Morgunblaðið - 20.02.2010, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
VaraforsetiEvrópu-þingsins,
Diana Wallis, hélt
fyrirlestur í Há-
skóla Íslands í
fyrradag. Þar kom
fram sú skoðun
Wallis að á Evrópuþinginu
fengju fulltrúar Íslands dýr-
mætt tækifæri til að móta
framtíðarstefnu Evrópusam-
bandsins, hafa áhrif á löggjöf
þess og berjast fyrir hags-
munum Íslands.
Þetta sjónarmið er þekkt og
því er mjög haldið fram af þeim
sem ákafast vilja selja Ísland
inn í Evrópusambandið. Ís-
lendingar fengju að vísu ekki
nema innan við eitt prósent af
þingsætunum og hefðu því vita-
skuld engin áhrif, en þegar á
þetta er bent halda sumir því
fram, þar með talin Diana
Wallis, að fámennar þjóðir geti
náð saman um tiltekin hags-
munamál og þannig haft til-
tölulega meiri áhrif á brýnustu
hagsmunamál sín. Wallis segir
einnig að það hve sterkt rödd
Íslands hljómaði á Evr-
ópuþinginu, gengi landið í
ESB, færi að miklu leyti eftir
því hve öfluga fulltrúa landið
myndi senda til Brussel.
Nú á Ísland vitaskuld margt
hæfileikafólk, en við getum
hvorki gengið út frá því að
þessu fólki takist
hið ómögulega né
að eingöngu þetta
fólk veldist á Evr-
ópuþingið fyrir Ís-
lands hönd. Engin
ástæða er til að
gleyma því strax að
Ísland hefur um hríð staðið
frammi fyrir einu brýnu úr-
lausnarefni, Icesave-deilunni,
og þar hefur ekki betur tekist
til en svo í mannvalinu að enn
er hætta á að Ísland taki á sig
stórfelldar skuldbindingar sem
því ber engin skylda til að gera.
Er einhver tilbúinn að taka
þá áhættu að íslenskum stjórn-
völdum, til að mynda ef svipuð
stjórn og nú situr héldi um
taumana, tækist að verja hags-
muni Íslands í sjávarútvegs-
málum, þar sem Íslendingar
væru í miklu veikari stöðu en í
Icesave-málinu? Vitaskuld
væri hreint glapræði að taka
slíka áhættu.
Ef marka má kannanir er
reyndar mikill minnihluti Ís-
lendinga tilbúinn í þennan von-
lausa leiðangur. Reynslan af
Icesave-málinu hefur enn auk-
ið staðfestu þjóðarinnar í þessu
efni, en þá reynslu þurfti ekki
til. Öllum mátti ljóst vera að Ís-
land yrði áhrifalaus þiggjandi
innan ESB, þó að útsendarar
sambandsins reyni að sann-
færa þá um annað.
Útsendarar ESB
reyna að sannfæra
Íslendinga um að
þeir hefðu áhrif inn-
an sambandsins }
Engin áhrif innan ESB
Franz Árnason,formaður
Samorku, samtaka
orku- og veitufyr-
irtækja, var gagn-
rýninn í garð
stjórnvalda á aðal-
fundi samtakanna í gær.
Franz benti á að fjármögnun
framkvæmda væri oft mjög
erfið fyrir Íslendinga nú um
stundir og því nauðsynlegt að
fá að erlenda fjárfesta. „Slíkir
fjárfestar eru til en ég óttast
að þeim fari fækkandi vegna
þess að þær móttökur sem
þeir fá á æðstu stöðum eru oft-
ar en ekki til þess fallnar að
fæla fjárfesta frá landinu,“
sagði hann.
Rétt er að athuga að hér tal-
ar maður sem þekkir vel til og
ætla verður að hann mundi
ekki tala með þessum hætti
nema rík ástæða væri til.
Grafalvarlegt er ef móttökur
stjórnvalda eru „oftar en ekki“
með þeim hætti að þær fæli er-
lenda fjárfesta frá landinu. Ís-
lensk stjórnvöld ættu að róa
að því öllum árum að fá inn er-
lent fjármagn, en því miður
fjölgar stöðugt vísbending-
unum um að aðgerðir stjórn-
valda á sviði orkumála séu
frekar til þess
fallnar að hrekja
fjárfesta frá land-
inu.
Formaður Sam-
orku ræddi skatta-
mál orkugeirans
stuttlega og taldi að með því
að skattleggja raforkunotkun
með beinum hætti væri einnig
verið að fæla fjárfesta frá
þessum geira, sem út af fyrir
sig gefur augaleið. Aukin
skattheimta á atvinnu-
starfsemi hefur jafnan nei-
kvæð áhrif og orkugeirinn er
þar engin undantekning. Með
nýrri skattlagningu hafa
stjórnvöld vegið að hags-
munum þessa geira.
