Morgunblaðið - 20.02.2010, Blaðsíða 48
48 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
Sudoku
Frumstig
4 9 1 2
8 5 6
1 7 4
4 6 2
5 8
1 9 5
2
6 7 4
5 6 2
1 5 3 6
8
6 9
1 3 5
9 8 2 6
6 8 4 2
4 3 9 8 5
6 8 4
9 2 6
4 2 7 9 3
8 3 7
4 1
1 9
3 4 6
1 8 9
8 6
8 1 7
1 2 3 7 5 9 6 4 8
8 6 4 3 2 1 7 5 9
5 9 7 8 6 4 1 2 3
4 7 6 5 3 2 8 9 1
2 1 8 4 9 6 5 3 7
3 5 9 1 7 8 2 6 4
9 3 2 6 8 7 4 1 5
7 4 5 2 1 3 9 8 6
6 8 1 9 4 5 3 7 2
5 4 6 3 7 9 8 2 1
2 1 7 5 6 8 3 9 4
8 3 9 1 4 2 6 5 7
4 6 1 2 9 3 5 7 8
9 5 8 7 1 6 2 4 3
7 2 3 8 5 4 9 1 6
1 9 2 6 3 7 4 8 5
6 8 5 4 2 1 7 3 9
3 7 4 9 8 5 1 6 2
4 1 7 2 5 9 6 3 8
2 5 3 8 1 6 7 4 9
9 8 6 7 4 3 5 1 2
5 6 9 4 2 7 1 8 3
3 7 2 9 8 1 4 6 5
8 4 1 6 3 5 2 9 7
7 2 8 3 6 4 9 5 1
1 9 4 5 7 8 3 2 6
6 3 5 1 9 2 8 7 4
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 20. febrúar,
51. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Kostið kapps um að kom-
ast inn um þröngu dyrnar, því margir,
segi ég yður, munu reyna að komast
inn og ekki geta. (Lk. 13, 24.)
Víkverja finnst óskaplega gamanað fara í bíó en engu að síður
þarf mjög lítið til að raska ánægjunni
og jafnvel skemma bíóupplifunina.
Yfirleitt er þar um að ræða hegðun
annarra bíógesta. Bíópopp er til
dæmis órjúfanlegur þáttur í bíó-
menningunni, en sú tilhneiging bíó-
gesta (allra annarra en hins háttvísa
Víkverja) að troða hendinni af offorsi
ofan í bréfpokann í hljóðlátustu sen-
unum er óþolandi.
Síðast þegar Víkverji fór í bíó tók
maðurinn fyrir aftan hann sig svo til
og braut popppokann sinn saman af
mikilli natni eftir að hann tæmdist.
Sú athöfn tók nokkrar mínútur og
fór að mestu leyti fram alveg uppi við
hægra eyra Víkverja sem missti al-
veg þráðinn í myndinni á meðan.
x x x
Farsímar eru annað tilefniánægjuröskunar í bíóferðum
Víkverja. Eitt er þegar þeir hringja í
sífellu, en í ofanálag þurfa sumir
endalaust að vera að kíkja á skjáinn
og lýsa um leið í augu allra sem sitja í
5 metra radíus. Þegar Víkverji sá
hina dásamlegu Brokeback Mount-
ain á sínum tíma sat hann við hliðina
á tveimur unglingsstúlkum.
Víkverji var mjög viljugur til að
gleyma sér í dramatík hinnar for-
boðnu ástar smalanna en það reynd-
ist honum erfitt þar sem vinkonurnar
á hægri hlið hans voru alla myndina á
símaráðstefnu við einhvern strák.
„Híhíhí, sjáðu hvað hann segir,“
sagði önnur á meðan hin bauð fram
ráðleggingar um hvernig væri best
að svara honum.
x x x
Nú fara fram deilur um það á net-inu hvort rétt sé að númera
sæti í bíó, m.a. til að útrýma þeim
leiðindum sem myndast á vinsælum
myndum þegar liggur við að maður
troðist niður við að ná þokkalegum
sætum. Víkverji hefur farið í bíó í
nokkrum siðmenntuðum löndum þar
sem venjan er að kaupa númeraða
miða og hefur góða reynslu af því,
það er liður í því að gera bíóferðina
enn ánægjulegri. Auk þess leggur
Víkverji til að hlé verði lögð niður.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 verslunin, 8
varpaði geislum, 9 blett-
ir, 10 keyri, 11 verkfæri,
13 tekur, 15 karlfugl, 18
moð, 21 korn, 22 oft, 23
krók, 24 alúðin.
