Morgunblaðið - 12.02.2010, Qupperneq 37
Dagbók 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG Á ENGIN HREIN
FÖT AÐ FARA Í
ÆTLI ÉG VERÐI EKKI BARA
AÐ SETJA Í VÉL
SVONA ER
PIPARSVEINA-
LÍFIÐ
ANNARS GÆTI ÉG
GERT ÁGÆTIS ANÓRAKK ÚR
ÞESSUM GLUGGATJÖLDUM
ÞETTA LÆTUR MÉR
ALLTAF LÍÐA VEL!
GEÐLÆKNAR MÆLA
MEÐ ÞVÍ AÐ MAÐUR
SPARKI Í BOLTA...
HRÓLFUR,
ÞETTA ER
ORÐIÐ ANSI
SLÆMT!
JÁ,
ÞETTA
ER
HRÆÐI-
LEGT!
ÉG ER EKKI FRÁ
ÞVÍ AÐ ÉG SÉ AÐ
FÁ TANNPÍNU!
SJÁIÐ! EF VIÐ
SETJUM Á HANN
STAÐSETNINGARTÆKI
ÞÁ ÞURFUM VIÐ EKKI
AÐ ELTA HANN
LENGUR!
HJÓLAÐIR
ÞÚ AFTUR Í
VINNUNA?
JÁ, OG ÉG HEF
NÓGAN TÍMA TIL
AÐ UNDIRBÚA
KYNNINGUNA
ÞAÐ ER FRÁBÆRT
AÐ EYÐA EKKI ÖLLU
ÞESSU BENSÍNI
Æ, NEI! ÉG
GLEYMDI ÖLLUM
GÖGNUNUM
MÍNUM HEIMA!
GÆTI ÉG FENGIÐ
BÍLINN ÞINN LÁNAÐAN?
HANN FLÝGUR BEINT
Í ÁTTINA AÐ OKKUR!
EKKI AÐ
OKKUR...
HELDUR AÐ
HONUM!
EF HANN VERÐUR
FYRIR ÞESSU EITRI ÞÁ
ER ÚTI UM HANN
Slæm skipti
hjá RÚV
ÞAÐ er mikil eftirsjá
að þeim Þórhalli, Jó-
hönnu og Elínu á
RÚV. Frábært sjón-
varpsfólk.
Illa undirbúið viðtal
fór fram í Kastljósi
við Finn, bankastjóra
Arionbanka.
Fjallað var um
grafalvarlegt mál og
spyrillinn tekur Finn
ekki á teppið, heldur
leyfir honum óáreytt-
um að tjá sig. Finnur
þessi er, jú, að koma
Högum/1998 og fleiri fyrirtækjum
milljarðasvikaranna á koppinn á
ný. Dettur nokkrum manni í hug,
að svikin haldi ekki áfram? Bank-
arnir blóðmjólkaðir. Íslendingar
sitja í súpunni. Eina leiðin til að
losna við glæframennina að hætta
að versla við fyrirtæki þeirra.
Beina viðskiptum sínum annað og
dreifðara.
Og er ekki Silfur Egils komið á
endastöð? Áður fyrr var þessi
þáttur vinsæll. Og þó Agli finnist
flott að tjá sig á „útlensku“ bað-
andi út öllum öngum, dugar það
ekki til. Við Íslendingar viljum ís-
lensku. Silfur Egils er ekki „að
gera sig“ eins og unglingarnir
segja.
Hinsvegar er Kiljan ágætis
þáttur. Þau Kolbrún Bergþórs-
dóttir, sem er skemmtilega öðru-
vísi, Páll Baldvin dá-
litið fýlupokalegur,
rúsínan í pylsuend-
anum er svo Bragi
Kristjónsson sem
smellpassar með hin-
um tveim. Agli má al-
veg sleppa.
Nýlega var skrítið
viðtal við Jóhönnu
Sigurðardóttur í
Kastljósi Þar ræddi
Þóra Arnórsdóttir við
Jóhönnu. Þetta var
undarlegt viðtal. Tak-
ið eftir, verið var að
ræða við forsætisráð-
herra landsins. En
þetta samtal varð eins
og rabb, rabb í saumaklúbbi.
Þóra þessi grípur jafnan fram í
fyrir svarandanum og það gerði
hún líka nú. Kannski skipti það
engu máli því Jóhanna hafði ekk-
ert fram að færa. Hefur hún þó
ævinlega verið tiltæk með Skjald-
borg heimilanna sem engir trúa á
lengur.
Nú ættu þeir sem fóru mikinn
og gengu blysför til Jóhönnu og
fengu hana til að taka við embætti
forsætisráðherra að fara aðra
blysför til hennar og biðja hana að
víkja úr embættinu strax. Nema
skynsemin segi Jóhönnu sjálfri að
hennar tími sé liðinn.
