Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 38

Morgunblaðið - 12.02.2010, Side 38
38 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2010 BJÖRG Atla opnar mál- verkasýningu í Listasal Garða- bæjar á Garðatorgi 7 á morg- un, laugardag. Sýninguna nefnir hún Tilbrigði við stef. Björg útskrifaðist úr mál- aradeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands 1982. Hún hef- ur verið með eigin vinnustofu síðan 1982 og kenndi málun á námskeiðum í Myndlistaskól- anum í Reykjavík 1982-87. Björg hefur haldið nokkrar einkasýningar, síðast í Hafnarborg í Hafnarfirði 2004, og tekið þátt í samsýningum, þar á meðal tveimur sýningum listamanna í Garðabæ 2009. Sýningin verður opin frá kl. 13-18 og stendur til 28. febrúar. Myndlist Björg Atla sýnir tilbrigði við stef Björg Atla sýnir í Garðabæ. ÞÓR SIGURÐARSON, safn- vörður Minjasafnsins á Ak- ureyri, segir draugasögur í Gamla bænum í Laufási í Eyjafirði á sunnudagskvöld. hann leggur áherslu á þjóð- legar draugasögur sem gerð- ust innan torfbæja en þar var nóg um dimm göng og rangala og ýmislegt gat leynst í hverju skúmaskoti. Félagar í kvæða- mannafélaginu Gefjuni á Ak- ureyri, Rósa María Stefánsdóttir og Kristín Sig- tryggsdóttir, munu einnig kveða draugalegar rímur. Aðgangur verður takmarkaður og því þarf að tilkynna þátttöku til Minjasafnsins á Akureyri Þjóðfræði Draugasögur í Laufási í Eyjafirði Þór Sigurðarson safnvörður. LISTAKONAN Jóna Heiða Sigurlásdóttir opnar myndlist- arsýningu í Gallerý KvikkFix í Vesturvör 30c í Kópavogi. Jóna Heiða lauk námi frá Listahá- skóla Íslands, stundaði í kjöl- farið nám við Universität der Künste í Berlín og nam kennslufræði við Listaháskóla Íslands. Á sýningunni verða átján myndverk, innsetning og KÍMERA creations-skart- gripir sem hún hannar og framleiðir. Jóna Heiða hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum en þetta er fyrsta einkasýning hennar á höfuðborgarsvæð- inu. Sýningin er opin á afgreiðslutíma KvikkFix alla virka daga og stendur til 9. apríl. Myndlist Jóna Heiða sýnir í Gallerý KvikkFix Jóna Heiða Sigurlásdóttir Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SAFNANÓTT er haldin í dag í fimmta sinn. Undanfarin ár hefur Safnanótt verið hluti af Vetrarhátíð, en þar sem Vetrarhátíð er aflögð í bili fær Safnanóttin að njóta sín sem aldrei fyrr. Safnanótt hefur verið einn stærsti liður Vetrarhátíðar, en verður nú stærri en nokkru sinni að sögn Guðríðar Ingu Ingólfsdóttur, verk- efnisstjóra viðburða hjá Höfuðborgarstofu, enda spannar hún nú allt höfuðborgarsvæðið, „nær ekki bara til Reykjavíkur heldur verða líka söfn á Seltjarnarnesi, í Kópavogi, Hafnarfirði og Mos- fellsbæ með að þessu sinni og söfnin því 35 í stað 25 safna síðast,“ segir Guðríður. Hún segir að undirbúningur fyrir hverja safnanótt hefjist haustið fyrir hverja hátíð, enda sé að mörgu að hyggja. Tveir starfsmenn Höf- uðborgarstofu vinni að skipulagningu, en annars sjá söfnin sjálf hvert um sína dagskrá. „Við leggjum ákveðna línu, veljum tiltekið þema, sem er Draumar að þessu sinni, en síðan skipuleggja söfnin sjálf sína dagskrá og senda til okkar.