Morgunblaðið - 20.02.2010, Page 40
40 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
✝ Neil Ófeigur Bar-dal, útfararstjóri í
Winnipeg í Kanada og
fyrrverandi ræð-
ismaður Íslands, and-
aðist aðfaranótt laug-
ardags 13. febrúar,
tæplega sjötugur að
aldri. Hann fæddist í
Winnipeg 16. febrúar
1940 en var ættaður
frá Svartárkoti í
Bárðardal. Hús hans í
Húsavík, rétt sunnan
við Gimli í Kanada,
heitir Svartárkot.
Foreldrar hans voru Njáll Ófeig-
ur Bardal og Sigrid Johnson. Afi
hans og amma í föðurætt voru Ar-
inbjörn Sigurgeirsson Bárdal og
Margrét Ólafsson. Þau fluttu til
Kanada um 1895 en móðurfor-
eldrar hans, Helgi Jónsson frá Eski-
holti í Borgarfirði og Ásta Jóhann-
esdóttir frá Gufuá í Borgarfirði,
fluttu út um 1900.
Neil Ófeigur Bardal rak ásamt
fjölskyldu sinni útfararstofu í
Winnipeg um árabil, Neil Bardal
Inc., og fetaði þannig í fótspor föð-
ur síns og afa sem ráku útfararstof-
una Bardal Funeral Home. Eiríkur,
sonur hans, tók við rekstrinum í
vetur.
Neil var mjög virkur í íslensk-
kanadíska samfélaginu undanfarna
áratugi og lét til sín taka á öllum
sviðum, innleiddi m.a. líkbrennslu í
Winnipeg. Hann var
sæmdur æðstu við-
urkenningu Mani-
toba-fylkis, the Order
of manitoba, 2006,
æðstu viðurkenningu
Þjóðræknisfélagsins í
Norður-Ameríku og
riddarakrossi Hinnar
íslensku fálkaorðu
2000 auk þess sem
hann var heið-
ursfélagi Þjóðrækn-
isfélags Íslendinga.
Hann lét af störfum
sem kjörræðismaður
Íslands í Gimli 2003 eftir að hafa
hafið störf fyrir utanríkisþjón-
ustuna sem ræðismaður í Manitoba
árið 1994.
Fyrir skömmu kom út spennu-
sagan „Passion“ eftir Neil og Fay
Cassidy. Útgáfu bókarinnar var
flýtt vegna veikinda Neils en hann
náði að sjá hana áður en yfir lauk.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Annette Bardal. Þau eignuðust tvo
syni, Eirík og Jón, og sex barna-
börn.
Minningarathöfn um Neil Ófeig
Bardal verður í Winnipeg í dag,
laugardaginn 20. febrúar, og hægt
er að senda samúðarkveðjur á út-
fararstofuna (condolences@nbar-
dal.mb.ca). Samkoma til minningar
um Neil Bardal verður í Þjóðmenn-
ingarhúsinu fimmtudaginn 25.
febrúar nk. og hefst klukkan 16.00.
Genginn er einstakur maður, með
sterkar rætur á Íslandi í báðar ætt-
ir. Föðurætt Neils Ófeigs Bardal
var úr Bárðardalnum eins og ætt-
arnafnið gefur til kynna og þær
slóðir áttu alltaf sérstakan stað í
hjarta hans. Það sama gilti um
Borgarfjörðinn en þaðan voru móð-
urforeldrar hans, þau Helgi Jónsson
frá Eskiholti og Ásta Jóhannesdótt-
ir frá Gufuá. Þau hjón giftust árið
1896 og fóru frá Borgarnesi fjórum
árum síðar ásamt Kristínu dóttur
sinni, til að búa sér framtíð í Vest-
urheimi. Þau settust að í Winnipeg
og áttu lengst af heimili sitt í húsi
sem Helgi byggði sjálfur við Ing-
ersollstræti 1023 þar í borg. Í Kan-
ada eignuðust þau hjón sex börn til
viðbótar: Rósu, Jónínu, Jón, Sigríði
Sesselju, Magnús og Harold. Á
heimilinu og í nágrenni þess var töl-
uð íslenska og ávallt mikil rækt lögð
við íslenska upprunann. Í bréfum
Helga frá þessum tíma kemur fram
að þrátt fyrir farsælt líf fjölskyld-
unnar í Kanada hugsaði hann alltaf
heim til Íslands með söknuð í hjarta
og dreymdi landið á hverri nóttu. Öll
börn þeirra hjóna giftust síðar ís-
lenskt ættuðu fólki og afkomendur
þeirra í dag eiga með sér svo sterk
ættartengsl að aðdáunarvert verður
að teljast. Í ágúst 2005 komu 16
manns úr þeirra hópi til Íslands.
