Morgunblaðið - 18.02.2010, Síða 16

Morgunblaðið - 18.02.2010, Síða 16
16 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010 Bónus Gildir 18.-21. febrúar verð nú áður mælie. verð Frosinn heill kjúklingur ............... 498 598 498 kr. kg GV ferskar grísakótilettur ............ 898 998 898 kr. kg NV ferskt nautahakk ................... 898 998 898 kr. kg Frosin lambalæri ....................... 1.018 1.198 1.018 kr. kg Frosin ýsuflök m/ roði og beini .... 593 698 593 kr. kg ÍF ungnautahamborgarar, 10x100 g.................................. 1.298 1.398 1.298 kr. pk. Myllu heimilisbrauð, 770 g ......... 198 279 257 kr. kg Heinz tómatsósa, 2x567 g.......... 198 396 174 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 18.-20. febrúar verð nú áður mælie. verð Svínalundir (kjötborð) ................ 1.498 2.198 1.498 kr. kg Nautafile (kjötborð) ................... 2.498 2.998 2.498 kr. kg Hamborgarar, 2 stk., m/brauði ... 298 398 149 kr. stk. FK kjúklingur 1/1 ferskur............ 599 749 599 kr. kg Ísfugl kalkúnasn. lausfr., 800 g ... 996 1.383 996 kr. pk. Ísfugl kalkúnaborg. lausfr., 800 g 996 1.383 996 kr. pk. Ísfugl kalk.nuggets lausfr., 800 g 996 1.383 996 kr. pk. Ísfugl kalkúnaboll. lausfr., 800 g . 996 1.383 996 kr. pk. Hagkaup Gildir 18.-21. febrúar verð nú áður mælie. verð Jóa Fel. fyllt læri ........................ 1.949 2.598 1.949 kr. kg Nautaat, file .............................. 2.099 3.498 2.099 kr. kg Íslandsnaut, ribeye .................... 2.449 3.498 2.449 kr. kg Caj P’s lambalundir lt. ................ 3.415 4.878 3.415 kr. kg Holta kjúklingabringur ................ 1.820 2.595 1.820 kr. kg Holta kjúklingabollur .................. 903 1.389 903 kr. kg Hámark próteindrykkur ............... 189 209 189 kr. stk. Gróf rúnnstykki, 4 stk. ................ 199 299 199 kr. pk. Kostur Gildir 18.-22. febrúar verð nú áður mælie. verð Kostur kryddað lambalæri .......... 1.429 1.905 1.429 kr. kg Frón freistingar, 2 teg., 150 g ...... 99 159 660 kr. kg Aro hreinn epla/appelsínusafi .... 105 185 105 kr. ltr Merlo fiskborgarar með osti ........ 659 823 659 kr. kg Evergreen maísblanda, frosin ...... 198 299 198 kr. kg Aro steiktur laukur, 500 g ........... 258 349 516 kr. kg Krónan Gildir 18.-21. febrúar verð nú áður mælie. verð Lambafile með fiturönd .............. 2.998 3.498 2.998 kr. kg Grísagúllas................................ 998 1.598 998 kr. kg Grísasnitsel ............................... 998 1.698 998 kr. kg Grísakótilettur............................ 898 1.498 898 kr. kg Grísakótilettur kryddaðar ............ 898 1.598 898 kr. kg Grísahnakki úrb. sneiðar............. 998 1.698 998 kr. kg Grísahnakkasneiðar úrb. krydd.... 998 1.798 998 kr. kg Grísaskankar............................. 249 298 249 kr. kg Grísalundir erlendar, frosnar ....... 1.498 2.598 1.498 kr. kg Nóatún Gildir 18.-21. febrúar verð nú áður mælie. verð Lamba-ribeye ............................ 3.198 3.998 3.198 kr. kg Lamba-ribeye kryddað................ 3.198 3.998 3.198 kr. kg Lambalærissneiðar .................... 1.598 1.998 1.598 kr. kg Lambaframhryggjarsneiðar ......... 1.598 1.998 1.598 kr. stk. Ungnautafile ............................. 2.898 3.898 2.898 kr. kg Nóatúns hakkbollur í súrsætri sósu ......................................... 998 1.498 998 kr. kg Laxaflök beinhreinsuð ................ 