Morgunblaðið - 20.02.2010, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 20.02.2010, Qupperneq 43
Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010 ✝ Ingi Jón Jóhann-esson fæddist í Reykjavík 24. maí 1964. Hann lést sunnudaginn 7. febr- úar sl. Hann var sonur hjónanna Lovísu Mar- grétar Eyþórsdóttur, f. 25. okt. 1921 á Grund í Svínadal, d. 2. febrúar 1991, og Jó- hannesar Haraldar Jónssonar, f. 30. nóv. 1923 á Þingeyri, d. 12. maí 1995. Systir hans er Valgerður, f. 1959, maki Valgeir Birgisson, f. 1961, sonur þeirra er Jóhannes Ingi, f. 1985, sonur Valgeirs Helgi Fannar, f. 1988. Systur hans sammæðra: Íris Valberg, f. 1947, maki Trausti Guð- laugsson f. 1941, dætur þeirra: 1) Lovísa Björg f. 1968, maki Valdi- mar Óskarsson, f. 1967, börn þeirra: Viktoría, Trausti Felix og Patrik Leo. 2) Brynja, f. 1974, maki Andreas Cordts, f. 1970, barn þeirra Íris Freyja. Anna Björg Samúelsdóttir f. 1957, maki Bjarni Danival Bjarnason, f. 1957, börn þeirra: 1) Helgi Svanur, f. 1979, sambýliskona Jóhanna Frímanns- dóttir, f. 1982, barn þeirra Frímann Bjarni. 2) Ingibjörg, f. 1984. Fyrir átti Anna Björg dótturina Lovísu Hönnu Að- albjörnsdóttur, f. 1976, maki Helgi Geir Halldórsson, f. 1977, börn þeirra: Rakel Ósk og Viktor Freyr. Eiginkona Inga Jóns var Birna Krist- ín Ómarsdóttir, f. 22. apríl 1976, þau slitu samvistir, barn þeirra Haraldur Smári, f. 21. júlí 2004. Synir Birnu Kristínar: Aðalsteinn Hugi, f. 10. mars 1994, og Björn Ómar, f. 17. júlí 1990. Ingi Jón ólst upp í Hlaðbrekku 15 í Kópavogi. Hann gekk í Digranes- skóla og Víghólaskóla. Hann stund- aði sjómennsku frá unga aldri og þess á milli vann hann við járna- lagnir. Síðustu árin var hann á tog- urunum Jónu Eðvalds og síðar Ás- grími Halldórssyni frá Höfn í Hornafirði. Útför Inga Jóns fer fram frá Hafnarkirkju í Hornafirði laug- ardaginn 20. febrúar og hefst hún klukkan 14. Elsku Ingi Jón minn. Ég á bágt með að trúa því að þú sért ekki leng- ur hjá okkur og að eiga ekki eftir að heyra skemmtilega hláturinn þinn og brandarana, því þú hafðir húmorinn í lagi. Mikið þótti okkur hjónunum gaman þegar þið Birna Kristín kom- uð ásamt Birni Ómari í heimsókn vegna 50 ára afmælis okkar. Svo þögðuð þið yfir því að systur okkar voru búnar að ákveða að koma okkur á óvart og mæta í veisluna, það fannst mér mjög gaman. Þá áttum við systkinin frábærar stundir sam- an ásamt mökum okkar. Eins í bústaðnum sem þið Birna höfðuð í Silkiborg, þar var mikið hlegið og sungið af frumsömdum textum. Hvað mér brá þegar Valla systir hringdi og sagði mér að þú værir dáinn. Það er ekki langt síðan þú talaðir við mig og baðst mig um gistingu því þú varst að spá í að koma í heimsókn til Danmerkur. Þú varst líka að tala um að heimsækja vin þinn í Danmörku og fá lánað hjólið hans og keyra til Þýskalands og kíkja á Brynju frænku. En af þessu verður víst ekki. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Megi guðs eilífðar ljós ávallt lýsa þér elsku Ingi Jón minn. Þín systir, Anna Björg. Elsku hjartans bróðir minn. Mikið er erfitt að geta ekki hringt og spjallað. Við töluðum svo mikið saman – hlógum svo mikið – okkur fannst að við hefðum svo góðan húm- or, öðruvísi en aðrir. Einu sinni fór- um við í bíó, á einhverja grínmynd sem var að slá öll aðsóknarmet – við fórum út í hléinu, okkur fannst þessi mynd alls ekkert fyndin, en hlógum svo í bílnum á leiðinni heim, eins og vitleysingar, yfir því hvað húmorinn okkar var skrítinn. Þú hafðir svo létta lund, gast oftast séð spaugilegu hliðina á málunum. Þegar ég eignaðist hann Jóhannes Inga, þá reyndist þú mér svo vel og varst alltaf til staðar fyrir hann. Þeg- ar þú áttir hvað erfiðast í þínu lífi þá leitaðir þú til mín, og við stóðum allt- af saman. Þegar þú kynntist henni Birnu Kristínu, þá varstu svo ánægður – vildir strax hitta mig og kynna okk- ur, ég var á Akureyri í útilegu, en þú lést þér ekki muna um það að skutl- ast þangað. Þú varst svo glaður, bú- inn að finna þér konu sem átti lítinn dreng, þér þótti svo mikið vænt um þau. Þegar Haraldur Smári fæddist, þá var gaman að fylgjast með því hvað þú varst stoltur, með báða strákana þína, Björn Ómar og Harald Smára. Þú sagðir mér að þér þætti ekkert skemmtilegra en að vera með litlu fjölskyldunni þinni – að elda mat sem þeim þótti góður, fara með þeim í sund, veiða eða bara eitthvað út í náttúruna. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svefnsins draumar koma fljótt. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Minningarnar eru svo margar og þær mun ég alltaf eiga í hjarta mínu, elsku bróðir minn. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Þín systir, Valgerður. Elsku Ingi Jón, nú þegar þú ert farinn frá okkur langar okkur að minnast þín með fáeinum orðum. Ég var 16 ára þegar þú fæddist og mikið var nú gaman að eignast loks- ins bróður. Þú reyndist mikill orku- bolti og gerðir mörg prakkarastrikin. Mér er minnisstætt eitt af mörgum sem gerðist á jóladag. Fjölskyldan var að fara í jólaboð, sem þér leiddist mjög og tókst því til þinna ráða og lést þig hverfa. Þar með hófst mikil leit að þér og það á jóladag. Þú varst uppátækjasamur og aldr- ei var langt í grínið þitt. Þú varst handlaginn maður og hafðir gaman af að gera við hjól og bíla og oft var bílskúrinn umdirlagður af alls konar varahlutum sem þú varst að vinna með. Alltaf leið þér vel í sveitinni á Gili í Dýrafirði, en þar varst þú hjá föð- urbróður þínum og konu hans. Síðar keyptir þú lítið hús á Þingeyri og þar hófuð þið Birna Kristín ykkar bú- skap. Þú stundaðir sjómennsku frá unga aldri enda var hún þér í blóð borin. Þess á milli stundaðir þú járnalagnir með Trausta mági þínum. Þú varst dugnaðarforkur í vinnu og reyndist Trausta ætíð vel. Eftir að fjölskyldan flutti til Hafnar í Hornafirði varst þú á aflaskipunum Jónu Eðvalds og síð- ar Ásgrími Halldórssyni. Eitt af áhugamálum þínum var úti- vist og stundaðir þú bæði skotveiði og stangaveiði. Þú kenndir strákun- um þínum handbragðið að gera að fiski. Ekki alls fyrir löngu eignaðist þú vélsleða og hafðir þú mjög gaman af því að taka strákana með þér í stuttar ferðir út fyrir bæjarmörkin. Hundarækt var líka eitt af þínum áhugamálum og varst þú virkur fé- lagi í Hundaræktarfélagi Íslands. Þú tókst einnig virkan þátt í starfsemi SÁÁ. Að lokum langar okkur hjónin að minnast ferðar sem við systkinin fór- um í til Danmerkur árið 2007, tilefnið var 50 ára afmæli systur okkar og manns hennar, en þau eru búsett þar. Þið Birna Kristín höfðuð sum- arhús á leigu og heimsóttum við ykk- ur í bústaðinn á leið okkar til Þýska- lands. Þar áttum við góðar samverustundir sem gleymast ei. Elsku Ingi Jón, þín verður sárt saknað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Þín