Morgunblaðið - 20.02.2010, Page 52
Eftir Hólmfríði Gísladóttur
holmfridur@mbl.is
UM helgina verða haldnar áheyrnarprufur fyrir
hlutverk í nýrri íslenskri fjölskyldumynd. Myndin
hefur hlotið nafnið L7: Hrafnar, Sóleyjar og Myrra
og stefnt er að því að hefja tökur í sumar, en þá mun
líka koma út bók eftir Helga Sverrisson og Eyrúnu
Ósk Jónsdóttur sem myndin er byggð á. Framleið-
andi myndarinnar er Kristján Hans Óskarsson en
hann segir að Helgi hafi upphaflega átt hugmynd-
ina að sögunni og auglýst eftir samstarfsfólki.
„Helgi er kvikmyndagerðamaður og Eyrún Ósk er
leikkona, leiklistarkennari og skáld. Upprunalega
fór Helgi af stað með fræ að þessari sögu og hann
auglýsti eftir handritshöfundum, ungu hæfi-
leikafólki, og Eyrún var ein af þeim sem svaraði
þessu kalli hans. Þau bjuggu söguna til og það stóð í
raun alltaf til að skrifa bæði bók og handrit,“ segir
Kristján en hann, Eyrún, Helgi og Arndís, kona
Helga, mynda hópinn sem fór af stað með verk-
efnið.
Mynd um klára stelpu
Kristján lýsir myndinni sem skemmtilegri barna-
og fjölskyldumynd. „Aðalpersónan er táningsstelpa
sem samkvæmt bókinni er þrettán ára þegar sagan
á sér stað og er svona sterk kvenpersóna. Sagan
byrjar á því að hún er nýbúin að upplifa það áfall að
missa pabba sinn og litla bróður í hræðilegu slysi og
í kjölfarið fer hún að leita sér leiða til að takast á við
þetta, þá kynnist hún hópi af
sérvitringum, skrýtnu gömlu
fólki sem heldur saman og
stendur saman að leikfélagi í
Hafnarfirði. Það er svo í
gegnum þetta fólk sem hún
er dregin inn í hringiðu æv-
intýra,“ segir Kristján.
Hann segir áætlanir gera
ráð fyrir að myndin verði
frumsýnd snemma á næsta
ári en segir dagsetninguna
þó enn geta breyst. „Við
erum samt sem áður kom-
in það langt í ferlinu að við
stefnum á febrúar.“ Að-
spurður hvort það hafi
ekki reynst erfitt að fá
fjármagn í verkefnið á þessum síðustu og verstu,
segir Kristján að það hafi komið sér vel hversu vel á
veg verkefnið var komið þegar erfiðleikarnir hófust.
Íslensk kvikmyndagerð mun sigrast á
þessum erfiðleikum
„Myndin er náttúrlega búin að vera í vinnslu í
þrjú ár og við komin ansi langt með þetta verkefni
þegar þessir erfiðleikar sem kvikmyndastéttin í dag
er að takast á við komu upp. Við vorum til dæmis
komin með samstarfsaðila í fimm löndum. Auðvitað
verða allar svona breytingar á aðstæðum til þess að
maður fer að spyrja sig og setja fyrirvara. En málið
er bara hreinlega það að kvikmyndastéttin er stað-
ráðin í því að yfirstíga þessa erfiðleika af miklum
krafti. Kvikmyndamiðstöð, sem er náttúrlega helsti
bakhjarl kvikmyndagerðarmanna og kvikmynda-
iðnaðarins á Íslandi, er að leita að leiðum til þess, í
samstarfi við kvikmyndagerðarfólk, að þetta hafi
sem minnstar afleiðingar. Þannig að það er verið að
vinna svo skipulega og sterklega að því, að þó að
maður setji einhverja fyrirvara, sérstaklega með
verkefni sem eru skemur á veg komin, þá er
það mikil bjartsýni í gangi að þetta verður yf-
irstigið smám saman. Það er það mikil pressa í
gangi, ekki bara frá kvikmyndagerðarfólki heldur
almenningi, að við viðhöldum íslenskri kvikmynda-
og dagskrárgerð. Þannig að auðvitað kom sjokk en
það eru engin hjól stopp, það eru allir á fullu og eru
bara svolítið að endurskoða það sem þeir eru að
gera út frá breyttum aðstæðum,“ segir hann.
