Morgunblaðið - 20.02.2010, Síða 37

Morgunblaðið - 20.02.2010, Síða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 ✝ Ásdís Karlsdóttirfæddist á Siglu- firði 7. ágúst 1930. Hún lést 10. febrúar 2010. Ásdís var dóttir hjónanna Sigríðar Ögmundsdóttur frá Beruvík á Snæfells- nesi og Karls Dúason- ar úr Fljótum í Skagafirði. Eftirlif- andi systkini Ásdísar eru tvíburasystir hennar, Áslaug Karls- dóttir, fv. símamær, og Grímur Karlsson, skipstjóri og líkanasmiður. Ásdís var lengst af til heimilis á Álfaskeiði 81, Hafn- arfirði. Ásdís lauk gagnfræðaprófi frá gagnfræðaskólanum á Siglufirði og hóf síðan verslunarstörf í Reykja- vík. Hún vann í Gleraugna- og ljós- myndaversluninni Týli til 1957. 1958 hóf Ásdís störf sem ritari hjá verkfræðadeild Varnarliðsins (Public Works Department) og vann þar við góðan orðstír. 1982 ákvað Ásdís að skipta um starf. Það ár var hún ráðin einkaritari bæj- arfógetans í Hafn- arfirði. Eitt af störf- um hennar þar var að vera sérstakur að- stoðarmaður fulltrú- anna í skiptarétti. Þar sem annars staðar leysti Ásdís störf sín með einstakri skarpskyggni og dugnaði. Hún vann hjá sýslumannsembætt- inu allt til þess hún hætti störfum vegna aldurs 1997. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk Ásdísar. Hvar skal byrja, þegar horft er til baka og litið yfir farinn veg? Ásdís og mamma voru tvíbura- systur og hefur Ásdís alla tíð verið stór hluti af tilveru minni. Þegar ég var lítil passaði hún mig oft (stund- um til að mamma kæmist aðeins út, því „hún varð svo leiðinleg af því að hanga svona heima alltaf“ eins og Dísa sagði!). Þegar ég fór að stálpast var mik- ið sport að fara með Dísu til Hafn- arfjarðar þar sem hún bjó og fá að gista. Stundum var farið í sund, stundum í Hellisgerði og stundum bara út í hraun til að skoða álfa- byggðirnar. En álfar komu oft við sögu í Hafnarfirði. Þetta þótti mér svo mikið ferða- lag að eitt sinn skrifaði ég bréf heim til Njarðvíkur til að segja frá ævintýrum helgarinnar! Og enn þann dag í dag er alveg sérstakur blær á þessum minningum og viss ævintýraljómi. Þegar Apollo 11. lenti á tunglinu 1969 fór Dísa með mig 9 ára út í glugga til að sýna mér tunglið og segja mér frá þessu undri vís- indanna, að menn væru að stíga á tunglið. Árin liðu og ég fór í mennta- skóla. Flensborg varð fyrir valinu og þá fékk ég að búa hjá Dísu. Á þessu árum myndast oft vinatengsl sem endast ævilangt og alltaf voru vinirnir velkomnir á Álfaskeiðið. Enn minnum við vinkonurnar hver aðra á að vera beinar í baki. Það var nokkuð sem Ásdís lagði ríka áherslu á við okkur þegar við vor- um að fara eitthvert út. Að bera sig vel skipti miklu máli, enda var Ás- dís mjög tignarleg og falleg kona, bar sig vel og sinnti öllum sínum verkum af alúð og vandvirkni. Eftir að ég eignast Dúa Grím son minn naut ég enn sem fyrr góð- mennsku Ásdísar. Fengum við að búa hjá henni á meðan ég var í Kennaraháskólanum og nú tók hún að sér að passa næstu kynslóð, svo að mamman kæmist út. Og enn síð- ar bjó Dúi Grímur hjá henni þegar hann fór í iðnskóla. Þetta gerði Dísa fyrir okkur af góðmennsku og ást og vegna þess að menntun var eitt það mikilvægasta í hennar aug- um. „Ef þú menntar þig eru þér all- ir vegir færir,“ sagði hún oft. Það er í raun ekki fyrr en ég er orðin fullorðin sjálf, með uppkomin börn, að ég átta mig á því að það er ekk- ert sjálfgefið að taka inn á sig ung- linga, með öllum þeirra kenjum og kostum. En svona var Dísa. Hún hugsaði ekki alltaf eins og annað fólk. Var stundum svolítið sérvitur og oftar en ekki langt á undan sinni samtíð. Hennar er nú sárt saknað og kveð ég hana með þessum ljóðlín- um sem segja svo margt Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Ásdís, hafðu þakkir fyrir allt. Þín, Hulda Karen. Ásdís Karlsdóttir var uppáhalds- frænka