Morgunblaðið - 20.02.2010, Side 22

Morgunblaðið - 20.02.2010, Side 22
22 FréttirVIÐSKIPTI |ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Sam- keppniseftirlitið í gær af kröfu Haga um að ógilda sekt sem eftirlitið beitti Haga vegna mis- notkunar á mark- aðsráðandi stöðu árið 2005. Hagar þurftu þá að greiða 315 milljónir króna í sekt. Að mati Samkeppnis- eftirlitsins misnotuðu Hagar stöðu sína með því að selja mjólkurafurðir með stórfelldu tapi, og vegna þessa hefði ólögmæt undirverðlagning átt sér stað. Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að niður- staða héraðsdóms væri afdráttar- laus. „Dómurinn tekur af öll tvímæli um að þarna sé um að ræða brot á samkeppnislögum. Aukinheldur er allri gagnrýni Haga á rannsókn og málsmeðferð Samkeppnisstofnunar hafnað. Þetta felur í sér leiðbeiningu fyrir markaðinn,“ segir Páll Gunnar. Hann bætir við að dómurinn fjalli ít- arlega um hvenær fyrirtæki sé markaðsráðandi, og staðfesti að mælingar eftirlitsins séu hinar réttu. Ætla að áfrýja Hagar hyggjast áfrýja dómnum til Hæstaréttar, og vísa í að ekki liggi fyrir dómafordæmi er varða undir- verðlagningu. Í yfirlýsingu sem Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi frá sér í gær segir að ekki liggi fyrir almennar leiðbeiningar hjá Samkeppniseftirlitinu er varða efnið. „Hagar munu krefjast endurskoðun- ar á því að dómurinn fellst á að Hag- ar hafi verið í markaðsráðandi stöðu en því hefur fyrirtækið mótmælt frá upphafi,“ segir Finnur. thg@mbl.is Sekt Haga stað- fest í héraðsdómi  Misnotuðu markaðsráðandi stöðu Páll Gunnar Pálsson Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is ICEBOX Holding, sem var eign- arhaldsfélag í eigu Baugs Group, Fons, Milestone og stjórnenda Ice- land utan um Iceland-verslanakeðj- una, hagnaðist um 280 milljónir punda þegar verslanakeðjan Iceland var seld til annars félags í þeirra eigu. Félagið Iceland Food Stores Limited, sem var einnig í eigu hlut- hafa Icebox Holding, keypti félagið á 560 milljónir punda í apríl 2007, en Landsbankinn fjármagnaði kaupin að hálfu. Rekstur Iceland var skuld- laus á þessum tíma, en eftir að Ice- land Food Stores Limited keypti þyngdist skuldabyrðin umtalsvert, eða um 280 milljónir punda. Greint var frá því á forsíðu við- skiptahluta Fréttablaðsins þann 11. apríl 2007 að eigendur Iceland hefðu fengið 39 milljarða króna greidda í arð. Ljóst er að Landsbankinn fjár- magnaði þá arðgreiðslu að fullu. Á þeim tíma sem gerningurinn átti sér stað átti Baugur 31% í Iceland og fékk 12 milljarða í sinn hlut, Fons átti 25% og fékk 11,3 milljarða, Mile- stone átti 10% og fékk 3,9 milljarða. Loks áttu Malcolm Walker og aðrir stjórnendur um 20% og fengu 7,8 milljarða króna. Í kjölfar færslunnar á Iceland-rekstrinum til Iceland Fo- od Stores Limited minnkaði Walker lítillega við sig í félaginu, en aðrir stjórnendur auk Fons juku sinn hlut á móti. Rekstur Iceland gekk afar vel á þessum tíma, en félagið hafði greitt niður allar skuldir og safnað 100 milljarða eigin fé á þegar salan frá Icebox fór fram. Fór stuttu síðar yfir til Glitnis Á þessum tíma var Lárus Welding framkvæmdastjóri Landsbankans í Lundúnum. Um það bil þremur vik- um eftir að Landsbankinn fjármagn- aði Iceland Food Stores Limited, var tilkynnt að hann myndi setjast í for- stjórastól Glitnis. Sem frægt er orðið fékk Lárus 300 milljónir króna fyrir að taka að sér starfann, en FL Group og önnur félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni höfðu þá náð undirtök- um í bankanum, eftir að Milestone og aðrir aðilar höfðu selt stærstan eignarhlut sinn í bankanum. Iceland-arðurinn 2007 fjár- magnaður af Landsbanka  Iceland selt milli tengdra félaga  Reksturinn skuldsettur fyrir arðgreiðslu Iceland Eigendur Iceland fengu 280 milljónir punda í apríl 2007 og skuld- settu reksturinn um samsvarandi upphæð með fulltingi Landsbankans. Í apríl 2007 seldi Icebox Holding öll hlutabréf Iceland til Iceland Food Stores Limited á 560 millj- ónir punda. Landsbankinn lánaði fyrir helmingi kaupverðs en bæði félög voru í eigu sömu aðila. ● Stærsti