Morgunblaðið - 19.03.2010, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.03.2010, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ | 27 frekar samsettan geisladisk. Þannig vildum við gefa veislunni alþjóðlegan blæ í okkar anda,“ segir Elisa. Þakklát vinum og ættingjum „Mig hafði ekki langað til að gifta mig fyrr en ég hitti Björn,“segir El- isa aðspurð hvort hún hefði lengi haft hugmyndir um draumabrúð- kaupið. „Þegar við ákváðum svo að gifta okkur langaði mig strax að halda stóra veislu með vinum og fjöl- skyldu þar sem allir kæmu saman, væru viðstaddir þessa stund og fögn- uðu með okkur. Ég vildi líka hafa ýmiss konar smáatriði til að sýna að við værum þakklát öllum að koma og höfðum hugsað fyrir öllu. Það er hefð á Ítalíu að giftast í heimabæ brúð- arinnar svo það var mjög notalegt að halda brúðkaupið þar. Ég var mjög stolt að geta sýnt öllum Orvieto og ánægð að gestunum fannst bærinn jafnfallegur og mér. Þetta var góð blanda af ítölsku og íslensku brúð- kaupi. Ættingjar mínir eru vanir að borða mikið í brúðkaupum svo við lögðum upp úr að hafa matseðilinn veglegan. Þá var gestafjöldinn hæfi- legur en á Ítalíu tíðkast oft að bjóða um 200 gestum,“ segir Elisa. Eftir brúðkaupið fóru Björn og Elisa í siglingu um Miðjarðarhafið og heim- sóttu meðal annars Grikk land og Tyrkland. maria@mbl.is Glens og grín Grímur, gervinef og gleraugu voru á borðum fyrir gesti að fíflast með í veislunni svo hún yrði létt og skemmtileg. Minningar Gestirnir fengu ýmis konar gjafir til að taka með sér heim. Það er hefð á Ítalíu að giftast í heimabæ brúðarinnar svo það var mjög notalegt að halda brúðkaupið þar. Ég var mjög stolt að geta sýnt öllum Or- vieto og ánægð að gestunum fannst bærinn jafnfallegur og mér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.