Morgunblaðið - 18.02.2010, Qupperneq 33
Dagbók 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010
Sudoku
Frumstig
4
9
4 7 8
3 1 7
2 8 3 4
6 2 1 9
2 9
9 7 3 2
1 6 2 4 8 7
7 6
7 9 4
5
1 9 3
1 7 2 6
3 2
4 7 5 1 2 6
1 4 7
9
6
1 2 8
4 8 6 7
3 2 4
1 4 6
4 2 6 7 3 8
2 1
9 3 6
1
5 6 4 1 2 8 7 9 3
2 1 9 3 6 7 4 5 8
3 7 8 9 4 5 6 2 1
8 3 6 4 1 2 5 7 9
9 4 2 7 5 3 8 1 6
7 5 1 6 8 9 3 4 2
6 2 7 8 9 4 1 3 5
4 8 5 2 3 1 9 6 7
1 9 3 5 7 6 2 8 4
5 4 9 1 6 8 3 2 7
7 1 8 3 2 5 6 9 4
6 2 3 4 7 9 8 5 1
2 9 5 8 4 3 7 1 6
4 3 6 7 9 1 5 8 2
1 8 7 6 5 2 9 4 3
8 6 2 5 3 4 1 7 9
9 7 1 2 8 6 4 3 5
3 5 4 9 1 7 2 6 8
7 9 1 4 2 5 6 3 8
3 8 4 6 1 9 2 5 7
2 5 6 8 7 3 4 9 1
5 6 3 2 4 1 7 8 9
8 4 9 5 3 7 1 2 6
1 2 7 9 6 8 3 4 5
6 3 8 1 9 4 5 7 2
4 1 5 7 8 2 9 6 3
9 7 2 3 5 6 8 1 4
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 18. febrúar,
49. dagur ársins 2010
Orð dagsins: En ef einhver elskar
Guð, þá er hann þekktur af honum.
(I. Kor. 8, 3.)
Ekki er langt síðan hitinn íReykjavík nálgaðist tveggja
stafa tölu á meðan fólk barðist við
fannfergi og fimbulkulda beggja
vegna Atlantsála. Nú hefur hins veg-
ar kólnað á suðvesturhorninu, hita-
stigið komið niður fyrir frostmark,
himinn heiður og svifryk á lofti. Ólík-
legt er hins vegar að búast megi við
miklum vetrarhörkum úr þessu enda
sól farin að hækka mikið á lofti og
farið að grýja af degi um eða upp úr
níu að morgni. Víða gægjast blóm-
laukar upp úr moldinni, ótímabærir
vorboðar, sem þurfa meira en örlítið
frost til að hörfa undan kuldabola.
x x x
Þótt veður séu mild um þessarmundir er ekki þar með sagt að
hægt sé að bóka veðurleysi á Íslandi.
Fyrir því fengu ferðalangar á Lang-
jökli að finna um helgina. Víkverji er
ekki mikil fjallageit og myndi eiga í
vandræðum með að bera kennsl á
vélsleða innan um önnur undratæki
samtímans. Segja má að umhverf-
isverndarstefna Víkverja sé í því
fólgin að hann heldur sig heima hjá
sér í stað þess að þvælast upp um
fjöll og firnindi og traðka á móður
náttúru í tíma og ótíma.
x x x
Hann botnar hins vegar ekki í þvíað þeir, sem efna til fjallaferða
á vélsleðum, skuli ekki gæta þess að
einhver úr þeirra röðum reki lestina
þegar óvant fólk er með í för, ekki
síst þegar fárviðri er í aðsigi. Auk
þess var Víkverji hvumsa að lesa að
ferðalöngum hefði ekki verið fenginn
hlýr fatnaður áður en haldið var á
fjöll.
x x x
Víkverji er slík kuldaskræfa aðhann fer ekki milli húsa þegar
kalt er í veðri nema dúðaður og er
reyndar þvílíkt stöngulmenni að það
að hin genetíska forritun að holda-
fari hans skuli hafa lifað af kynslóð
fram af kynslóð á hinu harðbýla Ís-
landi ætti beinlínis að teljast afsanna
kenningu Darwins um framgang
tegundanna og að aðeins hinir hæf-
ustu lifi af í óbilgjarnri náttúrunni.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 allhvassan
vind, 8 falleg, 9 róleg, 10
elska, 11 sorp, 13 pen-
ingar, 15 tími, 18 slagi,
21 eldstæði, 22 nirfill, 23
þjálfun, 24 skrýtlur.
