Morgunblaðið - 20.02.2010, Side 20
20 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
ÖSSUR Skarp-
héðinsson, utan-
ríkisráðherra,
segir breytt við-
horf forsvars-
manna íslenskra
fyrirtækja til
Evrópusam-
bandsins, ekki
hafa áhrif á það
inngönguferli
sem íslensk
stjórnvöld hafa hafið. „Alþingi hefur
tekið sína ákvörðun og [fram-
kvæmdavaldinu] ber skylda til að
framfylgja henni.“
Í könnun sem Capacent Gallup
gerði fyrir Viðskiptaráð, og kynnt
var á Viðskiptaþingi sl. miðvikudag,
kom fram að 60% forsvarsmanna
fyrirtækja telja hagsmunum ís-
lensks viðskiptalífs betur borgið ut-
an ESB. Um viðsnúning er að ræða
frá könnun sem Viðskiptaráð lét
gera fyrir ári.
Össur bendir á að niðurstöður um-
ræddrar könnunar bendi einnig til
að meirihluti atvinnurekenda vilji
skipta um gjaldmiðil. Vilji menn
taka upp annan gjaldmiðil eru að
sögn Össurar þrír kostir í stöðunni:
dollar, norsk króna, eða evra. Fáir
vilji taka einhliða upp dollar, og
Norðmenn hafi lýsti því yfir að þeir
séu því mótfallnir að Íslendingar
taki upp norska krónu. „Þá standa
menn frammi fyrir þessum valkosti
[þ.e. evrunni], og þurfa auðvitað í
fyllingu tímans að vega hann og
meta,“ segir Össur.
hlynurorri@mbl.is
Ekki áhrif
á inngöngu
í ESB
Össur
Skarphéðinsson
Breytt viðhorf í at-
vinnulífi breytir litlu
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
DÓMSMÁLARÁÐHERRA er
mjög fylgjandi stofnun millidóm-
stóls og lagði það til að mynda til
við þáverandi ráðherra í október
2008, þá sem formaður álitsnefndar
um milliliðalausa sönnunarfærslu.
Skortur á fjárheimildum hamlar því
hins vegar að millidómsstig verði
að veruleika.
Líkt og fram kom í ávarpi Ingi-
bjargar Benediktsdóttur, forseta
Hæstaréttar, á málþingi fyrr í vik-
unni er álag á Hæstarétt gífurlegt
og á eftir að aukast. Ragna Árna-
dóttir, dómsmálaráðherra, við-
urkennir fúslega að álagið sé mikið
og telur að áhrifin af fjölgun mála
komi vísast fram í lengri
málsmeðferðartíma. Hún telur hins
vegar ekki, að fjölgun mála hjá
Hæstarétti hafi komið niður á gæð-
um dómanna eða málsmeðferðinni.
Jafnframt bendir Ragna á að
Hæstiréttur hafi farið fram á það
við fjárlaganefnd að fjárveitingar
til réttarins yrðu hækkaðar frá því
sem gert var ráð fyrir í frumvarpi
til fjárlaga fyrir árið 2010. Fór svo
að fallist var á tillögur Hæsta-
réttar. Hún segir af því tilefni þó
mega velta fyrir sér í hvaða stöðu
dómsvaldið er. Því er ætlað að hafa
eftirlit með löggjafarvaldi og fram-
kvæmdarvaldi á sama tíma og það
er háð þessum sömu þáttum ríkis-
valdsins um
nægar fjárveit-
ingar.
Ingibjörg
mælti í ávarpi
sínu með stofnun
millidómstóls
sem bæði myndi
létta á Hæsta-
rétti og tryggja
milliliðalausa
sönnunarfærslu í
meðferð sakamála. Þessu er Ragna
sammála.
Árið 2008 var Ragna formaður
nefndar sem lagði til við þáverandi
dómsmálaráðherra, að stofnað yrði
millidómstig í sakamálum er bæri
nafnið Landsyfirréttur. Árlegur
rekstrarkostnaður var áætlaður um
160 milljónir króna en að auki
myndi fylgja töluverður stofnkostn-
aður. Gert var ráð fyrir sex dóm-
urum og sérstöku húsnæði.
„Fyrir liggur nauðsynlegur und-
irbúningur til að leggja fram laga-
frumvarp. Hins vegar er kostnaður
við þetta umtalsverður,“ segir
Ragna. „Þegar hefur verið frestað
að setja á fót nýtt stjórnsýslustig í
ákæruvaldinu, þ.e. frestun á stofn-
setningu embættis héraðssaksókn-
ara, og var þá vísað til skorts á
fjárheimildum. Að því sögðu tel ég
líkur til þess að áformum um stofn-
setningu millidómstigs verði frestað
enn um sinn – þangað til að ríkis-
kassinn réttir úr kútnum.“
Fjármagnsleysi hindrun
Dómsmálaráðherra mælti með því við forvera sinn að stofna ætti millidómstól
Viðurkennir fúslega mikið álag á Hæstarétti en telur gæðum dóma ekki hraka
Ragna
Árnadóttir
Með einfaldri leit á vefsvæði
Hæstaréttar má sjá í hversu
mörgum málum hver hæsta-
réttardómari dæmdi á síðasta
ári. Á meðfylgjandi lista má
sjá að tveir hæstaréttardóm-
arar dæmdu í yfir þrjú hundr-
uð málum á árinu.
