Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 36
36 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
KANNASTU við þá
tilfinningu að langa í
göngutúr vitandi það
hversu gott það er fyr-
ir heilsuna og hversu
dásamlega þér líður
eftir á, en verja kvöld-
inu í staðinn í að glápa
á sjónvarpið? Eða að
vera meðvitaður um að
þurfa að vinna í loka-
ritgerðinni eða taka
mataræðið í gegn en skorta innri
kjark og úthald til að breyta venjum
þínum?
Við könnumst líklega öll við þá til-
finningu að hugsa: „Ég vildi að ég
hefði viljastyrk og sjálfsaga.“ Við er-
um öll með venjur sem við vildum
gjarnan hætta, eins og t.d. að
reykja, borða óhollan mat eða of
mikinn, leti, frestunaráráttu eða
skort á áræði. Til að vinna bug á
þessum ósiðum þurfum við að búa
yfir sjálfsstyrk og sjálfsaga.
Viljastyrk má skilgreina sem
hæfnina til að sigrast á leti og frest-
unaráráttu ásamt hæfninni til að
stjórna eða hafna ónauðsynlegum
eða skaðlegum hvötum. Viljastyrkur
er að taka ákvörðun og fylgja henni
eftir af þrautseigju þangað til skil-
greindum ætluðum árangri hefur
verið náð. Um er að ræða innri styrk
sem sigrar löngunina til að tapa sér í
ónauðsynlegum og tilgangslausum
venjum. Innri styrk sem vinnur bug
á tilfinningalegri og andlegri and-
stöðu okkar við að gera eitthvað í
málinu. Viljastyrkur er einn af horn-
steinum árangurs. Hægt er að auka
hann með því að æfa sig í að halda
aftur af sér og leyfa ekki léttvægum,
ónauðsynlegum og óheilbrigðum
hugsunum, tilfinningum, aðgerðum
og viðbrögðum að koma fram. Hægt
er að þjálfa viljastyrk á sama hátt og
við þjálfum og styrkjum vöðvana
okkar í líkamsræktinni.
Sjálfsagi er förunautur vilja-
styrks. Sjálfsagi gefur þol til að
þrauka, sama hvað
gengur á. Um er að
ræða hæfnina til að
standast þrautir og erf-
iðleika, hvort sem um
er að ræða líkamlega,
tilfinningalega eða
andlega erfiðleika.
Sjálfsagi veitir hæfnina
til að fresta um-
svifalausri ánægju, í
þeim tilgangi að kom-
ast enn lengra.
Við erum öll með
innri, ómeðvitaða eða
meðvitaða hvata sem fá okkur til að
segja eða gera eitthvað sem við
sjáum eftir síðar. Oft hugsum við
ekki áður en við tölum eða fram-
kvæmum. Með því að þróa viljastyrk
okkar og sjálfsaga verðum við með-
vituð um þessa innri hvata og öðl-
umst hæfnina til að hafna því sem er
okkur ekki fyrir bestu. Viljastyrkur
og sjálfsagi hjálpar okkur við að
velja hegðun okkar og viðbrögð, í
stað þess að láta þau stjórna okkur.
Góð leið til að auka viljastyrk og
sjálfsaga er að framkvæma hluti
sem þú myndir helst forðast vegna
leti, frestunaráráttu, breyskleika,
feimni o.fl. Með því að framkvæma
eitthvað sem þú hefur ekki gaman af
eða hefur ekki nennu til er hægt að
sigra andstöðu þína, þjálfa hugann
til að hlýða þér, styrkja þinn innri
kraft og öðlast innri styrk. Hér fyrir
neðan eru nokkrar æfingar og að-
ferðir til að þróa viljastyrk og sjálfs-
aga. Þær er hægt að framkvæma
hvar og hvenær sem er:
1) Þú situr í strætó og gamall
maður eða ólétt kona gengur inn.
Stattu upp og bjóddu viðkomandi
sætið þitt, jafnvel þó að þú myndir
frekar sitja áfram. Ekki gera það til
að vera kurteis heldur vegna þess að
þú ert að gera eitthvað sem þú ert
tregur til að gera. Þannig sigrar þú
andstöðu líkama, huga og tilfinn-
inga.
2) Það eru diskar í vaskinum sem
þarf að þvo og þú átt það til að fresta
þessu verkefni þangað til síðar.
Stattu upp og gakktu frá uppvask-
inu núna. Láttu ekki bugast af leti.
3) Þú kemur heim úr vinnunni og
sest fyrir framan sjónvarpið af því
að þú ert of latur og þreyttur til að
fara í sturtu. Hlýddu ekki löng-
uninni til að sitja áfram heldur
skelltu þér í sturtu.