1.498 1.798 1.498 kr. kg Ísl. m. kjúklingabringur ............... 1.798 2.298 1.798 kr. kg Emmess ísblóm m/daim ............ 339 483 339 kr. pk. Þín verslun Gildir 18.-24. febrúar verð nú áður mælie. verð Úrb. svínahnakki úr kjötborði ...... 898 1.698 898 kr. kg Svínakótelettur úr kjötborði......... 898 1.598 898 kr. kg Svínalundir úr kjötborði .............. 1.398 1.998 1.398 kr. kg Ísfugls kjúkl.bringur úrbeinaðar ... 2.094 2.992 2.094 kr. kg Maryland kexkökur, 150 g .......... 110 135 734 kr. kg Gevalia kaffi rauður, 500 g ......... 645 789 1.290 kr. kg Ota hafragr., epli/kanill, 330 g ... 525 645 1.591 kr. kg Lu Bastogne kexkökur, 260 g...... 319 398 1.227 kr. kg Haust hafrakex, 225 g................ 255 285 1.134 kr. kg helgartilboð Kjöt víða á betra verði Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þetta var skemmtilegt í allastaði en auðvitað þurfti aðhafa fyrir þessu, til þessvar nú leikurinn gerður,“ segja þau Bjarney Margrét Jóns- dóttir og Gísli Örn Arnarson, sem sigruðu ellefu fjöll í fyrra þegar þau tóku þátt í fjögurra mánaða æf- ingaáætlun sem endaði á toppi Hvannadalshnúks, hæsta fjalli Ís- lands. „Þetta var samstarfsverkefni Íslenskra fjallaleiðsögumanna og 66°N sem kallaðist Toppaðu. Það var mjög stór hópur sem fór af stað í byrjun febrúar og gekk saman nokkrum sinnum í mánuði undir dyggri stjórn fjallaleiðsögumanna. Þess á milli fengum við fræðslu um ýmislegt sem viðkemur göngum á fjöllum. Vissulega gengum við mest upp á við og tókumst á við mörg fjöll til að þjálfa okkur fyrir átökin við Hvannadalshnúk í júní, en við fórum líka í aðrar göngur, til dæmis kraftgöngur um Heiðmörkina og hellaferð í Þrengslin,“ segja þau Bjarney og Gísli sem þekktust ekki fyrir átaksverkefnið en urðu ágætis göngufélagar. Langaði að reyna meira á sig Bjarney segir að það hafi verið mikil áskorun fyrir hana að taka þátt og frábært að kynnast mörgu af því góða fólki sem tilheyrði hópn- um og var á öllum aldri. „Ég skellti mér einsömul í þetta vegna þess að ég var hætt að nenna að bíða eftir því að einhver nennti að fara með mér. Ég átti líka eftir að klára Hvannadalshnúkinn, en þremur ár- um áður komst ég langleiðina upp á hann. Ég hafði gengið mikið á sumrin en mig langaði til að ganga á fjöll á vetrum. Ég var komin í fantagott gönguform eftir að þessu verkefni lauk og gat því farið létti- lega upp á nokkur fleiri fjöll það sem eftir lifði sumars.“ Gísli hefur ferðast mikið um há- lendið í jeppaferðum en hann lang- aði að fara fótgangandi og reyna meira á sig. „Þegar maður situr mikið í vinnunni og sér svo töluna á vigtinni síga hægt og rólega upp á við, þá er kominn tími til að gera eitthvað. Ég fór í þetta átak með Óðni frænda mínum, en mér leist satt að segja ekkert á það í upphafi að fara að stunda fjallgöngur um hávetur, því mér hafði ekki gengið neitt sérstaklega vel að ganga í snjó fram að því. En kosturinn við að ganga í snjó með svona stórum hópi er sá að þeir fyrstu og vönustu troða leiðina og búa í raun til tröpp- ur fyrir okkur sem á eftir komum.