Íslendingur.
Ást er…
… betri en sálgreining.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30,
vinnustofa opnar kl. 9, útskurður kl.
13, bingó kl. 13.30.
Árskógar 4 | Smíðastofa opnar kl.
9.30, bingó kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla,
handavinna, kertaskreytingar, helgi-
stund kl. 10, séra Hans Markús og
Þorvaldur Halldórsson.
Dalbraut 18-20 | Harmonikka og
söngur kl. 14. Sögustund fellur niður í
dag.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8,
botsía kl. 10.45, listamaður mánaðar-
ins.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur næstkomandi sunnudag kl.
20, Borgartríó leikur fyrir dansi. Aðal-
fundur félagsins verður haldinn laug-
ardaginn 20. febrúar næstkomandi kl.
13 í Stangarhyl 4.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl.
9.30 og kl. 13, málm- og silfursmíði kl.
9.30, jóga kl. 10.50, spænska kl. 13 og
félagsvist kl. 20.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður kl. 9, jóga og trjáálfar kl. 9.30,
ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30, bingó
kl. 13.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vinnustofur í Jónshúsi kl. 9.30,
námsk. í handav. og félagsvist FEBG
kl. 13. Rútuferð í útvarpshúsið – Út-
svar, frá Jónshúsi kl. 19.15 og Garða-
bergi kl. 19.20.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofa
kl. 9, m.a. bókband, kl. 10 prjónakaffi,
stafganga kl. 10.30, spilasalur opinn
frá hádegi. kóræfing kl. 14.30, s. 575-
7720.
Háteigskirkja Brids-aðstoð kl. 13 á
föstud. í Setrinu Háteigskirkju.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9,
botsía kl. 10, bingó kl. 13.30, bókabíll
kl. 14.45.
Hraunsel | Rabb kl.9, leikfimi kl.
11.30, brids kl. 12, dansleikur kl.
20.30, Þorvaldur Halldórsson leikur og
syngur.
Hvassaleiti 56-58 | Leikfimi kl. 9 og
10, vinnustofa kl. 9, postulín, nám-
skeið í myndlist kl. 13, bingó kl. 13.30.
Hæðargarður 31 | Hringborðið. kl.
8.50, gönuhlaup og thachi kl. 9, leik-
fimi kl. 10. Listasmiðjan; myndlist 9,
bíódagur í Betri stofu kl. 15.30; At-
ómstöðin, s. 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjá-
bakka kl. 13, uppl. í s. 554-2780, glod-
.is.
Korpúlfar Grafarvogi | Listasmiðja,
glerskurður – tréskurður, er opin á
Korpúlfsstöðum kl. 13-16.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða-
klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús
vist og bridge kl. 13, hárgreiðslustofa
opin s. 862-7097, fótaaðgerðastofa
opin s. 552-7522.
Vesturgata 7 | Skartgripagerð/
kortagerð, glerbræðsla og spænska kl.
9, enska kl. 10.45, sungið við flygilinn
kl. 13,30, tölvukennsla kl. 14, dansað í
aðalsal kl. 14.30. Laust á byrjend-
anámskeið í spænsku á þriðjudögum
kl. 10.45, kennari Elba Altuna, upplýs-
ingar og skráning í síma 535-2740.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja,
leirmótun, handavinnustofan opin,
morgunstund, leikfimi og bingó kl.
13.30, fínir vinningar í boði.
Sigmundur Benediktsson leggurorð í belg um Esjuna og vísar til
þess að um daginn hafi fólk verið
sýnt þar á gangi í Sjónvarpinu; hann
lét sér fátt um finnast:
Sjónvarp hennar sýndi stuð
og safnagötur breiðar,
mér virtist hún malbikuð
mestan hluta leiðar.
Þegar sjónvarpssendir var fyrst
settur á Vaðlaheiði sást útsendingin
misvel í Mývatnssveit, til dæmis
mjög illa í Reykjahlíð og Reynihlíð.
Pétur Jónsson í Reynihlíð sagði að
Belgjarfjall (Vindbelgur) skyggði á
geislann. Þá orti Egill Jónasson:
Skaparinn er hygginn kenjakall,
hans kúnstir fyrirliggja í seinni tíð,
að vera nú að byggja Belgjarfjall
bara til að skyggja á Reykjahlíð.
Árni Björnsson skrifar Vísna-
horninu um mál málanna, Esjuna,
„þetta fjall sem Sveinn Skorri sagði
að minnti sig á útrunninn fjóshaug.
Mig langar að bæta við haustvísu
um hana sem ég lærði fyrir hálfri
öld og er eftir Jón Rafnsson:
Finnst mér ærið, Esja kær,
yndisblærinn þrotinn.
Eðla mær, svo ung í gær,
orðin hæruskotin.“
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af Esjunni og Vaðlaheiði