Morgunblaðið - 18.02.2010, Page 43
Menning 43FÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2010
LEONARDO DiCaprio segist
skilja af hverju sumir leikarar
verði hálfklikkaðir. Hann segir
að það sé mikilvægt að halda sér
niðri á jörðinni þegar frægðin
og farsældin banki upp á því
hvort tveggja geti horfið mjög
snöggt.
„Þótt þú hafir staðið þig vel
einu sinni þýðir það ekki að þú
verðir alltaf góður. Þess vegna
hafa sumir bestu leikarar í
heimi orðið smáklikk. Þeir
skilja ekki hvað gerist þegar
þeir hætta að fá alla þessa at-
hygli. Maður verður að skilja að
þegar maður er heitur er maður
heitur en þegar maður er það
ekki er maður það ekki,“ segir
DiCaprio.
Hinn 35 ára hjartaknúsari
segir að vinir hans hjálpi honum
að halda sér á jörðinni og leyfi
honum ekki að haga sér eins og
stjarna.
Reuters
Jarðbundinn Leo DiCaprio.
Á jörðinni
BENNI
8.990
A3 OUTLET · AUSTURHRAUNI 3
210 GAR-DABÆ · SÍMI 533 3811
ELvA
5.990
JÚLÍUS
6.990
CASALL
4.990
DÓRA
4.990
ASICS
14.990
Klassísk flíspeysa. Tveir vasar og rennilás
sem hægt er að renna í báðar áttir. Tecno-
pile® flísefni frá Pontetorto®. Frábær flís-
peysa sem hentar við flest tækifæri. Fæst
í rauðu og svörtu. Verð áður: 14.990 kr.
Júlíus og Júlíana, herra- og dömubuxur.
Hægt að nota bæði sem kvartbuxur og
stuttbuxur. Teygjanlegt efni sem þornar
hratt. Hentugar í gönguferðina.
Verð áður: 12.990 kr.
Heilrennd peysa fyrir stelpur og stráka.
Tecnostretch® efni frá Pontetorto®.
Flatlock saumar og YKK® rennilásar. Létt,
þægileg og hlý flík. Verð áður: 10.990 kr.
Léttar og þægilegar buxur fyrir stelpur og
stráka úr Tecnostretch® efni frá Ponte-
torto®. Rennilás á skálmum víkkar buxurnar
út að neðan og þá passa þær fullkomlega
yfir göngu- eða skíðaskó. Teygja í mitti.
Henta vel sem innsta lag, utan yfir ullar-
nærfatnað eða einar og sér.
Verð áður: 6.990 kr.
Asics Gel-Trail Attack. Frábærir hlaupa-
skór með góðu gripi og stuðningi við ökkla
og henta því sérstaklega vel utan venjulegra
hlaupastíga. Skórnir henta að sjálfsögðu
líka til götuhlaupa og hlaupurum með
mismunandi hlaupalag.
Verð áður: 21.990 kr.
Klassískur og kvenlegur hlýrabolur fyrir
leikfimina. Einstök gæði og ending. Fæst
í svörtu og hvítu. Verð áður: 7.990 kr.
GERÐU FRÁBÆR kAUP
Á NÝJUM vÖRUM
Á LÆkkuðu VERÐI 70%
ALLT AÐ
AFSLÁTTUR
HLJÓMSVEITIN Bandið bak við
eyrað er ofan úr Borgarfirði og
hefur helgað sig Bítlaarfinum með
góðum árangri. Sveitin er ekki
ýkja gefin fyrir að koma fram, en
lætur sig þó hafa það öðru hvoru
og verður þannig á Rósenberg í
kvöld.
Aðal Bandsins bak við eyrað er
að spila Bítlalög í sérstökum út-
setningum Sigurðar Rúnars Jóns-
sonar fiðlu- og bassaleikara, sem
þjóðin þekkir sem Didda fiðlu, en
aðrir í sveitinni með honum eru
þau Ása Hlín Svavarsdóttir söng-
kona, Gunnar Ringsted gítarleik-
ari, Ólafur Flosason óbó- og klar-
ínettuleikari og Zsuzsanna Budai
píanóleikari. Sögumaður á tón-
leikum sveitarinnar er Ingólfur
Margeirsson rithöfundur og Bítla-
fræðingur.
Hljómsveitin er upprunnin hjá
tónlistar- og leiklistarkennurum
úr Borgarnesi og hélt sína fyrstu
tónleika í maí á síðasta ári. Tón-
leikarnir á Rósenberg í kvöld hefj-
ast kl. 21.
Bandið bak við eyrað Ólafur Flosason, Sigurður Rúnar Jónsson, Diddi fiðla, Gunnar Ringsted, Ása Hlín Svav-
arsdóttir, Zsuzsanna Budai og Ingólfur Margeirsson skipa Bandið bak við eyrað sem heldur tónleika í kvöld.
Bítlalög í sérstök-
um útsetningum