“ Eins og sagði taka 35 söfn þátt í Safnanótt að þessu sinni, en einnig tengjast henni aðrir við- burðir eins og hátíðin Kærleikar sem Guðríður segir að verði eins konar forréttur Safnanætur og hefst á Austurvelli kl. 18.00. Borgarstjórinn í Reykjavík, Hanna Birna Kristjánsdóttir, setur Safnanóttina síðan formlega kl. 19.00 á túninu við Tjarnarbrúna og þá verður fluttur ljósa- gjörningur bandaríska listamannsins Bills Fitz- gibbons, sem lýsir upp öndvegissúlur Ráðhússins við tónmynd Sverris Guðjónssonar. Síðan rekur hver viðburðurinn annan í söfnunum, en dag- skráin stendur til miðnættis. Sem dæmi um það sem fram fer má tína til að raftónlistarmaðurinn Rúnar Magnússon verður með draumavélainnsetningu með tónlist í Ás- mundarsafni, Ragnheiður Gröndal flytur íslensk vögguljóð ásamt undirleikara á Bókasafni Garða- bæjar, Íslandsmynd danska orlogskafteinsins A.M. Dams, sem tekin var á Íslandi 1938 og 1939, verður sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði, ljóðaslamm, ljóðlistarkeppni ungs fólks, verður í Borgarbókasafni Reykjavíkur, nútímadansverk verður flutt á Borgarskjalasafni Reykjavíkur, fé- lagar í Smábílaklúbbi Íslands bjóða gestum og gangandi að spreyta sig á að stýra fjarstýrðum rafdrifnum smábílum í anddyri Minjasafns Orku- veitu Reykjavíkur, Þorvaldur Friðriksson skrímslafræðingur leiðir næturgesti um sýning- arsali Náttúrufræðistofu Kópavogs, styrkt- arfélagið Göngum saman leiðir vasaljósagöngu frá Þjóðminjasafni að Vesturbæjarlaug, nútíma- dansverkið This is not Entertainment, sem Kama Jezierska og River Carmalt sömdu og dansa, verður flutt í Borgarskjalasafni Reykja- víkur, sýning verður á portrettum af þjóð- kunnum Íslendingum og getraunaleikur í tengslum við hana í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar, Ólafur Ásgeirsson fjallar um hinn þekkta morðingja Axlar-Björn og samtíð hans í lestr- arsal Þjóðskjalasafns Íslands og ratleikur verður um borð í Varðskipinu Óðni við Grandagarð svo fátt eitt sé talið. Sérstakur safnanæturstrætó gengur á milli safnanna sem auðveldar gestum að sjá sem mest af því sem í boði verður, en að sögn Guðríðar verða ríflega 150 viðburðir í boði á höfuðborg- arsvæðinu. „Gestir á síðustu Safnanótt voru um 10.000 en það má gera ráð fyrir því að þeir verði talsvert fleiri að þessu sinni.“ Fjölbreytt Safnanótt stendur frá kl. 19:00 og fram á nótt. Kristján „KK“ Kristjánsson tekur þátt í Safnanóttinni að þessu sinni og heldur stofutónleika í Gljúfrasteini, safni Halldórs Laxness, kl. 21.00. Safnastrætó ekur frá Kjarvalsstöðum til Gljúfrasteins klukkan 20 og til baka klukkan 22. Fjölbreytt Safnanótt  Safnanótt haldin á höfuðborgarsvæðinu  35 söfn þátttakendur – 25 söfn voru með síðast  Yfir 150 atburðir í boði frá kvöldi og fram á nótt Eins og fram kemur hér til hliðar verður hátíðin Kærleikar einskonar forleikur að Safnanótt, en hún hefst á Austurvelli kl. 18. Hugmyndasmiður og skipuleggjandi Kærleika er Bergljót Arnalds, en hátíðin er haldin til að skapa samkennd, veita hvatningu og styrk. Kærleikar hefjast með því að nokkrir