4) Líkar þér að drekka kaffið þitt
með sykri? Drekktu það sykurlaust í
heila viku. Drekkurðu yfirleitt fjóra
bolla af kaffi á dag? Minnkaðu það
niður í tvo í heila viku.
5) Þú færð löngun til að borða
sælgæti sem þú átt til uppi í skáp.
Vertu sterkur og neitaðu löng-
uninni.
6) Sigrastu á leti í ritgerðarsmíði
með því að sannfæra þig um mik-
ilvægi þess að klára ritgerðina.
Sannfærðu hugann um að þú öðlist
innri styrk þegar þú gerir hluti
þrátt fyrir leti, tregðu eða innri and-
stöðu.
Sýndu þrautseigju og veittu þér
hvatningu með því að hugsa um út-
komuna. Best er að þjálfa sig með
einföldum æfingum til að byrja með
og þyngja þær svo. Æfingarnar
munu auka styrk þinn og veita þér
ánægju, innri frið og hamingju. Ytri
atburðir munu ekki lengur hafa
áhrif á þig og aðstæðurnar stjórna
ekki lengur hugarró þinni. Vilja-
styrkur og sjálfsagi gefa okkur
stjórn á daglegu lífi, hjálpa okkur að
breyta venjum okkar og hegðun, og
eru lykillinn að árangri.
Að byggja upp
viljastyrk og sjálfsaga
Eftir Ingrid
Kuhlman » Viljastyrkur og
sjálfsagi gefa okkur
stjórn á daglegu lífi,
hjálpa okkur að breyta
venjum okkar og hegð-
un, og eru lykillinn að
árangri.
Ingrid Kuhlman
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þekkingarmiðlunar.
ÞRÓUN þjónustu við langveika
einstaklinga er tiltölulega ný af nál-
inni og fylgir í kjölfar lengingar á
ævilíkum ásamt með bættri heil-
brigðisþjónustu. Banvænir bráðir
sjúkdómar hafa breyst í meðhöndl-
anlega langvinna sjúkdóma. Þörf er
fyrir mikla breidd í þjónustu við
langveika og aldraða einstaklinga
vegna hins mikla breytileika í fram-
vindu sjúkdóma og færni. Hefð hef-
ur þróast fyrir því á Íslandi að ein-
blína á hjúkrunarrými þegar lang-
veikur eða aldraður einstaklingur
getur ekki lengur búið óstuddur á
eigin heimili. Tvennt kann þar að
koma til, annars vegar ákveðnar
hindranir í þjónustukeðjunni og hins
vegar takmörkuð þróun úrræða á
samfélagsstigi.
Fjármál
Nú eru um 70 einstaklingar á bið-
lista eftir hjúkrunarrými á höfuð-
borgarsvæðinu, en voru um 350 fyrir
breytingu á framkvæmd vistunar-
matsins í ársbyrjun 2008. Ljóst er að
ef hverfa ætti til fyrra fyrirkomu-
lags, og mæta þörf fyrir vistun 300
einstaklinga, þyrfti að koma til veru-
lega aukið fjármagn til nýbygginga
og rekstrar, þar sem slíkur fjöldi
hjúkrunarrýma er ekki til. Árlegur
rekstrarkostnaður hvers rýmis á
hjúkrunarheimili er um 7,5 milljónir
króna og árleg aukning hlypi því á
milljörðum. Eins og fram hefur
komið í fyrri greinum vistunarmats-
nefndarinnar er lögð áhersla á að
veikustu einstaklingarnir njóti for-
gangs. Einstaklingar sem fá höfnun
á vistunarmati geta engu að síður
verið í þörf fyrir þjónustu sem mik-
ilvægt er að mæta. Þjónustu sem ef
til vill er ekki fyrir hendi eða er að-
gengileg í takmörkuðum mæli. Það
er því eðlilegt að biðlisti myndist
fyrir önnur úrræði en hjúkrunar-
rými og við því þarf að bregðast.
Hindranir
Margir aðilar koma að umönnun
langveikra, má þar nefna heilsu-
gæslu, félagsþjónustu og sjúkrahús.
Ábyrgð þeirra aðila sem að þjónust-
unni koma er oft óljós, samþættingu
einstakra þjónustuþátta skortir,
samvinna fagaðila er á köflum ófull-
komin og togstreita ríkir gjarnan
um fjármögnun þjónustunnar. Slíkir
annmarkar draga úr gæðum og hag-
kvæmni þjónustunnar. Nauðsyn er á
heildstæðri stefnumótun í málefnum
langveikra einstaklinga þar sem há-
mörkun gæða og hagkvæmni eru í
forgrunni.