Lóðrétt | 2 glefsa af
grasi, 3 flatarmálsein-
ingin, 4 þekkja, 5 talar
illa um, 6 krafts, 7 guð,
12 gyðja, 14 dveljast, 15
bráðum, 16 alda, 17 ílát-
ið, 18 borða, 19 húsdýra,
20 kvennafn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 þerna, 4 klasi, 7 rómað, 8 ósómi, 9 afl, 11 aðan,
13 ýsan, 14 áfall, 15 garð, 17 anga, 20 æki, 22 ætlar, 23
lyfta, 24 akarn, 25 trana.
Lóðrétt: 1 þerna, 2 remma, 3 agða, 4 kjól, 5 atóms, 6 ið-
inn, 10 flakk, 12 náð, 13 ýla, 15 glæta, 16 rolla, 18 nefna,
19 apana, 20 æran, 21 illt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. c4 c6 2. d4 d5 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6
5. b3 Be7 6. Bb2 0-0 7. Bd3 Rbd7 8.
Rbd2 b6 9. 0-0 Bb7 10. De2 Hc8 11.
Hac1 He8 12. Re5 Rxe5 13. dxe5
dxc4 14. Rxc4 Rd5 15. Hfd1 Hc7 16.
Bb1 Hd7 17. Dd3 g6 18. e4 b5 19.
Rd6 Rf4 20. De3 Bxd6 21. Hxd6
Hxd6 22. exd6 Dg5 23. g3 e5 24.
Kf1 Re6 25. Dxg5 Rxg5 26. f4 exf4
Staðan kom upp á Kornax-
mótinu, Skákþingi Reykjavíkur,
sem lauk fyrir skömmu í húsakynn-
um Taflfélags Reykjavíkur. Sig-
urvegari mótsins, Hjörvar Steinn
Grétarsson (2.358) hafði hvítt gegn
Bjarna Jens Kristinssyni (2.033).
27. Bf6! Re6 28. d7 Ha8 29. gxf4 b4
30. Kf2 c5 31. f5 og svartur gafst
upp enda staða hans ófögur á að
líta.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Þrjár eyður.
Norður
♠G974
♥–
♦ÁKD982
♣G63
Vestur Austur
♠KD103 ♠Á8652
♥G3 ♥ÁKD754
♦G1054 ♦76
♣Á75 ♣–
Suður
♠–
♥109862
♦3
♣KD109842
Suður spilar 6♣.
Þegar þrjár eyður koma saman í
einni gjöf er erfitt að finna hina einu
réttu sagnröð. Margar eru þó rök-
réttar. Spilið er frá tvímenningi
Bridshátíðar. Á einu borðinu voru Jón
Baldursson og Þorlákur Jónsson í N-S
gegn Norðmönnunum Per Austberg
og Erik Sælensminde. Allir á hættu.
Per vakti í austur á 1♥, Jón stökk í
4♣, Erik doblaði neikvætt, Þorlákur
sagði 4♦ og Per 4♠. Passað til Þorláks,
sem meldaði 5♣. Per sagði 5♥ og Erik
breytti í 5♠. Þorlákur sá nú fyrir sér
spaðaeyðu hjá makker og reyndi 6♣.
Vestur doblaði og kom út með ♠K. Jón
las spilið vel: tók strax ♦Á-K-D og víxl-
trompaði síðan upp í 12 slagi: 1540 og
99% skor. Aðeins ♣Á og meira lauf
hnekkir slemmunni, en margir sagn-
hafar fóru niður með öðru útspili – þeir
tóku ekki hátíglana strax.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Reyndu að hafa alla þræði í hendi
þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir
sem þig dreymir um. Sýndu öldruðum
nærgætni. Einhver biður þig um greiða.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú átt ekki að hika við að láta vinnu-
félaga þína standa við sín orð. Vinur er í
vanda, réttu honum hjálparhönd. Þú færð
það margfalt launað.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það er vandi að velja og því meiri
þeim mun fleira sem í boði er. Segðu hvað
þér finnst en ekki reyna að þröngva skoð-
unum þínum upp á aðra.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Láttu ekki hugfallast þótt á móti
blási. Hvíldu þig ef þú ert þreytt/ur, þótt
þú sért önnum kafin/n. Farðu að huga að
sumarfríinu.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú finnur til glaðværðar og bjartsýni
með hækkandi sól. Allir þurfa að byrja
smátt en þú þarft að gera samninga sem
þú getur staðið við. Eyddu ekki um efni
fram, það kemur í bakið á þér.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Vinur þinn gæti borið undir þig
hugmynd í tengslum við ferðalög eða
skólamál í dag. Láttu það eftir þér að
dreyma um gott frí.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það er alltaf best að horfast í augu við
raunveruleikann og haga orðum og gerð-
um í samræmi við hann. Einhver kemur
með skemmtilega tillögu varðandi ætt-
armót.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Valdamiklir einstaklingar
munu hugsanlega setja sig upp á móti fyr-
irætlunum þínum. Ekki trúa öllu sem þér
er sagt varðandi heilsu þína.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú átt ekki að hika við að segja
þína meiningu, hver sem í hlut á. Reikn-
aðu með að þurfa að blanda þér í deilur.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Alveg upp úr þurru færðu
óvenjulega hugmynd um hvernig þú getir
skemmt þér og öðrum. Eitthvað sem þér
fannst þá frumlegt er það ekki lengur.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú veist nákvæmlega hvernig
líf þitt á að vera út mánuðinn. Með lagni
og léttri lund hefst þetta allt.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Tunglið beinir augum þínum að
heimili, fjölskyldu og málefnum þeim
tengdum. Þolinmæði þrautir vinnur allar.
