Morgunblaðið - 20.02.2010, Side 42

Morgunblaðið - 20.02.2010, Side 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 ✝ Þórir HeiðmarJóhannsson fæddist 23. desem- ber 1941 í Litlu- Hlíð í Víðidal, V- Hún. Hann lést 9. febrúar 2010 á Landspítalanum í Fossvogi. Móðir Þóris var Jósefína Á. Þor- steinsdóttir, f. 26.3. 1906, d. 3.10. 1987. Hálfsystkin Þóris, sammæðra, eru: Fanney, f. 1933, Jó- hann Hermann, f. 1936, d. 12.4. 2003. Laufey Jósefína, f. 1944, og Auðunn Unnsteinn, f. 1946. Að- eins viku gamall var Þórir gefinn til Ingibjargar Sigfúsdóttur, f. 24.1. 1909, d. 10.1. 2002, og Jó- hanns Teitssonar, f. 13.5. 1904, d. 10.12. 1996. Kjörforeldrar Þóris bjuggu þá á Refsteinsstöðum í V- Hún. og þar var hans æskuheim- ili. Uppeldissystir Þóris er Ásta Björnsdóttir. f. 1934, dóttir Sig- ríðar Guðrúnar Þorleifsdóttur. f. 8.5. 1909, d. 20.1. 2003. Eftirlifandi eiginkona Þóris er Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 26.6. Margrétar Sigurbjörnsdóttur, f. 1964, eru: a) Jóhann Þorvaldur, f. 1987, b) Ingibjörg Andrea, f. 1993. 3) Björn Svanur Þórisson, f. 1967, kvæntur Hönnu Kristínu Jörgensen, f. 1960. Synir þeirra eru: a) Svanur Ingi, f. 1992, b) Kristinn Heiðmar, f. 2000. Stjúp- sonur Björns, sonur Hönnu, er Andri Þorleifsson, f. 1988, sam- býliskona hans er Anna Pálína Jónsdóttir f. 1989. 4) Ingiríður Ásta Þórisdóttir, f. 1969, gift Njáli Runólfssyni, f. 1962. Þeirra börn eru: a) Anna Björg, f. 11.9. 1989, d.s.d. b) Hugrún Ósk, f. 11.7. 1990, d.s.d. c) Rúnar Þór, f. 1991, d) Sigmar Ingi, f. 1997, e) Heiðar Berg, f. 2005. 5) Sigrún Eva Þórisdóttir, f. 1974. Móðir hennar er Jónína Skúladóttir, f. 1955. Sambýlismaður Sigrúnar Evu er Tryggvi Rúnar Hauksson, f. 1971. Börn Sigrúnar Evu: a) Róbert Arnar Sigurðsson, f. 1995, b) Íris Dröfn Sigurð- ardóttir, f. 19.12.1997, d.s.d. c) Dagbjört Jóna Tryggvadóttir, f. 2006. Útför Þóris Heiðmars fer fram frá Blönduóskirkju laugardag- inn 20. febrúar kl. 11. 1942 á Hæli í A- Hún. Foreldrar hennar voru Þor- björg Björnsdóttir, f. 27.2. 1908, d. 30.9. 2001, og Kristján Bene- diktsson, f. 2.3. 1901, d. 28.6. 1977. Börn Þóris og Ingi- bjargar eru: 1) Jó- hann Þröstur Þór- isson, f. 1962, kvæntur Birnu Kristbjörgu Björnsdóttur, f. 1962, þeirra börn eru a) Þórir Ingi, f. 1982, sambýliskona hans er Hanna Agla Ellertsdóttir, f. 1986. Dóttir Þóris Inga og fyrr- verandi sambýliskonu, Val- gerðar Jennýjardóttur, f. 1985, er Emma Lív Þórisdóttir, f. 2004. b) Anna Lilja, f. 1983, gift Einari Gunnarssyni, f. 1981, þeirra börn eru: Jóhann Sverrir, f. 2008, og Klara María, f. 2009. c) Björn Ólafur, f. 1991. 