þekktir einstaklingar fjalla um kærleikann, en síðan er gengin kærleiksganga í kringum Tjörnina ásamt lúðrasveitinni Svani og kórar Reykjavíkur sam- einast í fjöldasöng. Af öðrum atriðum má nefna að Páll Óskar syngur „Sönginn um lífið“, björg- unarsveitarmenn sem voru við störf á Haítí koma fram, allsherjargoðinn Hilmar Örn Hilm- arsson, séra Helga Soffía Konráðsdóttir, prestur í Háteigskirkju, Óskar Bjarni Óskarsson aðstoð- arlandsliðsþjálfi, Sönglist, Rauði krossinn, Frið- arhús og fleiri. Litur hátíðarinnar er rauður og því beint til væntanlegra gesta að klæðast ein- hverju rauðu. Vetrarjazzhátíð í Reykjavík tengist líka Safna- nótt og verður með sérstaka dagskrá í Norræna húsinu með þátttöku djassleikara frá Íslandi, Finnlandi og Noregi í Norræna húsinu. Tónleikar verða á klukkutíma fresti, en þá munu listamenn sem fram koma á Vetrarjazzhátíð flytja sýn- ishorn af dagskrá sinni, þar með taldar norska hljómsveitin Pelbo og finnska hljómsveitin Plop. Kærleikar og djassleikar Í DAG: Kl. 20:00-24:00 Safnanótt með þátttöku djassleikara frá Ís- landi, Finnlandi og Noregi í Nor- ræna húsinu. Tónleikar á klukkutíma fresti. Kl. 22:00Tríó Sunnu Gunnlaugs leikur tónlist eftir Bill Frisell í Kaffi Kúltúra. Kl. 23:00 Frelsissveit hins nýja Íslands leikur í kjallaranum á Kaffi Kúltúra. Frumsamin tón- list innblásin af atburðum líð- andi stundar útsett af Hauki Gröndal. Sveitina skipa auk Hauks Óskar Guðjónsson, Snorri Sigurðarson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Þor- grímur Jónsson og Scott MacLemore. Vetrarjazzhátíð LEIKVERKIÐ Gerpla, í leikstjórn Baltasars Kormáks, verður frum- sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Gerpla, ein kunnasta skáld- saga Halldórs Laxness kom úr fyrir tæpum 60 árum en hefur ekki verið færð á svið fyrr en nú. Leikgerðina vann Baltasar ásamt Ólafi Agli Eg- ilssyni og leikhópnum. Í Gerplu skrifaði Halldór sögu fóstbræðr- anna Þorgeirs Hávarssonar og Þor- móðs Kolbrúnarskálds, sem kunnir eru úr Fóstbræðrasögu, á nýjan hátt. Hann afhelgar þar hugmyndir manna um söguöldina og hetjur hennar en blés um leið nýju lífi í samband þjóðarinnar við bók- menntaarfinn. Jóhannes Haukur og Björn Thors leika fóstbræðurna Þetta er áttunda sýningin sem Baltasar leikstýrir í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur meðal annars sett þar á svið ýmis stórvirki klassískra leik- bókmennta, þar á meðal eftir Shake- speare, John Ford, Ibsen og Tsjek- hov. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir sýningarnar Þetta er allt að koma og Pétur Gaut. Með hlutverk fóstbræðranna fara þeir Jóhannes Haukur Jóhannesson og Björn Thors. Níu aðrir leikarar fara með hlutverk í sýningunni. Grétar Reynisson hannar leikmynd, Helga I. Stefánsdóttir búninga, Lár- us Björnsson lýsingu og hljóðmynd skapar Gísli Galdur Þorgeirsson. Saga um fóstbræður Úr sýningu Þjóðleikhússins á Gerplu. Frumsýna Gerplu í kvöld Ný leikgerð sögu Halldórs Laxness Það þykir ekkert hallærislegt lengur að kynnast makanum á Facebook eða Einkamál.is. 40 »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.