mín, það er engin spurning. Minningar mínar um okkur saman ná eins langt og minni mitt nær. Alveg frá því að „harðhenta“ konan sem er ekki harðhent í minning- unni, því að hún var svo blíð, var að hjálpa mér í snjógallann, sokkana og vettlingana áður en ég fór í leik- skólann í Hafnarfirði. Það var eng- inn jafngóður að dúða mann upp fyrir kaldan vetrardag og Ásdís. Hún hysjaði upp um mig snjógall- ann með sinni hörðu hendi sem var þó svo blíð. Tróð svo sokkunum og vettlingunum einhvern veginn inn í hann svo að ekkert smaug í gegn, hvorki kuldi né bleyta. Sló svo á bakið á mér og hristi mig vinalega til, þannig að ég fylltist af kjarki, tilbúinn að fara út og takast á við hvað sem var. Þetta er góð minn- ing. Við Ásdís vorum alltaf í sam- bandi frá þessum tíma og þar til hennar tíma var lokið. Hún var allt- af ofarlega í mínum huga sama hvar ég var í heiminum eða hvernig sem á stóð. Hennar ást og hlýja var alltaf til staðar skilyrðislaust. Síð- ustu mánuðir í lífinu voru orðnir Ásdísi erfiðir, þá eins og svo oft í lífinu snerist dæmið við. Ég reyndi að veita henni skilyrðislausa ást og umhyggju, eins og hún hafði alltaf veitt mér. Það kom bara af sjálfu sér. Já, hugurinn veit alltaf hver hefur hlúð að honum. Ásdís hafði mjög gaman af að fara í bíltúr og út að labba. Ófá voru þau skipti sem við fórum í bíl- túr eða í gönguferðir þar sem ég reyndi að stappa í frænku mína kjarki með því að rifja upp góðar minningar og spjalla við hana, og nú var það ég sem klappaði henni vinalega á bakið. Þessar ferðir okk- ar glöddu bæði Ásdísi og mig mik- ið. Á þessum ferðum okkar fékk ég tækifæri til að þakka henni fyrir allt það góða sem hún hefur gert fyrir mig gegnum tíðina og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Á seinni árum bjó ég einnig hjá Ásdísi í tvö ár í Hafnarfirði áður en hún flutti til Njarðvíkur. Mér fannst það bara alveg eins og að koma heim, þó að mörg ár væru síðan við höfðum búið síðast sam- an. Þó að við hefðum ekki búið saman lengi hafði alltaf verið mikill samgangur, við fjölskyldan hjá henni og hún á Klapparstígnum. Alltaf var gaman að vera nálægt Ásdísi og áttum við endalaust af góðum stundum saman. Ásdís og amma kenndu mér að tefla og eru öll töflin okkar mér svo minnis- stæð. Ég er góður taflmaður þótt ég segi sjálfur frá en Ásdís stóð í mér fram á síðasta dag þrátt fyrir veikindin en það segir meira en þúsund orð um hve einstaklega vel gefin og klár kona hún var. Hún tók alltaf vel á móti vinum mínum og eiga þeir einnig góðar minning- ar um þessa einstöku eðalkonu. Hún er sennilega sú alvelviljaðasta manneskja sem ég hef hitt. Takk fyrir stundirnar okkar saman, fyrir alla málshættina sem þú kenndir mér, fyrir allan skiln- inginn, alltaf, og fyrir allar máltíð- irnar sem þú eldaðir ofan í mig þó að sagt væri að þú kynnir ekki að elda! Takk fyrir alla göngutúrana í Njarðvík þegar ég leiddi þig og takk fyrir alla göngutúrana í Hafn- arfirði þegar þú leiddir mig. Þinn Grímur Karl. Við ókum burt frá gröfinni, enginn sagði neitt og undarleg var gangan heim í hlaðið, því fjallið hans og bærinn og allt var orðið breytt, þó auðnin væri mest, þar sem kistan hafði staðið. Þó ennþá blöktu í stjökunum örfá kertaljós, var alstaðar í húsinu döpur rökkur móða. Á miðju stofugólfi lá föl og fannhvít rós, sem fallið hafði af kistu drengsins góða. ég laut þar yfir rósina, svo enginn annar sá, að öllum sóttu lífsins þungu gátur. svo kyrrt var þarna inni, að klukkan hætti að slá, en klökkvans þögn er innibyrgður grátur. Í silfurvasa lét ég mína sumarbjörtur rós, en samt var henni þrotið líf og styrkur. Svo brunnu þau að stjökum hin bleiku kertaljós, og blómið hvarf mér inn í þögn og myrkur. (Davíð Stefánsson). Enn er kominn tími að kveðja náin ástvin. Mín elskaða Dísa er dáin. Þú gerðir líf lítillar stúlku að æv- intýri. Listaverk og ljóð. Álfarnir í hrauninu. Stjörnurnar og stjörnu- merkin í himninum. Þú fræddir mig endalaust um fegurð lífsins og slóst allt ævintýrabjarma. Þú varst vissulega álfadísin mín. Hvers- dagslegustu hlutir urðu ævintýri þegar þú leiddir mig gegnum lífið. Heima hjá þér var allt fágað, stíl- hreint og fallegt. Þú varst alla tíð mikill göngu- garpur, og svo hraðskreið, að eina leiðin til að halda í við þig var að tileinka sér sérstakt göngulag. Dugnaðarforkur og aðsópsmikil, einstaklega gáfuð, heiðarleg, hrein- skilin og falleg hefðarkona. Þú barst harma þína í hljóði, en gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að bæta líf þinna nánustu. Þú varst mér alla tíð sem besta móðir. Ég elska þig, ég elska þig og dalinn, Dísa, og dalurinn og fjöllin og blómin elska þig. Í norðri brenna stjörnur, sem veginn okkur vísa, og vorið kemur bráðum Dísa kysstu mig. (Davíð Stefánsson.) Vertu sæl mín elskaða Dísa. Þín Sigríður Dúa (Sigga Dúa). Langt er heim yfir heiðar og fjöll. – Göngum hratt, það var garpsins siður. vel er að foldin faldi mjöll, sem fellur af himnum niður. (Davíð Stefánsson.) Vertu sæl, mín kæra frænka. Minning þín er ljós í lífinu. Þín, Ásdís Eva Sigríðardóttir. Ásdís Karlsdóttir ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, fóstursonur og afi, SIGURÐUR ÞORVALDSSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans, Hringbraut, föstudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, fimmtudaginn 25. febrúar kl. 11.00. Jarðsett verður í Hruna sama dag. Fjölskylda Sigurðar þakkar auðsýnda samúð og hlýhug í sinn garð. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæslunnar fyrir hlýju á erfiðri stundu. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Kiwanisklúbbinn Geysi. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Svana Sigurðardóttir, Bárður Jón Grímsson, Viktor Svan Sigurðarson, Hlynur Smári Sigurðarson, Aron Snær Sigurðarson, Erna Hannesdóttir, Ingibjörg Erla Björnsdóttir, Björn Júlíusson, Jóhanna, Bjarki, Bríet Ósk og Svanbjörn Bárðarbörn, Ernir Leó Hlynsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANNES ÓLAFSSON, Skarðshlíð 14, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 27. janúar. Útförin fór fram 8. febrúar í kyrrþey að ósk Jóhannesar. Þökkum auðsýnda samúð. Jón Jóhannesson, Sigrún Magnúsdóttir, Sigfús Jóhannesson, Sigríður Elefsen, Guðrún Jóhannesdóttir, Gunnar Aspar, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Birgir Rafn Sigurjónsson, Ingveldur Jóhannesdóttir, Jörundur Traustason, María Jóhannesdóttir, Elísabet Ballington og afabörnin öll. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐLAUGUR BORGARSSON, Hólagötu 7, Ytri-Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 14. febrúar. Jarðarför fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðviku- daginn 24. febrúar kl. 13.00. Bestu þakkir til starfsfólks í Víðihlíð sem og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir góða umönnun. Katrín Sigurðardóttir, Magnea Rán Guðlaugsdóttir, Dofri Örn Guðlaugsson, Soffía Guðlaugsdóttir, Gylfi Vilberg Árnason, Sigurbjörg Guðlaugsdóttir, Sigmundur Valgeirsson, Sædís Guðlaugsdóttir, Þráinn Ómar Svansson, Sigurður Óskar Lárusson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Lárus Ingi Lárusson, Trina Ören, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, Réttarholti, Garði, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi Garði miðvikudaginn 17. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Rúnar Guðjón Guðmundsson, Sylvía Hallsdóttir, Guðný Anna Guðmundsdóttir, Björn Gunnar Jónsson, Magnús Helgi Guðmundsson, Halla Þórhallsdóttir, Birgir Þór Guðmundsson, Þóranna Rafnsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.