2) Bergþór Valur Þórisson, f. 1964, sambýliskona hans er Sigríður Guðný Guðna- dóttir, f. 1968. Börn Bergþórs og fyrrverandi sambýliskonu hans, Núna er faðir minn Þórir Heiðmar Jóhannsson látinn. Pabbi ólst upp á Refsteinsstöðum í Víðidal, V-Hún. Margs er hægt að minnast þegar ég hugsa til baka og er langt mál að koma því öllu hér fyrir. Ég man fyrst eftir pabba þegar ég var lítill strákur í Brúarlandi á Blönduósi en þar ól- umst við systkinin upp fyrstu árin. Ég man eftir því þegar ég sat ofan á honum 4-5 ára og rakaði hann í framan með rafmagnsvélinni sem hann hafði nýlega keypt sér. Þetta fannst mér gaman og ég held að pabba hafi nú ekki leiðst þetta held- ur því þá gat hann aðeins hvílt sig en hann vann mikið á þessum tíma. Ég og eldri bróðir minn hann Þröstur höfðum gaman af því að fara niður að Blöndu til að leika okkur að jökunum sem þar voru stundum. Oft hringdu konurnar á hinum bakkan- um í mömmu og sögðu henni að við værum komnir niður að á. Í eitt sinn var pabbi heima og kom hann á hraðferð niður að á og ætlaði að veita okkur góða ráðningu. Ég varð hans var og tók til fótanna en hann náði Þresti og tók hann upp á löppunum og smellti honum í mórauða ána, svona til að minna hann og okkur á að áin væri ekkert sérstaklega hlý. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að koma inn strax en Þröstur fékk vænt bað í ánni. Pabbi fór svo í vinnuna og ég held að þessi refsing hafi dugað í heila þrjá daga. Blanda hafði ótrú- legt aðdráttarafl hjá okkur strákun- um. Til Hólmavíkur fluttum við árið 1976 og vorum þar til haustsins 1978. Það var mjög góður tími og kenndi pabbi okkur margt þar, þó aðallega varðandi músík. Pabbi var mjög góð- ur að leika á hljómborð og harm- onikku með okkur bræðrunum og stofnuðum við hljómsveit og spiluð- um á nokkrum stöðum saman. Ég man hvað það var vinsælt hjá krökk- unum á Hólmavík að koma að gisti- heimilinu og hlusta á okkur æfa. Ég var þá að verða 14 ára og Þröstur að verða 16 ára. Ekki var verra þegar mamma kom og söng með okkur. Þetta var góður tími sem seint líður úr minni. Pabbi var yfirleitt að vinna við ein- hvers konar bifreiðaakstur. Ungur tók hann meirapróf og próf til að kenna á bifreið. Pabbi kenndi okkur öllum á bíl nema henni Evu systur og segjum við að hann hafi verið bú- inn að fá nóg eftir að honum tókst að koma Ástu systur í gegnum bílpróf- ið. Það hafi hreinlega verið of erfitt fyrir hann! Það var fátt sem pabbi gat ekki gert sjálfur, en það sem hann gat ekki fékk hann fagmenn til að vinna. Harmonikkan var hans yndi og flakkaði hann um landið á húsbílnum sínum með mömmu til að fara á alls konar harmonikkumót. Í gegnum þann félagsskap og í gegnum hús- bílafélagið Flakkarana eignuðust þau ævilanga vini. Ég man árið 1980 þegar pabbi bað mig að spila með sér í harmonikkuklúbbnum sem var þá. Þá var ég að verða 16 ára, rokkari af lífi og sál. Ég átti sem sagt að fara að spila með fjórum eða fimm gömlum körlum og það einhver gamalmenna- lög! En það var fín lífsreynsla og tekjulind fyrir unglinginn, þótt það hljómaði ekki vel þegar ég sagði stelpunum að ég væri í hljómsveit með pabba og gömlu mönnunum. Pabbi, ég mun alltaf sakna þín. Bergþór Valur Þórisson. Elsku pabbi og tengdapabbi. Í dag kveðjum við kæran föður og tengdaföður. Orð eru lítils megnug en við viljum þakka af heilum hug fyrir liðinn tíma og þær minningar sem við eigum um þig. Samveru- stundir á seinni árum hafa ekki verið eins margar og við hefðum helst kos- ið, en þú varst alltaf til staðar og tókst alltaf á móti okkur og lést okk- ur finna hve þér þótti vænt um okk- ur þegar við hittumst. Minningarnar um þig munu lifa með okkur um ókomna tíð og það eru góðar minn- ingar. Elsku pabbi, okkar bestu þakkir fyrir allt og allt. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Elsku mamma, Beggi, Bjössi, Ásta, Sigrún Eva og fjölskyldur, ykkur og öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðar- og kærleiks- kveðjur. Jóhann Þröstur og Birna Kristbjörg. Elsku faðir minn lést 9. feb. sl. Ég ólst ekki upp hjá föður mínum, en ég var svo heppin að fá að kynn- ast föður mínum og dvaldi hjá hon- um, Ingibjörgu og eldri systkinum nokkrar vikur á sumrin á mínum uppvaxtarárum. Þá var ýmislegt brallað saman, sumarbústaðaferðir og stundum fékk ég að fara með pabba í vinnuna sem var að keyra út vörur á bláa bílnum. Þá var gaman hjá okkur, hann var fróður um landið og reyndi að kenna mér nöfn á sveitabæjunum þegar við keyrðum framhjá. Pabbi var ökukennari í mörg ár og afar góður bílstjóri. Hann var einnig mikill tónlistamaður og spilaði mikið á harmónikku og þá helst eftir eyr- anu. Hann var einnig duglegur að semja lög. Pabbi var góður afi barna minna og duglegur að sækja skemmtanir í söng og list og fylgdist alltaf vel með þegar um tónlistarnám var að ræða, bæði hjá mér og barnabörnum hans. Elsku pabbi minn, mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér og stutt mig í gegnum líf- ið. Þú varst alltaf svo glaður og já- kvæður og sást spaugilegu hliðarnar á öllum hlutum, alveg til síðasta dags. Ég kveð þig með miklum söknuði og minning þín mun lifa. Hvíl í friði. Þín Sigrún Eva. Elsku pabbi minn, hér sit ég við borðstofuborðið, sem er mín náms- aðstaða, og ætti að vera að skrifa rit- gerð en í stað þess skrifa ég minn- ingar um þig. Heilsu þinni hrakaði mjög hratt þar til lokastundin kom 9. febrúar sl. Í fyrstu vil ég þakka fyrir það að hafa getað verið hjá þér síð- ustu daga og nætur lífs þíns og feng- ið að hjálpa þér. Ég dáist að þeim styrk sem þú sýndir til að takast á við þennan sjúkdóm sem þú varst einungis búinn að hafa vitneskju um í tæpa tvo mánuði. Þegar ég hugsa til baka um æskuminningar koma fyrst upp í hugann bílar og harm- onikka. Þú varst ökukennari í mörg ár og leyfðir mér oft að fylgjast með þegar þú varst að kenna bóklega námið. Eins þegar þú sást um smur- þjónustuna í Vélsmiðjunni, þá fékk ég oft verkefni s.s. að pússa spegla eða aðstoða þig í gryfjunni. Þú sem aðrir tókst það mjög nærri þér þegar við hjónin misstum dæt- urnar okkar á meðgöngu, þær Önnu Björgu og Hugrúnu Ósk, með nokk- urra mánaða millibili. Eftir að Rúnar Þór útskrifaðist eftir langa dvöl á vökudeild komst þú oft við heima, bara til að tékka hvort allt væri í lagi og ekki minna eftir að fötlun hans kom í ljós. Rúnar Þór elskaði að hlusta á þig spila á harmonikku og þú spilaðir inn á kassettu handa hon- um svo hann gæti hlustað þegar þú varst ekki hjá honum með nikkuna. Þú varst stoltur af dugnaði Rúnars Þórs með nám og það að búa á heimavist á Sauðárkróki þrátt fyrir sína líkamlegu