Lóðrétt | 2 marklaus, 3
fífl, 4 rotin, 5 reiðum, 6
ómeiddur, 7 ósoðinn, 12
ótta, 14 rengja, 15 garfa,
16 sjúkdómur, 17 aldin,
18 graslítil, 19 minni, 20
slæmt.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 nötra, 4 kemur, 7 fífls, 8 regns, 9 aur, 11 aðal,
13 bali, 14 álasa, 15 hörð, 17 körg, 20 ósa, 22 móður, 23
næðir, 24 armur, 25 augað.
Lóðrétt: 1 nefna, 2 tefja, 3 assa, 4 kurr, 5 mugga, 6
rosti, 10 unaðs, 12 láð, 13 bak, 15 hamla, 16 ræðum, 18
örðug, 19 gerið, 20 órar, 21 anda.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Staðan kom upp á Kornax-mótinu,
Skákþingi Reykjavíkur, sem lauk
fyrir skömmu í húsakynnum Tafl-
félags Reykjavíkur. Þorvarður
Fannar Ólafsson (2.217) hafði svart
gegn Herði Garðarssyni (1.888).
50. … Be3! 51. Dxe3 Rf4+ 52. Rxf4
Hh2+! 53. Kf1 Hxh1+ og hvítur
gafst upp. Ofurskákmótið í Linares
á Spáni fer fram þessa dagana og
tekur Búlgarinn Veselin Topalov
(2.801) m.a. þátt en hann mun tefla
heimsmeistaraeinvígi við Visw-
anathan Anand (2.790) í Sofíu í
Búlgaríu sem hefst í lok apríl næst-
komandi. Nánari upplýsingar um
gang mála í Linares og um fyr-
irhugað einvígi eru aðgengilegar á
www.skak.is.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Furðuleg endastaða.
Norður
♠Á92
♥543
♦109543
♣Á6
Vestur Austur
♠D106 ♠G5
♥KD96 ♥87
♦D6 ♦ÁKG872
♣G1074 ♣982
Suður
♠K8743
♥ÁG102
♦–
♣KD53
Suður spilar 4♠.
Sigurbjörn Haraldsson og Magnús
Eiður Magnússon spiluðu æfingaleik á
Bridgebase fyrir skömmu við Pólverj-
ana Jassem og Martens. Komu þar upp
fróðleg spil. Hér varð Bessi sagnhafi í
4♠ eftir tígulopnun austurs í þriðju
hendi. Vestur sýndi síðan hjartalit með
neikvæðu dobli á spaðainnákomu
Bessa.
Útspilið var ♦D, sem austur reyndi
að yfirtaka. Bessi trompaði, fór inn í
borð á ♣Á og spilaði hjarta á gosann.
Vestur drap og hélt áfram með tígul.
Bessi trompaði, tók ♥Á, síðan laufhjón
og henti hjarta úr borði. Því næst tók
hann tvo efstu í spaða og stakk fjórða
laufið. Nú voru þrjú spil á hendi.
