Morgunblaðið - 20.02.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 20.02.2010, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2 0. F E B R Ú A R 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 42. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Sunnudags Mogginn er nú borinn út með laugardagsblaðinu ÁN ALLRA AUKEFNA FÆUBÓTAREFNI ÍSLENSKTVÖVABYGGING Hraðar umbreytingu próteina í amínósýrur. –– Meira fyrir lesendur Sérblað FOOD & FUN fylgir Morgunblaðinu í dag «SIGURRÓS FAGNAR 100 ÁRA AFMÆLI GENGST HIKLAUST VIÐ ÞVÍ AÐ VERA PJATTRÓFA «RÝNT Í BRÉFADEILU UM FATNAÐ Hvenær eru föt flott og hvenær ekki? 6 Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is BLIKUR kunna að vera á lofti hvað varðar þá þverpólitísku samstöðu sem skapast hefur um við- ræður við Breta og Hollendinga um Icesave. Innan stjórnarandstöðunnar hafa verið grunsemdir síð- ustu daga um að Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra og Indriði H. Þorláksson, aðstoð- armaður hans, hafi átt samtöl við breska ráðamenn, án samráðs við þau og án þeirra vitn- eskju, um að leggja drög að annars konar samn- ingum en þeim sem viðræðunefndin hefur lagt upp með. Stór hluti af fyrsta fundi viðræðunefndarinnar í Lundúnum með Bretum og Hollendingum fór í að skýra fyrir Bretum og Hollendingum að hin nýja viðræðunefnd væri ekki komin til þess að semja um breytingar á þeim samningi sem gerður var í júní í fyrra. Fulltrúum stjórnarandstöðunnar þótti skjóta skökku við í gær, þegar fréttir bárust frá Reuters- fréttastofunni í þá veru, að Bretar og Hollendingar myndu gera Íslendingum nýtt tilboð í dag og í því fælist að Íslendingum yrði boðið upp á breytilega vexti í stað fastra vaxta. Fulltrúar stjórnarandstöðu sem rætt var við í gær sögðu einfaldlega að þetta kæmi aldrei til greina. Slíkt tilboð væri mun lakara en það sem Al- istair Darling, fjármálaráðherra Breta, hefði léð máls á fyrr í vikunni. Ekki náðist í Steingrím J. Sig- fússon fjármálaráðherra í gærkvöldi. Grunur um leynimakk Birgitta: „Það verður spennandi að sjá hvaða tillögur Bretar og Hollendingar koma með. Þeir eru þegar byrjaðir að reyna að hafa áhrif á fréttaflutning- inn.“  Stjórnarandstaðan full tortryggni í garð stjórnarinnar og grunar þá Steingrím J. Sigfússon og Indriða H. Þorláksson um að vera í baktjaldamakki með Bretum Sigmundur: „Það sem viðræðunefndin kynnti á fundunum í vikunni er mjög sanngjarnt í garð Breta og Hollendinga og það kæmi mér verulega óvart ef þeir ætluðu að hverfa algjörlega frá þeim grunni sen hefur verið til umræðu.“ Bjarni: „Það hefur komið í ljós, þegar menn standa saman um að verja íslenska hagsmuni, að þá er ýmislegt hægt. Náist ekki viðunandi niðurstaða í þessari lotu, þá er engu öðru um að kenna en þrjósku og yfirgangi viðsemjenda okkar.“  Vantreysta Steingrími | 2 GÓÐ stemning var í Háskólabíói í gærkvöldi þegar Emilíana Torrini lék fyrir fullu húsi. Hún hélt síðast tónleika hér á landi fyrir rúmu ári en síðan þá hefur hún notið umtalsverðra vinsælda erlendis, t.d. með laginu Jungle Drum. Svo mikill áhugi var á tónleikum hennar að bæta þurfti við tvennum aukatónleikum. FRUMSKÓGARSTEMNING Í STÓRA SALNUM Morgunblaðið/Golli  Mikilvægt er að fólk treysti ekki um of ýmsum vafasömum veður- spám á netinu, segir í grein sex sér- fræðinga í Morgunblaðinu í dag sem þeir rita í tilefni af vélsleðaslysinu á Langjökli fyrir skemmstu. Þeir benda á að nákvæmni sé mis- munandi mikil. Sumar spár um veður á afmörk- uðu svæði byggist á reiknipunktum sem geti verið í allt að 100 km fjar- lægð frá svæðinu og tengist engum veðurmælingum. »27 Varast ber ýmsar veðurspár sem bjóðast á netinu MIKIÐ álag er á dómurum í Hæstarétti. Samkvæmt upp- lýsingum úr dómasafni dæmdu tveir dómarar í yfir 300 málum hvor en einn í 165 málum í fyrra. Hafa verður í huga að mál eru afar misjöfn að umfangi. Ragna Árnadóttir dómsmála- ráðherra er hlynnt tillögu forseta Hæstaréttar, Ingibjargar Bene- diktsdóttur, um að stofnaður verði millidómstóll en skortur á fjárveit- ingu hefur komið í veg fyrir að hug- myndin yrði að veruleika. | 20 Mikið álag á dómurunum RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að fela ráðherranefnd um efna- hagsmál að taka til umfjöllunar laun þeirra sem sitja í skilanefnd- um banka og annarra fjármála- stofnana og jafnframt að skoða hvernig bankarnir hafa staðið að sölu stórra fyrirtækja til fyrri eig- enda. Þessi mál hafa verið gagn- rýnd að undanförnu. Í ráðherranefndinni sitja Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Gylfi Magn- ússon efnahags- og viðskiptaráð- herra. egol@mbl.is Ræddu um mál bankanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.