systir og mágur, Íris og Trausti. Okkur langar til að minnast Inga Jóns frænda okkar. Feður okkar voru bræður og var Ingi Jón mörg sumur í sveit hjá foreldrum okkar í Dýrafirði þegar hann var strákur. Einnig var hann með annan fótinn hjá þeim eftir að hann varð fullorð- inn. Þó að hann hafi verið fimm árum eldri en við systurnar kom hann allt- af fram við okkur sem jafningja á sín- um unglingsárum. Oft var mikið fjör í kringum hann og alltaf stutt í húm- orinn. Hann var hörkuduglegur til vinnu í sveitinni og voru hann og fað- ir okkar miklir mátar. Við lítum á hann sem uppeldisbróður okkar og foreldrum okkar þótti mjög vænt um hann. Okkur er minnisstætt eitt vorið í sauðburði þegar við fórum út að at- huga kindurnar. Þá sjáum við eitt- hvað skrítið í grasinu og þá kom í ljós að þetta var nýfæddur hvolpur í líkn- arbelgnum. Ingi Jón tekur hann strax upp, fjarlægir belginn og byrj- ar að blása lífi í hvolpinn. Tíkin (Táta) var týnd og brugðum við á það ráð að setja hvolpinn hjá kisunni sem var með litla kettlinga. Kisan tók hvolp- inum vel og leyfði honum að fara á spena. Daginn eftir fannst tíkin ásamt fleiri hvolpum. Ingi Jón fékk að eiga hvolpinn sem fékk nafnið Týra og fór með hana heim til for- eldra sinna. Þetta hefur trúlega verið upphafið að hundaáhuga hans og átti hann marga hunda yfir ævina og ræktaði hunda ásamt eiginkonu sinni Birnu Kristínu. Yndislegt var að fylgjast með þeg- ar Ingi Jón og Birna Kristín kynnt- ust og hvað hann tók syni hennar, Birni Ómari, þegar í stað vel. Það var dásamlegt að hann skyldi fá að upp- lifa þá hamingju að eignast Harald Smára. Gaman var að fylgjast með Inga Jóni og sjá hvað hann var frá- bær faðir. Hann var alltaf að gera eitthvað með strákunum, fara í veiði, í sleðaferðir, útilegur og ýmislegt fleira. Þegar þeir voru ekki í slíkum stórræðum voru þeir að hjálpast að við að setja saman og gera við hluti. Við viljum votta öllum aðstandend- um samúð og minningin um náttúru- barnið og húmoristann Inga Jón lifir. Kristín Berglind og Valgerður Jóna Oddsdætur. Elsku frændi, sorgin er mikil en minningarnar fleiri og ljúfar og þær geymum við í hjörtum okkar. Við tregum þig með tár á kinn tekin burt, en bara um sinn. Þessi hinsta kveðja er okkur frá heimili þitt er nú himnum á. (Sveinn Hjörtur) Okkur langar að þakka þér fyrir samverustundirnar í gegnum árin og vitum að amma og afi tóku vel á móti þér við hið Gullna hlið. Lovísa og Brynja. Ingi Jón Jóhannesson ✝ Dorothy J. Irv-ing, fyrrverandi sendiherrafrú á Ís- landi, fæddist 15. apríl 1922 í Buffalo í New York-ríki, en flutti ung til Provi- dence í Rhode Island. Hún lést 8. febrúar sl. Dorothy lauk BA- prófi í kennslufræð- um frá Mount Ho- lyoke College og MA- prófi í sömu fræðum frá Columbia háskóla í New York. Hún giftist ung Fre- drick Irving, sendiherra Banda- ríkjanna hér á landi á árunum 1972 til 1976. Fred starfaði lengst af í utanríkisþjónustu Bandaríkj- anna. Hann var hermaður í seinni heimsstyrjöldinni og var tekinn til fanga af herjum nas- ista í Ungverjalandi. Börn þeirra hjóna eru Susan, Rick og Barbara, sem öll hafa dvalið á Íslandi. Tengdabörnin eru þrjú og barnabörnin átta. Útför Dorothy verður gerð frá Bel- mont í Massachusetts sunnudaginn 21. febrúar 2010. Að lok- inni bálför verður hún jarðsett í þjóð- argrafreit Bandaríkjanna í Arling- ton, skammt utan