Heima átti Bessi einn tromphund og
♥102, en vestur lá á eftir með ♠D og
♥K9. Bessi trompaði tígul með hund-
inum og … vestur var dæmdur maður.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Sýndu börnunum og öðrum þol-
inmæði þótt þolinmæðin sé ekki þín
sterkasta hlið.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þótt þér mistakist eitthvað einu
sinni er ekki þar með sagt að þú getir ekki
reynt aftur síðar. Ef þú venur þig á að
gefa þér tíma fyrir skapandi viðfangsefni
gæti það valdið byltingu.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú átt gott með að greina kjarn-
ann frá hisminu og með góðra manna
hjálp tekst þér að leysa mál sem hefur
hvílt á þér.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Færðu allt sem þú vilt? Stundum
þarftu bara að reka þig í eitthvað hart til
að vera beint í rétta átt.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú getur verið að gera það nákvæm-
lega sama og allir aðrir, þótt þú sjáir það
ekki núna. Tækifæri lífsins gæti verið
handan við hornið. Mundu að hvíla þig vel
og borða hollt.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það er alltaf gott að gleðjast með
öðrum en mundu að árangur verður ekki
metinn í krónum og aurum. Mörgum þyk-
ir mikið til þín koma.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Það eru nokkur mál sem þola enga
bið og þú gerir aðeins illt verra með því að
slá þeim á frest. Haltu þig við áætlanir
þínar og fáðu alla þá í lið með þér sem þú
mögulega getur.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Leggðu þig alla/n fram í sam-
skiptum þínum við aðra í dag. Ekki gera
neinar skuldbindingar í dag, láttu þér
nægja að dreyma dagdrauma.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Hugmyndir eru á hverju strái,
vinnan er skemmtun og allt flæðir án
hindrana. Amor er á sveimi og gæti skotið
í þig örvum.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú áttar þig á því hvernig ólíkir
persónuleikar bæta hver annan upp. Var-
aðu þig á fólki sem hefur skoðanir sem
eiga að koma því ofar öllum öðrum.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Mundu að vini sína á maður að
rækta, þínir hafa setið á hakanum.
Skemmtilegt ferðalag út á land er fram-
undan. Stattu nú fast á þínu í deilumáli.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú þarft ekki að vera með nein
látalæti í umgengni við aðra. Fáðu ein-
hvern sem þú treystir til að koma þér í
samband við þá/þann sem þú vilt kynnast.
Stjörnuspá
20. febrúar 1882
Kaupfélag Þingeyinga, fyrsta
íslenska kaupfélagið, var
stofnað á Þverá í Laxárdal að
frumkvæði Jakobs Hálfdan-
arsonar.
20. febrúar 1943
Skömmtun hófst á bensíni.
Eigendur smábifreiða fengu
1,5 lítra á dag. Jafnframt var
hámarkshraði lækkaður í 45
km á klst. til að spara slit á
hjólbörðum.
20. febrúar 1991
Þyrla frá Landhelgisgæslunni
bjargaði átta manna áhöfn
Steindórs sem strandaði við
Krýsuvíkurberg.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Einar Bragi
Bergsson verður
sextugur mánu-
daginn 22. febr-
úar. Hann verð-
ur með kaffi og
kleinur fyrir
ættingja og vini í
Mosarima 8 í
Grafarvogi á
mogun, sunnudag, kl. 15-17.
60 ára
Hafey Lipka Þormarsdóttir og
Björk Ragnarsdóttir söfnuðu flösk-
um og dósum í Mosfellsbæ og gáfu
Rauðakrossdeildinni í Kjósarsýslu
andvirðið, 2.000 krónur.
Söfnun
„ÉG ætla að hafa kaffiveislu heima fyrir fjöl-
skyldu og vini í tilefni dagsins og hafa það náð-
ugt með mínum nánustu,“ segir Sigurborg
Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur, sem verður
þrítug í dag.
Sigurborg býr á Akureyri og er gift Jónatani
Þór Magnússyni verkefnastjóra og saman eiga
þau tvö börn.
Sigurborg útskrifaðist frá Háskólanum á
Akureyri árið 2005. Sama ár hóf hún störf á
Sjúkrahúsinu á Akureyri á handlækninga- og
bæklunardeild, þar sem hún hefur starfað allar
götur síðan og líkar vel. Um þessar mundir er Sigurborg í fæð-
ingarorlofi, en í júnímánuði síðasta árs fæddist þeim hjónum
stúlka.
Aðspurð um eftirminnilegan afmælisdag rifjar Sigurborg upp
daginn sem hún varð 17 ára og fékk bílpróf. „Ég man svo vel eft-
ir þessum degi því það var einstaklega vont veður. Allar vinkonur
mínar voru svo spenntar af því ég var fyrst til þess að fá bílpróf.
Við drifum okkur því á rúntinn í brjáluðu veðri og keyrðum um
allt kvöldið.“ Erla María Davíðsdóttir
Sigurborg Bjarnadóttir 30 ára
Bílpróf í brjáluðu veðri
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is