Tækifæri
Margvísleg tækifæri eru til þró-
unar samfélagsúrræða. Einnig má
bæta og efla þá þjónustu sem þegar
er fyrir hendi. Í starfi sínu hefur
nefndin greint þrjá hópa sem ekki
uppfylla viðmið fyrir hjúkrunarrými,
en bæta mætti þjónustu við á sam-
félagsstigi. Í fyrsta lagi má nefna
einstaklinga með heilabilun á fyrri
stigum. Færniskerðing þeirra er lít-
il, þeir búa einir og kvíði hrjáir þá.
Þörfum þessara einstaklinga mætti
mæta með fjölgun sambýla, þjón-
ustuíbúða á vegum sveitarfélags, svo
sem þekkt er í Seljahlíð í Reykjavík
eða í öryggisíbúðum Eirar í Mos-
fellsbæ. Í öðru lagi má nefna ein-
staklinga með líkamlega sjúkdóma
og kvíðaröskun sem þó hafa góða
færni. Þessir einstaklingar gætu
nýtt sér sambýli á samfélagsstigi. Í
þriðja og síðasta lagi má nefna mik-
ilvægi þess að þróa úrræði fyrir þá
sem haldnir eru geðsjúkdómi sam-
hliða líkamlegum sjúkdómi. Margir
þessara einstaklinga eru ófærir um
að búa í sjálfstæðri búsetu en gætu
nýtt sér samfélagsúrræði sem væru
betur sniðin að þörfum þeirra en
hjúkrunarrými gera nú.
Auk þess að þróa ný þjónustu-
úrræði eru ýmis tækifæri til styrk-
ingar þeirra úrræða sem fyrir eru. Í
því sambandi má benda á mikilvægi
þess að læknar vitji reglulega ein-
staklinga sem ekki eru færir um að
sækja þjónustu þeirra á stofu. Með
auknu samstarfi lækna og hjúkr-
unarfræðinga, þar sem sami læknir
fylgir eftir sjúklingi, í stað þess að
kallað sé til þjónustu bæjarvaktar
sem þekkir ekki til einstaklingsins,
má stuðla að markvissari þjónustu
og betri umönnun hans. Slíkt sam-
starf gæti aukið samfellu í þjónustu
sjúkrahúss og heilsugæslu þegar til
útskriftar kæmi og væri liður í því að
styrkja heildræna umönnun og sam-
fellu í meðferð langveikra. Þróun
skilmerkja eða viðmiða fyrir alla
þætti þjónustukeðjunnar gæti verið
liður í því að hámarka gæði og nýt-
ingu þjónustunnar í þágu einstakl-
ingsins. Þannig nyti einstakling-
urinn þjónustu mismunandi aðila í
samræmi við heilsu sína og færni
hverju sinni. Með þróun upplýsinga-
tækni skapast mikilvægt tækifæri til
þess að skilgreina þarfir, útfæra
þjónustu og efla samvinnu hinna
fjölmörgu þjónustuaðila sem þurfa
að koma að hverjum og einum lang-
veikum einstaklingi. Hún er einnig
mikilvæg þegar meta skal árangur
og gæði þjónustunnar sem liðar í
stefnumótun. Gagnagrunnar fyrir
slíka heildræna upplýsingatækni eru
þegar fyrir hendi og má þar nefna
rafræna sjúkraskrá, Söguna, og svo-
kallað RAI-mat fyrir langveika ein-
staklinga á ýmsum þjónustustigum.
Þennan þátt þjónustunnar þarf að
efla og gera aðgengilegan fyrir alla
þá fjölmörgu sem sinna hverjum og
einum einstaklingi með langvinna
sjúkdóma. Heildstæð stefnumótun
og stýring á þjónustu við langveika
einstaklinga getur bætt þjónustuna
auk þess að stuðla að hagkvæmni.
Nýting þekkingar og upplýsinga-
tækni við þá vinnu stuðlar að vand-
aðri vinnubrögðum í dag og til fram-
tíðar. Við þurfum að grípa það
tækifæri.
Eftir Pálma V. Jónsson,
Ingu V. Kristinsdóttur og Unni
V. Ingólfsdóttur
»Einblínt er á hjúkr-
unarrými þegar
langveikur einstakling-
ur getur ekki lengur bú-
ið óstuddur á eigin
heimili. Tækifæri er til
þróunar samfélags-
úrræða.