“ Baslið var skemmtilegast Þau segja það hafa verið frábært að finna hversu fljótt þau komust í gott gönguform og færðust frá því að hafa verið fyrir miðju eða aft- arlega í hópnum í það að vera með þeim fremstu. Enda voru göng- urnar ekkert droll heldur kraft- göngur sem tóku vel í. „Gangan á Hvannadalshnúk var að mörgu leyti auðveldari en margt af því sem við tókumst á við í æfingaferðunum á undan. Eftirminnilegustu ferðirnar eru þær sem við lentum í einhverju basli í. Þegar við fórum á Húsfellið, var það eitt drullusvað og við lent- um í svartaþoku svo sá vart handa skil. Þetta var heilmikið ævintýr og erfitt. Við fórum líka niður af fjall- inu annars staðar en til stóð og þurftum að klöngrast niður þröngt og ísilagt haft í svartamyrkri. Það tók tímann sinn að koma öllum þar í gegn og okkur kólnaði fljótt við að standa og bíða. Við lentum líka í óvæntu og snælduvitlausu veðri þegar við gengum á Skarðsheiðina, en við vorum vel búin og þá er gam- an að vera úti í kolvitlausu veðri.“ Heitt hraun á Heklunni Hekluferðin stendur upp úr hjá þeim báðum en þá var veðrið ein- staklega fallegt. „Það var mögnuð upplifun að leggja lófann á volgt hraunið efst uppi á þessari drottn- ingu og finna ylinn sem í henni býr. Gangan á Hekluna var brött og tók vel í, en einstaklega skemmtileg, kannski vegna þess að þegar maður er kominn í gott gönguform þá er gaman að takast á við eitthvað erf- itt.“ Gísli missti aðra höndina við öxl þegar hann var ungur sjómaður og lenti í spili. Hann er með gervi- handlegg sem hann getur þó ekki beitt. En hann segir það ekkert hafa hamlað sér að ráði í fjallgöng- unum. „Ég var alveg ófeiminn við að láta fólk styðja mig ef þess þurfti, til dæmis þegar ég datt í hellinum og þurfti hjálp til að kom- ast á fætur. Ofan í hellinum var ís og mjög erfitt að fóta sig en þessi hellaferð var mjög skemmtileg og þar lærðum við að ganga á brodd- um,“ segir Gísli sem á ekki í neinum vandræðum með að bera bakpoka þó hann sé einhentur. „Ég sækist reyndar eftir því að ganga á fjöll með tíu kílóa bakpoka ef ég er slæmur í bakinu, því það gerir mér gott. En stundum þarf ég hjálp við að smella honum á mig og hún Bjarney var yfirleitt fús til að hjálpa mér við það.“ Tvær dagsetningar voru í boði fyrir lokagönguna á Hvannadals- hnúk en þau Gísli og Bjarney tókust ekki á við hann sama daginn. Dag- inn sem Bjarney fór var veðrið ein- staklega gott og jökullinn skartaði sínu fegursta. Aftur á móti var skyggnið lélegt þegar Gísli fór upp viku seinna. „Það var þoka nánast alla leiðina og lítið að sjá, en þegar á toppinn var komið reif hann af sér og útsýnið var stórkostlegt.“ Þau eru sammála um að ekki sé laust við að þau hafi fyllst ákveðinni tómleikatilfinningu þegar fjöllin öll voru sigruð. En erfiðið efldi þau til að takast á við fleiri fjöll og Bjarney er núna í hópi Fjallafólks Íslenskra fjallaleiðsögumanna sem gengur saman einu sinni í viku. ,,Sjáið tindinn, þarna fór ég!“ Sigur Gísli ásamt göngufélögum sínum í línu á leið niður af Hvannadalshnúk, toppurinn í baksýn. Garpar Bjarney á Eyjafjallajökli, Vilborg Rafnsdóttir kemur á hæla henni. Sá sem svo mælir í ljóði Tómasar Guðmunds- sonar, Fjallgangan, er ekki einn um að vilja sigra fjöll. Veturinn er góður tími til að koma sér í fjallgönguform. Eftirminnilegast var þegar við lentum í basli. Hús- fellið var eitt drullusvað og við lentum í svartaþoku svo sá vart handa skil. Hengilinn Húsfell Skarðsheiði Vífilsfell Eyjafjallajökul Esjuna (Þverfellshorn) Keili Heklu Sveifluháls Esjuna (Dýjadalshnúk) Móskarðahnúka Hvannadalshnúk Gengið var á www.fjallaleidsogumenn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.