Neil átti upptökin að ferðinni og
orðaði það svo að þetta væri píla-
grímsferð til að minnast þeirra
banda sem tengja ættingja saman á
Íslandi og vestan hafs. Árið 2007
kom aftur stór hópur ættingja til að
vitja fornra slóða og í millitíðinni
hafa fleiri sótt Borgarfjörðinn heim í
minningu forfeðra sinna. Þetta
minnir á þá staðreynd að á árunum
1875-1914 fóru rúmlega 800 manns
úr Borgarfirði til Vesturheims til að
leita nýrra tækifæra þegar að
þrengdi hér heima.
Foreldrar Neils og síðar hann
sjálfur héldu alltaf traustu sambandi
við ættingja sína á Íslandi. Þar á
meðal var Hjörtur Magnússon
frændi hans frá Borgarnesi. Frá
honum gengu tengslin áfram til okk-
ar frændsystkinanna og efldust með
heimsóknum okkar til Manitoba, þar
sem Neil og frændgarðurinn ytra
sýndu okkur ætíð einstaka alúð og
gestrisni. Hann átti einstaklega gott
með mannleg samskipti og ræktaði
sambandið við aldavini sína hér
heima þrátt fyrir annasamt starf og
líf í Winnipeg. Hann var ljúfmenni;
einlægur og hjartahlýr, og bjó yfir
leiftrandi kímnigáfu svo geislaði út
frá honum.
Nú eru nokkur ár síðan veikinda
Neils varð fyrst vart. Hann varðist
hetjulega, en var mjög lífsreyndur
maður og vissi vel þegar fór að
draga að leiðarlokum í þeirri bar-
áttu. Okkur varð því miður ljóst að
heimsókn hans til Íslands sl. vor
yrði sú síðasta þótt það væri ekki
nefnt berum orðum. Engum gat dul-
ist hversu heitar tilfinningar Neil
bar til Íslands. Við þessar aðstæður
hugsaði hann heim og sá fyrir sér
bæinn þar sem Helgi afi hans ólst
upp og kenndi sig við alla tíð: „I vi-
sion Eskiholt in my dreams as did
my Afi Johnson and hope my spirit
will find its way there when I go to
the other side. It is a piece of para-
dise.“
Í djúpri þökk fyrir dýrmæta vin-
áttu og frændsemi.
Guðrún Jónsdóttir og
Jóhann Hjartarson.
„Við verðum í sambandi þar til ég
fer,“ sagði Neil, vinur minn, iðulega
í samtölum okkar undanfarnar vikur
og mánuði, síðast nokkrum dögum
áður en hann kvaddi endanlega.
Dæmigerður Neil. Fárveikur og
kvalinn reyndi höfðinginn að slá á
létta strengi þar til yfir lauk og að
sjálfsögðu kom hann inn á mikilvægi
tengsla Íslendinga og fólks af ís-
lenskum ættum í Vesturheimi enda
lét hann ekkert tækifæri til þess sér
úr greipum renna.
Neil var einstakur maður, nokk-
urs konar þjóðhöfðingi íslenska
samfélagsins vestra, en ólíkur öðr-
um þjóðhöfðingjum að því leyti að
hann lét ekki aðra þjóna sér til
borðs heldur sá um sig og sína.
Hann var ótrúlegur vinnuþjarkur og
hafði yfrið nóg að gera í fyrirtæki
sínu, en hann átti samt alltaf tíma
fyrir Íslendinga og íslensk málefni.
Ekkert var honum kærara en við-
hald og vöxtur íslenska samfélags-
ins vestra og tengsl þess við Ísland
og hann var alltaf tilbúinn að rétta
Íslendingum hjálparhönd.
Hann var óþreytandi við að leggja
á ráðin við að treysta bönd vestur-
íslenska samfélagsins við Ísland og
Íslendinga. Oftar en ekki beið hann
eftir mér á flugvellinum í Winnipeg,
jafnvel þótt ég kæmi ekki fyrr en
um miðnætti, og tók ekki annað í
mál en skutla mér aftur þangað við
brottför. Þá vorum við gjarnan tím-
anlega í því svo við gætum sest inn í
matsal Sheraton-hótelsins við flug-
völlinn og rætt málin áður en við
kvöddumst. Hann vildi tryggja að
ekkert hefði gleymst og allt sviðið
verið skannað í viðkomandi ferð. Í
okkar samskiptum var aðalatriðið
hjá honum að frásagnir af Vestur-
Íslendingum birtust reglulega í
Morgunblaðinu svo þeir gleymdust
ekki.