Þú hefur dýran smekk, haltu fast um
budduna.
Stjörnuspá
18. febrúar 1910
Tuttugu manns fórust er snjó-
flóð féll úr Búðarhyrnu á
byggðina í Hnífsdal, margir
slösuðust og eignatjón varð
mikið. „Eldsnöggt eins og
byssuskot dundi það yfir, eng-
inn fékk minnsta svigrúm til
þess að forða sér,“ sagði í
vikublaðinu Vestra.
18. febrúar 1959
Vitaskipið Hermóður fórst í
stormi og stórsjó undan Höfn-
um á Reykjanesi með allri
áhöfn, tólf manns. Skipið var á
leið frá Vestmannaeyjum þar
sem það hafði verið við störf á
vegum Landhelgisgæslunnar.
18. febrúar 2000
Kvikmyndahúsin í Reykjavík
fóru að sýna kl. 16, 18, 20, 22
og 24 í staðinn fyrir að hefja
sýningar klukkustund fyrr,
eins og tíðkast hafði um ára-
bil.
18. febrúar 2001
Einar Karl Hjartarson setti Ís-
landsmet í hástökki innanhúss
á móti í Laugardalshöll, stökk
2,28 metra. Metið stendur enn.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Reynir Þór Hafdal Sigurjónsson,
Gunnar Freyr Ragnarsson og
Adríana Margrét Jónsdóttir söfn-
uðu flöskum og fengu fyrir þær
4.297 krónur sem þau færðu Rauða
krossi Íslands til styrktar fólki á
Haítí.
Söfnun
„Ég er alltaf ánægð þegar ég fæ börnin og barna-
börnin til mín,“ segir Helga Sigurgeirsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, spurð hvernig sjötugsafmælið legg-
ist í hana. Helga segir afmælisdagana hafa verið
ágæta í gegnum tíðina. Hún muni sérstaklega eftir
tíu ára afmælisdeginum sínum sem lenti á bollu-
degi. Þá hafi allir fengið eina bollu en hún hafi feng-
ið tvær því að hún átti afmæli! Að þessu sinni ætlar
hún að halda upp á daginn með því að bjóða fjöl-
skyldunni heim til sín í mat. Á laugardaginn verður
haldið kaffiboð í Oddfellowsalnum á Ísafirði milli
klukkan 15 og 19 og eru allir velkomnir.
Helga byrjaði fimmtán ára að vinna á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísa-
firði. Hún lærði svo hjúkrun, fór aftur að vinna á sjúkrahúsinu eftir það
og vann þar í 55 ár. Helga segir að sér hafi fundist bæði gott og gaman
að vinna á sjúkrahúsinu og þar hafi hún alltaf unnið með afskaplega
góðu fólki. Áhugamál Helgu eru margvísleg og má þar nefna golf,
prjónaskap, félagsstarf Zonta og Félag sjálfstæðiskvenna á Ísafirði.
Einnig hefur hún sungið mikið, ýmist með Sunnukórnum eða Sjúkra-
húskórnum. Hún ætlar þó ekki að taka lagið í veislunni en vonar að ein-
hver taki það fyrir sig.
Helga Sigurgeirsdóttir er sjötug í dag
Vonar að einhver taki lagið
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is