Pálmi V. Jónsson
Höfundar eru í nefnd um framkvæmd
vistunarmats fyrir hjúkrunarrými á
höfuðborgarsvæðinu.
Inga V. Kristinsdóttir Unnur V. Ingólfsdóttir
Valkostir við vistun í hjúkrunarrými:
fjármál, hindranir og tækifæri
TAÍVAN (Lýðveldið
Kína) er enn útilokað
frá ýmsum al-
þjóðastofnunum sem
Ísland til að mynda á
fulla aðild að. Með
góðra manna hjálp
tókst nýverið að
tryggja Taívan
áheyrnaraðild að Al-
þjóðaheilbrigðisstofn-
uninni (WHO). Næsta
verkefni er að tryggja Taívan sams
konar aðild að Alþjóðaflugmálastofn-
uninni (ICAO).
Hvers vegna? Einfaldlega vegna
þess að við teljum það nauðsynlegt
fyrir flugöryggi í Austur-Asíu. Um-
sókn Taívans ætti að falla vel að
stefnu Bandaríkjanna, Evrópusam-
bandsins og Íslands sem öll hafa lýst
þeim vilja sínum að Taívan fái ein-
hvers konar viðunandi stöðu innan
stofnana á vegum Sameinuðu þjóð-
anna. Aðild að ICAO þýddi m.a. að
Taívan gæti sent fulltrúa á tæknilegar
ráðstefnur á vegum stofnunarinnar
og hefði bein samskipti um öll atriði
er varða flugöryggi í sínum heims-
hluta.
Til að skilja stöðu Taívans á sviði
flugsamgangna má minna á nokkrar
staðreyndir:
Taívan er helsta miðstöð flug-
samgangna milli Norðaustur- og Suð-
austur-Asíu með 2.600 flugferðir á
viku.
Flugumsjónarsvæði Taipei spann-
ar 12 alþjóða- og fjórar innanlands-
flugleiðir.
1,35 milljónir farþega ferðast ár-
lega um þetta flugsvæði.
Árið 2008 höfðu 174.000 alþjóðaflug
viðkomu á Taívan með 35 milljónir
farþega.
Alþjóðaflugvöllurinn í Taipei er sá
fimmtándi annasamasti í heiminum.
Af þessu sést hvers vegna ICAO
myndi hagnast á aðild Taívans, þó að
ekki væri nema á sviði flugöryggis.
Taívan hefur hins vegar verið útilokað
frá allri starfsemi stofn-
unarinnar frá árinu 1971
og hefur engan aðgang
að upplýsingum þaðan.
Þótt flugyfirvöld á Taív-
an reyni að nálgast þær
upplýsingar eftir öðrum
leiðum eru það króka-
leiðir sem bjaga eðlilegt
og öruggt upplýs-
ingaflæði. Þessi þörf er
enn brýnni eftir að reglu-
legar flugsamgöngur
hófust yfir Taívanssund:
nú 270 flugferðir á viku.
Eru einhverjar gildar lagaástæður
fyrir því að útiloka Taívan? Aug-
ljóslega ekki þar sem reglugerð ICAO
gerir beinlínis ráð fyrir þeim mögu-
leika að bjóða utanaðkomandi „að-
ilum“ að taka þátt í einstökum verk-
efnum á vegum stofnunarinnar, þar á
meðal starfsemi viðeigandi undir-
nefnda. Meðal aðila sem fengið hafa
slíkan rétt eru Palestína og banda-
rískt félag (Aeronautical Radio). Taív-
an sækist sérstaklega eftir aðkomu að
samhæfðu upplýsingakerfi ICAO sem
kallast PKD. Þeir sem gefa út tölvu-
tæk ferðaskilríki eiga að geta orðið
aðilar að PKD og Taívan hóf útgáfu
slíka skilríkja í desember 2008.
Ég vona að þessi rök og dæmi
sannfærandi viðeigandi yfirvöld á Ís-
landi um að þeim beri að styðja um-
sókn Taívans um áheyrnaraðild að Al-
þjóðaflugmálastofnuninni.
Umsókn Taívans
um aðild að Alþjóða-
flugmálastofnuninni
Eftir Arthur
Cheng
» Alþjóðaflugvöllurinn
í Taipei er sá fimm-
tándi annasamasti í
heiminum.
Af þessu sést hvers
vegna ICAO myndi
hagnast á aðild Taívans,
þó ekki væri nema á
sviði flugöryggis.
Arthur Cheng
Höfundur er forstöðumaður á full-
trúaskrifstofu Taívans í Danmörku.