Beint flug milli Íslands og Winni-
peg var hugðarefni Neils um árabil
og þegar Iceland Express tilkynnti
um jólin nýliðin að fyrirtækið ætlaði
að bjóða upp á þessa þjónustu í sum-
ar var hann sannfærður um að það
væri skynsamleg ákvörðun og kætt-
ist mjög enda enn eitt baráttumálið í
höfn.
Þegar fyrir lá í nóvember sem leið
að hann ætti fáa mánuði eftir tók
hann tíðindunum af sínu kunna
æðruleysi og sagði að hann væri
tilbúinn. Hann gæti kvatt ánægður
því hann hefði náð settu marki í líf-
inu. Áður en hann færi vildi hann
samt sjá spennusöguna Passion sem
hann skrifaði með Fay Cassidy og
ekki fór á milli mála að útgáfa henn-
ar á dögunum gladdi hann mjög.
Hann lagði mikið í þessa bók og eftir
að hann fékk hana í hendur sagði
hann við mig að tímanum sem í hana
fór hefði verið vel varið og gefið sér
mikið. Hann hafði ætlað sér að
fylgja bókinni eftir en sagði að
kynningin væri í öruggum höndum
og því væri ekkert meira fyrir sig að
gera. Skömmu síðar slokknaði ljós-
ið.
Við Gulla sendum fjölskyldu Neils
og ættingjum okkar innilegustu
samúðarkveðjur við fráfall eins
sterkasta hlekksins í íslensku keðj-
unni vestra.
Blessuð sé minning Neils Bardals.
Steinþór Guðbjartsson.
Neil Ófeigur Bardal, sá mæti
maður, hefur lokið lífsgöngu sinni.
Hann var fyrsti Kanadamaðurinn af
íslenskum ættum sem ég kynntist í
starfi mínu og sannur fulltrúi þess
fjölmenna hóps í Kanada sem ann
Íslandi, landi forfeðra sinna. Hann
tók á móti mér og ferðafélaga mín-
um á flugvellinum í Winnipeg seint
um kvöld. Rétti okkur þéttriðna
dagskrá með ótal heimsóknum vítt
og breitt um Manitoba í skiptum
fyrir fátæklega punkta sem við höfð-
um fengið í veganesti að heiman. Í
hönd fóru tveir ógleymanlegir dag-
ar. Hann meðhöndlaði okkur eins og
þjóðhöfðingjar væru á ferð. Kallaði
til fundar við okkur allt mektarfólk
samfélags Vestur-Íslendinga í Mani-
toba, eins og það hefði ekkert betra
við tímann að gera, bauð okkur á
fínustu veitingastaði fylkisins og ók
með okkur á alla markverðustu staði
í sögu íslensku landnemanna. Mark-
mið hans var að láta okkur skynja til
fulls mikilvægi íslenska menningar-
arfsins í Manitoba. Svo sannarlega
tókst honum það. Maður varð ekki
samur eftir þessa heimsókn.
Að rækta íslenska menningararf-
inn í Kanada var Neil ástríða og hug-
sjón. Kjörorð ungmennafélaganna
„Íslandi allt“ átti svo sannarlega við
hann. Eitt sumar ók hann okkur
Önnu Björgu upp með Rauðá til
Gimli. Þegar nálgaðist leiðarenda
beygði hann af leið og stöðvaði bíl-
inn. Bað hann okkur um að vera
hljóð og áður en varði hljómaði í bíln-
um lagið „Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót“. Hann ók
áfram á hægri ferð og þegar síðustu
tónarnir dóu út blasti við okkur
White Rock, staðurinn þar sem ís-
lensku landnemarnir tóku land við
Winnipegvatn. Við skynjuðum
glöggt helgi þessarar stundar.
Neil var líka hrókur alls fagnaðar
þegar svo bar undir. Hann var
gæddur góðri frásagnargáfu og und-
ir hnyttnum sögum af mönnum og
viðburðum var tíminn fljótur að líða.
Við Anna Björg geymum þann
fjársjóð sem einlæg vinátta hans var
okkur. Fjölskyldu hans sendum við
hugheilar samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu góðs drengs.
Halldór Árnason.