Erlendir samstarfsaðilar verkefnisins eru fjár-
magnsaðilar og framleiðslufyrirtæki í Svíþjóð, Ung-
verjalandi, Finnlandi, Hollandi og Bretlandi. Í öll-
um tilfellum eru samningar uppi um að dreifing í
hverju landi verði tryggð. „Það stendur til að mynd-
in fari í góða dreifingu,“ segir Kristján, „í Evrópu
og við erum að leita leiða til þess að íslenskar mynd-
ir fái dreifingu í Bandaríkjunum líka. En eins og er
er Evrópa okkar stóra vígi.“
Ljósmynd/Gúndi
Bjartsýnn Kristján Hans Óskarsson er bjartsýnn á framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar.
Auglýsa eftir leikurum
L7: Hrafnar, Sóleyjar og Myrra er ný íslensk mynd sem tekin verður upp í sum-
ar Undirbúningur gengur vel og búið að semja við aðila í 5 löndum um dreifingu
52 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 2010
Tónlistarbloggið offtheradio.com
kemst að sérkennilegri niðurstöðu,
það er að stórgóða lag Diktu,
„Thank You“, sé hið fullkomna Ól-
ympíulag. Sá sem ritar færsluna er
nafnlaus en hann er gjörsamlega að
missa sig yfir laginu og segir að það
myndi fara inn í óteljandi Ólympíu-
leikaauglýsingar ef færið gæfist.
Hann klykkir svo út með orðunum
„takk Dikta, takk heimur.“ Gaman
að þessu!
Samdi Dikta hið full-
komna Ólympíulag?
Fólk
HÖNNUNARSÝNINGIN Íslensk samtímahönnun –
húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr verður í sviðs-
ljósinu næstu tvo mánuði í Kaupmannahöfn, en sýn-
ingin verður opnuð föstudaginn 26. febrúar nk. í
hinni virtu hönnunarmiðstöð Dana, Danmarks De-
sign Center. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk hönn-
unarsýning er sett upp í DDC og býður upp á tæki-
færi fyrir íslenska hönnuði og arkitekta að mynda
samstarfsvettvang með norrænum kollegum.
„Hönnunarmiðstöð setti sig í samband við Dan-
marks Design Center og í kjölfarið var okkur boðið
að koma með sýninguna til Danmerkur og sýna í
þeirra húsnæði. Þetta er sama sýning og var sett
upp á Listahátíð í Reykjavík í fyrra en það er búið
að gefa út bók sem er byggð á þeirri sýningu,“ segir
Gréta Hlöðversdóttir, verkefnisstjóri sýning-
arinnar.
„Það er mikilvægt að vera í samstarfi við hönn-
unarmiðstöðina í Danmörku, því hún er mjög
rótgróin og það skiptir miklu máli fyrir okkur að
komast inn í tengslanetið þeirra.
Hönnunarsafnið hefur verið að vinna í því und-
anfarna mánuði að byggja upp tengsl við hönn-
unarmiðstöðvarnar á Norðurlöndunum og þetta er
liður í því, með það að markmiði að íslensk hönnun
verði sjálfkrafa hluti af norrænni hönnun. Skand-
inavísk hönnun er mjög þekkt alþjóðlega og nýtur
mikillar virðingar og við erum að vinna í því að
verða sjálfsagður hluti af því samfélagi.