við Washington. Fredrick sem stríðsfangi hlaut Purple Heart-orðuna fyrir hug- rekki en þeirri virðingu fylgir réttur þeirra hjóna til að hvíla í þjóðargrafreitnum. Látin er, vestur í Boston, Do- rothy J. Irving, fyrrum sendi- herrafrú bandaríska sendiherrans á Íslandi á árunum 1972-1976. Þau hjón eignuðust á sínum tíma ótrú- lega stóran hóp vina um land allt. Sjálf varð Dorothy forfallinn Ís- landsvinur, sem hélst til hinstu stundar. Eiginmaður hennar er Frederick Irving, sem átti sinn þátt í því hversu miklum þrýstingi stjórnvöld í Washington beittu Breta í 200 mílna landhelgisdeilunni sem varð til þess að Ísland fór með sigur af hólmi. Það er ekki of djúpt í árinni tekið að fullyrða að af öðr- um ólöstuðum séu þau í hópi bestu sendiherrahjóna Bandaríkjanna sem hér hafa verið. Frederick var með góð tengsl á æðstu stöðum í stjórnsýslunni í Washington og var t.d. með beina símanúmerið hjá Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra. Fred notaði óspart tengsl sín væru emb- ættismenn með eitthvert múður um hagsmuni og baráttumál Íslend- inga. Það voru ekki margir dipló- matar sem höfðu slíkan aðgang að Kissinger, öðrum valdamesta manni Bandaríkjanna á þessum árum. Í bók sem Dorothy sendi frá sér 2007 og fjallar um árin sem þau störfuðu á vegum utanríkisþjónustu þjóðar sinnar og heitir This Too Is Diplomacy – Stories of a Partners- hip segir hún um Ísland: „Ég fékk ást á Íslandi um leið og flugvélin snerti Keflavíkurflugvöll. […] Mér datt aldrei í hug að ég myndi verða svona ástfangin af Íslandi árin fjög- ur sem við vorum þar.“ Hún bætir við: „Ég var ekki bara heilluð af náttúrunni, heldur átti ég einnig í leynilegu ástarsambandi við tungu- mál þessa lands.“ Meðan þau dvöldu hér á landi lögðu þau mikið kapp á að vera traustir fulltrúar heimalandsins. Þau kynntust náið fólki á öllum stigum samfélagsins. Fólki með ólíkustu skoðanir. Heimili þeirra stóð jafnan opið óendanlegum fjölda landsmanna. Dorothy gerði mikið af því að heimsækja skóla, heimili aldraðra og aðrar stofnanir. Hún tók virkan þátt í sjálfboðaliðastarfi og sá m.a. um bókavagn Rauða krossins á Borgarspítalanum á mánudögum á þessum tíma. Þau ferðuðust mikið um landið og Dorothy þótt mjög gaman að fara í haustréttir. Í bók- inni segir hún: „Þegar ég hugsa um íslensku haustin, hugsa ég um hest- ana og kindurnar sem runnu niður fjallshlíðina meðan vindurinn lék um hárið á mér þar sem ég stóð á réttarveggnum.“ Í hvert sinn sem ég heimsótti þau fóru þau yfir ljóslifandi minn- ingar frá Íslandi. Minningin var svo sterk og fersk að það var eins og þau hefðu verið hér í gær. Þau bjuggu í mörgum löndum víða um heim, en minninguna um eitt land geymdist í hjartanu – Ísland. Minn vinargreiði við þau var að senda eða færa Dorothy reglulega ís- lensku símaskrána. Hún varð að vita hvar vinir hennar væru, hvort einhver hefði dáið eða flutt og hvert senda skyldi jólakortin. Dorthy Irv- ing var Íslandsvinur fram í fing- urgóma. Það er gulls ígildi fyrir Ís- land að hafa átt vini eins og Dorothy og Fredrick Irving. Bless- uð sé minning hennar. Áslaug og Jón Hákon Magnússon. Dorothy J. Irving MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is TILBOÐSDAGAR 20-50% afsláttur af völdum legsteinum með áletrun á meðan birgðir endast 10% afsláttur af öðrum vörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.