fötlun og að hann skyldi taka bílpróf sl. sumar. Sig- mari Inga reyndist þú einnig vel, hældir honum fyrir nám og tónlist- ina og hvattir hann áfram. Þú tókst það nærri þér þegar upp komu leið- indi með tónlistarnám sl. haust og ákvaðst að hjálpa mér að leita ann- arra leiða til að hann gæti lært meira á saxófóninn sem þér þótti mjög skemmtilegt hljóðfæri og hafðir gaman af að hlusta á hann spila. Það tókst núna í janúar sl. í öðru bæj- arfélagi og ætlaðir þú sjálfur að sjá um alla keyrslu svo þetta gæti orðið að veruleika en þá var bara heilsa þín orðin svo slæm að til þess kom ekki. Á saxófóninn spilar Sigmar Ingi með ánægju en um leið er hann hryggur yfir því að geta ekki spilað fyrir þig en hann náði að gera það rúmri viku áður en kallið kom. Heið- ar Berg er einungis fjögurra ára en saknar afa síns mikið og það fyrsta sem hann spurði pabba sinn að, þeg- ar honum var sagt að afi væri dáinn, var: „Og hver á þá að vera hjá ömmu?“ Heiðar Berg skilur þetta kannski betur en önnur börn á hans aldri því hann veit um systurnar sín- ar sem við heimsækjum í kirkju- garðinn reglulega og því er þessi umræða honum ekki svo framandi. Njáli eiginmanni mínum tókst þú eins og hann væri þinn eigin sonur og reyndist þú okkur vel. Þú varst ánægður að ég skyldi drífa mig í há- skólanám þrátt fyrir erfiðar heim- ilisaðstæður. Alltaf gat ég leitað til þín, ef bíllinn bilaði þá hafði ég sam- band við manninn minn en hringdi líka í pabba minn, bara svona til ör- yggis. Elsku pabbi minn, ég vil með þessum orðum kveðja þig og þakka þér fyrir að hafa ávallt verið til stað- ar fyrir mig og fjölskyldu mína. Þín Ásta. Þórir Heiðmar Jóhannsson HINSTA KVEÐJA Nú kveð ég þig kæri Þórir og þakka þér liðin ár. Er trítluðum við um túnið Refsteinsstöðum á. Svo hjálpsamur, hlýr og góður er einkunnargjöfin mér frá. Hvíl í Guðs friði. Þín Ásta æskusystir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SÆVIN BJARNASON frá Ökrum í Fljótum, Hverfisgötu 47, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði laugardaginn 13. febrúar. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju við Strandgötu mánudaginn 22. febrúar kl. 15.00. Marheiður Viggósdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Birgir Sigmundsson, Bjarney Guðmundsdóttir, Bjarni Guðjónsson, Guðlaug Guðmundsdóttir, Jón Alfreðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HINRIK S. VÍDALÍN JÓNSSON, Suðurvangi 15, Hafnarfirði, lést á deild 14 G Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 11. febrúar. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. febrúar kl. 15.00. Hulda Magnúsdóttir, Jón V. Hinriksson, Guðrún Júlíusdóttir, Magnús J. Hinriksson, Guðríður Aadnegard, Margrét Steingrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu, sem heiðruðu minningu eiginmanns míns, STEINGRÍMS HERMANNSSONAR fyrrv. forsætisráðherra, á margvíslegan hátt og auðsýndu samúð og virðingu. Einnig þökkum við öllum þeim, sem önnuðust hann af frábærri alúð í veikindum hans. Edda Guðmundsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.