Neil Bardal átti hugmyndina um
að Ísland sendi mann á vettvang til
þess að sinna hátíðahöldunum í Vest-
urheimi árið 2000. Tilgangurinn var
sá að gera Ísland gildandi á vett-
vangi, minnug 1000 ára landnáms-
sögu. Í stafni þessara hátíðahalda
stóðu tveir menn; annars vegar á Ís-
landi Atli Ásmundsson, nú um
margra ára skeið aðalræðismaður Ís-
lands í Winnipeg, og svo Neil Bardal,
sem var þá kjörræðismaður Íslands í
Manitoba. Neil tók á móti okkur
Guðrúnu. Það varð einn besti leið-
angur ævinnar fyrir okkur bæði, svo
er fyrir að þakka Neil, Davíð og öll-
um vinunum hundruðum saman sem
við eignuðumst og eigum á sléttun-
um. Neil og Davíð Gíslason tóku á
móti okkur á flugvellinum. Svo kom
hann með okkur að kaupa hús. Hann
fann húsgagnasala. Fann bankavið-
skipti. Hann keypti bíl. Og prófaði
flygilinn. Hann fann skrifstofuhús-
næði og á kvöldin sá hann um að mér
leiddist ekki þar sem ég bjó einn í
stóru húsinu með flygli. Það er sagt
að eyjarnar á Breiðafirði séu ótelj-
andi. Það er örugglega rétt. En ferð-
ir Neils til að taka á móti Íslend-
ingum, til að aka um Manitoba upp á
Heklu eyju eða til Gimli, Árborgar
eða Riverton, Lunda. Þúsund þús-
und ferðir og allir veitingahúsareikn-
ingarnir sem hann borgaði fyrir Ís-
lendinga. Óteljandi. Óteljandi.
Þegar ríkisstjórn Íslands ákvað að
opna skrifstofu aðalræðismanns í
Winnipeg var það ekki síst til að
stýra hátíðahöldum. En Íslendingun-
um í Vesturheimi fannst að með
þessari ákvörðun væru íslensk
stjórnvöld að sýna landnemunum
virðingu, væru að segja að þau sem
fóru og niðjar þeirra væru Íslend-
ingar áfram ef þeir vildu. Neil Bar-
dal var nánasti samstarfsmaður okk-
ar Guðrúnar árin tvö sem við vorum
vestra. Þannig var það og með eft-
irmenn okkar.
Sá sem leiddi för hins nýja land-
náms Íslands í vesturvegi var Neil
Bardal; hann vann afar náið með öll-
um ræðismönnunum nótt og nýtan
dag. Alltaf að springa af áhuga, af
hugmyndum og krafti allt til hinsta
dags. Hann er nú fallinn. Maður
kemur í manns stað er sagt, en það
verður miklu tómlegra að koma vest-
ur núna því skarð Njáls Ófeigs Bar-
dals er vandfyllt.
Neil Bardal var leiftrandi húmor-
isti og gat alltaf fundið tilefni til að
hlæja og gleðjast. Á kveðjustund er
erfitt að brosa, sem tekst þó þegar
rifjast upp sögurnar hans Neils sem
enginn getur sagt lengur eins og
hann. Þær munu þó alltaf vaka með
okkur sem vorum svo heppin að
kynnast honum og verða ástvinum
hans styrkur.
Annette konu hans, strákunum
þeirra og fjölskyldum þeirra sendum
við Guðrún þakkir á sorgarstund.
Svavar Gestsson.
Neil Ófeigur Bardal tók á móti
okkur Eygló á Winnipegflugvelli,
þegar við komum til starfa í Mani-
toba síðsumars árið 2001. Frá þeirri
stundu vorum við vinir. Áttum
margt sameiginlegt og vorum nær
jafnaldra. Aldrei brást það, að hann
beið okkar á flugvellinum, þegar við
komum til Winnipeg. Það hlýjaði
um hjartarætur, jafnt í fimbulkulda
vetrar sem svækjuhita sumars. Það
eru forréttindi að fá að starfa meðal
Vestur-Íslendinga og eignast vin-
áttu þess góða fólks. Neil Bardal
var einstakur maður á svo margan
veg. Ekkert verk var of stórt, ekk-
ert viðvik of smátt, í þágu rækt-
arseminnar við land forfeðranna.
