Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur nú fellt dóm í deilumáli verk- takafélagsins Selfells ehf. og Nem- endagarða ehf., undirfélags Háskól- ans á Bifröst, vegna vangoldinnar leigu síðan í nóvember 2008. Dómurinn fellur verktakafélaginu í vil og er háskólanum gert að greiða því rúmar 59 milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinnar leigu. Háskólinn hyggst áfrýja dómnum til Hæstaréttar. „Þetta er ekki endanleg nið- urstaða, dómurinn féll okkur að mestu leyti í óhag og Nem- endagarðar sætti sig ekki við þessar niðurstöður,“ segir Ágúst Ein- arsson, rektor Háskólans á Bifröst. Náð og miskunn lánardrottna Íbúðirnar sem deilan snýst um eru 48 talsins í fjölbýlishúsinu Sjón- arhóli. Þær voru í gær auglýstar til nauðungaruppboðs hjá sýslumann- inum í Borgarnesi þann 25. febrúar næstkomandi. Deilurnar stafa af því að Nem- endagarðar hafa neitað að greiða umsamda leigu til Selfells í tæplega eitt og hálft ár vegna meintra ágalla á byggingunni, sem Nemendagarðar segja að hafi ekki verið afhent í um- sömdu ástandi og ekki fullkláruð þrátt fyrir ítrekaða fresti. Svo fór að Selfell stefndi Nem- endagörðum vegna vanefnda á leigu- samningnum sem leitt hafa til þess að félagið hefur ekki getað staðið í skilum við Íbúðalánasjóð. Jón Páls- son, stjórnarformaður Selfells, segir að um keðjuverkun hafi verið að ræða sem nú sé vonandi lokið. „Félagið hefur verið upp á náð og miskunn lánardrottna síðustu mán- uði sem hafa beðið vegna þess að málaferlin voru í gangi, en þeir hafa ekki getað beðið endalaust,“ segir Jón. Hann bendir á að starfsemi Sel- fells lúti lögum um félagslegt leigu- húsnæði og samkvæmt þeim verði að stilla leiguverði í hóf og ekki sé heimilt að greiða út óeðlilegan arð. Þannig hafi aldrei verið gert ráð fyrir hagnaði í rekstrinum af nem- endagörðunum og því segi það sig sjálft að félag sem rekið sé þann hátt hafi ekki efni á því að tapa tug- um milljóna í húsaleigutekjur. Íbúðirnar standa tómar „Við getum staðið í skilum við okkar kröfuhafa um leið og menn fara að greiða leigu og ég vænti þess að Nemendagarðar gangi frá því áð- ur en til nauðungaruppboðs komi.“ Um helmingur íbúðanna að Sjón- arhóli hefur staðið tómur um hríð og gera Nemendagarðar ýmsar at- hugasemdir við frágang þeirra, bæði í málinu sem dæmt var í en einnig í öðru máli sem höfðað hefur verið gegn Selfelli og verður dómtekið í næsta mánuði, að sögn Ágústs. „Þetta hefur verið sorgarsaga í kringum þessi hús og mikil óvand- virkni í byggingunni. Við höfum get- að leyst þetta vandamál en þetta er meingallað hús og við teljum okkur ekki vera leigjendur að því.“ Nem- endagarðar ehf. kröfðust bóta vegna seinkunar á byggingu húsanna og vanefnda á verksamningi. Sú krafa var ekki tekin til greina. „Gott hús á góðum stað“ Hins vegar komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að skólanum hefði verið heimilt að fella niður leigu- greiðslur vegna eins mánaðar, des- ember 2008, þegar íbúar húsanna kvörtuðu undan miklum kulda. Að öðru leyti var Selfell sýknað af öllum kröfum Nemendagarða. Jón Pálsson segist vongóður um að mál- inu fari að ljúka. „Ég get ekki sagt til um framhaldið, en þetta er gott hús á góðum stað og ég er bara bjartsýnn, eins og ég var þegar ég byrjaði að byggja það.“ Bifröst fyrir Hæstarétt  Nemendagarðar Háskólans á Bifröst áfrýja dómi um að greiða verktakafélagi 69 milljónir í vangoldna leigu  „Sorgarsaga í kringum þessi hús,“ segir rektor Ljósmynd/Þorkell Háskólaþorp Þrátt fyrir að hluti nýjustu nemendagarðanna þyki tæplega íbúðahæfur hefur ekki skapast vandamál við að koma nemendum fyrir. Í HNOTSKURN »Selfell er félag sem Há-skólinn á Bifröst stofnaði með Fellsási ehf. en meirihluti þess er í eigu verktaka. » Íbúðirnar eru 48 í sam-byggðum húsum. Greiða átti leigu af fyrra húsinu frá 1. apríl 2008 en því síðara frá 1. september sama ár. Leigutím- inn er til 30 ára. »Háskólinn hefur ekkiborgað Selfelli leigu fyrir íbúðirnar síðan í nóvember 2008 með þeim rökstuðningi að húsin hafi ekki verið afhent fullkláruð og séu gölluð. Nemendagarðar háskólans gera ýmsar athugasemdir við frágang íbúðanna að Sjónarhóli. Á síðasta ári var matsmaður dómkvaddur til að leggja mat á ástand þeirra. Matsmaður komst m.a. að þeirri niðurstöðu að einangrun útveggja hefði verið ófullnægjandi og fyr- irkomulag raflagna jafnframt ekki í samræmi við reglugerð um raf- orkuvirki. Þá væri frágangur á þunnhúðun húsanna á ýmsan hátt ófaglegur og óvandaður. Í umfjöllun matsmanns kemur einnig fram að halli á gólfi í einni íbúð sé meiri en eðlilegt geti talist. Þá séu handrið á stigum of lág miðað við fyrirmæli í bygging- arreglugerð. Leki sé meðfram gluggum sem rekja megi til ófull- nægjandi fúguþéttinga. Álit matsmanns var þó að ekk- ert stæði í vegi fyrir hagnýtingu húsanna. Hinsvegar þyrfti að grípa til úrbóta sem kosta mundu rúmar 6 milljónir króna. Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að ann- markar húsanna hafi ekki verið til- efni fyrir Nemendagarða til að rifta leigusamningi við Selfell. Leki, ófullnægjandi einangrun og hallandi gólf HRAÐAKSTURSBROTUM hefur fjölgað gríðarlega á síðustu árum og eru þau nú nokkur þúsund í hverjum mánuði. Á síðasta ári voru hraðakstursbrot 43.109, sem eru fleiri brot en öll umferðarlagabrot á árinu 2005. Heildarfjöldi umferð- arlagabrota var 55.306 í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu ríkis- lögreglustjóra um lagabrot í jan- úar. Fram hefur komið að rekja megi þessa aukningu til umferð- armyndavéla og annars eftirlits- búnaðar. Í janúar voru tæplega 5.400 brot, sem féllu undir umferðarlaga-, hegningarlaga- og fíkniefnabrot. Hegningarlagabrotum fækkaði um 16% milli ára en umferðarlagabrot- um fjölgaði um 48% og fíkniefna- brotum um 12%. Fíkniefnabrot í janúar voru 114. 64% þeirra voru skráð hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Sverrir Fjölgun brota vegna stóraukins eftirlits STJÓRN Blaðamannafélags Íslands skorar á stjórnvöld að eyða rétt- aróvissu vegna úreltra prentlaga. Í ályktun stjórnar er vakin athygli á að Hæstiréttur Íslands hafi nýlega þyngt dóm yfir blaðamanni DV vegna ummæla sem höfð eru eftir viðmælanda í grein blaðsins. Bent er á að fyrir liggi skýr vilji löggjafans í nýlegu frumvarpi um að samræma prentlög og útvarpslög að þessu leyti og tryggja að viðmælendur beri sinn hluta ábyrgðarinnar. Blaða- mannafélagið hefur ásamt útgáfu- félagi DV vísað slíku máli til Mann- réttindadómstóls Evrópu. „Það hindrar tjáningarfrelsi og setur vinnubrögð blaðamanna í vanda- sömum málum í uppnám að hægt sé að gera blaðamenn ábyrga fyrir um- mælum viðmælenda. Á því verður að ráða bót,“ segir í ályktuninni. Blaðamannafélagið mótmælir dómi Nýherji er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni. Félagið býður tæknibúnað og lausnir frá heimsþekktum framleiðendum og sérfræðiþekkingu sem byggð er á áralangri reynslu. Markmið Nýherja er að veita trausta og örugga þjónustu. Rekstrarvörur Blek og tóner · Pappír · Ýmsar nauðsynj avörur fyrir tölvuumhverfið Samskiptabún aður Polycom fjarfu ndarbúnaður og fundarsímar · Cisco og AVAY A IP lausnir · Plantronics sím a- og tölvubú naður Tölvubúnaður ThinkPad fartö lvur · IdeaPad fartölvur · Lenovo borðtö lvur · Lenovo s kjáir · IBM kassalausn ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.