Árni Kolbeinsson 193
Garðar Gíslason 180
Gunnlaugur Claessen 165
Hjördís Hákonardóttir 278
Ingibjörg Benediktsd. 156
Jón St. Gunnlaugsson 310
Markús Sigurbjörnsson 169
Ólafur B. Þorvaldsson 317
Ragna Árnadóttir, dóms-
málaráðherra, segir tölurnar
þó ekki segja alla söguna,
enda málin misumfangsmikil,
allt frá því að vera skriflega
flutt kærumál yfir í munnlega
flutt einkamál, sum hver
býsna flókin.
Málafjöldi á dómara
BROT 19 ökumanna voru mynd-
uð í Gullengi í Reykjavík á mið-
vikudag. Fylgst var með öku-
tækjum sem var ekið Gullengi í
vesturátt, við Laufengi.
Á einni klukkustund, eftir há-
degi, fóru 34 ökutæki þessa akst-
ursleið og því ók meirihluti öku-
manna, eða 56%, of hratt eða
yfir afskiptahraða. Meðalhraði
hinna brotlegu var 42 km/klst en
þarna er 30 km hámarkshraði.
Sá sem hraðast ók mældist á 58
km/klst.
Eftirlit lögreglunnar í Gullengi
var tilkomið vegna ábendinga
frá íbúum í hverfinu en þeir hafa
kvartað undan hraðakstri á þess-
um stað.
Gripnir fyrir hrað-
akstur á Gullengi
Umsóknarfrestur
um stöðu skóla-
meistara við
Fjölbrautaskól-
ann í Garðabæ
rann út mánu-
daginn 15. febr-
úar sl.
Mennta- og
menningar-
málaráðuneyti
bárust tíu um-
sóknir um stöðuna.
Umsækjendur eru:
Alda Baldursdóttir, kennari og
lýðheilusfræðingur, Aðalheiður
Dröfn Eggertsdóttir framhalds-
skólakennari, Ársæll Guðmundsson,
skólameistari Menntaskóla Borg-
arfjarðar, Hafsteinn Karlsson,
skólastjóri Salaskóla í Kópavogi,
Jóhannes Ágústsson
framhaldsskólakennari, Kristinn
Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari
Fjölbrautaskóla Garðabæjar, Krist-
ján Bjarni Halldórsson framhalds-
skólakennari, Magnús Ingólfsson
framhaldsskólakennari, Magnús
Ingvason kennslustjóri og Þór
Steinsson Steinarsson framhalds-
skólakennari.
Miðað er við að mennta- og
menningarmálaráðherra skipi í
stöðuna til fimm ára frá 1. ágúst
nk., að fenginni umsögn hluteigandi
skólanefndar.
Þorsteinn Þorsteinsson, sem hef-
ur verið skólameistari FG frá
stofnun skólans, lætur nú af störf-
um fyrir aldurs sakir.
Tíu sækja
um stöðu
skóla-
meistara
Þorsteinn
Þorsteinsson
„KANÍNURNAR hér í skóginum hafa dafnað vel í vetur
og stofninn stækkað talsvert. Fyrsta got hjá þeim er
væntanlega núna í apríl og síðan koma tvö önnur yfir
sumarið. Í sumarlok fara fyrstu ungar vorsins að eign-
ast sín eigin afkvæmi,“ segir Ólafur Erling Ólafsson,
skógarvörður í Heiðmörk.
Stór kanínustofn heldur sig í þessu fallega skóglendi
í borgarjarðrinum og hefur stofninn stækkað jafnt og
þétt á síðustu árum. Nú í vetur hafa raunar verið kjör-
skilyrði fyrir kanínurnar, enda þurrviðrasamt.
„Kuldi bítur ekkert á kanínur, loðinn feldurinn er
öruggt skjól. Rigning er verri, þá drepast þær þar sem
þær hafa gert sér holur hér í skóginum. Þá virðast
þessar skepnur hafa nægt æti hér þar sem þær geta
nagað og étið trjábörk af ársgömlum víði,“ segir Ólafur
Erling sem bætir því við að mest sjáist af kanínum í ná-
grenni Elliðavatnsbæjarins gamla. Landnámið verði þó
stöðugt víðfeðmara, í sumar hafi sést til kanína bæði í
Rauðhólunum og eins innar í Heiðmörkinni. Afföll úr
stofninum eru lítil að sögn skógarvarðarins. Vargdýr
drepi nokkrar kanínur á ári hverju og eins fálki sem
haldi sig í Henglinum og á Nesjavallasvæðinu. Slíkt sé
þó fátítt og þessar kanínur sem spókuðu sig í Heið-
mörkinni í gær virtust áhyggjulausar. sbs@mbl.is
Dýraríkið dafnar í mildri veðráttunni
Morgunblaðið/Ómar
Heiðmerkurkanínum fjölgar
stöðugt á úrkomulitlum vetri