„Við hljótum að gera þá
kröfu til stjórnvalda að þau
vinni með atvinnulífinu á
þessu sviði, en ekki gegn því,“
sagði Franz Árnason og undir
þau orð má taka. Raunar er
það svo að brýningin á ekki að-
eins við um orkugeirann, held-
ur atvinnulífið í heild sinni. At-
vinnulífið, og þar með allur
almenningur í landinu því að
hagsmunir almennings og at-
vinnulífs falla saman, þarf á
því að halda að stjórnvöld
vinni með því en ekki á móti.
Erlendir fjárfestar
mæta ekki jákvæðu
viðmóti íslenskra
stjórnvalda }
Móttökur fæla frá fjárfesta
P
appírsfésbókin er fín. Aldrei að vita
nema ég opni líka þá stafrænu við
tækifæri en þessi miðill hentar
sumum miðaldra karlmönnum bet-
ur. Eða er þetta kannski blogg?
Hér koma engin komment. Og þó, sjáum til.
–
Lausn á fjárhagsvanda Íslendinga er fundin.
Tala bara við sendiherrann og hann reddar
málinu. Eða ekki.
–
Fór í bíó. Loftkastalinn sem hrundi eftir
þriðju bók Stiegs Larssons er komin, loksins.
–
Fyrir tveimur mínútum: Hvernig var?
–
Það var hálfeinkennilegt að sjá myndina eftir
að hafa lesið bókina, allar 700 og eitthvað síð-
urnar, á mettíma og ímyndað sér hvert atriðið á fætur
öðru. Það er auðvelt því bókin er afar myndræn. En ég
sakna margs úr pappírsútgáfunni og fátt á tjaldinu kom á
óvart. Nema auðvitað hve mikið „vantar“ en leikstjórinn
þarf að velja og hafna; hefur væntanlega ekki treyst áhorf-
andanum til þess að sitja í bíósal miklu lengur en í tvo og
hálfan tíma. Ég hefði þó verið til að í halda kyrru fyrir í
sætinu tvöfalt lengur.
–
Fyrir einni mínútu: Á ég að sjá hana?
–
Já, að sjálfsögðu. Áhugafólk um bíó og Svíþjóð er ein-
dregið hvatt til þess að upplifa Salander,
Mikka og öll hin í bíósal. Þeir sem ekki eru
búnir að lesa bókina ættu að drífa í því en ég
átta mig reyndar ekki alveg á því hvort ég á að
mæla með því að fólk renni sér í gegnum doðr-
antinn áður en farið er á myndina eða á eftir.
Kannski bæði, eins og unga fólkið segir.
–
Íþróttir eru (illu heilli) viðskipti og stjórn-
mál eru (illu heilli) íþróttir og viðskipti eru (illu
heilli) stjórnmál. Það virðist eðli mannsins, al-
veg sama hvað keppnisgreinin heitir, að öllu
máli skiptir að sigra. Að andstæðingurinn tapi
að minnsta kosti, sem virðist reyndar mik-
ilvægara. Það er líka alveg sama hver keppn-
isgreinin er; sá sem vill sigra (eða sjá til þess
með öllum ráðum að andstæðingurinn tapi)
gengur eins langt og dómarinn leyfir. Keppn-
ismaðurinn þekkir reglurnar en honum finnst allt í lagi að
taka of mörg skref eða stíga á línuna bara ef dómarinn
tekur ekki eftir því. Það er líka allt í lagi að ýta mótherj-
anum, jafnvel kýla hann í magann, ef enginn sér.
–
Einhver þarf að skila því til skilanefndar að hún þarf að
skilja eitthvað eftir til að standa skil á því þarf að borga,
annað en laun.
–
Jæja, best að drífa sig á skíði. Veit einhver um skíða-
skála til leigu gegn vægu gjaldi? Ljósmyndari má fylgja.
skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Forfallinn – III
FRÉTTASKÝRING
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
MÖRG hundruð manns söfnuðust
saman til að taka á móti Mohamed
ElBaradei, fyrrverandi yfirmanni
Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar,
IAEA, þegar hann kom til Egypta-
lands í gær. Yfirvöld höfðu lagt bann
við fjöldafundum, en mannfjöldinn
hafði það að engu og tók á móti El-
Baradei á flugvellinum í Kairó með
myndir af honum á lofti og borða,
sem á var letrað „Já, ElBaradei for-
seti Egyptalands“ og „ElBaradei í
forsetann 2011“. „Hann mun láta
þjófana standa reikningsskil,“ mátti
heyra hrópað. Æltaði ElBaradei vart
að komast af flugvellinum.
ElBaradei, sem er 67 ára, kvaðst í
gær vilja leggja allt af mörkum til að
efla lýðræði í Egyptalandi og ýta
undir efnhagslegar og félagslegar
framfarir.