Við sjáum með þessari sýningu að við höfum ým-
islegt fram að færa og að hún opnar ýmsar dyr,
fólk sér hvað það eru flottir hlutir að gerast hér.
Þessi innkoma þarna getur haft mjög góð áhrif,
þetta er virðing, athygli og viðurkenning,“ segir
Gréta.
Sýningin er farandsýning og hefur að geyma
verk um tuttugu hönnuða og hönnunarteyma sem
eru valin með það í huga að eiga erindi ytra til
frekari kynningar, sölu eða framleiðslu. Sýning
verður í Danmörku í tvo mánuði og fer þaðan beint
á EXPO-sýninguna í Shanghai, síðan er stefnt á að
hún fari til fleiri Norðurlandaþjóða.
Nánari upplýsingar um starfsemi Hönnunar-
miðstöðvar Íslands og Danmarks Design Center er
að finna á slóðunum www.honnunarmidstod.is og
www.ddc.dk . ingveldur@mbl.is
Íslensk hönnun og arkitektúr í Danmörku
Kaupmannahöfn Stór auglýsingaborði um
sýninguna blasir við á Ráðhústorginu í Köben.
Nýjasta lína hönnunarverkefn-
isins Vík Prjónsdóttir, kroppatepp-
in, voru frumsýnd á hönnunarvik-
unni í Stokkhólmi á dögunum og
eru þegar farin að vekja athygli á
málsmetandi tískubloggum og
–miðlum. Trendhunter Magazine
eys lofsorðum yfir teppin og einn
bloggarinn talar um að nú séu
„snuggies“ eða „slanket“ eins og
þetta heitir víst á útlensku orðin
svöl. Í auglýsingum vegna línunnar
voru kunnir Íslendingar fengnir til
að sitja fyrir með teppi, þar á meðal
Högni Egilsson úr Hjaltalín.
Kroppateppin vekja at-
hygli um víðan völl
Hönnuðir, hljómsveitir og lista-
menn sem vilja koma fram á LungA
2010 gefst hér með tækifæri á að
sækja um. LungA verður haldin á
Seyðisfirði dagana 12. - 18. júlí
2010. Umsóknarfrestur er til og
með 15. mars 2010. Allar umsóknir
sendist á á lunga@lunga.is. Frekari
upplýsingar á www.lunga.is.
LungA 2010 auglýsir
eftir umsóknum
Ekki gagnaðist hún nú vel við rit-
un Gettu betur greinar, Gettu bet-
ur síðan sem vistuð er undir hatti
ruv.is. Síðasta uppfærsla þar er frá
15. febrúar, upplýsingar um keppn-
islið kvöldsins engar og undir myn-
daflipa voru myndir úr útvarps-
keppninni. Það er rúmenskt
yfirbragð yfir sniði síðunnar, sem
og vefnum í heild sinni og von um
gangskör í þessum efnum er hverf-
andi, í ljósi „ástandsins“. Uss …
Handónýt Gettu betur
síða á RÚV-vefnum
Opnar prufur fyrir hlutverk í myndinni verða
haldnar í Menntasetrinu við Lækinn í Hafn-
arfriði, 20. og 21. febrúar. Menntasetrið er í
húsnæði gamla Lækjarskóla en prufurnar fara
fram á jarðhæðinni í aðstöðu Leikfélags Hafn-
arfjarðar.
Leitað er eftir stúlku á aldrinum 12-15 ára til
að leika aðalhlutverkið, hina 13 ára gömlu Láru
Sjöfn, en til gamans má geta að L7 er einmitt
skammstöfun á nafninu hennar. Einnig er leitað
eftir dreng á aldrinum 13-16 ára.
Hægt er að skrá sig með því að senda tölvu-
póst á netfangið L7themovie@L7themovie.com.
Prufurnar hefjast kl. 9 og standa fram eftir
degi og segir Kristján að opið verði fyrir skrán-
ingu yfir helgina.
Opnar prufur laugardag og sunnudag