Neil gerði allt sem hann var beðinn
um og oftast miklu meira. Hann
sagði aldrei nei og sparaði hvorki
fé, né fyrirhöfn. Hann var ekki að-
eins fremstur meðal jafningja, held-
ur burðarásinn í öllu starfi Vestur-
Íslendinga í Manitoba. Neil Bardal
vissi að hverju stefndi. Hann tók ör-
lögum sínum með því æðruleysi
sem honum var gefið og óbrigðul
kímnigáfan hvarf ekki þótt þrautir
legðust á líkamann. Í nýlegu tölvu-
bréfi sagði hann og ég leyfi mér að
vitna til þess orðrétt, án þýðingar:
„My time is coming to an end, my
bones are getting weaker by the
day and I am confined to a bed or
wheelchair. However, my spirits so-
ar and friends are greatly apprecia-
ted as well as emails from my dear
friends, Eidur and Eyglo. Much
Love and Affection, Dear Friend,
Neil.“
Neil Ófeigur Bardal var engum
líkur. Hann auðgaði líf allra, sem
kynntust honum. Í huga okkar
munu góðar minningar vaka til ævi-
loka. Fjölskyldu hans vottum við
innilega samúð. Guð blessi minn-
ingu Neils Ófeigs Bardal.
Eiður Svanberg
Guðnason.
Kveðja frá Þjóðræknis-
félagi Íslendinga
„Ég heiti Neil Ófeigur Bardal og
ég er útfararstjóri.“ Þannig kynnti
Neil Bardal sig gjarnan fyrir hinum
fjölmörgu einstaklingum og hópum
frá Íslandi sem hann tók á móti í
Winnipeg. Annars talaði hann ekki
íslensku en var samt íslenskur í
allri hugsun og gerðum. Ég kynnt-
ist Neil sumarið 1998 í fyrstu heim-
sókn okkar hjóna til Winnipeg og
„Nýja Íslands“. Með okkur tókst
strax djúp vinátta og Neil varð öfl-
ugur liðsmaður í nýju uppbygging-
arstarfi Þjóðræknisfélags Íslend-
inga. Hann tók sérstöku ástfóstri
við Snorraverkefnið sem hann sá
strax að var mál framtíðar og
grundvallaratriði til að tengja yngri
kynslóðir afkomenda íslenskra
landnema við rætur sínar á Íslandi.
Neil var einn öflugasti baráttumað-
ur fyrir auknum samskiptum milli
Íslands og afkomenda íslenskra
landnema í Norður-Ameríku. Hann
var ávallt reiðubúinn til að leggja
góðum málum lið og veitti af örlæti
bæði tíma og fjármuni til þess.
Hann gerði engan mannamun og
var jafn fús til þjónustu við hátt-
setta embættismenn og hvern þann
sem leitaði til hans um fyrirgreiðslu
og aðstoð við að kynnast samfélag-
inu í Vesturheimi eða tengjast Ís-
landi. Eitt aðalsmerki Neils var hve
opinn, heiðarlegur og fölskvalaus
hann var og lá honum aldrei illt orð
til nokkurs manns. Hann gegndi um
skeið embætti forseta Þjóðræknis-
félags Íslendinga í Vesturheimi og
ýmsum öðrum trúnaðarstörfum í
vesturíslenska samfélaginu og var
ræðismaður Íslands um nokkurra
ára skeið. Neil naut mikillar virð-
ingar bæði í samfélagi Vestur-Ís-
lendinga og meðal þeirra fjölmörgu
á Íslandi sem hann kynntist. Árið
2006 var hann sæmdur æðsta heið-
ursmerki Manitoba-fylkis, „Order
of Manitoba“, og árið 2000 riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu.
Árið 2007 var Neil kjörinn heiðurs-
félagi í Þjóðræknisfélaginu á Ís-
landi og var það vottur okkar ein-
læga þakklætis fyrir öflugan
stuðning hans og velvild. Við syrgj-
um góðan dreng og sendum fjöl-
skyldu hans innilegar samúðar-
kveðjur.
Almar Grímsson.
Neil Ófeigur Bardal
✝
Ástkær tengdamóðir mín, amma okkar og lang-
amma,
FRIÐRIKA TRYGGVADÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri laugardaginn
13. febrúar.
Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju mánudaginn
22. febrúar kl. 13.30.
Bestu þakkir viljum við færa starfsfólki á dvalar-
heimilinu Hlíð fyrir góða umönnun.
Kristín B. Alfreðsdóttir, Pétur Ásgeirsson,
Friðrik Hreinsson, Þórdís Ólafsdóttir,
Jóhanna Hreinsdóttir, Jón Eðvald Halldórsson
og barnabarnabörn.