„Ég vonast til þess að geta orðið
aflvaki breytinga,“ sagði ElBaradei í
samtali við egypska sjónvarpsstöð í
gær. „Ég er tilbúinn til að kasta mér
út í pólitískt líf í Egyptalandi með því
skilyrði að fram fari frjálsar kosn-
ingar og fyrsta skrefið til þess væri
stjórnarskrárbreyting, sem gerði
mér kleift að fara í framboð.“
ElBaradei hætti störfum sem yf-
irmaður Alþjóða kjarnorkustofn-
unarinnar, IAEA, í fyrra.
Hosni Mubarak hefur verið forseti
frá árinu 1981 og lýkur fimmta kjör-
tímabili hans á næsta ári. Hann er
orðinn 81 árs og hefur enn ekki gefið
upp hvað hann hyggst fyrir, en
margt þykir benda til þess að hann
sé að búa yngri son sinn, Gamal, und-
ir að taka við af sér. Framboð ElBar-
adeis myndi setja strik í reikninginn
hjá Mubarak.
ElBaradei kveðst aðeins munu
gefa kost á sér sem óháður frambjóð-
andi. Það gæti reynst þrautin þyngri
því að reglur kveða á um að óháðir
frambjóðendur þurfi stuðning 250
kjörinna einstaklinga, þar af 65 þing-
menn þjóðþingsins, 25 öldungadeild-
arþingmenn og 10 bæjar- og sveit-
arstjórnarmanna. Á öllum þessum
vígstöðvum ræður flokkur Mub-
araks, Lýðræðislegi þjóðarflokk-
urinn, lögum og lofum.
Að auki kveður stjórnarskrá
landsins á um að frambjóðendur
verði í eitt ár að hafa verið leiðtogar
flokks, sem hefur verið til í minnst
fimm ár. ElBaradei uppfyllir ekki
það skilyrði.
ElBaradei er hins vegar ekki
brenndur marki spillingar eins og
stjórn Mubaraks og litið er á hann
sem þjóðhetju í Egyptalandi. Þess
vegna var mikill viðbúnaður hjá yf-
irvöldum í Egyptalandi í gær til að
koma í veg fyrir að Elbaradei yrði
fagnað við komuna heim í fyrsta
skipti frá því að hann lét af störfum
hjá IAEA og samkundur bannaðar.
ElBaradei stýrði kjarnorkustofn-
uninni í 12 ár. Í aðdraganda innrásar
Bandaríkjamanna og bandamanna
þeirra í mars árið 2003 hélt hann því
fram að ekkert væri hæft í því að
Saddam Hussein, leiðtogi Íraks, væri
með leynilega kjarnorkuvopnaáætl-
un. Yfirlýsingar ElBaradeis vöktu
mikla reiði Bandaríkjastjórnar, en
engin kjarnorkuvopn fundust í Írak
og hann reyndist hafa haft rétt fyrir
sér. Árið 2005 voru honum og IAEA
veitt friðarverðlaun Nóbels.
Egyptar fagna El-
Baradei sem hetju
Reuters
Fagnað Stuðningsmenn ElBaradeis höfðu að engu fyrirmæli stjórnvalda
um að safnast ekki saman og biðu komu hans á flugvellinum í Kairó í gær.
Fyrir fjórum árum var Mohamed
ElBaradei sæmdur æðstu við-
urkenningu Egypta, en nú þykir
hann ógna veldi Hosnis Mub-
araks. Er hann kom til Kairó í gær
var honum fagnað sem hetju.
Faðir Mohameds ElBaradeis,
Mustafa, var lögfræðingur og
var um tíma formaður lög-
mannafélagsins í Egyptalandi.
Hann var málsvari lýðræðis,
mannréttinda, málfrelsis og
sjálfstæðra dómstóla og var
fyrir vikið iðulega á öndverðum
meiði við Gamal Abdel Nasser,
forseta Egyptalands.
Sonurinn fetaði í fótspor föð-
ur síns og lærði lögfræði. Árið
1962 útskrifaðist hann frá
Kaíró-háskóla og síðar lauk
hann doktorsprófi í þjóðarétti
frá New York-háskóla og kenndi
við skólann. Líkt og faðirinn
hefur ElBaradei einnig getið sér
orð fyrir að segja hug sinn.
„Faðir minn kenndi mér að
maður verður að standa við sín
grundvallarsjónarmið,“ segir El-
Baradei. „Hann var forseti lög-
mannafélagsins og talaði fyrir
borgaralegu frelsi og mannrétt-
indum á þeim árum sem kúg-
unin var mest í stjórnartíð Nas-
sers. Ég held að það hafi ég lært
af honum, að standa við það
sem maður trúir á.“ Nú íhugar
sonurinn að bjóða forseta
Egyptalands birginn.
Í fótspor föðurins
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon