosfellingar hyggjast knúsast tveir og tveir á miðbæj- artorginu í eina mínútu og verða svo mættir knúsarar taldir en núverandi met í slíkri knúsaðferð er um 200 manns, svo betur má ef duga skal, eigi mosfellska knúsið að komast í heimsmetabók Guinness. Eftir knúsið verður gengin brosganga yfir í Kjarnann þar sem boðið verður upp á kaffi, kakó og piparkökur. Einnig verður frumflutt kærleiksvikulagið Kærleiksgjöf eftir Birgi Helgason og Ingibjörgu Bjarnadóttur í flutningi Stefaníu Svavars- dóttur. Kærleikskorn á innkaupakerrum verslana Viðbrögðin í bæjarfélaginu hafa verið góð en fyrirtæki og stofnanir fengu sendar upplýsingar um framtakið. Meðal annars taka unglingar í bæjarfélaginu þátt með því að koma fyrir kærleiksríkum skilaboðum á inn- kaupakerrum verslana, kærleiksþema verður í skól- unum, kertafleyting á tjörninni, markþjálfar bjóða þjón- ustu sína á kaffihúsum, kærleiksnámskeið verða í boði og hópheilun í Lágafellsskóla síðasta daginn, sem ber upp á konudag. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með á facebook og heimasíðu Mosfellsbæjar. Dagskrá vikunnar er ekki fullmótuð og þeir sem áhuga hafa á að vera með eru hvattir til að hafa samband við undirbúningshópinn, því enn er nóg rúm fyrir kær- leik í Mosfellsbænum. „Verkefnið er ekki tengt fyrir- tækjum eða stofnunum, heldur er hér um að ræða ein- staklingsframtak í þágu einstaklinga,“ segir Bryndís. „Markmiðið er eingöngu að gleðja og bæta geð Mosfell- inga í skammdeginu og strá kærleik og hlýju í kringum sig og það má gera með brosi, hrósi, jákvæðri framkomu og, síðast en ekki síst, með knúsi.“ Hópknús verður við upphaf kærleiksviku  Hugmyndin var að skvetta svolitlum kærleik yfir Mosfell- inga í svartnættinu  Kærleikur verður í orði og á borði Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is LAUSAGANGA hunda er bönnuð á höfuðborgarsvæðinu og það getur kostað allt að 25 þúsund krónur að fá hundinn afhentan hafi hann verið tekinn laus á almannafæri og færður í gæslu. Gjaldið er 21.500 kr. í Reykjavík. Sé hundurinn óskráður þarf að borga 15.400 kr. í skráningargjald en allt að helmingi minna hafi verið farið með hundinn á ákveðin nám- skeið. Í Kópavogi, Garðabæ, Hafn- arfirði og á Álftanesi er afhending- argjald handsamaðs hunds 25 þúsund krónur en 12.500 kr. fyrir skráðan hund. Lausaganga bönnuð Árný Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að sama vinnan sé í kringum handsömun hunds, hvort sem hann er skráður eða óskráður, og því sé gjaldið það sama. „Hundar eiga ekki að vera í lausa- göngu og þetta er umsýslugjald,“ segir hún. „Það er sama vinna að sækja hund hvort sem hann er skráður eða ekki.“ Farið er með alla handsamaða hunda á Reykjavíkursvæðinu á Hundahótelið á Leirum og þar er sólarhringsgjaldið 1.700 kr. sem bætist við afhendingargjaldið. Á ný- liðnu ári var þar tekið á móti nær 300 hundum og þar af um helm- ingnum úr Reykjavík. Allir hundar eiga að vera skráðir og merktir, en Árný segir að á því geti verið misbrestur. Hún segir að um 2.100 hundar séu skráðir í Reykjavík en ætla megi að fjöldi hunda í borginni sé nær 3.000. Hún bendir á að hundar í lausagöngu séu teknir þar sem í þá næst og eins séu hundar oft teknir af fólki vegna ítrekaðra brota. Þá komi gjarnan í ljós að viðkomandi hundar hafi verið óskráðir í mörg ár. Í Reykjavík voru um 1.700 skráðir hundar 2007. Þá voru 145 hundar handsamaðir vegna lausagöngu en 130 í fyrra. Getur kostað 25 þúsund krónur að leysa út hund Morgunblaðið/RAX Hundalíf Hundar verða að sætta sig við að lausaganga er bönnuð. Eigendur skráðra hunda borga sums staðar hálft gjald „Markmið vikunnar er fyrst og fremst að sýna hvert öðru hlýju og kærleik í orðum og gerðum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, einn forsprakka Kærleiksvik- unnar. „Það getur falist í brosi, faðmlagi, hrósi eða ein- hverju öðru uppbyggilegu og jákvæðu, sem allir þurfa á að halda. Von okkar er að allir Mosfellingar upplifi kærleik í sinn garð þessa vikuna og gefi kær- leik af sér á móti,“ segir Bryndís. Svo skemmtilega vill til að kærleiksvikan í Mos- fellsbæ rammast inn af Valentínusardegi og konu- degi og kærleikurinn svífur því vonandi yfir vötn- unum þar og annars staðar næstu vikuna. Náungakærleikurinn öðru ofar Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Hópknús Mosfellingar geta lært af hópknúsi nemenda í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.