lífeyrissjóður Danmerkur, ATP, hefur ákveðið að fjárfesta fyrir um 25 milljarða króna árlega í vogunar- sjóðum. Alls eru ríflega 15 þúsund millj- arðar króna í stýringu hjá sjóðnum. Forstjóri sjóðsins sagði af þessu tilefni að mikilvægt væri að dreifa áhættu sjóðsins, en vogunarsjóðir hefðu gefið góða raun fyrir ATP hingað til. Danskur lífeyrissjóður setur fé í vogunarsjóði Greint var frá því í fréttum í vik- unni að Landsbankinn hefði lán- að Styttu ehf, félagi á vegum FL Group og stjórnenda Iceland, 430 milljónir punda til að kaupa hlut Fons í Iceland. Þau við- skipti fóru fram á árinu 2008, rúmlega ári eftir að allt félagið hafði verið selt á 560 milljónir. Samkvæmt því fór verð félags- ins nærri því að þrefaldast á einu ári, en miðað við kaupverð Styttu á 29% eignarhlut fyrir 430 milljónir var heildarvirði fé- lagsins þá metið á tæpa 1,5 milljarða punda. Eigið fé Styttu var neikvætt um 67 milljónir punda í lok árs 2008. Verðið margfaldast Stuttar fréttir ... ● Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í gær nam 12,3 milljörðum króna. Mest var veltan með löng, óverðtryggð rík- isskuldabréf, en krafan á 25 ára óverð- tryggð skuldabréf er nú tæplega 7,6%. Síðastliðinn mánuð hafa verðtryggð skuldabréf lækkað um 1,3% sam- kvæmt vísitölu GAMMA. Óverðtryggð bréf hafa hins vegar hækkað um rúm- lega 3% síðastliðinn mánuð. Skuldabréf hækka ● Lánamál ríkisins kláruðu skuldabréfaútboð í gær á óverð- tryggðum skulda- bréfum til 11 ára og 25 ára. Tilboð í 11 ára bréfin námu alls 11,7 millj- örðum, en til- boðum fyrir 8,7 milljarða var tekið. Mikil eftirspurn var eftir 25 ára bréf- unum, en alls bárust tilboð fyrir 17,6 milljarða. Tilboðum fyrir 1,5 milljarða var tekið á 7,13% ávöxtunarkröfu, en alls bárust 55 gild tilboð í þann skuldabréfaflokk. Eftirspurn eftir löngum, óverðtryggðum bréfum VERÐBÓLGA mun halda áfram að dragast saman, en mun engu að síð- ur haldast yfir verðbólgumarkmiði fram á mitt ár 2011 vegna skatta- hækkana ríkisstjórnarinnar. Þetta er mat Þórarins G. Péturssonar, að- alhagfræðings Seðlabanka Íslands, en hann hélt erindi á vegum Al- þjóðagreiðslubankans í Basel fyrir skömmu. „Verðbólga utan óbeinna áhrifa skattahækkana mun sam- kvæmt spám fara undir verðbólgu- markmið fljótlega og haldast lág um tíma ef krónan helst stöðug eða styrkist,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði það mat Seðla- bankans að samdráttur vergrar landsframleiðslu hefði náð hámarki á síðasta fjórðungi síðasta árs, en hagkerfið mundi rétta úr kútnum á fyrsta fjórðungi þessa árs. Það er um tveimur ársfjórðungum seinna en hjá helstu viðskiptalöndum Ís- lands, og þar af leiðandi væri kreppan á Íslandi dýpri en í ná- grannalöndunum. thg@mbl.is Segir skattahækkanir halda verðbólgu hærri lengur –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Best er að panta sem fyrst til að tryggja sér góðan stað í blaðinu! . Í miðri kreppu eru Íslendingar að uppgötva á nýjan leik gæði innlendrar framleiðslu. Hvar sem litið er má finna spennandi nýjar lausnir, vandaða smíði og framúr- skarandi hönnun. Viðskiptablað Morgunblaðsins skoðar það besta, snjallasta og djarfasta í íslenskri framleiðslu í veglegu sérblaði um þekkinguna og þrautsegjuna í Íslensku atvinnulífi fimmtudaginn 4. mars. MEÐAL EFNIS: Hvað eru fyrirtækin að gera og hvað hafa þau að bjóða? Hvernig hindranir þarf að fást við og hvaða möguleikar eru í stöðunni? Hverjir eru styrkleikar íslenskrar framleiðslu og hvað ber framtíðin í skauti sér? Hvaða forskot hefur íslensk framleiðsla á erlendum mörkuðum í dag? ÍSLENSKT ER BEST LANDBÚNAÐUR - HANNYRÐIR - HANDVERK - VEITINGAR - HNOSSGÆTI - FISKIÐNAÐUR LYF - LÆKNINGAR VÉLAR - TÆKIFATNAÐUR - SKARTGRIPIR - AUKAHLUTIR - MENNING - LISTIR - VERSLUN - ÞJÓNUSTA FERÐAÞJÓNUSTA - FJÖLMIÐLAR - ÚTGÁFA - TÖLVUR - TÆKNI - HÚSGÖGN - HEIMILI - FRÆÐI - RANNSÓKNIR PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 1. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Sigríður Hvönn Karlsdóttir Sími: 569 1134 sigridurh@mbl.is VIÐSKIPTABLAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.